Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. 65 Afmæli Baldvin Ársælsson Baldvin Ársælsson prentari, Fálkagötu 21, Reykjavík, er sextug- ur í dag. Baldvin fæddist við Vesturgötu í Reykjavík og hefur alla tíð verið vesturbæingur. Hann hóf nám í Steindórsprenti 1943 og lauk prófi í vélsetningu 1948. Hann vann svo í Steindórsprenti til 1963 en hóf þá störf hjá Pappírsveri þar sem hann var verkstjóri til 1973. Þá tók hann við verkstjórastarfi hjá Kassagerð Reykjavíkur og starfar þar enn. Baldvin fór í prent- nám og lauk prófi 1985. Baldvin er KR-ingur og hann hefur starfað mikið að skíðamálum í KR, sat í stjórn skíðadeildar félagsins og um skeið í Skíðaráði Reykjavíkur. Hann hefur einnig verið við dóm- gæslu í knattspyrnu fyrir KR. Þá er Baldvin mikill áhugamaður um golf, hefur keppt á golfmótum og Baldvin Ársælsson. setið í kappleikjanefnd Golfklúbbs Ness í mörg ár. Kona Baldvins er Þorbjörg, f. 16.1. 1936, dóttir Guðmundar fulltrúa í Útvegsbankanum, Sigurðssonar og konu hans, Helgu Kristjánsdóttur. Baldvin og Þorbjörg eiga eina dóttur, Ásu ferðatækni, f. 14.6.1955, en hennar maður er Albert Jóns- son, framkvæmdastjóri Öryggis- málanefndar, og eiga þau einn son, Baldvin, f. 1.5.1983. Systkini Baldvins eru: ■ Anna, húsmóðir í Reykjavík; Helgi, hafn- sögumaður í Reykjavik; Svava, húsmóöir í Reykjavík; Brynjólfur, fyrrv. bankastarfsmaður í Reykja- vík; Haraldur, sjómaður í Reykja- vík; Sigrún, húsmóðir í Bandaríkj- unum; Ásdís, húsmóðir í Reykjavík; og Hreiðar, prentari í Reykjavík. Foreldrar Baldvins: Ársæll Brynjólfsson, sjómaðúr í Reykja- vík, f. 11.3. 1888, d. 27.6. 1960, og kona hans, Amdís Helgadóttir, f. 8.1. 1893. Baldvin verður staddur í Mexikó á afmælisdaginn. Þórður S. Gunnarsson Þóröur Steinar Gunnarsson hrl., Bergstaðastræti 80, Reykjavík, er fertugur í dag. Hann lauk embætt- isprófi í lögfræði við HÍ 1975, stundaði nám í þjóðarrétti við Hague Academy of International Law sumarið 1973 og framhalds- nám við Oslóarháskóla 1981, á Sviði löggjafar um samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Þórð- ur var lögmannafulltrúi 1975-80 og meðeigandi lögmannaskrifstofu 1980-81. Þórður rak eigin lögfræöi- skrifstofu 1982-1987 en rekur nú lögmannsstofu með Othari Erni Petersen hrl. að Ármúla 17 í Rvík. Þóröur var stundakennari við við- skiptafræðideild HÍ 1977-81 og prófdómari í réttarsögu og al- mennri lögfræði við lagadeild HÍ frá 1984. Þóröur var í stjóm Lög- mannafélags íslands 1982-84, i laganefnd Lögmannafélagsins frá 1984, í stjórn Olíuverslunar íslands hf. síðan 1987 og jafnframt sjómar- formaður þar frá sama ári. Kona Þórðar er Helga Sigþórs- dóttir, f. 22. janúar 1943, viðskipta- fræðingur. Foreldrar hennar em Sigþór Þórarinsson, b. og hrepp- stjóri í Einarsnesi, d. 1981, og kona hans, Sigríður Guömundsdóttir. Dóttir Þórðar og Helgu er Þómnn Helgá, f. 30. nóvember 1984. Kjörforeldrar Þórðar eru Ágúst Ólafsson, rafverktaki í Rvík, og kona hans, Bjarnfríöur Sigurjóns- Þórður S. Gunnarsson. dóttir. Foreldrar Þórðar em Gunnar Óskarsson, deildarstjóri í Rvík, og fyrri kona hans, Guðríður Pétursdóttir. Faöir Gunnars var Óskar, stýrimaður í Rvík, Árnason, Skipasmiðs í Rvík, Ámasonar. Móðir Árna skipasmiðs var Stein- unn Þorkelsdóttir, b. í Krísuvík Valdasonar, og konu hans, Þór- unnar Áifsdóttur, b. í Tungu í Flóa Arasonar, b. á Eystri-Loftstöðum, Bergssonar, b. í Brattholti, Stur- laugssonar. Móðir Óskars var Jóhanna, systir Bergsteins, fóður Gunnars, forstjóra Landhelgis- gæslunnar. Jóhanna var dóttir Jóhannesar, b. í Litlagerði í Hvol- hreppi, Bergsteinssonar, bróður Bergsteins, afa Bergsteins Giz- urarsonar bmnamálastjóra. Systir Jóhannesar var Ólöf, amma Ölafs G. Einarssonar alþingismanns. Systir Jóhannesar var einnig Sess- elja, amma Sigurðar Helgasonar, stjórnarformanns Flugleiða. Móðir