Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Fréttir DV Líklegt að hvalveiðiþjóðimar sjö haldi áfram að hittast: Vevður næsti fiindur í Japan? „íslendingar eru þjóö sem elskar náttúruna. Gestir, sem koma til ís- lands, sjá fljótlega að íslendingar lifa í nánara sambýli viö náttúru lands síns en líklega nokkur önnur þjóö,“ sagði Halldór Ásgrímsson í lokaá- varpi sínu á hvalveiðiráðstefnunni sem lauk um kl. 5 í gær. Halldór bætti því viö að vegna þessa gerðu íslendingar sér far um að lifa í sátt við umhverfi sitt og því væri þeim best treystandi til að tryggja viðgang þeirra lífvera sem hér lifa. Engin ákveðin niðurstaða fékkst af fundinum sem var mjög vinnsam- legur og gagnlegur að sögn Halidórs. Komist var þó að þeirri niðurstöðu að efla bæri vísindarannsóknir á sjávarspendýrum. Þá var kannað hugsanlegt hlutverk Alþjóða hval- veiðiráðsins eða annarra fjölþættra svæðisstofnana en mjög var til um- ræðu hvort stofna þyrfti ný samtök Halldór Asgrímsson kveður hér sovésku sendinefndina sem hafði sig litið i frammi á ráðstefnunni. Eftir lok ráð- stefnunnar bauð Halldór gestunum á Vesalingana í Þjóðleikhúsinu. DV-mynd GVA hvalveiðiþjóða. Engin frekari niður- staða fékkst þó í því. Á blaðamannafundi eftir ráð- stefnushtin var Halldór spurður að því hvort þessi fundur sýndi ekki fram á að stofnun nýrra samtaka væri í burðarliðnum. Hann kvað svo ekki vera en sagði að ræddir hefðu verið möguleikar á því að koma upp sérstöku samstarfi á þessu svæði. Líklega er það það næsta sem Hall- dór komst því að nefna ný samtök. Ekki voru teknar neinar ákvarð- annir um áframhaldandi fundi þessara sjö þjóða en það var eitt af því sem átti að ræða frekar. Það kom þó fram að japanskur þingmaður, sem var í japönsku nefndinni, stakk upp á því að fundur yrði næst hald- inn í Japan. Ólíklegt er talið að hann verði fyrr en eftir fund Alþjóðahval- veiðiráðsins í sumar. -SMJ Höfundar laganna sem keppa til úrslita í söngvakeppni sjónvarpsins. DV-mynd GVA Sóngvakeppni Sjónvarpsins: Lagahöfundar kynntir Höfundar laganna sem komast í úrslit í söngvakeppni Sjónvarpsins voru kynntir á Hótel Holti í gær og þeim afhent ávísun upp á 175 þúsund krónur til að fullvinna lög sín áður en þau verða kynnt opinberlega. 117 lög bárust í keppnina en 10 lög voru valin. Hrafn Gunnlaugsson sagði við þetta tækifæri að nú þegar íslendingar væru að undirbúa þátt- töku sína í þriðja sinn í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva væri gott að hafa í huga orðatiltækið allt er þegar þrennt er. Hann sagðist álíta að eftir þessa keppni væri skynsam- legt aö meta stöðu þjóöarinnar í keppninni og sjá til hvort við viljum halda áfram en engin ástæða væri til að líta á þátttöku okkar í keppn- inni sem sjálfgefmn hlut. Hann sagði ennfremur að ánægjulegt væri hversu margir laga- og textahöfund- ar í tíu manna hópnum hefðu ekki verið með í forkeppninni áður og segöi það til um hversu mikil breidd væri í íslenskri dægurlagagerð. Lagahöfundarnir, sem ekki hafa átt lög í úrslitum áður, eru: Sverrir Stormsker, Magnús Kjartansson, Grétar Örvarsson, Kristinn Svavars- son, Valgeir Skagfjörð, Guðmundur Ámason og Ingi Gunnar Jóhannsson sem sendi inn lag með Eyjólfi Krist- jánssyni. Þeir höfundar, sem hafa verið í úrslitum áður, eru: Eyjólfur Kristjánsson, Jakob Magnússon, Gunnar Þórðarson og Geirmundur Valtýsson. Mismunandi er hvort lagahöfundar sjálfir semja texta eöa sérstakir textahöfundar. í dómnefnd sátu Egill Eðvarðsson og Ingimar Eydal, skipaðir af Sjón- varpinu, Eyþór Gunnarsson, skipað- ur af Félagi tónskálda og textahöf- unda, Ámi Scheving, frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna, og Kári Waage, frá Félagi hljómplötuútgef- enda. Varamaður var Björn Emils- son. Lögin verða kynnt í þætti Her- manns Gunnarssonar, Á tah, og síðar í sérstökum kynningarþætti. Vinningslagið heldur svo til Dublin í írlandi þar sem söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva verður haldin 30. apríl 1988. -JBj Þjóðhagsstofnun: Búist við versnandi viðskiptakjórum í ár Ekki em horfur á því aö viðskipta- kjör íslendinga batni á þessu ári nema síður sé, Þjóðhagsstofnun álít- ur meiri líkur á að