Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Sérstæð sakamál Cecil Batie. Joe Banister. Hearn eftir dómsuppkvaðninguna. Árið 1970 fluttist Simsfjölskyldan til Gainesville í Flórída. Þá voru dætyirnar tvær, Debra og Marlene, sextán og fimmtán ára en mj ög þroskaðar eftir aldri. Fjölskyldan settist að í hverfi sem gengur daglega undir nafninu Batie Hill því þar ræður Batiefjölskyldan mestu. Hún stundar skógarhögg og karlarnir í henni eru harðir við vinnu og harðir viö drykkju. Sá sem mest orð fór af var Cecil, þá tuttugu og eins árs. Hann varð strax afar hrifinn af Marlene og þótt hún væri þá aðeins fimmtán ára, eins og fyrr segir, giftu þau sig fljótlega. Slíkt er heldur ekki óvanalegt í Suð- urríkum Bandaríkjanna. Tveimur árum síöar haföi Marlene eignast tvo syni en ungu hjónin rifust eins og hundur og köttur. Þar kom svo að hjóna- bandið leystist upp en þá hófst deila um yfirráðaréttinn yfir drengjunum og stóö hún árum saman. . Núliðumörgáránþessaðnokkuð nýtt bæri til tíðinda í Simsfjölskyld- unni. Árið 1984 ákvað Marlene svo að giftast á ný. Debra, eldri systir hennar, sem var þá orðin tuttugu og níu ára, var nú einnig gift. Var mað- ur hennar allmörgum árum eldri en hún eða íjörutíu og eins árs. Hann hét Joe Banister og var verkfræðing- ur. Óánægð í hjónabandinu Lítill vafi þótti leika á því að Debra hefði verið heppnari með eiginmann en Marlene. Debra bjó í fallegu og dýru einbýlishúsi, átti son og dóttur og vann í banka í Gainesville. Hún var þó ekki ánægð í hjónabandinu og fór oft í bæinn að skemmta sér þegar maður hennar sat heima og horföi á sjónvarp. Marlene gat aldrei hætt aö hugsa um Cecil Batie þótt langt væri liöið frá skilnaði þeirra og hún gift á ný. Hún ræddi oft við systur sína um það hatur sem hún heföi á manni sínum fyrrverandi. Enduðu þau samtöl oft á því að þær systurnar skiptust á sögum um erfiðleikana sem þær þyrftu að glíma við. „Ég vildi sjá hann dauðan“ sagði Marlene svo eitt sinn við Debru, systur sína, er þær voru aö ræða um Cecil Batie. „Það gæti líka hugsanlega orðið til þess að ég fengi líftrygginguna hans.“ Þaö stóð ekki á Debru að veita syst- ur sinni aðstoð. Hún haföi lesið auglýsingu í tímaritinu „Soldier of Fortune." (Málaliði) en lesendur þess eru einkum gamlir málaliðar og fyrr- verandi hermenn í Víetnam. í auglýsingunni hafði maður einn boð- ið þjónustu sína til nær hvers sem var, væri greiðslan nógu há. Nafn hans var John Wayne Hearn og reyndist hann vera þrjátíu og átta ára. í fjárhagsvandræðum John Wayne Hearn var ekki eins mikill karl í krapinu og ætla hefði mátt af auglýsingunni eða fyrstu kynnum. Það sem á skorti hafði hann reynt að bæta sér upp með því að taka sér sem hluta af nafni nafn kvik- myndaleikarans fræga. Hearn átti hins vegar við allmikinn íjárhags- vanda að stríða og var það ástæðan til þess að hann birti auglýsinguna. Vandann mátti meöal annars rekja til þess að hann hafði fjórum sinnum verið giftur. Bjó hann nú í hálfgerð- um húsarústum nærri Atlanta, í grannríkinu Georgíu. Greiðsla að hluta til I fríðu Debra og Hearn hittust á veitinga- húsi. Brátt kom í ljós að á matseðlin- um þann daginn var morð. Heam krafðist 30.000 dala (um það bil 1.200.000. króna) fyrir að ryöja Cecil Batie úr veginum en Debra fékk verðiö lækkað í 10.000 dali eða um tvo þriðju. Á móti lækkuninni skyldi hins vegar koma greiðsla í fríðu af hennar hálfu. Morðáætlunin var ekki einkamál þeirra systra, Marlene og Debru. Móðir þeirra, íris, vissi af henni og þegar hún heyrði um greiðsluna til Hearns fór hún að stríöa dótturjnni. Var hún að verða gömul? Fyrir nokkrum árum hefði hún getað feng- ið leigumorðingja til að starfa fyrir sig án þess að greiða nokkuð í pen- ingum. Hafist handa um að afla fjárins 10.000 dalir voru allnokkurfjár- hæð. Reyndar hærri en svo að þær systur gætu lagt fram féö fyrirvara- laust. Tóku þær nú að ræða leiðir til þess að útvega það. Loks fundu þær ráð. Það var vani á ári hverju að ömmu barna Marlene og Cecils, Lily Batie, væri boðið til kvöldverðar á þakkar- gjörðardaginn. Hún bjó í Santa Rosa skammt frá og hlakkaði ætíð til þess- arariieimsóknar til Gainesville. í þðtta sinn gátu Marlene og Debra þó ekki verið við kvöldverðarborðið því þær höfðu öðru að sinna. Eldur laus Systurnar héldu þetta kvöld til Santa Rosa en bærinn er skammt frá. Þar helltu þær bensíni á gólfið í húsi Lily Batie og báru síöan eld að. Þær systur vissu að húsið var vel tryggt og þóttust þær nú vissar um að geta útvegað féð til að greiða leigu- morðingjanum. Á meðan hús Lily Batie brann óku þær systur heim til Gainesville og settust að kafíi- og koníaskdrykkju með Lily gömlu Batie. Tryggingaféð greitt Ekki leið nú á löngu þar til trygg- ingarféð var greitt. Það var allhá upphæð og tókst Debru að blekkja gömlu konuna og stela af henni 10.000 dölum sem skömmu síðar voru komnir í liendur Hearns. 