Gunnars var Sesselja Þórðardóttir, prófasts á Söndum í Dýrafirði, Ól- afssonar, og konu hans, Maríu ísaksdóttur, systur Bjargar, ömmu Björgvins Vilmundarsonar banka- stjóra. Móðir Maríu var Margrét, systir Hannesar, langafa Astu, móður Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar. Margrét var dóttir Þorvarðar, prests í Holti undir Eyjafjöllum, Jónssonar, bróður Friðriks, langafa Ólafs Hjartar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar. Guðríður var dóttir Péturs, b. í Höfn í Garði, Ásmundssonar, í Húsavík, Bjömssonar, af Reykja- hlíðarættinni eldri. Móöir Guöríð- ar var Guðmunda, systir Gísla, fóður þeirra Þorsteins fiskimála- stjóra og Eggerts skipstjóra. Bróðir Guðmundu var Þorsteinn, faðir Eggerts ráðherra. Guðmunda var dóttir Eggerts, b. í Kothúsum í Garði, Gíslasonar, b. í Steinskoti á Eyrarbakka, Gíslasonar, b. í Bjólu- hjáleigu, Gíslasonar, bróður Margrétar, langömmu Steins, afa Óla Ágústssonar, forstöðumanns Samhjálpar. Móðir Guðmundu var Guðríður Árnadóttir af Víkings- lækjarættinni. Gísli Baldvinsson Gísh Baldvinsson kennari, Blóm- vahagötu 13, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Gísh fæddist í Reykjavík og lauk kennaraprófi 1970, stúdentsprófi frá KÍ 1971 og var við framhaldsdeild KHÍ 1975-76. Hann var kennari við Ár- múlaskólann í Reykjavík frá 1970-79 og við Hólabrekkuskóla frá 1979-85 og hefur verið starfsmaður Flugleiða. Gísli hefur ásamt öðrum verið eigandi og starfrækt kennslu- og ráðgjafarfyrirtækið Leiðsögn frá 1984 og verið kennari í stærðfræði í MR frá 1987. Gísli sat í stjóm Heimdallar og var þar fram- kvæmdastjóri, var ritari SUS og framkvæmdastjóri þess, sat í vara- stjóm Félags gagnfræðaskóla- kennara í Reykjavík, var í stjórn Landssambands framhaldsskóla- kennara 1976^80, í stjóm Kennara- sambands íslands 1980-87 og formaður Kennarafélags Reykja- víkur 1983-85. Gísh hefur verið í stjórn Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis frá 1985 og hann er varamaður í útvarpsráði. Gísli kvæntist 1967 Ragnheiði Sigurðardóttur, f. 1948. Foreldrar hennar eru Sigurður Hauksson, verslunarmaður í Reykjavík, og kona hans, Jónína Ragna Þorkels- dóttir Blandon, en Gísh og Ragn- heiður slitu samvistum. Synir Gísla og Ragnheiðar eru Sigurður Haukur, f. 28.8. 1967, menntaskólanemi, og Baldvin Öm, f. 1.3.1975. Systkini Gísla eru Jón, f. 1942, Gisli Baldvinsson. framkvæmdastjóri Byggung í Reykjavík, og Hlín, f. 1944, hótel- stjóri Grand-hótelsins í Kaup- mannahöfn. Foreldrar Gísla eru Baldvin, f. 11.1.1911, hrl. í Reykjavík, Jónsson, og kona hans, Guörún Gísladóttir, f. 17.6.1921. Faðir Baldvins var Jón, alþingismaður í Rvík, Baldvinsson, b. á Þórðareyri í Skötufirði, Jóns- sonar, bróður Sigríðar, ömmu Auðar Auðuns ráðherra. Móðir Jóns var Halldóra, systir Kristínar, langömmu Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra. Hahdóra v var dóttir Sigurðar, b. í Hörgshhð, Haf- liðasonar, b. á Borg, bróður Jóhannesar, langafa Hannibals Valdimarssonar, föður Jóns Bald- vins. Sigurður var sonur Guð- mundar sterka, b. á Kleifum, Sigurðssonar. Móðir Hahdóm var Kristín Halldórsdóttir, af Amar- dalsættinni, systir Önnu, ömmu Sverris Hermannssonar banka- stjóra. Móðir Baldvins var Júlíana Guðmundsdóttir, b. á Jafnaskarði í Stafholtstungum, Auðunssonar og Sigríðar, systur Sesselju, móður Sigvalda Kaldalóns tónskálds. Sig- ríður var dóttir Sigvalda, gullsmiðs í Sólheimatungu, Einarssonar, bróður Bjarna, afa Bjarna Þor- steinssonar tónskálds. Guðrún er dóttir Gísla, alþingis- manns á Bíldudal, bróður Guð- mundar Kamban og Guðrúnar, móður Helgu Bachmann leikkonu. Gísli var sonur Jóns, b. í Litlabæ á Álftanesi, Hahgrímssonar. Móðir Jóns var Guðrún Jónsdóttir, systir Stefáns, langafa Gauks Jömnds- sonar. