Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. 27 Sæl nú!... Enn ein tónlistarkvikmyndin kemur senn á markaðinn og í henni koma fram Iðg með ýmsum nafntoguðum popp- urum. Þar á meðal verða Bryan Ferry, XTC, Kate Bush og Gene Loves Jezebel. Lag- ið sem Bryan Ferry flytur er eftir Van Morrison en Kate Bush flytur lagið Womans Workeftirsjálfansig... Og meira um kvikmyndir. Madonna heldur kvikmynda- ferlinum ótrauð áfram þó svo að síðasta mynd sem hún lék í, Shanghai Sur- prise, hafi f loppað gjörsam- lega. Nú er fraukan að leika í mynd sem heitir Blood- hounds Of Broadway og mótleikari hennar þar er Matt Dillon, einn af þessum ungu efnilegu. Þaðþykirtið- indum sæta að Madonna samþykkti frekar lág laun fyrir kvikmyndaleikinn að þessu sinni eða aðeins um tuttugu þúsund íslenskar krónur á dag. Hún er kannski ekki i aðstöðu til að heimta meira ...! kjölfar glæsi- legra umsagna og árangurs i vinsældakönnunum hefur lag Sykurmolanna, Birthday, nú aftur náð efsta sæti á óháða lista blaðsins Melody Maker... Um þessar mundir eru ná- kvæmlega tíu ár frá því hin rómaða hljómsveh, Sex Pist- ols, kom fram opinberlega í fyrsta sinn og verður af- mælisins minnst með tón- leikahaldi og fleiri uppákomum í London... Mötley Crue hefur aflýst fyr- iríiugaðri tónleikaferð sinni um Bretlandseyjar og segja talsmenn hljómsveitarinnar skýringuna vera uppsafnaða þreytu enda hafi hljómsveit- in verið á stanslausu hljómleikaferðalagi allt síð- asta ár. Bresk blöð segja hins vegar að rétta skýringin sé sú að bassaleikari Mötley Crue haf i verið lagður inn á ' Vog vegna ofneyslu eitur- lyffja... f skoðanakönnun sem útvaipsstöðin Capital Radio í London gerði um daginn kom i Ijós að hlust- endur stöðvarínnar tÖldu Whhney Houston og Rick Astley bestu rokkstjörnur ársins 1987. A efftir Rick Astley komu kappar á borð við George Michael, Micha- el Jackson, Terence Trent D'Arby, Bryan Adamsog Phil Collins... verði ykkur að góðu... -SþS- Nýjar plötur Grateful Dead - In the Dark Dauðir rísa Fortíðarfíkn síðustu ára hefur gert það að verkum að gamlar og lúnar hljómsveitir hafa skyndilega öðlast nýja krafta og orðið sprækar sem beljur á vori. í tilfelli Gratefdl Dead, sem er ein af þessum hljómsveitum, má eigin- lega kalla þetta gráa fiðringinn, hljómsveitin gefur það líka í skyn í einu lagi þessarar plötu, laginu Touch of Grey sem ótúlegt nokk er alvinsælasta lag sem þessi hljóm- sveit hefur átt á 23 ára starfsferli. Ekki ætla ég að fara að rekja feril Gratefui Dead hér nema hvað að þess má geta að hljómsveitin var á sínum tíma ein af forystusveitum sýru- rokksins sem átti sitt blómaskeið í kringum 1970. Hljómsveitin var gif- urlega vinsæl, þó ekki ætti hún velgengni að fagna á vinsældalistum. Sérstaklega þóttu hljómleikar henn- ar meiriháttar upplifun og eru í minnum hafðir. Á þessari nýju plötu sinni halda gömlu mennirnir sig á svipuðum slóðum í tónlistinni og þeir hafa ver- ið í gegnum tíðina. þeir eru ekkert að rembast við að verða nútíma popparar. Og umrædd tónhst er blanda af sveitatónhst, blúsi og rokki; flutt án mikilla átaka og yfir- bragðið frekar milt. Þetta er melódísk tónlist sem krefst nokkurrar hlustunar og eftir að hafa hlustað á In the Dark um nokkurt skeið get ég áhættulaust mælt með þessari plötu fyrir alla gamla Grate- ful Dead aðdáendur og einnig fyrir hina sem ekki upplifðu sýrurokks- tímabilið en vilja kynnast einhveiju af því sem spratt upp úr ölduróti þeirra tíma. Og svo er bara að sjá til hvort þessi plata er bara tímabundinn hressleiki eða eitthvað sem varir. -SþS- hressir upp Johnny Triumph - Luftgítar Ævintýramaðurinn Við bræðurnir heilsum nýrri helgi hressari en nokkru sinni. Ekki vor- um við fyrr komnir af ströndinni en nýtt og spennandi mál knúði dyra heima. Málavextir voru í stuttu máli þeir að ósýnileg persóna gekk laus. Fyrirbærið hafði meðal annars tekið sér bólfestu í unglingi, ennfremur skotið upp í skáldsögu ungs höfundar skömmu fyrir jól og valdið þar