Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON • Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 ■ Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Þeir vilja skipuleggja plastið Erlendis auglýsa margar verzlanir, aö þær gefi stað- greiðsluafslátt, sé greitt í reiðufé. Önnur fyrirtæki auglýsa, að krítarkortahafar fái staðgreiðsluafslátt. Kaupmenn ráða, hvorum kostinum þeir stuðla að og viðskiptamenn ráða, hvar þeir verzla. Nokkuð fer eftir tegundum viðskipta, hver er staða greiðslukorta í útlöndum. Bandarískir kaupmenn, sem sérhæfa sig í ódýrum afsláttarvörum, kjósa sum- ir hverjir peningaseðla og hækka vöruverðið, þegar greitt er með plasti, ef það er þá hægt. Ýmsir kæra sig ekki um, að nafn þeirra og númer tengist sumum tegundum viðskipta. AUir, sem stunda ljósfælin viðskipti, nota eingöngu peninga- seðla, svo að forvitnir geti ekki síðar séð, hver greiddi hverjum hvenær hvaða fjárupphæð. Þetta síðasta stuðlar svo aftur á móti að notkun krítarkorta, þegar trausts er kraíizt í viðskiptum, til dæmis þegar viðskiptamanni er trúað fyrir verðmæti bíls, sem tekinn er á leigu. Algengt er, að slíkir bílar fáist aðeins leigðir gegn framvísun plastkorts. Þegar senda þarf vöru langar leiðir, til dæmis tímarit í áskrift, þykir mörgum seljendum töluvert hald í að fá senda undirritaða pöntun með skrásettu númeri greiðslukorts, jafnvel þótt ekki sé aðstaða til að taka afrit af korti á hefðbundinn hátt. Sameiginlegt með öllum þesum dæmum er, að seljandi og kaupandi ákveða, hvaða greiðsluháttur hentar þeim bezt. Enginn stóri bróðir ákveður fyrir þá, hvemig gera skuh, hvorki einokunarsamtök né ríkið sjálft. Slíkt er hins vegar gert hér á landi. Fyrir helgina skrifuðu ferðaskrifstofumar og krítarkortafyrirtækin á íslandi undir samning um að láta kortafólk borga 5% meira en aðra. Þannig em aðilamir, sem einoka markaði ferða og korta, famir að hafa með sér hættulegt samráð um verð. Alvarlegri em hugmyndir stjómmálamanna og embættismanna í viðskiptaráðuneytinu um að skylda kaupmenn til að taka seðlaviðskipti fram yfir kortaviðskipti með því að þvinga þá til að veita sérstakan staðgreiðsluafslátt út á peningáseðla. Hingað til hafa krítarkortin fengið að finna sér sess í þjóðfélaginu án mikilla afskipta ríkisins, alveg eins og verðbréfamarkaður hefur byrjað að dafna án þess að stjómrnálamenn og embættismenn hafi sér til máttar og dýrðar smíðað um hann lög og reglugerðir. Það er hins vegar hluti af náttúru þessara valda- stétta, einkum þegar þær koma saman 1 ráðuneytum, að telja sig vita betur en reynslan, hvemig skuh haga ýmsum samskiptum í þjóðfélaginu. Þess vegna er framleidd skæðadrífa af lögum og reglugerðum. Stjómmálamenn og embættismenn öðlast meiri völd við að skipuleggja þjóðfélagið sem mest. Embættismenn verða stjórar fjölmennra eftirhts- deilda hins opinbera. Stjómmálamenn kaupa sér atkvæði út á undanþágur og aðgang að ódým lánsfé. Með opinberum úrskurði um eins konar sektir fyrir notkun krítarkorta í staðgreiðsluviðskiptum er ríkið að leggja drög að útþenslu báknsins um eina stjómardeild, sem fylgist með því, að kaupmenn og neytendur fari eftir óþörfum lögum og reglugerðum. Embættis- og stjómmálamenn eins og við- skiptaráðherra virðast ekki vilja sjá, að skipulag að ofan er yfirleitt óþarft og oft beinlínis skaðlegt. Jónas Kristjánsson Dreifing valds og fjármagns: Launamisrétti Launamisrétti Kaupmáttur, launaskriö, launa- misrétti. Hver kannast ekki við þessi orð? Jú, þau hafa reyndar hljómað um allt land undanfamar vikur'og mánuði. Fólkið bióur um skýringar og spyr: Hvar er kaup- mátturinn? Hvar er launaskriðið? Við vitum hvar launamisréttið er. Á þessu er reyndar sáraeinfold skýring. Á meðan framleiðslu- greinum hefur verið haldið í járngreipum hafa innflutnings- greinamar fengið að valsa um algjörlega fijálsar. Þar hafa menn skammtað sér laun eftir þörfum og að auki látið reksturinn standa undir hluta af einkaneyslu sinni og allt fer þetta út í verðlagið. Oft er hluti tekna