Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Skák Einvígi Kortsnojs og Jóhanns Hjartarsonar: Máttur reynsluimar gegn þrótti æskunnar í dag, laugardag, veröa áskor- endáeinvígin í Saint John í Kanada formlega sett en fyrstu skákimar verða tefldar 'á morgun. Fjórtán stórmeistarar hafa unniö sér rétt til keppninnar en auk þeirra má búast við að skákmenn hvaðanæva úr heiminum flykkist til Kanada því að mikið verður um að vera: Opin mót af öllum styrkleikagráð- um, fjöltefli, heimsmeistarakeppni í hraðskák, auk þess sem kjörið tækifæri gefst til að berja meistar- ana augum. Sigurdór Sigurdórsson, blaða- maður DV, verður á staðnum og fylgist grannt með gangi mála en þó einkum og sér í lagi einvígi Jó- hanns Hjartarsonar við Viktor Kortsnoj. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur skákmaður kemst svo langt í heimsmeistarakeppn- inni síðan Friðrik Ólafsson tefldi á átta manna áskorendamóti 1959. Jóhann er nú í hópi sextán sterk- ustu skákmanna heims og takist honum að sigra Kortsnoj þrengist hringurinn í átta menn að heims- meistaranum undanskildum. Margreyndur mótherji Jóhann á ekki öfundsvert hlut- skipti fyrir höndum. Andstæðingur hans, Viktor Kortsnoj, hefur ára- tugareynslu að baki og fjölmörg einvígi, m.a. þrjú við Anatoly Karpov um heimsmeistaratitilinn. Enginn stórmeistaranna fjórtán í áskorendaeinvígjunum hefur náð að safna slíkri reynslu í sarpinn sem Kortsnoj. Hins vegar hefur „áskorandinn grimmi” eöa „Viktor hræðilegi”, sem hann er ýmist nefndur, meyrnað með árunum. Hann er ekki sama vægðarlausa hörkutóhð. Nú er hann orðinn 56 ára gamall og kominn af besta skákaldri. Þó svo hann hafi mar- goft sannað á síðari árum að skáksnilhn eigi sér engin aldurs- mörk verður ekki framhjá því litið að með árunum hefur hann orðið mistækari. Enginn veit hvernig skap hans verður í Kanada. Flótti Kortsnojs frá Sovétríkjun- um 1976 ofli miklu fjaðrafoki en fram að þeim tíma er óvíst að þorri fólks á Vesturlöndum hafi vitað nokkur deiU á manninum. Hann var staddur í Amsterdam er hann ákvað að snúa ekki aftur tíl heima- lands síns. Lengi hafði hann átt í orðahnippingum við sovésk skák- yfirvöld en steininn tók úr er hann lét nokkur þung orð falla í viðtali við franskan fréttamann. Þá mat hann stöðuna þannig að heimferð jafngilti skákbanni um óákveðinn tíma. Reyndar hafði hann lengi haft áform um að setjast að á Vest- urlöndum en í Amsterdam lét hann slag standa. Breyttar aðstæður virtust hafa góð áhrif á taflmennsku hans. Á næstu árum lét hann mjög að sér kveða og einkum ef hann átti í höggi við sovéskan stórmeistara virtist hann fá útrás fyrir samsafn- að hatur í garð sovéskra yfirvalda. Aumingja Polugajevsky er enn að taka út sína refsingu! Næstu ár þekkja svo alUr: Einvígi við Karpov í Baguio á Filippseyjum 1978 þar sem á ýinsu gekk bæði utan og innan skákborðsins og svo miklu tflþrifaminna einvígi við Karpov í Merano 1981. Síðan hefur Kortsnoj eftirlátið sér yngri manni baráttuna við Karpov - Garrí Ka- sparov - en sjálfur hefur hann verið aðsópsmikUl á alþjóðlegum mótum. Kortsnoj hefur ávallt teflt mikið enda er skáklistin líf hans og yndi. Bestur fyrir tuttugu árum Kortsnoj fæddist í Leningrad 23. júlí 1931 og ólst upp í sárri fátækt. Foreldrar hans skildu að skiptum er hann var mjög ungur. í fyrstu var hann í umsjá móður sinnar, píanóleikara, sem engin húsgögn átti nema rúm og borð, stól, skáp og spegilbrot, hafði aukinheldur píanó á leigu. Hún varð að senda soninn til íjölskyldu föðurins því að hún gat hvorki fætt hann né Einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsnoj hefst í Saint John í Kanada á morgun, sunnudag. Kortsnoj býr að mestri reynslu allra og verður að teljast sigurstranglegri en Jóhann er á uppleið og hver veit nema hann komi höggi á áskorandann fyrrverandi. klætt. Þar var Viktor, í faðmi pól- skrar ömmu sinnar, til tíu ára