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Höll, Guðmundssonar, bróður Egg- erts, langafa Benediktu, móður Eggerts Haukdals. Móðir Jóns var Guðrún Þorbjarnardóttir ríka, b. í Skildinganesi, Bjamasonar, lang- afa Ólafar, langömmu Jóhannesar Nordals. Móðir Guðrúnar var Halldóra, dóttir Auðuns, prests í Blöndudalshólum, bróður Hólm- fríðar, langömmu Hrafns Gunn- laugssonar. Auðun var sonur Jóns prests á Bergsstöðum, Auðunsson- ar, bróður Guðrúnar, langömmu Indriða Einarssonar rithöfundar, langafa Kartrinar Fjeldsted borg- arfuhtrúa. Gísh tekur á móti gestum í dag, laugardag, milh klukkan 17 og 19, hjá Leiðsögn sf. að Þangbakka 10, Reykjavík. Alfred Kr. Olesen Alfred Kr. Olesen bifreiðarstjóri, Nökkvavogi 10, Reykjavík, er átt- ræður í dag. Hann fæddist í Viborg í Danmörku og var elstur tólf barna þeirra Kristine og Martins Olesen. Alfred kom til íslands 1934 og réðst þá starfsmaður að Korpúlfsstöðum til Thors Jensen. Árið 1938 fluttist hann svo th Reykjavíkur og varð einn af stofnendum bifreiðastjóra- félagsins Hreyfils en hann starfaöi sem leigubílstjóri í tíu ár. Hann réðst síðan til Ohufélagsins Skelj- ungs og þar starfaði hann í rúmlega þrjátíu ár, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eiginkona Alfreds er Helga Oles- en, dóttir Halldórs úr Bjameyjum, skipstjóra við Breiðafjörð og í Hafnariirði, Friðrikssonar og konu hans, Önnu Ragnheiðar, af Vatns- leysuströnd, Erlendsdóttur. Alfred og Helga eiga tvo-syni, þeir eru: Halldór, kennari við Vél- Alfred Kr. Olesen. skólann í Reykjavík, f. 8.7. 1945, kvæntur Guðnýju Þorsteinsdóttur, þau búa í Kópavogi og eiga þrjú börn; og Martin, rafvirki og starfs- maður hjá B.M. Vallá, f. 4.9. 1948, kvæntur Ernu Jónsdóttur, þau búa í Reykjavík og eiga tvö börn. Ámi Ámason Árni Árnason húsasmiður, Lynghqlti 5, Akureyri, er áttræður í dag. Árni fæddist á Blómsturvöh- um í Krækhngahhð við Eyjafjörð en ílutti sex ára með foreldrum sín- um inn á Svalbarð í Glerárhverfi. Árni starfaði í mörg ár hjá Ullar- verksmiðjunni Gefiun á Ákureyri. Þá starfaði hann hjá íslenskum aðalvertökum í nokkur ár og vann viö smíðar víða um land, t.d. á Helhssandi, Langanesi og Straum- nesfialh við Aðalvík. Síðustu starfsárin vann hann hjá Shpp- félagi Akureyrar. Árni er kvæntur Guðrúnu Jak- obsdóttur, f. 8.10.1909. Þau eignuð- ust tólf börn og eru níu þeirra á lífi. Afkomendur Árna og Guð- rúnar munu nú vera eitthvaö á annað hundrað. Foreldrar Áma voru Árni, b. á Blómsturvöhum og á Þyrni í Gler- Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Árni Árnason. árþorpi, Sigurösson og kona hans, Sigríður Árnadóttir, en þau voru bæöi Eyfirðingar. Munið að senda okkur myndir Andlát Hálfdán H. Þorgeirsson bifvéla- virkjameistari, Sléttahrauni 27, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 21. janúar. Sigríður Ingibergsdóttir, Flókagötu 67, lést í Landspítalanum 20. jan- úar. Ágúst Matthíasson, forstjóri og út- gerðarmaður, frá Vestmannaeyj- um, lést í Landspítalanum 21. þessa mánaðar. Brynjólfur Guðmundsson, fyirum bóndi, Sólheimum, Hrunamanna- hreppi, lést 20. janúar í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Magnea G. Ágústsdóttir, Krumma- hólum 4, andaöist á gjörgæsludehd Landakotsspítala 21. janúar. Sigriður Örnólfsdóttir, Dvalar- heimhinu Höfða, Akranesi, andað- ist í Sjúkrahúsi Ákranes 21. janúar. Herta Einarsson Grimsson, Hátúni 16b, andaðist í Landspítalanum 21. janúar. Björn Konráðsson, fyrrverandi bú- sfióri á Vífilsstöðum, andaðist 21. janúar. Lovísa Halldórsdóttir, Bergstaða- stræti 71, lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 22. janúar. Friðbjörn Ingimarsson frá Sæbóh, Ólafsfiröi, lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði fimmtudaginn 21. janúar. Aðalsteinn Sigurjónsson, Sölku- tóft, Eyrarbakka lést á Borgarspít- alanum 21. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.