Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Erlendbóksjá alþýðuskáld NO DIRECTION HOME: THE LIFE AND MUSIC OF BOD DYLAN. Höfundur: Robert Shelton. Penguin Books, 1987. Bob Dylan er einn þeirra lista- manna sem vakið hefur deilur frá upphafi. Hann á sér eldheita aðdáendur sem margir hverjir hafa hlustað á söngva hans allt frá miðjum sjöunda áratugnum. Aðrir láta sér fátt um hann fínnast og telja hann jafnvel ómerkilegan gaulara. Það hefur ávallt hvílt leyndar- dómshula yfir persónunni Bob Dylan. Eins og greinilega kemur fram í þessari ítarlegu ævisögu er það að hluta til verk hans sjálfs. Hann skipti um nafn og ýtti undir villandi frásagnir af uppruna sínum og þróunarárum. Allt varð þetta honum til fram- dráttar á frægðarbrautinni. Robert Shelton, höfundur No Direction Home, gjörþekkir við- fangsefnið. Hann varð fyrstur manna til að vekja athygli á Dyl- an í fjölmiðlum (með grein í The New York Times) og hefur átt fjöldamörg ítarleg viötöl viö hann og aðrá þá sem hér koma einkum við sögu. Shelton rekur mjög náið feril hans sem söngvara og al- þýðuskálds, tengir saman tónlist- ina, textana og þá atburði í ævi Bob Dylan sem höfðu mótandi áhrif á listsköpun hans. Bókinni fylgir skrá um lög, texta og plötur Bob Dylan og listi yfir helstu ritaðar heimildir um verk hans og ævi. Glæpamenn af guðs náð? KILLING ORDERS. Höfundur: Sara Paretsky. Penguin Books, 1987. Vic Warshawski er dugmikill og klár einkaspæjari í Chicago. Hún á þó fullt í fangi með að bjarga sjálfri sér og öðrum í þess- ari sogu því andstæðingarnir eru háttsettir, valdamiklir og ósvífn- ir, enda eru miklir fjármunir í húfi. Warshawski lendir hér i úti- stöðum við kirkjunnar menn sem eru á kafi í glæpsamlegum fjár- málaviðskiptum og svífast einsk- is til að koma í veg fyrir aö ráðabrugg þeirra komist upp. Þetta tengir höfundurinn um- töluðu fjármálahneyksli sem kennt er við Ambrosiano-bank- ann, og dregur inn í máliö kaþólsk samtök sem nefnd eru Corpus Christi og stunda vafa- söm viðskipti. Killing Orders mun vera þriðja sagan sem Sara Peretsky skrifar um einkaspæjarann Vic Wars- hawski. Þetta er vel skrifuð sakamálasaga með raunsönnum persónum og hröðum og spenn- andi söguþræði. Stytt útgáfa af dagbókum Samuel Pepys THE SHORTER PEPYS. Ritstjóri: Robert Latham. Penguin Books, 1987. Á árunum 1660 til 1669 hélt Samuel Pepys, starfsmaður breska sjóhers- ins og skjólstæðingur Sir Edward Mountagu, síðar jarls af Sandwich, dagbók. Hann skrifaöi þar ítarlega frásögn af viðburðum hvers dags, þeirra er hann hafði sjálfur séð eða heyrt um og eigin hugrenningum þar að lútandi. Pepys notaði hraðritun- arkerfi sem var þekkt á þeim tíma og fyllti á þessu tímabili fimmtíu og fiórar minnisbækur sem síðar voru bundnar inn í sex stór bindi. Það var hins vegar hljótt um þessar dagbækur um aldir: þær fylgdu öör- um bókum Pepys að honum látnum til Magdalen College, þar sem hann hlaut menntun sína, og rykféllu þar. Það var fyrst á nítjándu öld sem áhugi vaknaði fyrir dagbókunum og fyrstu kaflarnir birtust árið 1825. Það reyndist hins vegar gífurlegt verk að „þýða“ allt verkið sem hefur komið út meira og minna ófullkomið nokkr- um sinnum á síðustu einni og hálfri öld en hin fullkomna útgáfa dag- bókanna birtist ekki fyrr en á árunum 1970-1983. Sú bók sem hér um ræðir og er um ellefu hundruð blaðsíður að stærð er úrdráttur úr þessari nýjustu heildarútgáfu, lík- lega um þriðjungur upphaflega verksins. í dagbók sinni rekur Pepys allt það sem fyrir hann ber, jafnvel drauma