Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. Fréttir Fimbulkuldi hefur ráðið ríkjum í Leifsstöð undanfama daga en starfsfólk hefur lengi kvartaö und- an ónógum hita. í frostinu sem ríkt hefur síðustu daga hefur starfsfólk i móttökusal, sem vinnur nálægt útidyrum, þurft að vera í yfirhöfn- um og með vettlinga. Pétur Guömundsson flugvallar- stjóri sagði í samtali við DV að þetta ástand væri gjörsamlega óviðunandi en fiórar meginástæð- ur væru fyrir kuldanum. í fyrsta lagi væri heimaæð Hitaveitu Suð- umesja, sem sjá á flugstööinni fyrir upphitunarvatni, ekki tiibúin og því nú notuð bráðabirgðaheimaæð sem ekki dugir þegar gerir verulegt frost í öðru lagi hefði nýlega kom- ið í ljós aö margir miðstöðvarofnar í byggingunni væm óvirkir vegna bfiunar. I þriðja lagi hefði hitakerfi Startstólk i móttökusal llugstöðvarlnnar þarf að vera f skjólfatnaði við vinnu sína tll aö halda á sér hita. , DV-mynd Brynjar Gauti byggingarinnar ekki alltaf verið í fullum gangi þar sem undanfarið hefði verið uhnið aö stillingu þess en það á að vera með sjálfvirkri tölvustýringu sem mun sjá um að halda þæfilegu hitastigi í bygging- unni. í fiórða og siðasta lagi nefndi Pétur að rafmagnshurðir við aðal- inngang hefðu reynst illa og kæmi inn um dymar mikill trekkur. Pét- ur sagöi þetta hafa komiö sér mjög á óvart þar sem líkan af flugstöð- inni hefði verið vandlega prófað, með tilliti til vindsveipa og vindá- lags, í sérstökum stormgöngum í rikisháskólanum í Colorado í Bandaríkjunum til að fyrirbyggja trekkinn. Strax í vor kom í ijós aö hurðimar vora ekki nógu góðar og vora geröar á þeim nokkrar endur- bætur sem dugðu þó skammt í frostinu. -JBJ Kvótafhimvarpið: Enn breytist greinin um veiðar smábátanna - banndögunum fækkað og aflahámaikið hækkað Eins og DV skýrði frá í gær mynd- aðist meirihluti fyrir því í neðri deild Alþingis að breyta 10. grein kvóta- frumvarpsins um veiðar smábáta, meira en gert hafði verið í efri deild. Það vora Alþýðuflokksþingmennim- ir Árni Gunnarsson, Sighvatur Björgvinsson og Jón Sæmundur Sig- uijónsson sem höfðu forgöngu um málið. Til að firra því að þeir létu reyna á breytingatillögur sínar varð það úr að menn sömdu um málið og meirihluti sjávarútvegsnefndar ásamt Matthíasi Bjarnasyni tók til- lögumar upp sem sínar, með samþykki Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra. Breytingamar, sem þama fengust fram, gera ráð fyrir að banndögum verði fækkað. í framvarpinu var gert ráð fyrir að smábátar hættu veiðum 1. desember en þessu var breytt og tekur bannið gildi 10. desember. Þá er gert ráð fyrir að þeir bátar undir 10 lestum, sem sannanlega var hafin smíði á fyrir síðustu áramót og gr'eitt hafði verið inn á þriðjungur smíðaverðs, skuli fá aflakvóta. Loks fékkst loforð frá Halldóri Ás- grímssyni sjávarútvegsráðherra um að í reglugerö með framvarpinu skuh aflahámark báta undir 6 lestum hækkað úr 55 lestum í 60 lestir á þessu ári. Önnur umræða um kvótafrum-' varpið stóð í allan gærdag og lauk henni ekki fyrr en um kvöldmat. Atkvæðagreiðslu var frestað þar til í dag. Mikill fiöldi breytingatillagna viö framvarpið hggur fyrir og er tal- iö mögulegt að sumar breytingatil- lögur Matthíasar Bjamasonar komist í gegn. -S.dór Lögreglumenn höfðu nóg að gera t Hafnarfirði í gærkvöldi, eins og svo oft á þrettándakvöldum. DV-mynd S Spáð minni þjóðartekjum en í fyrra: Ekki raunhæft að viðhalda kaup- mætti ársins 1987 - segir efhahagsráðunautur ríkisstjómarinnar Niöurstaða þriggja dæma um kaupmáttarþróun miðað við mis- munandi launahækkanir sem Þjóðhagsstofnun gerði um áramót er sú að enda þótt laun hækki í komandi kjarasamningum mun kaupmáttur ekki aukast, enda ljóst þjóðartekjur dragist saman í ár miöað