Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 7. JANUAR 1988. 13 dv____________________________________________________________________Neytendur Bamasjúkdómar og orsakir þeirra Hvaðátil bragðsaðtaka þegar þá ber að höndum? Langsamlega flest börn fá ein- hveratíma á ævinni hina svokölluðu barnasjúkdóma. Sjúkdómunum sjálfum hefur þó fækkað frá því sem áður var fyrir tilstilli heilbirgðisyfir- valda eins og t.d. skarlatsótt sem hefur nærri verið útrýmt algerlega hér á landi. Sömuleiðis er lömunar- veiki orðin sjaldgæf hér á landi, síðasti faraldur geisaði árið 1955. Bólusetningar á íslandi eru í mjög góðu lagi eða eiga að minnsta kosti að vera það og er það þeim að þakka að sjúkdómunum hefur verið útrýmt eða þá að þeir leggjast vægar á börn- in en áður var. Svokallaðar skyldu- bólusetningar eru eftirfarandi: Kíghósti: Við kíghósta á að bólusetja börn á aldrinum 3,4,6 og 14 mánaða gömul. Barnaveiki: Bólusetning þegar börnin eru 3, 4, 6 og 14 mánaða og 6-7 og 14 ára. Flest börn smitast einhvern tima á bernskuskeiði af barnasjúkdómum. Lömunarveiki: Bólusetningar þegar börnin eru: 6,10 og 14 mánaða gömul og 6-7 ára, 9 og 14 ára. Eftirfarandi listi yfir smitandi barnasjúkdóma birtist upphaflega í Ljósmæðrablaðinu. Þaðan komst hann í Húsfreyjuna. Sá listi birtist nú hér en með nokkrum breytingum sem Sigurður Guðmundsson, sér- fræðingur í smitsjúkdómum á Borgarspítalanum, gerði á listanum. Nú á listinn að vera handhægur og umfram allt réttur. Það getur verið gott fyrir foreldra að klippa listann út úr blaðinu og geyma hann á góðum stað til þess að fylgjast með því er börn þeirra veikjast, hvort eitthvað sem getið er um á töflunni eigi viö um sjúkdóm barna þeirra. -A.Bj. Tímamir breytast og úrin með Einn af þeim hlutum sem tekið hafa hvað mestum breytingum í kjöl- far rafeindabyltingarinnar eru armbandsúrin. Gömlu „mekanísku" úrin voru samsett úr ótal smáhlut- um, tannhjólum, íjöðrum og ýmsu öðru smálegu, og réð nákvæmnin öllu um gerð þeirra. Þau báru með rentu nafnið sigurverk. Nú eru úrin aðeins gerð úr einni silikonflögu og ganga fyrir r.afhlöðu. Gamla sigurverkið heyrir nú sög- unni til enda kvartsúrin mun nákvæmari tæki til tímamælinga og mun ódýrari í framleiðslu. Á mynd- unum hér að ofan sést munurinn vel á þessum tækjum. Til vinstri er sig- urverk, af mörgum talið hápunktur handverks, en til hægri er tölvuúr framleitt í verksmiöju með htlum til- kostnaði. -PLP BÍLA MARKADUR ..á fullri fercf Á bflamarkaöi DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bflasala og bilaumboða fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og i öllum verðflokkum. ém\ 1 BLAÐAUKI 1ALLA 1 LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.