Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Fréttir i>v Framleiöslustýring á egg og kjúklinga: Hrikalegasta kjaftshögg sem neytendur hafa fengið „Þetta er eins og blaut tuska fram- an í íslenska neytendur. Meö einu pennastriki hefur landbúnaöarráö- herra gert gildandi verð á eggjum og kjúklingum ólögleg. Nú eru forsend- ur fyrir fijálsri verðmyndun í þessum greinum fallnar niöur,“ sagði Jónas Bjamason, stjórnarmaö- ur í Neytendasamtökunum, í samtali við DV þegar hann var inntur álits á nýjum reglum landbúnaðarráð- herra um framleiðslustýringu í eggja- og kjúklingaframleiðslu. Samkvæmt nýju reglunum fá segir Jónas Bjamason, stjómaimaður í Neytendasamtökunum framleiðendur endurgreitt kjarnfóð- urgjald af fóöri sem dugar til fram- leiðslu á sama magni og viðkomandi bú hefur skilað tiltekiö tímabil á undan. Ef framleiða á meira en áður- nefnt meðaltal þarf að greiða kjarn- fóðurgjald af fóðri til þeirrar framleiðslu og því kveða reglumar í raun á um framleiðslustýringu. „Opinber verðlagning heíði átt að eiga sér stað jafnhliða þessum breyt- ingum, sagði Jónas. „Reglugerðin er tvímælalaust brot á verðlagslöggjöf- inni. Menn eru búnir að koma sér saman um það framleiöslumagn og fóðurmagn sem fellur í hlut hvers framleiðanda þar sem framleiðendur fá endurgreiddan skatt af því fóðri sem þeir fá úthlutað. Þarna hangir opinber verðlagning á spýtunni. Neytendasamtökin munu bregðast hart við þessu og kæra þessa ráðstöf- un eða gera annað jafngilt. Þetta er í raun grundvallarmál því 'að með framleiðslustjómun er fijáls verð- lagning óheimil," sagði Jónas. „Neytendasamtökin munu fara fram á það að við opinbera verðlagn- ingu á eggjum og kjúklingum verði miðað viö framleiösluverð þeirra búa í þessum greinum sem rekin eru meö hagkvæmustum hætti en ekki verði miðað við eitthvert meðal skussabú og jafnframt munum við leita eftir upplýsingum á framleiðslukostnaði eggja og kjúkhnga erlendis. Ég tel að það eigi að kreQast þess að leyft veröi að hefla innflutning á þessum vömtegundum hingað til lands ef verðið verður ekki sambærilegt. Þaö er einsdæmi að framleiðendur í ein- okunargreinum skipti réttindum neytenda á milli sín með þessum hætti. Það er með öliu óþolandi og einstakt. Neytendasamtökin munu gera þaö sem þau geta til þess að bijóta þetta á bak aftur því þetta er hrikalegasta kjaftshögg sem neyt- endur hafa fengið. Við munum einnig leita eftir samstarfi við laun- þegasamtökin í baráttunni gegn þessu því að í kjarasamningunum árið 1986 var launþegum lofað því að ekki yrði gripið til framleiðslustjórn- unar í þessum búgreinum," sagöi Jónas Bjarnason. -ój Myndin sýnir þann óvanalega atburð er skúta ók á vörubfl á bryggju á Isafirði DV-mynd BB, Isafiröi ""■■■ *-4' V V x 1 W í sMmmœs&Sbá Skúta keyrði á vörabíl Siguijón J. Siguxðssan, DV, ísafirði: Hávaðarok gerði við Djúp um sið- ustu helgi og þá geröist sá óvenjulegi atburöur að skúta keyrði á vörubíl á bryggju á ísaflröi. Skútur eru hann- aðar til að nýta orku, sem kári hefur yflr að búa, og þaö gerði þessi. Fauk af staö þaðan sem henni hafði veriö komið fyrir til vetrardvalar og renndi sér eftir bryggjunni þar til hún lenti á vörubíl. Ekki urðu skemmdir að ráði en eftir á var talið að þessi árekstur hefði sennilega komiö í veg fyrir talsvert ijón; skútan annars fokið fram af bryggjunni og lent þar á bátum viö bryggjuna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Skerðast húsnæðislánin stvax vegna tilmæla Irfeyrissjóðanna? Misskilningur hjá Pétur Blöndal, formaður Lands- sambands lífeyrissjóöa, segir að það sé misskilningur hjá Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráöherra að hugsanlegur samdráttur lífeyris- sjóöa í landssambandinu á skulda- bréfakaupum skerði nú þegar lánsrétt félaga í viðkomandi lífeyris- sjóðum hjá Húsnæðisstofnun. í samtali við DV sagöi Pétur að ef lífeyrissjóðir innan landssambands- ins drægju úr skuldabréfakaupum úr 55 % af ráðstöfunarfé í 40 % yrði þaö gert í haust og myndi áhrifa þess - segir Pétur Blöndal gæta í lánum sem til afgreiðslu kæmu árið 1990. Á næstunni verða aftur á móti gefin