skilinn eftir erlendis í formi umboðslauna og stór hluti þeirra kemur sem viðbót við einka- neysluna án þess að skila sér til samneyslu hér heima. Hinn al- menni launþegi hefur engin tök á því að skammta sér laun á þennan hátt, hann getur aðeins aukið tekj- „Á meðan framleiöslugreinum hefur verið haldið í járngreipum hafa innflutningsgreinarnar fengið að valsa um algerlega frjálsar", segir m.a. í greininni. Það Uggur nú nokkuö ljóst fyrir að miðstýringarkerfið frá Reykjavík er ekki aðeins að rústa niður lands- byggðina, það er einnig að rústa niður allt atvinnulíf landsmanna. Meðan þetta kerfi er látið viðgang- ast mun stefna til sömu áttar. Það sem við sjáum nú gerast er aðeins angi af þeirri skelfingu sem dynur yfir þjóðina úr öllum áttum. Skilningsleysi stjórnenda? Valdið og fjármagnið er í höndum örfárra manna sem hvorki virðast skynja eða skilja á hverju þessi þjóð lifir. Það kom fram í viðtali við einn af okkar ötulustu stjömuspeking- um nú fyrir skömmu að þótt blikur væm á lofti í íslensku þjóðlífi bæri að skoða að stjórnendur okkar nú væm ungir og vel menntaðir menn og sérstök áhersla var lögð á að þeir hefðu fengið menntun sína erlendis. Því væri full ástæða til að ætla að þeir væra menn til að axla þann vanda sem steðja mundi að þjóðinni á komandi mánuðum. Síðan hefur hvarflað að mér hvort þaö væri einmitt þarna sem hund- urinn lægi grafmn, þ.e.a.s. hvort menntun þessara manna væri nokkuð í takt við íslenska þjóð- félagsgerð og hvort þeir gerðu sér yfirhöfuð grein fyrir því að við er- um aðeins 250 þús. .sálir, búum í stóru landi og þurfum að nýta gögn þess og gæði til að lifa þá búsetu af og þá fyrst og fremst í sátt við lífríki landsins. í svo htlu samfélagi sem íslenska þjóðin er verður að skoða ýmsa þætti frá öðmm sjónarhóli en gert er í stóram, iðnvæddum þjóðfélög- um sem byggja á aldagömlum viðskiptaháttum og hafa í gmnd- vallaratriðum skipt með sér verkum. Hvað hefur farið úrskeiðis? Þetta þrönga valdakerfi hefur í raun firrt sig allri ábyrgð í stjórnun með því að eyrnamerkja að stórum hluta það fjármagn sem streymir í gegnum þjóðarlíkamann. Áfleið- ingin er sú að upp hafa vaxið sjóðir og stofnanir sem em orðin að hreinum ófreskjum þar sem fjár- magn hggur dautt en er síðan stýrt af valdhöfum inn í hver mistökin á fætur öðrum. Það sem verra er er að umbúnaðurinn við gæslu þessa fjár er allt of viðamikill og dýr fyrir okkar litla samfélag. í fáum orðum: það er hver silkihúf- an upp af annarri. Yfirbygging- þjóðfélagsins er orðin allt of viða- mikil og dýr. Þær fáu hendur sem skapa hin raunverulegu verömæti eru einfaldlega aö kikna undan þessum þunga. KjaUarinn Gunnar Páll Ingólfsson ráðgjafi i markaðsmátum halda að þeir sem stjóma þessu landi horfðu á þjóöina í gegnum stækkunargler og væru þess full- vissir að þeir væru að stjórna mihjónaþjóðfélagi. En þrátt fyrir stækkunarglerið skynja þeir ekki þær misfehur og það misrétti sem hér ríkir. íslenskt þjóðfélag er smátt og við- kvæmt og þeir sem því stjóma þurfa að vera því mjög nákomnir. Þeir þurfa að þekkja í reynd hvem krók og kima til þess að vera færir um að varðveita það þjóðlífsmynst- ur sem hentar landi og þjóð. Hér gUda einfaldlega ekki sömu leik- reglur og hjá milljónaþjóðfélögum. Því miður virðast þeir sem nú stjóma landinu vera fjarlægari þjóðinni en hinir dönsku drottnar „Því miður virðast þeir sem nú stjórna landinu vera fjarlægari þjóðinni en hinir dönsku drottnarar sem hér ríktu 1 eina tíð.“ ur sínar með þrotlausri vinnu og þá fyrst og fremst með löngum vinnudegi. Þess vegna era meöal- talstölur um kaupmátt algjörlega út í hött. í gegnum stækkunargler I ljósi þeirra aðgerða, sem dunið hafa yfir þjóðina undanfariö, mætti ar sem hér ríktu í eina tíð. Þessu verður að breyta. Við verðum að færa valdið út tíl þeirra sem era nær þjóðlífinu, tíl þeirra sem skUja gerð þess og þarfir í ljósi jafnréttis og mannúðar. - Það er stefna Þjóð- arflokksins. Gunnar Páll Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.