Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 54
 66 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Messur Guðsþjónustur i Reykjavíkurpró- fastsdæmi sunnudag 24. jan. 1988. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laug- ardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í Árbæjar- kirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Gideonfélagar kynna starf- semi Gideonfélagsins í lok guðsþjón- ustunnar. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. Borgarspítalinn: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Breiðholtsprestakall: Barnasam- koma kl. 11 í Breiðholtsskóla. Guðsþjónusta kl. 14 í Breiðholts- skóla. Organisti Daniel Jónasson. Fundur með foreldrum fermingar- barna í Breiðholtskirkju mánudags- kvöld kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Elín Anna Antonsdóttir og Guð- rún Ebba Ólafsdóttir. Guösþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Æskulýðsfélagsfundur þriðju- dagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmiðdag. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhóla- stíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Biblíulestur í safnaðarheimilinu fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Laugardag: Bamasam- koma i kirkjunni kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Sunnudag: Kl. 11. Prestsvígsla. Biskup íslands, hr. Pét- ur Sigurgeirsson, vígir cand. theol Jens Hvidtfeld Nielsen sem settur verður prestur í Hjarðarholtspresta- kalli í Dölum og cand. theol Stínu Gísladóttur sem sett verður 2. far- prestur þjóðkirkjunnar. Vígsluvott- ar sr. Ingiberg J. Hannesson prófastur sem lýsir vígslu, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Guömundur Óskar Ólafsson og sr. Jónas Gíslason dósent. Altarisþjónustu annast sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmundsson. Æskulýðsfulltrúi messar. Dómkór- inn syngur viö báðar messurnar. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Ellihimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Hreinn Hjartarson. Mánudag: Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Miðvikudag: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sóknarprestar. Fríkirkjan í Reykjavík: Fermingar- börn komi í kirkjuna laugardaginn 23. janúar kl. 14. Guðsþjónusta og -ij- altarisganga kl. 14 sunnudag. Ræðu- efni: „Þegar flölhn flytja búferlum.'1 Fermingarbörn lesa bænir og ritn- ingarorð. Fríkirkjukórinn syngur. Organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Guð- mundur Örn Ragnarsson. Sóknar- nefndin. Hallgrímskirkja: Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Fluttur verður látbragðsleik- urinn „Hendur". Kvöldmessa kl. 17. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjöms- son. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Bamaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. ■ Hjallaprestakall í Kópavogi.: Bama- samkoma kl. 11 í messusal Hjalla- sóknar í Digranesskóla. Foreldrar em hvattir til að fylgja bömunum. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Fjölskylduguðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Fundur með foreldmm fermingarbarna í safnaðarheimilinu Borgum miðvikudag 27. janúar kl. 20.30. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund bamanna kl. 11. Sögur - sögur - myndir. Þórhahur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Liður í alþjóölegu bænavikunni. Sr. Ágúst Eyjólfsson frá rómversk-kaþólsku kirkjunni prédikar. Altarisþjónusta sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Sóknarnefndin. Laugarnesprestakall: Umræðudagur um málefni flölskyldunnar verður laugardaginn 23. jan. kl. 13. Gunnar M. Sandholt félagsráðgjafi flytur er- indi og stýrir umræðum. Fundurinn endar með kaffisopa kl. 15.30. Sunnu- dag: Messa kl. 11. Sr. Ólafur Jó- hannsson messar. Altarisganga. Sóknarprestur. Neskirkja: Laugardag: Æskulýðs- fundur fyrir 11-12 ára kl. 13. Félags- starf aldraðra: farið verður í skoðunarferð í Náttúrufræðistofnun. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 15. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guösþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Öskar Ólafs- son. Mánudag: Æskulýðsfélagsfund- ur kl. 19.30. Aðalfundur kvenfélags Neskirkju kl. 20.30. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miðvikudag: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Guöm. Óskar Ólafs- son. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprest- ur. Seltj arnarneskirkj a: Barnaguðsþj ón- usta kl. 11. Eirný og Solveig Lára. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaífisopi á eftir. Æskulýðsfélagsfundur mánu- dagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. Sóknar- prestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Einar Eyjólfsson. Eyrarbakkakirkja: Bamamessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Gideonfélagar úr Vestmannaeyjum koma í heimsókn. Geir Jón Þórisson prédikar. Sóknar- prestur. Hafnarkirkja: Sunnudagaskóh kl. 10.30 í Fjaröarseh. Munið skólabíl- inn. Guðsþjónusta fellur niður vegna .viðgerða. Séra Gunnþór Ingason. Neskirkja: Félagsstarf aldraðra á morgun, laugardag. Skoðunarferð í Náttúrufræðistofnun íslands. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 15.00. Árni, s. 74311. Tilkyimingar Mataræði og krabbamein Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur fræðslufund um áhrif unihverfis og mataræðis á krabbamein í Templara- höllinni við Skólavörðuholt mánudaginn 25. janúar kl. 20.30. Á fundinum verða tveir frummælend- ur, Sigurður Árnason læknir, sem hefur krabbameinslækningar að sérgrein, og Hrönn Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Heilsuhæli NLFI. Sigurður Árnason læknir talar um áhrif umhverfis á krabbamein, með sérstakri áherslu á áhrif mataræðis, og tengsl áfengis og tíðni brjóstkrabbameins. Hrönn Jóns- dóttir segir frá kynnisferð á náttúru- lækningahæli og skóla í Danmörku og Svíþjóð og skýrir frá kenningum Juliu Völdan um tengsl milli mataræðis og sjúkdóma, t.d. krabbameins. Allir áhuga- menn eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Kvikmyndasýning MÍR „Tími óska og löngunar' ‘ nefnist so vésk kvikmynd, sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 24. jani, kl. 16. Myndin er gerð 1984 eftir handriti Anatólís Grebnévs, en leikstjóri er Júlí Raizman. Með aðalhlutverk fara Vera Alentova og Anatóli Papanov. Aðalpersónan í myndinni er Svetlana, kona á fertugsaldri. Hana hefur lengi langað til að eignast eigin ijölskyldu og dag nokkrun hittir hún Vladimír, heið- virðan mann sem fellir hug til hennar. Þau eru gefin saman í hjónaband og þá tekur Svetlana að vinna ötullega að því sem 'hún telur eftirsóknarverðara en annað í lífinu, þ.e. áuðsæld og metorðum manns síns. Hún lætur sig litlu varða óskir hans og þá staðreynd að hann er kominn af léttasta skeiði og er maður einkar hógvær og hæggerður. Sagan fær .dapurlegan endi. Vladimír.fær ekki leng- ur notið fyrri lifsvenja sinna og deyr af völdum hjartaáfalls. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Myndasýning um sovéska kvikmyndagerð er opin í sýningarsaln- um að Vatnsstíg 10. Málfreyjufundur 14. fundur þriðja ráðs málfreyja á íslandi verður haldinn 23. jan. nk. á Hótel Loft- leiðum (kristalsal). ITC deildin Melkorka sér um fundinn. Skráning hefst kl. 9.30 f.h. og fundurinn verður settur kl. 11. Meðal efnis á fundinum er fræðsla um staðgreiðslukerfi skatta og líkamsbeit- ingu. Fundurinn er opinn gestum. ITC hreyfingin á íslandi sem og í öðrum lönd- um á miklum vinsældum að fagna því aðilum fer sifellt íjölgandi. ITC hreyfing- in þjálfar fólk í almennum tjáskiptum, fundarsköpum, ræðuflutningi og til að vinna skipulega sem gerir það hæfara til að takast á við nútima þjóðfélag. Ungmennafélag íslands Á fundi stjórnar UMFÍ 15.-16. janúar 1988 var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Stjórn UMFÍ harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við endurskoðun á lög- um um Félagsheimilasjóð og íþróttasjóð þar sem ekki var haft samráð viö þá að- ila sem mest- um varðar, svo sem ÍSÍ, UMFÍ, íþróttanefnd ríkisins og íþrótta- fulltrúa ríkisins. Stjórnin varar við því að sjóðirnir verði lagðir niður án þess að tryggt sé hvernig að áframhaldandi uppbyggingu verði staðiö. Ljóst er að mörg smærri sveitarfélög og félagasam- tök eru engan vegin í stakk búin til að standa ein aö byggingu íþróttamann- virkja og félagsheimila. Þrátt fyrir að þessir sjóðir hafi ekki haft úr miklum fjármunum að spila hafa þeir gert mörg- um félögum kleift að koma upp eigin aðstöðu og hefur framlag þeirra oft ýtt undir það að ráðist hefur verið í þessar framkvæmdir. Stjórn UMFÍ skorar því á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa máls og undirbúa það betur í nánu samstarfi við alla hagsmimaaðila.'1 Opiðhús Ríkisútvarpið - sjónvarp í tilefni af norræna tækniárinu er stefnt að því að kynna almenningi sem best þá tækni og tækniþekkingu sem til er í landinu. Liður í því er að fá rannsóknarstofnanir, fyrir- tæki og aðrar stofnanir til að vera með opið hús einn sunnudagseftirmiðdag hvert. Sunnudaginn 24. janúar, verður Ríkis- útvarpið - sjónvarp með opið hús milli kl. 13 og 17. Starfsmenn sjónvarpsins munu sýna stofnunina og fólki mun gef- ast kostur á að skoða húsnæðið og tækjabúnað. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ættfræðinámskeið Ný átta vikna ættfræðinámskeiö heíjast bráðlega hjá Ættfræðiþjónustunni í Reykjavík. Allir geta rakið ættir sínar sjálfir fái þeir tilsögn og aðstöðu til að hefja leitina. Á ættfræðinámskeiði fræð- ast menn um fljótvirkar og öruggar leitaraðferðir, fá yfirlit um helstu heim- ildir, sem notaðar eru, og leiðsögn um gerð ættartölu og niðjatals. Þá æfa þátt- takendur sig í verki á eigin ættum og frændgarði en á námskeiðinu bjóðast þeim ákjósanleg skilyrði til ættarrann- sókna þar sem unnið er úr fjölda heim- ilda, útgefnum og óútgefnum. M.a. fá þátttakendur aðgang og afnot af öllum manntölum á íslandi frá 1703 til 1930 og kirkjubókum úr öllum landshlutum. Skráning er hafin í námskeiðin í síma 27101 frá kl. 9-21. Sveigjanlegir kennslu- tímar. Hver námshópur kemur saman einu sinni í viku, þrjár kennslustundir í senn. Hámarksfjöldi í hverjum hópi er 8 manns. Ath. sérstök verðtilboð fyrir líf- eyrisþega, hjón eða fólk úr sömu fjöl- skyldu, námsmenn og hópa. Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3B er opin á fimmtud. kl. 20-22.30 og laugard. og sunnud. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna skrifstofu alla virka daga kl. 10-14. Þar eru seld minningarkort félagsins og veittar upp- lýsingar um starfsemina. Sími 25990. Happdrætti Styrktarfélag vangefinna Dregið hefur verið í jólakortahapp- drætti Styrktarfélags vangefinna og komu vinningar á eftirtalin númer: 53 - 3076 - 2417 - 1184. Happdrætti Þjóðarflokksins Dregið var 1. desember. Vinningar komu á eftirtalin númer. 1. bifreið á nr. 5611, 2. tölva á nr. 3264, 3. ferðav. á nr. 5340, 4. ferðav.á nr. 3517,5. ferðav.á nr. 4933. Tilkyimingar Nýr yfirlögregluþjónn í Kópavogi Dómsmálaráðherra hefur nýlega skipað Valdemar Jónsson yfirlögregluþjón í Kópavogi. Hann var áður aðstoðaryfir- lögregluþjónn við lögreglulið Kópavogs. Hann hóf störf þann 1. janúar 1967. Vald- emar er 44 ára að aldri, fæddur á Hvall- átrum á Breiðafirði. Hann er kvæntur Aðalheiði Halldórsdóttur og búa þau að Breiðvangi 58 í Hafnarfirði. Félgasvist Húnvetninga- félagsins Félagsvist verður laugardaginn 23. jan. kl. 14. Spilað í félagsheimilinu Skeifunni 17. Allir velkomnir. Fundir Kvenfélag Neskirkju heldur aðal- fund sinn næstkomandi mánudag, 25. þessa mánaðar, kl. 20.30 í safnað- arheimili kirkjunnar. Aheit TIL HJÁLPAR GÍRÓNÚMERIÐ KRÝSUVlKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVÍK © 62 10 05 OG 62 35 50 Kvikmyndahús Bíóborqin Lögga til leigu Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Á vaktinni Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11.05. Sagan furðulega Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Leynilögreglumúsin Basil Sýnd kl. 3. Hefðarkettir Sýnd kl. 3. Bíóhöllin Alllr í stuði Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Undraferðin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Týndir drengir Sýnd kl. 9 og 11. Stórkarlar. Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11. Sjúkraliðar Sýnd kl. 5 og 7. Skothylkiö Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Mjallhvít Sýnd kl. 3. Hundalif Sýnd kl. 3. Öskubuska Sýnd kl. 3. Háskólabíó Kæri Sáli Sýnd kl. 5, 9.05 og 11.00. Úll sund lokuð Sýnd kl. 7 Laugarásbíó Salur A Loðinbarði Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Draumalandið Sýnd kl. 3, laugard. og sunnud. Salur B Stórfótur Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Salur C Draumalandið Sýnd kl. 5 og 7. Jaws - Hefndin Sýnd kl. 9 og 11. Valhöll Sýnd kl. 3. Regnboginn Óttóll. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Siðasti keisarinn Sýnd kl. 3, 6 og 9.10. Hnetubrjóturinn Sýnd kl. 7. I djörfum dansi Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Hinir vammlausu Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Landamærin. Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15. Stjörnubíó ROXANNE Sýnd kl. 3, 5. 7. 9 og 11. ISTAR Sýnd kl. 9 og 11. La Bamba Sýnd kl. 3, 5 og 7. Patreksfirði óskar að ráða umboðsmann sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu DV, Reykjavík, í síma 91-27022. HAFNAR FJÖRÐUR BLAÐBURÐARFÓLK óskast á Holtið í Hafnarfirði, Hólabraut og götur þar í kring. Upplýsingar í síma 50641. Móðir okkar og tengdamóðir Lovísa Halldórsdóttir Bergstaðastræti 71 lést á Borgarspítalanum að morgni föstudagsins 22. janúar. Hrafnhildur Þórðardóttir Hjördís Þóröardóttir Andrea Þórðardóttir Hjörleifur Þórðarson Ásdís Þórðardóttir Lárus Hallbjörnsson Guðmundur Karlsson ísleifur Bergsteinsson Jensína Magnúsdóttir Valdimar Hrafnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.