Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. Menning Ein af teikningum Elínar Jóhannsdóttur í bókinni. DV Stelpa í stórræðum Hvaöan ert þú eiginlega? Höfundur: Ásrún Matthiasdóttir. Teikningar: Elín Jóhannsdóttir. Útgefandi: ísafold 1987. Ásrún Matthíasdóttir sendir nú frá sér aöra bók sína en sú fyrsta, Vera, sem kom út áriö 1981, hefur notiö vinsælda meöal ungra les- enda. í sumarfríi Laufey er átta ára stelpa sem á heima í þorpi úti á landi. Hún á góða vinkonu sem heitir Erla og bralla þær ýmislegt saman, m.a. byggja þær sér kofa, stofna leynifé- lag og stríða strákum svo sem stelpna er siður. Laufey á bróöur sem er 11 ára og heitir Lárus. Systkinin hafa yndi af aö stríða hvort ööru foreldrunum til skap- raunar. „Mamma þeirra vinnur í frystihúsinu þar sem hún leitar að ormum í fiski. /.:./ Pabbi þeirra vinnur í verksmiðjunni þar sem loðnan er brædd.“(6) Foreldramir vinna mikið en samt tekur fjöl- skyldan sér sumarfrí og bregður sér til Reykjavíkur. Þar ber ýmis- Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir legt nýtt fyrir augu, m.a. strætó sem vekur hrifningu Laufeyjar. Tekur hún sér far með honum upp á eigin spýtur og týnist svo að lög- reglan þarf að hjálpa henni heim til frændfólks síns. Þó að gaman sé í Reykjayík verður fjölskyldan að hitta félaga sína. Einfaldur texti Texti þessarar bókar einkennist af einföldu oröalagi þannig að hann er auðskiljanlegur ungum lesend- um. Margir krakkar, ekki síst utan höfuðborgarsvæðisins, kannast við bardús krakkanna í fjörunni og fámennið sem skapar sterk tengsl, allir þekkja alla. Margir atburðir þessarar sögu eru líka þekktir úr barnabókum og má í því sambandi nefna kofabyggingar, kíkt á glugga hjá gagnstæðu kyni í leikfimi, hér eru það að vísu stelpur sem kíkja á stráka en hitt er algengara. Reykjavíkurferð barna utan af landi, krakki týnist og er hjálpað heim af lögreglunni og fleira kunn- uglegt mætti nefna. Höfundur er því ekki frumlegur í efnisvali eins og vænta hefði mátt eftir útkomu bókarinnar Veru. (Þar er fjallað um skilnaðarbarnið sem býr hjá pabba sínum og horfir á skringi- lega framkomu Mlorðna fólksins.) Sagan er samt læsileg í einfaldleika sínum og ófrumleika og þessi bók er sú eina íslenska sem ég hef séð á þessum jólamarkaði sem ætluð er krökkum um 7-9 ára aldur. Söguhetjan, Laufey, er líka skemmtileg og ákveöin stelpa sem lætur strákana ekkert vaða ofan í sig og stendur í stórræðfim ekki síður en þeir. Þetta er raunar helsti kostur bókarinnar. Myndir eru fremur stífar en einfaldar eins og textinn og bæta litlu við hann. Letr- ið á bókinni er gott og útlitið snoturt. HH Hugarflug Ómar Þ. Halldórsson: Blindflug, 156 bls. Almenna bókafélagiö, 1987. Þetta er þriðja skáldsaga höfund- ar. Sú næsta á undan, Þetta var nú í fylliríi, kom út fyrir fimm árum, og er skemmst af að segja að höf- undur hefur nú miklu betri tök á listinni. Hann mun mörgum kunn- ur að því að eiga eina bestu smásagnanna í bók listahátíðar í fyrra. Vel fléttað Saga þessi segir frá ungri konu sem er í flugferö austur yfir ísland, og hún gerist öll í huga konunnar sem þar að auki dottar eða sefur mestallan tímann. Því er nokkuð um endurtekningar, stokkið