Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. ^dan er enginn ulegur maðura i Kowalczyk er maðurinn á bak við uppgang handboltans á Islandi Kom til íslands 1978 Bogdan Kowalczyk kom til ís- lands áriö 1978 og hóf þá störf hjá Víkingi. Tilviljun réð því að hann var ráðinn til félagsins. Víkingar höfðu verið í sambandi við annan pólskan þjálfara, Kutka að nafni, en hann forfallaðist á síðustu stundu. Haft var símasamband við Bogdan og hann ráðinn til Víkings. Þá haíði hann þjálfað pólska liðiö Slonsk í sex ár og jafnframt leikið í marki liðsins. Félagið varð pólsk- ur meistari öll sex árin. Lengdi æfingatíma um helming Strax þegar Bogdan hóf störf hjá Víkingum gerbylti hann öllu i sam- bandi við handknattleikinn. Hann íjölgaði æfingum úr þremur í sex á viku og lengdi æfingatíma hverju sinni um helming. Víkingar kom- ust í úrslitaleik íslandsmótsins gegn Val en leikurinn tapaðist. Eft- ir íslandsmótið ’79-’80 var hann endurráðinn. Næsta keppnistíma- bil var glæsilegt hjá Víkingum en þá unnu þeir íslandsmótið og töp- uðu ekki stigi. Liðið varð síðan íslandsmeistari fiögur ár í roð og síðasta árið varð félagið þrefaldur meistari. Gífurlegur agi og skipu- lag einkenndi öll störf Bogdans og markviss vinna hans hafði skilað frábærum árangri. Bogdan tekur við landsliðinu í september árið 1983 tók Bogdan við þjálfun íslenska landshðsins. Júlíus Hafstein, þáverandi formað- ur HSÍ, hafði mikii áhrif á ráðningu hans. Ekki lágu mörg verkefni fyr- ir landsliðinu í þá daga en engu að síður var markmiðið að koma ís- landi upp úr B-keppninni, sem haldin' var í Noregi 1985, í A-keppni heimsmeistarakeppninnar. Bogd- an lenti í miklum erfiðleikum í byrjun. Hann varð að byrja þjálfun leikmanna frá grunni. Fyrstu leikir íslendinga undir stjórn Bogdans voru gegn Tékkum í Laugardals- höll 1983 í október og töpuðust þeir báðir. Bogdan fékk þá mikla gagn- rýni og sumir tóku svo djúpt í árinni að segja að hann væri alls ekki rétti þjálfarinn fyrir íslenska landsliðið. Bogdan tók gagnrýninni með jafnaðargeði sem fyrr og í des- ember sama ár vann íslenska landsliðið sinn fyrsta sigur undir stjóm Bogdans, gegn Alsír, 29-22, á móti í Austur-Þýskalandi. Mikil batamerki 1984 Þrátt fyrir nokkurt mótlæti hélt Bogdan sínu striki. Árið 1984 unnu íslendingar sigur gegn Norðmönn- um í tvígang og þriðja leiknum lauk með jafntefli. í marsmánuöi vóm leiknir þrír leikir gegn Sovétmönn- um og töpuðust alhr leikirnir. Töpin voru naum og greinheg bata- merki voru sjáanleg á leik íslenska liðsins og menn vom svo til hættir að efast um hæfni pólska þjálfar- ans. Sjötta sæti á OL og HM Þegar íslenska landsliðið hélt á ólympíuleikana í Los Angeles 1984 var stefnt hátt og markmiðið sjötta sætið. Það tókst og þar með hafði ísland tryggt sér þátttökurétt í A- keppni heimsmeistarakeppninnar í Sviss 1986. Óþarfi er að fara ná- kvæmlega út í árangur liðsins þar en hann var vonum framar og einkar glæshegur. Bogdan var kominn á beinu brautina með lið sitt og ekki er enn séð fyrir endann á glæsilegum þjálfaraferli hans hjá íslenska landsliðinu. Hann hefur stjórnað íslenska liðinu í 155 lands- leikjum og vinningshlutfaUið er yfir 60%. Þó ber að geta þess að aldrei hefur hann getað haft alla þá leikmenn sem hann hefur óskað eftir við æfingar fyrir stórmót. Kurteis, samviskusamur, hlédrægur og einstakt snyrtimenni Bogdan Kowalczyk er mjög kurt- eis og hlédrægur og er ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu í fiöl- miölum né gera mikið úr eigin afrekum. Hann tekur starf sitt al- varlega og leyfi ég mér að efast um að margir aðrir þjálfarar starfi af jafnmikhli samviskusemi og elju og Bogdan. Hann hefur látið verkin tala og vissulega segir snilldarár- angur landshðsins okkar allt sem segja þarf um hæfileika hans. Bogdan er einstakt snyrtimenni og skipuleggur tíma sinn vel. Til marks um það má nefna að á keppnisferðum erlendis hefur hann jafnan gert það upp viö sig í hvaða fótum hann hyggst ganga á hveijum degi. Getur verið mikill harðstjóri Bogdan leggur jafnan mjög hart að sér og krefst þess sama af þeim leikmönnum sem hann þjálfar hveiju sinni. Hann getur veriö mjög harður við lærlinga sína en nær undantekningarlaust skUar þaö sér í góðum árangri. Þeir eru ófáir, leikmennirnir sem eiga hon- um mikið að þakka. Fjölmargir leikmenn, sem hann hefur þjálfað, eru nú í dag orðnir mjög frambæri- legir þjálfarar og nægir þar aö nefna menn eins og Viggó Sigurðs- son, Þorberg Aðalsteinsson, Ólaf Jónsson, Pál Björgvinsson, Áma Indriðason og Erlend Hermanns- son. „Bogdaner enginn venjulegur maður“ Framundan eru ólympíuleikar og leggur Bogdan mikla áherslu á góð- an árangur íslenska liðsins þar. Víst er að Bogdan mun gera sitt besta tU að vegur íslands verði sem mestur og leikmenn munu ekki láta sitt eftir liggja. Lokaorðin á leikmaður sem lengi hefur leikið undir stjórn Bogdans Kowalczyk: „Bogdan er í einu orði sagt frá- bær þjálfari. Ég hef leikið úndir stjóm margra þjálfara, á íslandi og erlendis, og aldrei kynnst eins hæfileikaríkum manni og Bogdan. Hann virðist gæddur einstökum hæfileikum sem ég hef ekki orðið var við hjá öðram þjálfurum. Ég fann vel fyrir því þegar ég lék er- lendis. Þá saknaði maður Bogdans. Auðvitað hefur maður oft orðið reiður viö hann á æfingum og eftir leiki þegar hann hefur verið að skamma mann en maður veit að hann meinar vel og hefur alltaf á réttu að standa. í raun er Bogdan Kowalczyk enginn venjulegur maður.“ -SK “I íþróttir „Strákar! í vörnina með ykkur á stundinni og reynið að taka á öllu sem þið eigið ... “ ....Ég var búinn að segja strák- unum að þeir yrðu að vera snöggir aftur..." að taka þessa menn rækilega i gegn á næstu æfingu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.