Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. 5 ÐV Viðtalid Fréttir Kristinn E. Hrafnsson myndlist- armaður hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína að umhverfis- listaverki við Borgarleikhúsið í Kringlunni. Leikur að vatni Kristinn E. Hrafnsson hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasam- keppni um gerð umhverfislista- verks sem ætlaö er að standa á torginu norðan við Borgarleik- húsið í Kringlunni. Tillögur, sem bárust í keppnina, voru 35 að tölu og fór verðlaunaaíhendingin fram á Kjarvalsstöðum síðastlið- inn mánudag þegar Davíð Oddsson borgarstjóri afhenti Kristni 200 þúsund krónur í verð- laun. Kristinn segir þessa pen- inga hafa komið sér afar vel því hann hafi verið orðinn skuldum vafinn eins og títt er um náms- menn, en hann hefur stundað nám við Akademi der bildende Kunste í Munchen síðastliðið 1 'A ár. Verkið er unnið úr stálrörum og rennur bæði heitt og kalt vatn gegnum þau. Gert er ráð fyrir tveim tjörnum og eru um tuttugu metrar milli enda þeirra en rörin eru rúmlega sex metra há. Ekki er enn ákveðið hvenær listaverk- inu verður komið upp. „í verkinu er ég fyrst og fremst að leika mér með margbreytilega eiginleika vatnsins. Ég skapa stemningu kringum þessa eigin- leika með því að kalla fram allar þær myndir sem vatnið getur tek- ið á sig. Gufa og ís myndast, auk þess sem ég brýt upp spegilmynd- ir í vatninu. í raun og veru er ég að reyna að hemja kraftinn í vatninu en því er mjög erfítt aö koma í framkvæmd svo verkið er fyrir mér eins konar rannsókn á eiginleikum vatnsins." Kristinn er Ólafsfirðingur, fæddur árið 1960, og hóf hann myndlistarnám strax á mennta- skólaárunum á Akureyri í Myndlistarskóla Akureyrar. Eft- ir stúdentspróf fór hann í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og útskrifaðist þaðan úr myndmótunardeild 1986. Hélt hann þá til Þýskalands í áfram- haldandi nám í skúlptúr. „Ég býst við að ég dvelji í Munchen næstu tvö til þrjú árin. Aðalkennari minn er Eduardo Paolozzi og er aðstaðan í aka- demíunni mjög góð en þar hef ég eigin vinnustofu. Ætli ég verði bara ekki í Þýskalandi eins lengi og mér líður vel en eins og stend- ur hef ég það mjög gott. Mér finnst ákaflega gott að komast frá íslandi - þá sér maður land og þjóð í nýju ljósi. Hugmyndin að verðlaunatillögunni kviknaði einmitt úti í Þýskalandi en þá sá ég alltaf fyrir mér ljósmynd, sem ég hef séð í einhverri bók, af kon- um við Þvottalaugarnar, en járngrindur og vatnsgufan, sem stígur upp í loftið, eru aðalatriði myndarinnar. -JBj Uppsalir brenndir: „Þeir verða að sjá mér fyrir húsnæði til æviloka“ Bærinn Uppsalir í Seyðisfirði við ísafjarðardjúp hefur verið brenndur. Það var heilbrigðisnefnd Norður- ísafjarðarsýslu sem gekkst fyrir því að bærinn var brenndur. Öllum hundum Hálfdánar Ólafssonar á Uppsölum hefur verið lógað. Hund- amir voru tuttugu og einn. „Ég samþykkti að hundunum yrði lógað. Það var ekki annað hægt. Ég er kominn á sjúkrahús. Það gat því enginn hugsað um hundana fyrir mig. En ég sakna þeirra óskaplega. Hitt er annað, ég leyfði aldrei að húsið yrði brennt. Þeir verða að sjá mér fyrir húsnæði allt til æviloka. Ég er mjög ósáttur við það sem gert hefur verið,“ sagöi Hálfdán Ólafsson, bóndi að Uppsölum. Hálfdán ólafsson liggur nú á Sjúkrahúsinu á ísafirði. Hann er kominn með sykursýki og segist hafa verið orðinn máttlítill og ekki átt um annað að velja en leita sér lækninga. Innan skamms verður hann sendur til Reykjavíkur til frekari læknis- rannsókna. -sme Hálfdán með tíkina Rósu skutlu. Nú hefur öllum hundum Hálfdánar verið lógað. DV-myndir GVA 1 ■SHnBÉl ■ ■:— . : ■■• ■ ‘ , ‘ v ;.- x,. • ;■.. ■■- - ;■■ ' - vAp. SEM VALIÐ HAFA MAZDA 323 HUÓTA AÐ HAFA RÉTT FYRIR SER! MAZDA 323 hefur jafnan verið ímynd hins fullkomna fjölskyldubíls því hann býður upp á fullkomnun þeirra þátta, sem skipta mestu máli í slíkum bíl. Hann er fallegur, lipur í akstri, aflmikill, sparneytinn og óvenju rúmgóður. 1988 árgerðin af þessum geysivinsæla bíl er með ýmsum útlitsbreytingum, fjölmörgum tæknileg- um nýjungum og nýrri luxusinnréttingu. MAZDA 323 fæst í yfir 20 gerðum: 3, 4, 5 dyra eða Station. Einn þeirra hentar þér örugglega! MAZDA 323 kostar nú frá aðeins kr. 430.000 (stgr.veró 1.3 LX 3 dyra) (gengisskr. 13.1.88) BILABORG HF FOSSHÁLSI 1 S. 68 12 99 m í vftv , ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.