úr einu í annað í minningum hennar, táknrænum draumum og því sem hún skynjar í flugvélinni. Konan er að fljúga heim til for- eldra sinna, og í huganum hverfur hún líka aftur, rifjar upp fortíðina. Flugið verður smám saman lífs- hættulegt, og upgiörið viö fortíðina gengur henni að sama skapi nærri. Þetta er dæmigert um söguna, hvemig eitt atriði vinnur með öðru, ytra sem innra, sagan er vel hnituð. Þessu tengist að tvíræöni orða er vel notuð til að þétta text- ann, gera hann þrungnari merk- ingu en venjulegt hversdagsmál, þótt það ríki annars í sögunni. Konan er að rifja upp fimm ára hjónaband við mann sem var mun eldri og menntaöri og þurfti að láta hana stöðugt finna fyrir því. Eftir að hann missir hana drabbast hann því niður en hún gerist sjúkraliði á Kleppi. Þar er henni falin umsjá sjúklinga sem henni veröa mjög nákomnir, einnig þau sambönd riflar hún nú upp. Persónuátök í lífi Það er mikill styrkur þessarar sögu að marka henni þennan ramma, þar sem er sálarlíf einnar persónu. Allt sem fram kemur í henni verður þá að gegna hlutverki í heildinni, það kemur konunni viö á einhvem hátt. Þótt hún sé bara að horfa á sjófugla og bera þá sam- an við rottu þarna í flæðarmálinu þá gefur þaö til kynna hliðstæður við persónuátök í lífi konunnar, er óljós forboði um meginefni sögunn- ar. Því fer vel á því að sýna þetta myndrænt snemma í sögunni. Ég skil þar ölduna sem tákn um kon- una sjálfa en máfana um það hvernig hún vill verða. Annarsveg- ar tvistígandi, hinsvegar frjálst og öraggt flug (bls.17): Bókmenntír Örn Ólafsson „Og aldan kemur ogfer. Hún brotnar á svörtu grjótinu í flæð- armálinu, hækkar róminn en skeytir ekki um það. Krýnir faldinn og heldur áfram ferð sinni uppí fjörusandinn, þagn- ar. Eitt andartak bíður hún og allt stendur kjurt í rúmi og tíma. Svo snýr hún til baka, lág- værari, líkt og tvílráð og rúin öryggi þess sem veit sér tilgang. Eftir verður svört rönd í sandinum, ofar en áður, eina merkið um tilvist hennar og hækkar við næstu öldu. Máfarnir sveima útifyrir. Þeir svífa virðulega innyfir fjöru- boröið, lækka ekki flugið en sveigja snöggt til baka. Það er eitthvað í sandinum sem þeir hafa augastað á. Þeir nema staðar í loftinu og virðast stara niður á fjöruna. Golan er af hafi, tæpir á hendingum svo þeir velta vöngum og blaka vængjunum lítillega þegar þeir snúa upp í vindinn. Líkast því þeir haldi jafnvægi á ósýnilegri taug.“ Andstæður persóna Persónurnar fléttast saman í andstæðum og hliðstæðum, karl- mannlegur skipstjórinn sem tekur söguhetju tali í flugvélinni er alger andstæða veiklulegs sonar síns, sjúklingsins sem varð ástmaður hennar. Til að losna undan honum tók hún upp samband við ieður- klæddan harðjaxl sem höföaði þó ekkert til hennar. Og með honum lendir hún í samkvæmi sem í heild er eins og menntamaðurinn sem hún var gift. Gegn því hlýtur hún að gera uppreisn, sem lesendur skilja þá ólíkt betur en veislugestir. Svona mætti áfram telja, þetta bergmál með tilbrigðum úr lífs- reynslu aðalpersónu vekur tilfinn- ingu fyrir ógöngum hennar, sem höfundur þarf ekki að útlista, og lætur lesendur skynja sálarlíf hennar að betur. Karlmennirnir í sögunni era margvíslegir en