Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 56
68 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Frjálst.óháö dagblað ER SMÁAUGLÝSINGABLADID V/SA KREDITKORTAÞJÓNUSTA Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Fátækt er vandamál olíukónga í Texas Lágt olíuverö á síðustu árum er farið að segja til sín í Texas. Margir af auðugustu mönnum ríkisins kvarta nú sáran og sögur eru á kreiki um að einhveijir þeirra stefni á höf- uðið. f Texas hafa menn til skamms tíma getað safnað ótrúlegum auði á olí- unni og margir Bandaríkjamenn, sem komist hafa í álnir, hafa fjárfest í landi þar. Einn þeirra er hjarta- skurðlæknirinn Denton Cooley. Hann auðgaðist vel á hjartaflutning- um og fjárfesti stíft í Texas. Hann er nú gjaldþrota og skuldar verulegar fjárhæðir. John Connally, fyrrum ríkisstjóri í Texas, er annar sem veðjaði á olí- una og víðáttur Texas. Sagt er að hann ætli senn hvað líður að efna til bílskúrsútsölu til að fá upp í skuldir. „Það er allt annað en auðvelt að sjá á eftir því sem maður hefur reytt saman um dagana á uppboð,“ er haft eftir Connally. Hann er þegar búinn að selja tvo húgarða og fjöldann allan af kúm og hestum. Nú sér hann fram á að verða að ganga enn nær eignum sínum og selja hluta af því sem hann hefur sankað að sér á heimajörð sinni. Hann segist þurfa að selja húsgögn, dýr málverk og sérsmíðaða hnakka. Annars selja Texasbúar ekki hnakk- inn sinn fyrr en í nauðir rekur. „Það er ekki synd að vera ríkur, það er kraftaverk," sagði Connally um vandræðisín. Nureyev reiður Sovéski ballettdansarinn Rudolf Nureyev, sem verður fimmtugur í mars, gaf gagnrýnendum í Lundún- um langt nef þegar þeir rifu í sig sýningu hans með Konunglega ball- ettinum fyrir skömmu. „Mér er skítsama hvað þessir gagn- rýnendur segja,“ sagði hann við blaðamenn við hrottfór frá Heathrow flugvelli eftir sýninguna. Hann var þá a leið til New York. „Ég segi það satt, mér er alveg sama,“ sagði Nure- yev. Nureyev kom fram á tveim sýning- um á Gisellu í Covent Garden. Tvítug stúlka að nafni Sylvie Guillem dans- aði á móti honum og hlaut almennt lof. Þetta var frumraun hennar í Covent Garden og gagnrýnendur sögðu það hneyksli að fá henni ekki betri mótdansara. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. John Connally, fyrrum rikisstjóri, er að fara á hausinn. Rudolf Nureyev verður fimmtugur i mars. Tina Turner segir að samban sé æði. Tina Tumer vill hætta að syngja „Ég er oröin þreytt á söngnum," segir Tina Tumer sem nú er 48 ára amma og hefur veriö kvenna fremst í rokkinu í 27 ár. Hún hefur því ákveðið að leggja háhæluðu skóna og leðurpilsið á hilluna. Frá þessum tíðindum greindi hún á blaðamanna- fundi í Rio de Janeiro fyrir skömmu. „Mér finnst kominn tími til að ég fái að tala í stað þess að syngja allt- af,“ sagði Tina. Hún hefur í hyggju að reyna enn frekar fyrir sér í kvik- myndum en til þessa hefur hún leikið í T.ommy og einni af myndunum um Mad Max. Um frammistöðu sína í þeirri mynd sagði Tina raunar að hún hefði „svo sem ekki verið neitt sérstakt en hæft myndinni ágæt- lega“. En áður en Tina ræðst í ný afrek í kvikmyndunum þá verður hún að ljúka við heimsreisu sem stendur þessar vikumar. Hún hefur undan- farið haldið tónleika í Suður-Amer- íku og fengið fádæma viðtökur. Á tónleikum í Buenos Aires gengu aðdáendur hennar af göflunum. Þurftu um hundrað þeirra að gista fangageymslur en það þarf raunar ekki mikið til þar í landi. Tina hefur þráfaldlega brugðið út af hefðbundnu rokki á ferð sinni um Suður-Ameríku og dansað samba- taktinn af krafti. Hún var spurð hvað henni fyndist um sömhuna og hún svaraðieinfaldlega: „æði“. r> Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.' Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Það ber árangur! Þú hringir..,27022 Vid birtum... Smáauglýsingadeildln er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 iaugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.