út lánsloforð fyrir árið 1989. Þá sagði Pétur að þetta væri þvi míður ekki eini misskilningurinn sem fram hefði komið hjá ráðherran- um. Ráðherrann héldi því til dæmis fram aö það væri hlutverk Hús- næðisstofnunar að skipta fé á milli Byggingarsjóös rikisins og Bygging- arsjóðs verkamanna. Ef svo væri, hvers vegna væri þá skiptingin ákveðin í lánsfjárlögum? Þá sagði Jóhönnu Pétur að félagsmálaráðherra léti eins og það væri afbrot af hálfu lífeyris- sjóðanna að hyggjast draga úr skuldabréfakaupum úr 55 % af ráð- stöfunarfé í 40%. í lögunum væri hins vegar ákvæði um að lífeyris- sjóöirnir keyptu skuidabréf af Húsnæðisstofnun fyrir 20-55 % af ráöstöfunarfé sínu. Því væru lífeyris- sjóðirnir þama í fuilum rétti og þaö væri þeirra ákvörðun hvaö þeir keyptu sjóðsfélögum sínum mikinn lánsrétt hjá Húsnæðisstofnun. -ój Emil Thorarenaen, DV, Fakifirði: Hinn 1. janúar sl. sameinaðist Helgustaöahreppur Eskifjaröar- kaupstaö. Með sameiningunni hefur landp.vseði Eskifjarðar stækkaö til muna því aö allt svæðiö, sem til- íbúum Helgustaðahrepps hefur stöð- heyröi Helgustaöahreppi, fellur nú ugt fækkað síðustu ár og voru um undir Eskifjörð en landsvæði fyrir síöastliöin áramót 30 talsins. Eftir utan Mjóeyri út meö Reyðarfirði sameininguna verður íbúatala Eski- norðanveröum allt til Vöðlavíkur til- fjarðar tæplega ellefu hundruö. heyrði áður Helgustáðahreppi.__________________________________ Hugsanleg endurgreiðsla söluskatts í sjávarútvegi: Gleðjumst yfir þessu - segir formaður LÍÚ „Við gleðjumst yfir þessum hug- myndum," sagði Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við DV þegar hann var spuröur áhts á þeim hugmyndum ríkisstjórnarinn- ar aö endurgreiða söluskatt í sjávar- útvegi sem á leggst á þessu ári. Talið er að heildarupphæð sölu- skatts í sjávarútvegi í ár muni nema um 980 milljónum króna. „Útgerðin fékk þriðjung þessarar upphæðar á síöasta ári og við teljum að hlutfallið hafl ekki breyst. Við álit- um því að við munum fá sama hlutfall ef endurgreiðslunni á þessu ári og í fyrra,“ sagði Kristján. -ó’ Oeðlileg verð- hækkun á brauði Aðeins tvö bakarí af nítján hækka verð á brauöum og kökum eins og eðlilegt getur talist. Þetta kemur fram í nýbirtri verðkönnun Verðlagsstofnunar. Við söluskattshækkun og afnám tolla í byijun þessa mánaöar hefðu brauð og kökur átt að hækka aö jafnaöi um 10-11%. Reyndin heftir hins vegar oröiö sú aö þau hafa i flestum tilfellum hækkað um 12-15%. Tvö bakari hafa þó hækkaö verð mun meira, eða um 20-25%. Þessi bakari eru Kökubankinn, Miövangi 41 í Hafnaiflrði og Sveinn bakari, Álfabakka 12, Reykjavík. Verðið hækkaði minnst í tveimur bakaríum þar sem verðhækkunin var á bilinu 10-11%. Þessi bakarí eru Þórsbakari, Borgarholtsbraut 19, Kópavogi, og Bakarí H. Bridde, Háaleitisbraut 50-60, Reykjavik. Verðlagsstofnun hefúr nú beint þeim tilmælum til bakaria að brauöverö veröi lækkaö til þess verðs sewm gilti l. desember síð- astliöinn og síöan hækkaö um 10-11% aö hámarki. Stofnunin mun fylgjast náið með brauðveröi á næstunni og verður í kjöifar þess ákveöiö hvort gripið verðl til frek- ari aðgerða. -PLP Þákið á Trvolíinu: Samkomulag eða ekki samkomulag „Það hefur tekist samkomulag við þessa leið verður athugað aöveita Brunamálastofnun um frágang á undanþágu. Ef hún verður veitt þakinu. Viö munum setja þriggja veröur einungis leyft að hafa þar metra breiðar bárujárnsræmur í rekstur tívolís en ekki kemur til þakið og með því verður því skipt greina aö leyfa þar dansleikjahald. niöur í hólf. Hólfin verða aldrei Nú er stefnt að því að opna Tívolíiö stærri en eitt þúsund fermetrar . í Hveragerði á ný. Stefnt er að opnun hvert," sagði Olafur Ragnarsson, þegar í næsta mánuði. Verið er að einn eigenda Tívohsins í Hveragerði. endumýja tæki. „Þaö er nauösynlegt Bergsveinn Gizurarson bruna- í rekstri sem þessum. Viðskiptavin- málastjóri segir þaö ekki rétt að írmr verða að fá tilbreytingu “ sagöi samkomulag hafi tekist um slíka Ólafur Ragnarsson, einn eige’nda Tí- lausn. Ef gengið verður frá þakinu á volísins. ’ ,sme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.