sam- eiginlegt þeim helstu er ósjálfstæði, öryggisleysi, sem þeir reyna að dylja undir ýmiskonar belgingi, all- ir eru þeir því á einhvem hátt þrælar almenningsálitsins. Þetta sýnir höfundur á fíngerðan hátt, yfirlýsingalaust. Andstæða þeirra er konan sem tekur ekkert sem fyrirfram gefið, hún er að leita að merkingu með lífi sínu, og því er hún í hlífðar- lausu uppgjöri við sig og sína, sem gengur henni mjög nærri, enda hefur hún beðið verulegt skipbrot þegar hún varpaði frá sér syni skip- stjórans. Vissulega er þessi leit hennar ómarkviss, fálmandi, en þó er auðfundið hve miklu merkilegra hún gerir líf konunnar en karlanna flestra. Takmörkun Svo margt sem vel er gert í þess- ari sögu, er mér spum hvort höfundur geri sér ekki óþarflega erfitt fyrir. Það er sjálfsagt gott skáldi að reyna að lifa sig inn í annarleg örlög, en til að veröa skáldlegá innblásinn hefur flestum reynst nauösynlegt að halda sig við efni sem þeir þekktu náið. Ég gæti trúað að þessi höfundur kæmist lengra með því móti, því söguhetja hér minnist t.d. elskhuga sinna í almennum orðum, án þess að nokkurt líkamlegt sérkenni þeirra verði henni minnisstætt. Hún er ólíkt uppteknari af brjóstunum á sjálfri sér. Ég sé ekki alltaf sam- hengi í skapgerð konunnar, t.d. Omar Þ. Halldórsson. milli þess hve óvenjuhneigð hún var fyrir nám og menntir í bernsku en lendir svo í hálfgerðri andstöðu við slíkt í hjónabandinu. Og up- gjörið við eiginmanninn er furðu einhliða, beinist nær eingöngu að því að afhjúpa hve yfirborðsleg þekking hans á námssálarfræði er og hvernig hann, þvert gegn kenn- ingum sínum á því sviði, treystir betur viðurkenndum höfundum en eigin reynslu. Það þekkja þó allir sem lifað hafa í sambandi að ágreiningsefnin verða íjölskrúöug og átökin bijót- ast gjarnan út um smáatriði eins og hvor þvoði upp síðast eöa hvort tappinn er skrúfaður á tann- kremstúpuna. Hér bregöur að sönnu fyrir þjarki um mynstur á rúmfótum og tegundir áfengis. í þessu tali um námssálarfræði er stingandi hve ranglega eiginmað- urinn notar oröið „áreiti“, sem „hann hefur á heilanum", það er eins og þaö merki: árás eða yfir- gangur, en raunveruleg merking þess er: hvaðeina sem orkar á mann vekur viðbrögð, eins og há- skólamenntaöur uppeldisfræðing- urinn ætti að vita mun betur en sá sem þetta ritar. Er þessi vitleysa höfð til aö skjóta eiginmanninn enn betur niður? Þá er það ofgert, hann verður ósenni- legur við það, og allt þetta uppgjör er of einhliða til að geta verið upp- reisn undirokaðs aðilja í ástarsam- bandi, það orkar frekar sem hugleiðing höfundar. En sem mál- efnaleg hugleiöing er þetta of einhliða, enda er ekki málefna- legrar umíjöllunar að vænta í skáldsögu. Til þess að skrifa lifandi frásögn þarf auðvitað ekki aö semja dul- búna sjálfsævisögu, en það þarf að lýsa hlutunum frá sjónarhorni sem höfundur hefur forsendur til aö lifa sig inn í, sem kemur ímyndunar- afli hans af stað. Hitt skal ítrekað að þessi saga sýnir mikla hæfileika, og hún er ánægjuleg aflestrar, kannski eink- um vegna þess hve vel hún er fléttuð, hvert atriði virkt í heild- inni. Það vekur tilfmningu fyrir dýpt, auðlegö. ÖÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.