Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Steinunn Benediktsdóttir í fegurðarsamkeppni giftra kvenna „Ætli ég fari ekki yfir'þýska og enska stíla á leiðinni," segir Steinunn sem stundar nám í öldungadeildinni í Flensborg. DV-myndir GVA „Þaö býðst ekki á hverjum degi aö fara til Ástralíu. Mér fannst hug- myndin spennandi og sló til,“ segir Steinunn Benediktsdóttir, húsmóðir úr Hafnarfirði, sem nú er stödd í Ástralíu til að taka þátt í fegurðar- samkeppni giftra kvenna. Steinunn vinnur annars sem deild- arstjóri í Sparisjóði Hafnarfjaröar og á kvöldin stundar hún nám í öld- ungadeildinni í Flensborg auk þess að annast heimilið með eiginmanni ogdóttur. í hefðbundinni fegurðarsamkeppni er það skilyrði að þátttakendur séu ekki giftir og eigi ekki börn. í þessari er það hins vegar skilyrði að konur n- ar séu giftar og barnahópurinn má vera stór. Þaðer einnig regla að hjónabandið verður að hafa staðið í eitt ár og fyrirheit þarf að gefa um að það standi í þaö minnsta ár eftir að keppni lýkur. Fer með giftingarvottorðið „Ég fer með giftingarvottorðið með mér og 15 ára gamla brúðkaups- mynd,“ sagði Steinunn í samtali við DV áður en hún fór út. „Það er aftur á móti erfiðara að sanna aö hjóna- bandið standi traustum fótum. Þeir taka orð hvers og eins þó trúanleg því það þarf ekki vottorð frá presti umað allt séílagi." Ferðin til Ástralíu tekur þijár vik- ur í allt og á meðan er heimilið í höndum eiginmanns og dóttur. Skyldurnar í sparisjóðnum lenda á herðumsamstarfsmannanna. „Ég vinn með það góðu fólki að ég óttast ekkert að koma að deildinni í rúst þótt ég bregði mér frá,“ segir Stein- unn. Námsbækumar úr öldungadeild- inni fá sumar hverjar að fljóta með því að ferðinni lokinni taka við próf. „Ætli ég verði ekki að fara yfir þýska og enska stíla á ferðalaginu,“ segir Steinunn. „Héðan fer ég til Lundúna og síðan áfram eftir stuttan stans í beint flug til Ástralíu með millilend- ingum í Bombay og Singapore. Þetta flug tekur 18 tíma þannig að ég kemst áreiðanlega yfir nokkra stíla.“ Þetta er í fjórða sinn sem þessi keppni er haldin og í annað sinn sem íslensk kona tekur þátt í henni. Keppnin hefur hingað til verið haldin á Hawaii og þangað fór Þórunn Guðjohnsen í fyrra. Það era Banda- rískir aðilar sem standa fyrir keppninni og nú ákváðu þeir að færa hana til Ástralíu vegna 200 ára af- mælis hvíta mannsins þar í álfu og á sama tíma er þar efnt til mikillar sýningar þar sem keppendur koma framogsýnaföt. Þorði ekki áður Steinunn er reyndar ekki óvön slíkum störfum því hún er í Módel- samtökunum. Unnur Amgrímsdótt- ir, stjórnandi þar, er umboðsmaður keppninnar hér á landi. „Ég kvíði ekkert fyrir að fara þessa ferð,“ segir Steinunn. „Þetta er að vísu í fyrsta sinn sem ég kem til Ástralíu en það ýtir frekar á eftir mér en hitt. Ég hef farið sjö ferðir til útlanda til að sýna en ég hef aldrei tekið þátt í fegurðarsamkeppni áður. Þegar ég var yngri hafði ég einfaldlega ekki hugrekki til þess. Það þarf heilmikið hugrekki til en ég sjálfsagt einum of feimin. Ég dáist að mörgum ungum stúlkum fyrir hvað þær era ákveðn- ar og öruggar. Sjálfsagt stafar það aðallega af því að ég þorði ekki sjálf.“ Reglurnar í þessari keppni era í aðalatriðum eins og í hefðbundinni fegurðarsamkeppni ef skilyrðiö um eiginmanninn er frátalið. Keppendur koma fram í síðkjól, sundbol og þjóð- búningi og að lokum er dæmt eftir sömu reglum og almennt gilda. Sig- urvegarinnn þarf síðan að vinna í ■ Stelnunn kemur „galakjólnum" fyrir í tösku rétt áður en lagt var upp til Ástralíu. Keppnin fer fram í Astralíu um mánaðamótin eitt ár fyrir aðilana sem halda keppn- ina auk þess sem peningaverðlaun eruíboði. Reikna bara ekki með sigri „Nei, ég held ekki,“ svarar Steinn- unn spurningu um hvort hún sé til í að taka eitt ár í vinnu í öðrum lönd- um. „Ég er hér í vinnu alla daga og skóla á kvöldin og með heimili þann- ig að ég reikna bara ekki með sigri þótt ég ætli að gera mitt besta.“ Og hvernig gera menn svo sitt besta í fegurðarsamkeppni? „Að gera sitt besta er að vera landi sínu til sóma,“ svarar Steinunn ákveðin. „Þetta er landkynning og ég kem fram sem fulltrúi íslands en ekki bara fyrir mína hönd. í svona keppni gerir fólk ekki sitt besta þegar framkoma þess kemur óorði á landiö. Það er að standa sig illa en það er hægt að standa sig vel ánþessaðsigra. Hóíí er auðvitað besta dæmið um góðan árangur. Hún hefur staðið sig frábærlega enda kemur hún fram eins og hún er sjálf. Frammistaða hennar hefur gjörbreytt viðhorfinu til fegurðarsamkeppni. Hún er ekki síðri landkynning en Jón Páll og Vig- dísforseti.“ Undirbúningur Steinunnar fyrir keppnina hefur aðallega verið fólg- inn í að viða að sér fatnaði til að nota við ýmis tækifæri. Mest af þessu hefur hún fengið að láni. „Það er greinilegt að íslendingar eru einstak- lega liðlegt fólk,“ segir Steinunn. „Það era allir boðnir og búnir að hjálpa mér. Ég fékk þjóðbúning hjá Þjóðdansafélaginu, skartgripi frá Jens Guðjónssyni gullsmið og hef jafnvel fengið erfðaskartgripi að láni. Þetta er langur listi ef allt er talið. Þjóðbúningur á 300 þúsund Kostnaðurinn af þessari ferð er því ekki eins mikill og ég hélt í fyrstu. Þjóðbúningurinn með öllu skarti er t.d. metinn á hátt í 300 þúsund krón- ur. Flugleiðir og veitingahúsið Evrópa styrkja mig til ferðarinnar þannig að ég þarf ekki að setja mig á hausirtn við þetta ævintýri. Ég fer ein en auðvitað heföi verið gaman efíjölskyldan hefði öll getað farið með. Við vorum að spá í það en það eru ýmis ljón í veginum. Dag- skráin er mjög stíf og ég verð að búa með öðrum keppendum þannig að við hefðum á endanum lítið veriö saman. Það varð því úr að ég færi ein.“ Keppnin í Ástralíu fer fram þann 3. febrúar í sumri og sól hinum meg- in á hnettinum þar sem allir standa vístáhöfði. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.