Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. 23 Meiming Katt er a jólunum Jólin eru hátíö barnanna og öll verðum við svolítið barnaleg á jól- unum. Tilhlökkun grípur jafnvel hina harðsvíruðustu við jólaundir- búninginn og í friösæld hátiðis- daganna gefum við okkur tíma til að spila púkk og fara í jólaleiki með krökkunum. Vonandi hafa jóldag- ar sem flestra liðið þannig með hefðbundnum hætti. En á síöustu árum hefur óboðinn gestur tekið sér bólfestu á íslensk- um heimilum og heimtar sinn sess í jólahaldinu. Sjónvarpsstöðvamar bjóða upp á margháttaða dagskrá um hátíðarnar og hætt er við að mikið framboð efnis glepji ein- hverja sem gleyma því að hægt er að velja og hafna. Á hinn bóginn er það gleðilegt að sjá að aukin samkeppni hefur örv- aö menn til dáöa og á báðum stöðvunum var boðið upp á vandað innlent efni fyrir böm. Á jólaróli Ríkissjónvarpið var með jóla- stund þar sem blandaö var saman stuttum þáttum af ýmsu tagi og jólaskemmtun með hefðbúndnu sniði. Þarna mættu ýmsar persón- ur, sem bömin þekkja úr bamatím- unum, og brúöur og jólasveinar dönsuðu meö krökkunum í kring- um jólatréð. Helga Steffensen hafði veg og vanda af gerð jólastundarinnar. Brúðuatriðin hennar féllu vel inn í heildina, sérstaklega fundust rnér stóru brúðurnar skemmtilegar. Síðasti þáttur framhaldsleikrits- ins Á jólaróli, eftir Iðunni Steins- dóttur, var fluttur þama í jólastundinni. Þetta er einkar ljúft leikrit um hress sómahjón, þau Sig- urð og Sölvínu sem Guðmundur Ólafsson og Guðrún Ásmundsdótt- ir leika. Gott og skemmtilegt barnaefni sem fullorðnir geta líka haft gaman af. Ríkissjónvarpið sýndi Uka nú- tímaútgáfu af Rauðhettusögninni á jólunum. Höfundur er Iðunn Steinsdóttir og leikstjóri Þórhallur Sigurðsson. Þetta var snoturlega unnin mynd sem var borin uppi af einstaklega fallegri túlkun Utlu telpunnar sem lék Lóu litlu rauð- hettu en hún heitir Linda Ókeeffe. Falleg tónUst Hróðmars Sigur- björnssonar vakti athygli. Jólabörn Stöð 2 lét gera vandaö jólaleikrit, Jólaböm, sem var sýnt ótruflað á jóladag. Höfundar handrits eru Guðrún Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, Maríanna Friðjónsdóttir og Saga Jónsdóttir. Leikstjóri, Guðrún Þórðardóttir. Þetta verk ber öU einkenni hins besta barna- efnis og greinilega mikið í það lagt. Handritið er skemmtileg blanda af Leiklist Auður Eydal gömlum ævintýraminnum og jóla- sögum og þekktum persónum úr barnatímum stöövarinnar. Þau Saga Jónsdóttir og Örn Árnason leika ömmu og afa sem lenda í ýmsum ævintýrum og geta flakkað um í tíma og rúmi með aðstoð töfraljóss. Skemmtilegt þótti mér hvernig Grýla gamla var sýnd í öðru ljósi en venjulega og hvernig tengd var saman ný og gömul ímynd jóla- sveinsins. Minni úr þjóðsögum og ævintýrum renna eðlUega saman við söguþráðinn og ótrúlega margt kemst fyrir í ekki lengra verki. Vandað, fallegt Búningar, sem Anna Jóna Jóns- dóttir hannaði, vöktu sérstaklega athygU mína, litríkir og gerðir af miklu hugmyndaflugi. Þeir áttu stóran þátt í því að skapa þann ævintýrablæ sem þurfti. Mörg atriöi í þessu leikriti voru mjög vel út færð, ég nefni aðeins heimsóknina í helU þeirra Grýlu og Leppalúða, álfadansinn, sem telpur úr ballettskóla Þjóðleik- hússins dönsuðu undurvel, og sönginn í Betlehem þar sem kór Öldutúnsskóla söng af alþekktri sniUd. Ég held að það sé einungis sann- gjarnt að segja að þetta leikrit Stöðvar 2 hafi verið eins og best verður á kosið, vandað, fallegt, fræðandi og skemmtUegt. Mættum við fá meira að sjá af sUku. AE Úr leikritinu „Jólabörn". Úr leikritinu „Jólabörn' sem bý' föstudags- og laugardagskvöld Borðapantanfllfel la carté ^daglega í síma 2%^og 23335. Snyrtil^gur ki^Mgðtir. kemmtistaður á~hefrismælikvarða Brautarholti 20 r-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.