5. janúar 1985 sótti Marlene syni sína tvo heim til Cecils Baties eins og um hafði verið talað. Þá notaði hún tækifærið til þess að stela líf- tryggingarskírteini hans úr skúffu í skrifborði þar á heimilinu. Hélt hún síðanútáströnd. Hearn kemur I heimsókn Um hádegisbilið kom John Wayne Hearn að húsi Cecils Baties. Með sér hafði hann hríðskotariffil. Cecil Batie lá i sófa og svaf. Hann haföi sofnað frá sjónvarpskvikmynd sem hét „Öll moröin sem ég framdi". Hearn braut rúðu með riffilskeft- inu og skaut Cecil tvívegis í höfuðið. Síðan ók hann til húsarústanna við Atlanta sem hann kallaði heimili sitt. Krefst líftrygglngarfjárins Marlene kom ekki til jarðarfarar- innar enda hafði hún ekki mikinn áhuga á að hitta ættingja Cecils. Þess í stað hóf hún nú ákafa baráttu fyrir því aö fá greitt líftryggingarféð. Það tókst henni þó ekki. í ljós kom að Cecil hafði gengiö þannig frá við tryggingafélagið að féð rynni til drengjanna ef eitthvaö kæmi fyrir hann. Þótti sumum ekki með ölllu grunlaust að hann heföi óttast konu sína fyrrverandi. Ekkert gerðist þó sem bent gat til þess aö Marlene yrði tengd dauð Cecils. Debra fær nýja hugmynd Eftir nokkurn tíma fannst Debru morðið á Cecil hafa tekist svo vel að rétt væri að hagnýta sér aðferðina til þess að leysa annan vanda. Hún gerði því um það samkomulag við Hearn að hann dræpi mann hennar, Joe Banister. Áætlunin var einföld. 2. febrúar færu þau hjón í bæinn hvort í sínum bílnum. Ætlaði Debra að aka bíl sín- um næst á undan bíl mannsins síns. Hearn átti að fylgjast með og er Debra gæfi honum merki meö fr am- ljósunum átti hann að skjóta mann hennar. Joe finnst látinn Allt gekk eins og ákveðið hafði ver- ið. Að morgni 2. febrúar fann lögregl- an Joe Banister látinn við stýriö á bíl sínum. Haföi hann verið skotinn tvívegisíhöfuðið. Batiefjölskyldan þóttist nú vita að systurnar stæðu að baki morðunum. Gallinn var bara sá að sannanir voru engar. Að vísu var vitað að Hearn þekkti Debru en þegar hann var yfir- heyrður kvaöst hann hafa verið að veiðum í Karólínufylki er morðin tvö voru framin. Þá var heldur ekki hægt að finna morðvopnin. Hearn ofmetnast Hearn þóttist nú fær í flestan sjó. Hann birti því aðra auglýsingu í „Soldier of Fortune“ og komst þann- ig í samband við mann einn í Texas. Sá hét Bob Blake. Bauð hann Hearn 10.000 dali fyrir að myrða konu sína, Söndru. John Wayne Hearn tók að sér að myrða konuiia. Blake skrifaði hon- um þá bréf til þess að skýra aðstæður betur fyrir honum. Viidi hann að morðið yrði framið um hélgi því þá hefði hann fjarvistarsönnun. Hearn var hins vegar ekki nógu varkár. Hann geymdi bréfið. Með skammbyssu I hendi gekk Hearn svo inn á heimili Blak- es sunnudaginn 21. febrúar. Byssuna hafði Blake látið hann fá. Hearn skaut frú Blake tvívegis í höfuðið. Síðan gekk hann um húsið og rótaði í hirslum því hann vildi láta líta svo út sem innbrotsþjófur hefði verið á ferðinni. Jafnframt tók hann nokkuð af skartgripum. Að svo búnu hélt hann aftur til Georgíuríkis. Debru verða á mistök Lögreglan í Texas hóf þegar rann- sókn á morði frú Blake en varð brátt að viöurkenna að hún hefði ekki komist á slóð morðingjans. Debru urðu aftur á móti á þau mis- tök að agtla að selja skartgripina sem Hearn hafði látiö hana fá eftir morð- ið. Það var til þess að hann var yfirheyrður vegna morðsins á frú Blake og samtímis fannst bréfið frá herra Blake heima hjá honum. Þungirdómar Bob Blake var dæmdur til dauða 26. febrúar í fyrra. Þá hafði John Wayne Hearn viðurkennt að hafa myrt frú Blake gegn 10.000 dala greiðslu. Hearn ákvað að reyna aö bjarga eigin lífi með því að gerast vitni ákæruvaldsins í fyrri morðmál- unum tveimur. Skýrði hann frá því aö systurnar Marléne og Debra heföu lagt á ráðin um að myrða Cecil Batie og Joe Banister. Hearn slapp við dauðadóm en hlaut ævilangan dóm. Debra hlaut þrjátíu ára fangelsis- vist, Marlene fimm ára fangelsisvist en foreldrar þeirra, Frank og íris, skilorðsbundna dóma. Talið er þó að systurnar geti fengið lausn eftir að hafa afplánað þriðjung dómanna. Menn kunnugir í Gainsville og Santa Rosa telja að fari svo verði þó ráðlegt fyrir þær að halda sig fjarri ættingj- um Cecils Baties og Joes Banisters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.