sína, á hverjum einasta degi í um það bil einn áratug í ítarlegu máh og á opinskáan hátt enda dagbókin ekki samin með birtingu í huga. En hann fiallar einnig um ensk þjóðmál enda í slíkri stöðu á þeim tíma sem hann hélt dagbók að hann gat fylgst afar vel með gangi stjórnmálanna og at- höfnum konungsfiölskyldunnar. Dagbækurnar gefa því bæði ljóslif- andi mynd af daglegu lífi „heldri- manna“ þessa tíma og lýsa forvitni- legum viðburðum enskra þjóðmála á sjöunda áratug sautjándu aldar. Þessi stytta útgáfa dagbókanna er aðgengileg fyrir almenna lesendur. Henni fylgir stuttur en fróðlegur inn- gangur um ævi Pepys og skrá um helstu persónur sem koma við sögu í dagbókunum. Ævintýramenn við Hudsonflóa COMPANY OF ADVENTURERS. Höfundur: Peter C. Newman. Penguin Books, 1987. Þegar evrópsk stórveldi voru að leggja undir sig lönd í Asíu, Afríku eða Ameríku var gjarnan hafður sá háttur á að stofna sérstök hlutafélög sem tóku meira og minna að sér stjóm þessara landsvæða og við- skipta við þau. Slík fyrirtæki höfðu gífurleg áhrif á sínum tíma. Eitt þeirra var Hudson’s Bay Company sem um tíma stjórnaði í reynd þeim landsvæðum í norður- hluta Ameríku sem síðar urðu að Kanada. Fyrirtækið hefur starfað í um þrjú hundmð ár og um tíma litu forráðamenn þess á það sem eins konar sjálfstætt konungsríki. þjóðfélags (það síðara er nýkomið út vestra). Hér er fiallað um þá fiöl- mörgu litríku menn sem héldu úr „siðmenningunni" á Bretlandi til hins villta og að miklu leyti ókann- aða lands í norðanverðri Ameríku, stunduðu þar veiðar, skinnaverslun og önnur viðskipti og áttu mikinn þátt í að gera Hudson’s Bay að stór- veldi. Einnig segir hér frá ýmsum þeim forystumönnum fyrirtækisins ’í Bretlandi sem miklu réðu um gang mála. En fyrst og síðast er þessi saga um erfiða landnámssögu þar sem margir einstaklingar reyndu í baráttu við óblíð náttúruöfl og frumstæðar að- stæður að skapa nýtt samfélag. Hér er mörg harmsagan rakin en einnig Hudson’s Bay-fyrirtækisins er kana- stundaði umfangsmestu starfsemi um sigrum. dískur blaðamaöur, fyrmm aðalrit- sína á árunum áður, en blómaskeið Það er auðséð við lestur bókarinn- stjóri Toronto Star. Hann hefur þess í kanadískri sögu var á síöari ar að vanur maður mundar hér fengið fullan aðgang að skjalasafni hluta átjándu aldar og fyrri hluta pennann. Frásögnin er bæði spenn- Hudson’s Bay sem er mjög viöa- þeirrar nítjándu. andi og fróðleg og dregnar upp mikið. Einnig hefur hann heimsótt Þetta er fyrra bindi sögu þessa fé- skarpar myndir af mönnum og at- alla þá staði þar sem fyrirtækið lags og áhrifa þess á þróun kanadísks burðum. Metsölubækur Bretland 10. Keith Floyd: 3. M. Scott Peck: Söluhœstu kiljurnar: FLOYD ON FRANCE. THE ROAD LESS 1. Dick Francis: (Byggt á The Sunday Times.) TRAVELED. BOLT. 4. LIFE: THE FIRST FIFTY YEARS, 2. Noel Barber: Bandaríkin 1936-1986. THE OTHER SIDE OF PARA- 4. Beryl Markham: DISE. Metsölukiljur: WEST WITH THE NIGHT. 3. James Clavell: 1. Stephen King: 6. Andrew A. Rooney: WHIRLWIND. THEEYESOFTHEDRAGON. WORD FOR WORD. 4. Alistair Maclean: 2. Sidney Sheldon: 7. JAMES HERRIOT'S DOG SANTORINI. WINDMILLS OF THE GODS. STORIES. 5. Stephen King: 3. V.C. Andrews: 8. Madden og Anderson: IT. GARDEN OF SHADOWS. ONE KNEE EQUALS TWO 6. P. D. James: 4. Pat Conroy: FEET. A TASTE FOR DEATH. THE PRINCE OF TIDES. 