aldurs. Faðir hans, verkfræðingur og bókmenntakennari, kvæntist fljótlega aftur. Hörmungar stríðsins hafa eflaust sett sitt mark á piltinn. Veturinn 1941 varð hann að sjá á bak föður sínum sem fórst á vígstöðvunum. og nokkrum mánuðum seinna varð hann sjálfur ásamt nágranna sín- um að draga látna ömmu sína þvert yfir bæinn til hinstu hvflu. Eftir það var hann í umsjá stjúpmóður sinnar. Mannganginn lærði Kortsnoj sex ára gamall en það var ekki fyrr en að stríðinu loknu sem áhuginn fór að vakna fyrir alvöru. Hann fékk þjálfun í ungherjahöllinni í Len- ingrad og árin 1947 og 1948 varð hann unglingameistari Sovétríkj- anna. Hann var útnefndur stór- meistari í lok ársins 1954 og átta árum síðar vann hann sér fyrst réttinn tfl að tefla í áskorenda- keppninni. Á árunum 1964-1967 var Kortsnoj efstur á fjölmörgum sterkum skák- mótum en sjálfur hefur hann sagl: tvö mót árið 1968 vera sín bestu. Skák Jón L. Árnason Hið fyrra var í Wijk aan Zee í byrj- un ársins, þar sem Kortsnoj vann átta fyrstu skákir sínar og sigraði með yfirburðum; hiö síðara er millisvæðamótið á Palma de Mall- orca er hann sigraði með vinningi meira en Larsen og Spassky og vann þá báða í innbyrðis skákum. Kortsnoj hefur alla tíð verið þekktur fyrir vinnusemi sína og hvergi unir hann sér betur en við skákrannsóknir. Sú saga var sögð af honum á skákmótinu í Wijk aan Zee í fyrra að á einum frídeginum hefði hann sest við taflborðið á hótelherbergi sínu kl. ellefu að morgni og ekki staðið upp aftur fyrr en kl. eitt að nóttu. Um leið er hann sérlega skapandi skák- maður. Hann endurtekur ekki sjálfan sig en er sífellt að brydda upp á einhverju nýju Að viðbættu baráttuþrekinu gerir þetta hann að einum áhugaverðasta skákmanni heims. Hann er frægur fyrir enda- taflsflmi og Timman hefur látið eftir sér að engin tefli miðtöfl betur. Möguleikar Jóhanns Þessi lofrulla um Viktor Kortsnoj gæti bent til þess að möguleikar Jóhanns í einvíginu væru hverf- andi. Vissulega verður ekki farið í grafgötur með það að Kortsnoj er slyngur skákmaður og svo sannar- lega er hann sigurstranglegur í einvíginu. Á hitt ber þó einnig að líta að hann er kominn af léttasta skeiði, Jóhann er á uppleið og ein- vígið er aðeins sex skákir. í svo stuttu stríði getur allt gerst. Sjálfur hefur Kortsnoj látið hafa eftir sér í viðtali að hann telji mesta þýðingu hafa í svo stuttu einvígi hvor verð- ur fyrri til að vinna. Mér segir svo hugur um að takist Kortsnoj aö ná forystunni snemma muni hann ekki lina tökin en komi Jóhann á hann höggi í byrjun muni taflborð þeirra leika á reiðiskjálfi. Jóhann er aðeins 23ja ára gamall og árangur hans á liðnu hausti bendir til þess að hann sé í örri framför. Hann hefur reyndar teflt lítið síðustu mánuði og erfitt er því að geta sér til um það hvort hann hafl fengið bakslag í seglin, eins og stundum á sér stað, eða hvort byr- inn stendur enn. Nú eru rétt fjögur ár frá því að Jóhann „sló í gegn” svo um munaði er hann sigraði óvænt á Búnaðarbankaskákmót- inu og náði stórmeistaraáfanga. Hann var útnefndur stórmeistari árið eftir en sigur hans á milli- svæðamótinu í Szirak í Ungverja- landi í ágúst í fyrra er þó tvímælalaust besti árangur hans á skákferlinum til þessa. í saman- burði við mótherjann, Viktor Kortsnoj, hefur Jóhann tekið út sinn skákþroska fyrr - Kortsnoj var orðinn þrítugur er hann tefldi fyrst í áskorendamóti - og enginn vafi er á því að hann á framtíðina fyrir sér, burtséð frá úrslitum í ein- víginu í Kanada. Sveit Samvinnuferða bikarmeistari Reykjavíkin* Eins og kunnugt er af fréttum spil- uöu ferðaskrifstofusveitirnar til úrslita í bikarkeppni Bridgesam- bands Reykjavíkur um síðustu helgi. Sveit Samvinnuferða sigraði sveit Pólaris nokkuð örugglega í 64 spila leik og endurtók því sigur sinn frá því í fyrra. Bikarkeppni Bridgesam- bands Reykjavíkur er ung að árum og er þetta í annað sinn sem hún er haldin. í fyrra tóku 24 sveitir þátt en þátttakan í ár var nokkru minni eða 16 sveitir. Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða, er sá eini sem spilað hefur í báðum sveitunum en algjör endurnýjun fór fram á sveitinni. Úrshtaleikurinn var mjög fjörugur og mikið um stórar sveiflur enda mikil umsetning í leiknum sem end- aði 164-110 fyrir Samvinnuferðir. Hér er skemmtilegt spil úr annarri lotu á rólegu nótunum. A/A-V 9432 1082 10976 76 G6 D963 KD852 43 D75 Á75 3 ÁKG1098 AK108 KG4 ÁG4 D52 í lokaða salnum sátu n-s Svavar Björnsson og Hrannar Erlingsson, en a-v Guðmundur Páll Arnarson og Símon Símonarson. Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður 1L 1G pass pass pass Vestur spilaði út tígli og þar með var suður kominn með sex slagi og tapaði 50. I opna salnum var meiri barátta; en þar sátu n-s Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigurhjartarson, en a-v Matt- hías Þorvaldsson og Ragnar Her- mannsson: Austur Suður Vestur Norður 1L ÍG 2T pass 3L pass pass pass Bridge Stefán Johnsen Og þá kemur spurningin? Hvort vilduð þið heldur spila sókn eða vörn í þremur laufum? Fljótt á littið virðast n-s eiga fimm varnarslagi, tvo á spaða, einn á hjarta, einn á tígul og einn á lauf. En er hægt að ná þeim öllum? Suður spilaði út spaðaás og hugsaði málið. Hélt síðan áfram með spaða- kóng og síðan meiri spaða. Virðist í lagi því hann eyðileggur innkomu blinds á tromp áður en tígli er spil- að. En austur drap heima á drottn- ingu og spilaði tígli. Suður er endaspilaður þegar hann drepur á tígulás. Hann reyndi að spila laufi, en þá hvarf trompslagurinn ogsagn- hafi fékk níu slagi. En er þá ekki hægt að bana spilinu? Jú, með því að spfla út hjarta í fyrsta eða öðrum slag. Sagnhafi fær að vísu slag á drottninguna en sú innkoma gagnar honum ekki því hann á eftir að spila á tígulhjónin. Það virðist hreint slagtap að gera það en líklega á suður að finna vörnina. Ef austur á aðeins tvö hjörtu er líklega ekki hægt að bana spilinu. Sveit Samvinnuferða græddi því 2 impa á spilinu, sem var aðeins dropi í hafmu. Frá úrslitaleiknum. Frá vinstri: Sævar Þorbjörnsson, Jakob þulur, Björn Eysteinsson og forstjórar ferðaskrifstofanna, Karl Sigurhjartarson, Pólaris, og Helgi Jóhannsson, Samvinnuferðum, þungt hugsi í sögnum. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 11.01. voru spilaðar níunda og tíunda umferðin í sveita- keppni félagsins og er staðan eftir þær eftirfarandi: sæti sveit stig 1. Valgarðs Blöndal 191 2. Kristófers Magnúss. 188 3. Drafnar Guðmundsd. 182 4. Sigurðar Steingrímss. 179 5. Ólafs Gíslasonar 164 6. ÓlafsTorfasonar 157 7. Þórarins Sófussonar 150 Sunnudaginn 27. desember sl. var hiö árlega jólamót Bridgefélags Hafnar- fjarðar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar haldið. Spilaður var tvímenningur með Michell fyrirkomulagi og mættu alls 60 pör til keppni, 30 í hvom rið- il. Úrslit urðu eftirfarandi: N-S riðill 1. sæti Sigurður Emilsson - Albert Þorsteinsson 533 stig 2. sæti Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 523 stig 3. sæti Ólafur Ólafsson - Hallgrímur Sigurðsson 521 stig 4. sæti Einar Sigurðsson - Björgvin Víglundsson 511 stig 5. -6. sæti Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson 478 stig 5.-6. sæti Gunnar Þorkelsson - Lárus Hermannsson 478 stig A-V riðill 1. sæti Ragnar Björnsson - Ármann Lámsson 536 stig 2. sæti Gylfi J. Gylfason - Jóhannes Ellertsson 516 stig 3. sæti Jón Þorvarðarson - Björn Halldórsson 498 stig 4. sæti Sverrir Kristinsson - Hrólfur Hjaltason 482 stig 5. sæti Gunnlaugur Óskarsson - Sigurður Steingrímsson 477 stig 6. sæti Guðmundur Thorsteinsson - Gísli Steingrímsson 465 stig SJjóm Bridgefélags Hafnarfjarðar þakkar öllum spilurum þátttökuna og sérstakar þakkir fær Sparisjóður Hafnarfjarðar fyrir veittan stuðning við framkvæmd mótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.