Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Gísli Gunnarsson -Enginntrúði meira á markað- innen Karlgamli Marx. DV-mynd GVA Rannsókmr eru einmanalegt starf „Að sitja ár eftir ár yfir gömlum heimildum er ein- manalegt starf. Þetta er eitt- hvað það viðkvæmasta sem hver einasti fræðimaður stendur frammi fyrir,“ segir Gísh Gunnarsson, sagnfræð- ingur og lektor við Háskóla íslands. Hann talar af reynslu í þessum efnum því hann hef- ur nýlokið törn sem stóð í 14 ár - með hléum þó. Afrakstur- inn birtist í vænni bók nú fyrri skömmu. Bókina kallar Gísli Upp er boöið ísaland og þar eru les- endur leiddir á vit þeirra forfeðra sinna sem voru uppi á 18. öld. Þótt rannsóknin og úrvinnslan hafi tekið 14 ár þá telur Gísli að í allt hafi farið 6 vinnuár í bókina og þau mörg í bókhlöðum úti við Eyrarsund. Gísli stóð upp frá kennslu í Gaggó Aust árið 1972 til að hefja leiðangurinn um það sem menn 18. aldarinnar skildu eftir sig af rituðu máli og reikningum. 18. öldin virð- ist í órafjarlægð. Gísh verður fyrst að standa skh á því hvað okkur 20. aldar menn varði um svo Qarlæga tíma. Samlíkingar? „Það er eitt og annað sem skiptir máh,“ segir Gísli og hugleiðir á ný spurningu sem hann hefur oft orðið að svara sjálfum sér. „Víða í þessari bók er t.d. vikið að áhættu- hræðslu, hræðslu mannsins við að hætta á eitthvað nýtt. Þetta var mjög áberandi í ís; lensku samfélagi á 18. öld. Á þetta við 1 dag? Er mikil hræðsla við nýjungar í ís- lensku samfélagi í dag? Það má taka fleiri atriði. í bókinni sýni ég fram á að á 18. öld hafi sjávarútvegurinn verið arðrændur 1 þágu ann- arra atvinnuvega. Á það við enn þann dag 1 dag? Það er sýnt fram á í bókinni að á 18. öldinni skipti utanríkisversl- un miklu máli þótt íslenskt samfélag hafi þá verið mjög fátækt og að efling utanríkis- verslunar hafi skipt sköpum um hvort sjávarútvegurinn þróaðist eða ekki. Á þaö við ennþá? Er kannski utanríkis- verslunin forsenda framfara í sjávarútvegi? Það bendir margt til að svo hafi verið ,á 18. öldinni. Og það má deha um hvort íslenskt samfélag hafi breyst svo mikið frá 18. öld. Það er ýmislegt sem hefur ekki breyst. Við eru á verði gagn- vart útlendingum að sumu leyti og af eðlhegum ástæð- um. Menn voru enn meira á verði þá. Það má líka spyrja hvort ís- lenskt samfélag á 18. öld var ekki líkt þriðja heiminum í dag? Hungursneyð var ekki óalgeng og nýlega var tekið dæmi um Island á 18. öld þeg- ar rætt var um hungur 1 þriðja heiminum.“ íslensktfé „Vissulega á rannsókn á sögu íslands á 18. öld rétt á sér fyrir samtímann bæði með hhðsjón af íslensku sam- félagi í dag og þá ekki síður meö hhðsjón af þriðja heimin- um. Hitt er svo annað mál að ég skrifa þessa bók th þess að draga af henni lærdóm fyrir okkar tíma. Ég skrifa hana vegna sannleikans sjáfs. Hún er skrifuð til að lýsa löngu hðnu atburðaferh. Islending- ar hafa oft spurt sig, eftir að Hahdór Laxness skrifaði sína frægu lýsingu í íslandsklukk- unni, hvort Kaupmannahöfn hafi verð byggð fyrir íslenskt fé? Var það satt? Leitin að svari víð þessari spurningu er viss hluti af ís- lenskri samfélagsumræöu vegna þess að sagan er mjög ríkjandi í okkur. An sögunnar værum við ekki neitt. Án for- tíðarinnar værum við ekki neitt. Þess vegna er bókin skrifuð th að greina þennan tíma - reyna að segja frá því sem raunverulega gerðist. Það hefur gildi í sjálfu sér því án sögu erum við án menn- ingar og án menningar erum við ékki neitt.“ Ráðandi stéttir í bókinni kemur ráðandi stétt mjög við sögu. Er bókin skrifuð gegn ráðandi stéttum yfirhöfuð og th að sýna fram á hvaða áhrif ofurvald fá- menns hóps hefur á samfélag- ið? „Nei, ég hef mikla samúð með öhum ráðandi stéttum að vissu marki þótt ég hafi oftast meiri samúð með þeim sem eru ekkú ráðandi. Ráð- andi stéttin á íslandi á 18. öld var að mörgu leyti merkt fyr- irbæri. Hún samanstóð af thtölulega vel menntuðu fólki þrátt fyrir almenna fátækt. Hér voru hátt í tvö hundruð prestar, ahir latínulærðir. Þetta var einn prestur á hverja tvö hundruð íbúa. Það er ekki svo lítið. Þessir prestar geta ekki ahir tahst th ráðandi stéttar en þeir höfðu að miklu leyti lifi- brauð sitt af vinnu annarra. Sýslumennimir voru margir vel menntaðir menn. Það hef- ur verið sýnt fram á af Haraldi Gustafssyni, sænsk- um manni sem fæst við íslandssögu 18. aldar, að hvergi í Danaveldi hafi sýslu- mennverið jafnvel menntaðir og á íslandi. Þetta sást líka vel í umræðu þessa tíma. Sem dæmi um afturhaldssama menn á þessum tíma má nefna Bjarna Hahdórsson, sýslumann á Þingeyrum, og Olaf Stefánsson, ríkan land- eiganda og einn helsta fuh- trúa íhaldssömustu aflanna. Þetta voru hálærðir menn sem sannarlega gátu haldið uppi mjög vitrænum umræð- um. Það má líka fmna sterkar andstæður milh þessara manna og Skúla Magnússon- ar. Hann vhdi umfram aht efla sjávarútveg og skrifaði margar greinar um það í rit Lærdómslistafélagsins til að sýna að það væri hagur fyrir sveitabændur að efla sjávar- útveg en ekki skaði en þessi skrif höfðu líth áhrif. Ólafur Stefánsson var hins vegar fulltrúi þeirra sem töldu sjáv- arútveginn háskalegan fyrir landbúnaðinn.“ Andstaða við framfarir „Skúli Magnússon haföi á bak við sig framfarahyggju-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.