Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. 5 DV Fréttir Salan á húseignum Grænmetisverslunarinnar: Beðið efdr lagaheimikl „Við bíðum eftir lagaheimild frá ráðherra til að fá þessi kaup stað- fest,“ sagði Hrafnkell Karlsson, stjórnarformaður Ágætis hf„ en nú um áramótin rann út heimild í fjár- lögum fyrir sölu á eignum Grænmetisverslunarinnar í Síðu- múlanum. Heimild fyrir sölunni var ekki endurnýjuð en þeir hjá Ágæti hf. telja sig hafa loforð fyrir því að sérstök lög verði sett til að tryggja söluna. „Það veröur flutt sérstakt frum- varp um þetta en það kom meðal annars fram hjá Sighvati Björg- vinssyni, formanni fjárveitinga- nefndar Alþingis, þegar fjárlög voru rædd,“ sagði Hrafnkell. Bætti hann því við að Sighvatur hefði lofað því að þetta lagafrumvarp yrði flutt fljótlega. Þetta kom einnig fram í máli Magnúsar Sigurðsson- ar frá Birtingaholti, sem er í stjóm Ágætis hf„ en hann taldi að máhð fengi póhtiska lausn. Hver flytur frumvarpið? En hvaða ráðherra á þá að flytja þetta lagafrumvarp? Eðh málsins samkvæmt ætti það að vera fjár- málaráðherra, hann selur eignina en í fjármálaráðuneytinu virðist ekki vera mikill vilji fyrir því að frá sölunni vérði gengið enda löng- um verið tahð að áhugi á því sé helstur í landbúnaðarráðuneyt- inu. „Landbúnaðarráðuneytið hefur ekki rætt við okkur ennþá," sagði Karl Th. Birgisson, upplýsingafull- trúi fjármálaráðherra, og bætti því við að fj ármálaráðuneytið hefði enga heimhd th að selja þessar eignir. Hann sagöi aö heimild hefði verið veitt á sínum tíma til Sam- taka íslenskra mafjurtaframleið- enda, SÍM, th að veðsetja húsnæðið og ríkið yrði að standa undir þeim 40 mihjónum sem hvíldu á húsun- um. Reynt yrði þó að forða ríkinu frá að sitja uppi með þessar veð- skuldir. „Annars eru þetta ágætis- hús og kemur vel th greina að leigja þau undir einhverja starfsemi," sagði Karl. Löng bið eftir Jóni „Frá miðjum desember hefur leg- ið beiðni frá okkur inni á borði hjá ritara Jóns Baldvins um að fá að ræða okkar mál við hann. Ég trú ekki öðru en að hann taki vel við okkar málaumleitan þegar hann heyrir hana,“ sagöi HrafnkeU. Þess má geta að ríkislögmaður hefur samið ályktun fyrir fjármálaráö- herra vegna sölunnar. Eins og áður hefur komið fram skiptir miklu máh fyrir Ágæti hf. að fyrirtækið fái þessar húseignir. Það eru hins vegar áhöld um að félagið sé fulltrúi grænmetisfram- leiðenda en hugmyndin var að hehdarsamtök þeirra fengju hús- eignimar á góðum kjömm þegar Grænmetisversluriin var lögð nið- ur. Ágæti hf. rekur nú sína starf- semi í húsinu og leigir það af SÍM sem að sögn Hrafnkels hefur engin önnur tengsl við Ágæti hf. Reyndar er hluti húsnæðisins leigöur undir aðra starfsemi. Hlutafjársöfnun vegna Ágætis hf. hefur lítið þokað áleiðis - enn hafa ekki safnast nema þessar 16 mihj- ónir sem söfnuðust í upphafi. , „Það er ekki á dagskrá að safna meiru hlutafé en ef fleiri sýna áhuga á að leggja fram fé þá mun hluthafafundur taka afstöðu th þess,“ sagði Hrafnkeh. Hann sagði að heildarskuldir SÍM væm yfir 100 mhljónir króna en fyrirtækið heföi byrjað með neikvæða eigin- fjárstöðu og síðan hefði skuldahal- inn vafið upp á sig. Þess má geta að nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn hjá Ágæti, Amar Ing- ólfsson, en Gestur Einarsson gaf ekki kost á sér lengur í starf- ið. -SMJ Já, ævintýrin gerast enn. Við byrjum árið 1988 með tilboði sem er svo ótrúlegt að líkja má við ævintýri. En eins og öll ævintýri tekur það enda, þannig að ef þú vilt taka þátt í þessu einstaka ævintýri skaltu vera með frá byrjun. Það er of seint þegar það er á enda. PANASONIC NV-H65 HI-FI STEREO NV-H65 er eitt besta og fullkomnasta myndbandstæki sem framleitt hefur verið. Mynd og hljómgæði eru í ótrúlega háum gæðaflokki, tækni- legir eiginleikar eru með ólíkindum og öll bygging tækisins ber augljósan vott um yfirburða tæknigetu Panasonic, mesta myndbandstækja- framleiðanda heims. HVERS VEGNA HI-FI STEREO? Nærri allar áteknar myndbansspólur í dag eru HI-FI, hvort sem þær eru fjölfaldaðar hér eða erlendis. Allar eigin upptökur tekur þú upp í HI-FI og losnar við allt suð og bjögun, þannig vinna hljóm- og myndgæði saman við að auka áhrifamátt myndarinnar. Með NV-H65 stígur þú skrefið til fulls inn í framtíðina. Alfullkomin fjarstýring. HQ myndgæði (High Quality). Hraðanákvæmni 99,999%. HI-FI STEREO hljómgæði. Tíðnisvið 20-20.000 Hz. „Simul", hægt að taka upp myndútsend- ingu á sama tíma og hljóð er tekið upp úr útvarpi í stereo (t.d. hefur Eurovision verið send út þannig hérlendis). Hrein og truflunarlaus kyrrmynd. Mynd fyrir mynd, truflunarlaus. Hraðastillanleg truflunarlaus hægmynd frá 1/5 til 1/30. » Rafeindastýrðir snertitakkar. Tvöfaldur hraði. Mánaðar upptökuminni með 8 prógrömmum. 24 tíma skynditímataka. Stafrænn teljari sem sýnir klukkutíma, mínútur og sekúndur. Sjálfvirk bakspólun. Sjálfvirk gangsetning við innsetningu spólu. 99 rásir. 32 stöðva minni. Sjálfvirkur stöðvaleitari. Fínklipping, klippir saman gamla og nýja upptöku án truflana. Heyrnartólstengi með styrkstilli. Læsanlegur hraðleitari með mynd. Leitari með mynd áfram. Leitari með mynd afturábak. Myndskerpustilling. Fjölvísir sem leyfir þér að fylgjast með öllum gjörðum tækisins. Fjölþættir tengimöguleikar. Tækið byggt á steyptri álgrind. Og ótal margt fleira. Verð áður 73.900,- Verð nú 66.500,- Tilboð 49.850,-stgr. (Miðað við gengi 4.1.88 og aðeins eina sendingu) JAPISS BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SlMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.