við síöasthðið ár að því er fram kemur í endurskoðaðri Þjóð- hagsspá sem brátt kemur út samkævæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Ólafi ísleifssyni, efnahags- ráðunaut ríkisstjómarinnar. í dæmunum sem Þjóðhagsstofn- un setti fram er í fyrsta lagi reiknað með 7% launahækkun á þessu ári, fostu gengi og liðlega 7% hækkun - verðlags frá upphafi til loka þessa árs. Leiðir þetta til þess að kaup- máttur stendur nær í stað. í hinum tveimur dæmunum er reiknað með meiri launahækkunum og þar með gert ráð fyrir meiri verðbólgu. í öðra dæminu er gert ráð fyrir 14% launahækkunum sem tahn er munu leiða til liðlega 10% hækkun- ar á veröi erlends gjaldeyris og hðlega 15% verðlagshækkana á árinu. í þriðja dæminu er miðað við 38% launahækkun og 52% hækkun á erlendum gjaldeyri og 46% hækkun á verðlagi frá upphafi til loka ársins. í engu dæmanna verður breyting á kaupmætti frá fyrra ári. „Verðbólgudæmi Þjóðhagsstofn- unar staðfesta það sem þegar var orðið ljóst í haust að það er ekki raunhæft markmið að viðhalda kaupmætti ársins 1987 sem er hinn hæsti sem hér hefur náðst,“ sagði Ólafur ísleifson í morgun. „Markmiðin um skaplega verð- lagsþróun og viðunandi rekstur útflutningsgreina nást ekki nema kaupmáttur launa láti undan í samræmi við minni þjóðartekjur. Verðbólgan sem hlytist af því að verja of hátt kaupmáttarstig yrði óbærileg heimilum jafnt sem at- vinnufyrirtækjum og þjóðarbúinu í heild,“ sagði Ólafur. -ój Akureyri: Sigfús ræðir viðfóstrurnar Hafnarfjórður: Það greip um sig eyðileggingaræði „Það greip um sig eyðilegginga- ræði. Unghngamir láta sér ekki duga að sprengja flugeldana eins og þeir eru seldir. Heldur sefia unglingamir inn í þá gaddavírslykkjur og smá- mynt. Flugeldamir verða með þessu eins konar handsprengjur,“ sagði varðsfióri hjá lögreglunni í Hafnar- firöi. Alls vora um 60 lögregluþjónar til taks í Hafnarfirði í gærkvöld. Auk þess héldu kennarar vaktir í skólum bæjarins. Að mestu tókst að koma í veg fyrir ólæti og spjöh í miðbænum. Þar voru tvær rúður brotnar. í Víðistaðaskóla og Engidalsskóla vora unnin spjöh. Rúða var brotin og hurð sprengd upp í Engidalsskóla. Var það seint í nótt. Kennarar vora á vakt í skólanum fram á miðja nótt og er þeir fóra heim hafði ekkert borið á skemmdarvörgum við skól- ann. Spjöll og skemmdarverk vora unn- in víðs vegar í bænum. Lögreglan sagði að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir öh ódæðisverkin. Á annað hundrað manns, mest ungl- ingar, vora flutt á lögreglustöðina. Ekki var rnikh ölvun í Hafnarfirði í gær. -sme Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyit- Sigfús Jónsson, bæjarsjóri á Akur- eyri, átti í gær viðræður við nokkrar af þeim fóstram sem sagt hafa upp störfum og sagði hann í samtali við DV í gær að um könnunarviðræöru hefði verið að ræða. Sigfús sagði að sennilega væri eina leiðin til að leysa fóstramáhð að semja við fóstrurnar eina og eina en hér er um að ræða 7 til 8 fóstrur sem munu gegna yfirmannsstöðum á dagvistarheimUum bæjarins. „Ég veit ekki hvort okkur tekst að leysa þetta mál,“ sagði Sigfús. Nú í vikunni era dagheimUin rekin á þann hátt að fólk sem var í öðram störfum hjá félagsmálastofnun bæj- arins rekur dagvistarheimUin og var ákveðið að viðhafa þetta fyrirkomu- lag út þessa viku. Hvað gerist á mánudag er því óljóst eins og er en Sigfús sagði að áfram yrði reynt að ræða við fóstrarnar og finna lausn á málinu. Sigfús sagði að hér væri ekki um samningaviðræður að ræða því þess- ar fóstrur hefðu sagt upp störfum og uppsagnir þeirra tekið gildi. Því er um að ræða að kanna hug fóstranna til áframhaldandi starfa og bjóða þeim laun sem þær geta sætt sig við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.