Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 40
52 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Ferðamál Fólk kýs ólíkan feróamáta og áfangastaói og allt fer eftir áhugamálum. Margir sameina ferðir og iþróttir og sigla um heimsins höf. Aðrir leita upp um fjöll og firnindi. Löngunin til að ferðast á sterk ítök í flestum. Það sést á tölfræðilegum upplýsingum að sífellt fleiri einstakl- ingar leggjast í ferðalög. íslendingar eru einstaklega ferðaglaðir eða haldnir sterkri útþrá. Þegar ferðir og ferðalög eru umræðuefni í hópi manna kemur alltaf eitthvað nýtt í Ijós. Óvenjulegar ferðasögur, óvenju- legur ferðamáti eða sérkennilegir áfangastaðir eru atriði sem þá verða til frásagnar. Fjarlægðir skipta minna máli en áður því að stundum eru hlutimir og kostnaður afstæð hugtök vegna þess að langar flugleið- ir t.d. eru yfirleitt ódýrari en þær styttri. Arstími, fargjöld Þegar fólk ákveður að fara í ferða- lag er ágætt að hafa ákveðin grund- vallaratriði í huga áður en ákvörðun er tekin. Það er árstíminn, veðurfar og annað sem kanna þarf. Hver aldur Kjörinn félagi í ferðalagið Nýtt hefti á blaðsölustöðum umailtlaud j. HEFTI -47. ÁR- JANUAR 1988-VERÐ KR.230 Skop 2 Karlar i kvennastörlum 3 Saga víkinganna lesin úr sorpi 7 Viö kennum börnunum okkar að nota tíkniefni 11 m Lifsins tré 18 Maggie Thatcher: kona með bein i nefinu 23 Úti að aka 31 Aktu meðvitað og liföu lengur 34 wBWWHWBiSf i i (Th i ii \ •Y*t \Imí8eimbBiTT i ■T'B ri i.j * Pilla handa karlmonnum Þegar Hevdrich var myrtur Karlar i . kvennastoríum Aktu meðvitað og lifðu lengur á ohn Huston risinn I tollywood 1 örgun i lau lotti 47 oðanakannt ■ 1 eru ekki vísindi 55 r Úrval LESEFNI VIÐ ALLRA HÆFI r I rúminu, flugvélinni, bílnum, kaffitímanum, útilegunni, ruggustólnum, inni í stofu. Áskriftar- síminn er 27022 TTin,“77T7—l"777TuT hefur sinn sjarma, er sagt, eins má segja um löndin í heimsálfunum fimm, hvert land hefur sinn vitjunar- tíma. Það er ekki sama á hvaða árstíma Ástralía er heimsótt eða Asía og Afríka. Fargjöldin skipta máli, þau geta skipt um svip eins og kameljón og svipmótið ber oftar en ekki keim af árstíðunum. Verðlag, fargjöld, gist- ing og annar reisukostnaður sveifl- ast víða eftir árstímum, verðupp- sveifla fylgir auknum ferðamanna- fjölda á háannatíma á hveijum ferðamannastað. Ef við erum sjálf sveigjanleg í ferðatilhögun okkar og tilbúin að mæta því óvænta eru til aðrir kostir. Til dæmis eru farmiðar, svonefndir pakkamiðar hjá ferðaskrifstofum, stundum seldir sólarhring fyrir • brottfor á „niðursettu" verði. Marg- ur ferðalangurinn hefur „gert góð kaup“ við slíkar aðstæður. Úrval ferða með naumum fyrirvara er mik- ið á erlendum ferðaskrifstofum. Annan hátt hafa margir ferðamenn haft til þess að komast tO dæmis í ódýrar sólarlandaferðir. Sá háttur er að bíða í flughöfn þar sem „pakkafar- þegar“ búast til brottfarar í einhverja sólarlandaferð. í ljós kemur þá, rétt fyrir brottfór, að það hafa ekki allir mætt og þá eru heimildir fyrir því að seldar hafa verið viku- eða hálfs- mánaðarferðir fyrir lægsta verð. Ef ferðamaður er tilbúinn að taka því að ákvörðun um næsta áfangastað sé tekin með þessum hætti getur hann komist á hagstæðum kjörum víða um heim. Þessi ferðamáti hentar sumum ein- staklingum þegar aðrir hafa þann háttinn á að skipuleggja ferðir sínar fyrirfram af mikilli nákvæmni og minnsta frávik frá skipulagðri dag- skrá er illa séö. Reisufarveg- urinn Reisur um veröldina eru í ákveðnum farvegi þó að fjölbreyttar séu og hliðarsporin mörg. Menn fara á ákveðna staði á ákveðnum tímum. Ferðavalið fer eftir áhugamálum, náttúruskoðun, skemmtunum, sól, snjój siglingum, viðskiptum eða söguleit. , Siglingar um Karíbahafið eru farn- ar frá jólum fram að páskum, þ.e.a.s. á þeim árstíma sækja flestir á þessar slóðir. Færri koma á tímabilinu frá maí og fram í október en þá er hótel- kostnaður á eyjunum á þessum slóðum u.þ.b. helmingi lægri en á háannatímanum. Sama er að segja um annan kostnað. Frá jólum og fram að páskum er skíðatíminn í Evrópu og Ameríku. Háannatíminn er í Evrópu og Miðausturlöndum yfir sumartímann. Frá því fyrst í nóv- ember og fram í marsbyrjun minnk- ar ferðamannastraumurinn í Miðausturlöndum og þá lækkar verðlagið. Þetta er mismunandi eftir einstökum löndum þama austur frá. Ástralía, Nýja-Sjáland og Tahiti eða eyjar í Kyrrahafi em vinsælir ferðamannastaðir yfir vetrartímann en um hægist yfir sumarið. í Suður- Ameríku er vetrartíminn háanna- tíminn í móttöku ferðamanna en rólegra á sumrin. Þetta má segja að sé í hnotskurn sá farvegur sem feröamannastraum- urinn fmnur sér um heiminn. -ÞG .ínoTd £ 'iofl nö'rat iböibv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.