tölu- verðum usla. Nú, við bræður björg- uðum piltinum sem og skáldinu snarlega frá frekara ónæði og særð- um helvítið ofan í. kókflösku. Svona er sem sagt sagan af Johnny Triumph: - Þetta byijaði með því að móöir Sig- uijóns nokkurs leitaði til okkar. Hún sagði farir sínar ekki sléttar. Dreng- urinn hélt sig öllum stundum í herberginu sínu og hlustaði á ferm- ingarplötuspilarann sinn. Þvílíkur hávaði hafði aldrei heyrst á þessu heimili. Og þegar móðirin í öngum Alabama - Just Us Sveita- kóngar í nokkur ár hefur fjögurra manna * hljómsveitin Alabama verið vinsæl- asta hljómsveit sem kennd er við sveitatónlist (Country & Western) og eru þeir óhemjuvinsælir í þeim hluta Bandaríkjanna þar sem sveitatón- hstin er ofar allri annarri tónlist, suður- og vesturríkjum. Nýjasta plata Alabama nefnist Just Us og inniheldur níu lög, öll ný af nálinni, eftir meðlimi Alabama. Eitt er víst, eftir að hafa hlustað á plöt- una, að ekta sveitatónlist er sú tónlist ekki sem borin er fram fyrir mann á Just Us. Miklu frekar er hægt að kalla tónlistina léttrokk með sveitaí- vafi og er þetta sjálfsagt gert til að ná til sem flestra. Dæmið gengur að mínu mati ekki upp. Drafandi söngur þeirra félaga er það eina sem minnir mann á sveitatónlist. Lögin eru flest aðeins meöallög og leiðigjörn til lengdar og finnst mér Alabama vanta öll sérkenni þegar tekið er mið af því hversu vinsæl hún er. Vafalaust hafa fleiri en eitt lag rok- ið upp vinsældalista sem eingöngu sveitalög prýða en ekki get ég ímynd- að mér að nokkurt lag nái lengra. Hvað snýr að okkur íslendingum er eingöngu hægt að mæla með Just Us fyrir aðdáendur sveitatónlistar, þó ég sé viss um að þeim höröustu í þeim herbúðum finnist litið púður í plötunni. sínum barði dyra hjá piltinum, opn- aði hann löðursveittur og brjálæðið í augum hans leyndi sér ekki:- „Hvað?” öskraði hann frekjulega og harðneitaði að koma niður í kvöld- mat. Við bræður tókum til okkar ráða. Við náðum í stiga og gægðumst í gegnum herbergisglugga Siguijóns. Sjónin sem mætti okkur var ekki fógur. Þarna hentist drengurinn um allt gólfið, klæddur bláum jakkafót- um, með þverslaufu og gleraugu, við ærandi undirleik plötuspilarans. Hægri hönd hans nam við mjöðm en vinstri handleggurinn stóð næstum lárétt út í loftið. Tæpara mátti greini-. lega ekki standa. Við bræðumir hentumst inn í hús- ið, upp í herbergi Siguijóns og kröfðumst inngöngu. Þegar pilturinn loks opnaði réðumst við tafarlaust á hann og höfðum hann undir. Við lét- um hann umsvifalaust hósta þrívegis ofan í gosflösku og settum tappa á. Að því búnu var Siguijón háttaður ofan í rúm foreldra sinna. Plötuspil- aranum og flöskunni hentum við út í tunnu. Eftir þetta var Sigurjón allur ann- ar. Hann sótti skólann af kappi, var kurteis við móður sína og fór að syngja með æskulýðskórnum. Hann er bara músíkalskur strákurinn. Stundum heimsækir hann okkur bræðurna og syngur fyrir okkur þekkt sálmalög. Sál hans er greini- lega hólpin. Guði sé lof og okkur auðvitaö líka. Frank og Jói. RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS RANNSÓKNASJÓÐUR Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1988 Umsóknarfrestur ertil 1. marsrík. Umsóknareyðnblöö fást á skrifstofu ráðsins, Lauga- vegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur; • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1988 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tækni- sviðum. Sérstök áhersla skal lögð á; Efnistækni, fiskeldi, upplýsinga- og tölvutækni, líf- og lífefnatækni, nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, matvælatækni, framleiðni- og gæðaaukandi tækni. • Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal byggt á: líklegri gagnsemi verkefnis, gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda, likindum á árangri. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í at- vinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum. HK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.