9. Judith Viorst: 7. Jeffrey Archer: 5. Jack Higgins: NECESSARY LOSSES. A MATTER OF HONOUR. NIGHT OF THE FOX. 10. Mark Mathabane: 8. Ellís Peters: 6. Tom Clancy: KAFFIR BOY. THE ROSE RENT. RED STORM RISING. (Byggt á New York Timas Book 9. John le Carré: 7. Tom Clancy: Review.) A PERFECT SPY. 10. Colin Forbes: THE HUNT FOR RED OCTO BER. Danmörk: THE JANUS MAN. 8. Lawrence Sanders: Metsölukiljur: Rit almenns eðlis: CAPER. 9. Stephen King: 1. Andersen-Nexö: PELLE EROBREREN l-ll. (-). 1. Pauline Cutting: IT. 2. Saint-Exupéry: CHILDREN OF THE SIEGE. 10. James Clavell: DEN ULLE PRINS. (-). 2. GILES CARTOONS. WHIRLWIND. 3. Pu Ji: 3. David Frost: 11. V. C. Andrews: DEN SIDSTE KEJSER. (-). THE WORLD'S SHORTEST FLOWERS IN THE ATTIC. 4. Jean M. Auel: BOOKS. 12. Eric Van Lustbader: HESTENES DAL. (4). 4. Spike Mifligan: SHAN. 5. Isabel Allende: GOODBYE SOLDIER. 13. Howard Fast: ÁNDERNES HUS. (3). S. FARMHOUSE KITCHEN THE DINNER PARTY. 6. Jean M. Auel: MICROWAVE COOKBOOK. 14. Diane Carey: HULEBJORNENS KLAN. (2). 6. Gerald Burrell: FINAL FRONTIER. 7. Woodward: MY FAMILY AND OTHER 15. Andrew M. Greeley. CIAS HEMMELIGE KRIGE. ANIMALS. PATIENCE OF A SAINT. 8. Elsa Morante: 7. Susan Hicks: THE FISH COURSE. Rit almenns eðlis: HISTORIEN. (7). 9. Isabel Allende: 8. Baigent, Leight & Lincoln: 1. Bill Cosby: KÆRLIGHED OG MÖRKE. THE MESSIANIC LEGACY. FATHERHOOD. (5). 9. Roald Oahl: 2. John Feinstein: 10. NUDANSK ORDBOG. (10). GOING SOLO. A SEASON ON THE BRINK. (Byggt á Politiken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Eigin börn og annarra OTHER PEOPLE’S CHILDREN. Höfundur: Lydia Gerend. Penguin Books, 1987. Holly, söguhetja skáldsögunnar Other People’s Children, hefur frá barnsaldri haft ímugust á börnum. Hún hefur aldrei getað skilið þann áhuga og aödáun sem aðrir, þar á meðal systir hennar Camille, hafa á þessum litlu kríl- um. Hún ákveður því með sjálfri sér að eignast aldrei böm og held- ur fast við þá sannfæringu sína hvað sem á dynur. En það eitt dugar Holly skammt að eignast engin böm sjálf því aðrar konur, sem eru að eignast börn og þykjast afskaplega hrifn- ar af þeim, era einstaklega lagnar við að koma sínum börnum yfir á hana. Þetta á til dæmis við um Camille sem skilur barn sitt eftir við dyrnar hjá Holly á meðan hún fer að bjarga heiminum við Gre- enham Commons. Holly fær að finna fyrir því að þótt það sé til- tölulega auðvelt að komast hjá því að eignast böm sjálf getur verið harla erfitt að losna við börn annarra. Höfundurinn fiallár um þessi vandamál Holly á léttan og fynd- inn máta og hittir oft í mark með athugasemdum sínum. Þjóðsögur nútímans THE CHOKING DOBERMAN AND OT- HER „NEW“ URBAN LEGENDS. Höfundur: Jan Harold Brunvand. Penguin Books, 1987. Þetta er forvitnileg og skemmti- leg bók sem sýnir með ljósum dæmum annars vegar hvernig nokkrar fiaðrir verða enn að mörgum hænum, en hins vegar hvemig sömu „þjóðsögurnar" berast vítt og breitt um byggð ból, jafnvel milli landa, og stinga upp kollinum í breyttum, stað- færðum útgáfum í samtölum fólks á milli og í fiölmiðlum. Höfundur bókarinnar, sem hef- ur skrifað fleiri bækur um hlið- stætt efni, tekur sig til og rekur feril margra slíkra þjóðsagna nútímans og kemur þar margt athyglisvert í ljós um ótrúlega líf- seiglu kjaftasagna sem eiga enga stoð í raunveruleikanum. Ef mig minnir rétt hefur a.m.k. ein þeirra sagna sem hér er fiall- að um komið í íslenskum fiöl- miðlum: frásagnir af alvarlegum slysum sem hafi orðið vegna þess að einnota kveikjarar hafi sprungið í flugvélum. Höfundur bókarinnar segir aö engin þeirra slysa sem þar sé vitnað til hafi átt sér stað. En þjóðsagan lifir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.