viöskiptakjör versni í ár fremur en batni. Talið er að verð freðfisks á erlendum mörk- uðum hafi náð hámarki og gæti fremur lækkaö en hækkað á næst- unni. Þá hefur verið samið um sölu á liðlega helmingi áætlaðrar salt- fisksframleiðslu í ár og á sama verði og í fyrra. Hins vegar era horfur á að verð loðnuafurða, einkum lýsi, verði gott í ár. Þetta kemur fram í áliti Þjóðhags- stofnunar um ytri skilyröi þjóðar- búsins árið 1988 en það plagg var kynnt á blaðamannafundi í gær. Eins og kuxmugt er af fréttum hefur verið frestað að spá um þróun launa, verð- lags og gengismála þar til eftir kjarasamninga. Þjóðhagsstofnun telur að óvissa sé ríkjandi um verð stóriðjufram- leiðslu. Almennt er talið að verð á olíuvöram haldist óbreytt í ár en þó ríkir nokkúr .óvissa um það atriði, að mati stofnunarinnar. Að öðra leyti er gert'ráð fyrir því að verð út- og innflutnings fylgi almennum verðbreytingum í viöskiptalöndun- um og í því felst að verði um áfram- haldandi gengislækkun dollarans að ræða mun það hafa neikvæð áhrif á viðskiptakjör íslendinga, þar sem dollarinn vegur þyngra í útílutningi en innflutningi. Hvað varðar álit Þjóðhagsstofnun- ar á sjávarafla þessa árs spáir hún því að þorskaflinn muni nema 350 Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar kynnir skýrslu stofn- unarinnar. DV-mynd GVA þúsund lestum, sem er 35 þúsund lestum meira en þorskkvótinn kveð- ur á um. Ástæða þessarar spár er sú að aflinn er talinn geta aukist vegna flutnings afla á milli ára og fiskteg- unda og ákvæða um afla smábáta. Að öðru leyti er spá Þjóðhagsstofn- unar um magn botnfisksafla í samræmi við áform sjávarútvegs- ráðuneytisins, nema hvaö varðar ýsu og grálúöu. Gert er ráð fyrir 10 þúsund tonna meiri ýsuafla og aö grálúðuafli veröi 5 þúsund tonnum meiri en áformað er. Þá gerir stofnunin ráð fyrir einni milljón lesta loðnuafla sem er um fjórðungi meiri afli en í fyrra en að verðmæti útflutts sjávarafla verði um 0,5 % minna en í fyrra. -ój AUS Dam, lögmaður Færeyinga: Engin krafa um framsal „Nei, hvorki Færeyingar né Dan- hafa gert neina kröfu um framsal t'auls Watson. Eins og ég hef sagt áður er hann sjúkur maður og viö vijjum sem minnst af honum sjá né heyra,“ sagði Atli Dam, lögmað- ur Færeyinga, þegar hann var spurður hvort fariö yrði fram á framsal Watsons vegna framferöis hans í Færeyjum þegar hann var aö mótmæla grindhvaladrápi þar. Atli bætti því þó viö að Watson fengi veröugar móttökur ef hann léti sjá sig í Færeyjum. Um meö- höndlun Watsons hjá íslenskum stjómvöldum sagöist lögmaðurinn hafa lítið að segja. Hann sagði aö sér persónulega þætti best ef Wat- son fengi sem minnsta umfjöllun og því heíöi e.t.v. veriö best aö senda hann strax úr landi. Um ráöstefnuna sjálfa sagði Atli aö hún heföi veriö mjög gagnleg og aö á henni heföi veriö unnið mjög visindalega. Hún heföi þjappaö löndunum sjö saman og þau ættu nú auðveldara með aö samstilla krafla sína. Að dómi Atla eru lönd- in sjö þó ekki tilbúin að stofiia ný samtök. -SMJ Nýr bankastjori Alþýðubankans Bjöm Björnsson viðskiptafræðing- ur var ráðinn bankasljóri Alþýðu- bankans hf. á fundi bankaráðs í gær. Hann mun hefja störf 1. mars næst- komandi. Bjöm Bjömsson er fæddur á Akur- eyri 24. ágúst 1949 og lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands haustið 1973. Bjöm hefur síðan starf- að fyrir verkalýðshreyfinguna, fyrst hjá Kjararannsóknamefnd og síðar lengst af sem hagfræðingur Alþýðu- sambands íslands. Frá 1. september síðastliðnum hefur hann verið að- stoðarmaður fjármálaráðherra. -JBj Wats-on vika og Moby Dick steik í tilefni heimsóknar erlendra hval- friðunarmanna hefur matsölustað- urinn Uxinn í Glæsibæ ákveðið aö hafa sérstaka Wats-on viku þar sem íslendingum verður sýnt fram á hve gómsætt íslenska hvalkjötið er ef það er matreitt á réttan hátt. „Nei, þetta er ekki til heiðurs Paul Watson, frekar að það sé til stuðn- ings íslenskum stjómvöldum,“ sagði Magnús Halldórsson, matreiðslu- maður í Uxanum. Hann átti von á því að þetta yrði vinsælt hjá gestum enda úrvals hráefni sem þeir væra með í höndunum. Þess má geta að meöal rétta er Moby Dick steik. -SMJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.