Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. 35 Fólkífréttum Þór Jakobsson Þór Jakobsson, deUdarstjóri hafls- rannsóknadeildar Veðurstofunn- ar, hefur verið í fréttum DV vegna haflss úti fyrir Norðurlandi. Þór Edward er fæddur 5. október 1936 í Wynyard í Saskatchewan í Kanada og var í námi í jarðeðhs- fræði við háskólann í Osló 1956-1961. Hann lauk cand. mag. prófi í jarðeðlisfræði frá háskólan- um í Bergen 1964 og cand. real. prófi í veöurfræði þaðan 1966. Þór vann við veðurfræði- og tölfræði- rannsóknir við háskólann í Bergen 1966-1968, við rannsóknastörf við McGih-háskólann í Montreal í Kanada 1968-1973 og lauk þaðan doktorsprófi í veðurfræði 1973. Hann var sérfræðingur við rann- sóknadehd Veðurstofu Kanada 1973-1979 og hefur verið deUdar- stjóri hafisrannsóknadeUdar Veðurstofu íslands frá haustinu 1979. Þór er frumkvööuU hjólreiða- dagsins frá 1980 og sólstöðugöngu frá 1984. Hann var í stjóm Náttúru- fræðifélagsins 1984-1986 og formað- ur áhugahóps um byggingu Náttúrufræðisafns 1984-1985. Þór hefur verið í stjóm Náttúrulækn- ingafélags Rvíkur frá 1987 og formaður Listvinafélags Hah- grímskirkju frá 1987. Þór kvæntist 21. september 1963 Jóhönnu Jóhannesdóttur, f. 28. nóvember 1937, tæknifræðingi. Foreldrar hennar em Jóhannes Þorsteinsson, framkvæmdastjóri í Rvík, sem lést 1937, og kona hans, Anna Gísladóttir. Böm Þórs og Jóhönnu em Þóra, f. 31. janúar 1963, BA í sálfræði, nemi í stjómun- arfræðum í Ottawa í Kanada, og Vésteinn, f. 14. október 1963, BS í eðhsfræði, nemi í eðhsfræði í ríkis- háskólanum í New York. Systkini Þórs em Guðrún Sigríður, f. 5. júh 1929, hjúkrunarfræðingur og írönskufræðingur, gift Hans Walt- er Rothenborg, lækni í Kaup- mannahöfn; Svava, f. 4. október 1930, rithöfundur og fyrrv. alþing- ismaður í Rvík, gift Jóni Hnefli Aöalsteinssyni, doktor í þjóðhátta- fræðum; Jökull, f. 14. september 1933, d. 25. apríl 1978, rithöfundur í Rvík, var fyrst kvæntur Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamanni, seinni kona hans var Ásta Beck, nú bú- sett í Stokkhólmi; og Jón Einar, f. 16. desember 1937, lögmaður í Garðabæ, kvæntur Gudmn Lars- son. Foreldrar Þórs eru Jakob Jóns- son, doktor í guðfræði og fyrrv. prestur í Hahgrímsprestakalh í Rvík, og kona hans, Þóra Einars- dóttir. Föðurbróðir Þórs er Ey- steinn, fyrrv. ráðherra. Faðir Jakobs var Jón, prestur á Hofi í Álftafirði, Finnsson, prests á Klyppstað, bróður Jóhönnu, móður Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagna- safnara. Finnur var sonur Þor- steins, skálds í Mjóanesi, Mikaelssonar, skipstjóra, Matt- hiesen eða Mathias, sænsk-norsk- ur í föðurætt en enskur í móðurætt. Móðir Jóns var Ólöf Einarsdóttir, b. í Helhsfirði, Erlendssonar, b. í Helhsfiröi, Ámasonar, ættfóður Hellisíj arðarættarinnar, föður Þór- arins, langafa Guðnýjar, móður Vals Amþórssonar, og langafa Odds, fööur Davíðs borgarstjóra. Móðir Jakobs var Sigríður Hans- dóttir Becks, b. og hreppstjóra á Sómastöðum í Reyðarfirði, Christ- ianssonar Becks, verslunarmanns í Eskifirði, af dönskum ættum. Móöir Háns var María, systir Þór- arins, afa Finns Jónssonar hstmál- ara. María var dóttir Richards Longs, verslunarstjóra á Eskifirði, af enskum ættum. Þóra var dóttir Einars, múrara í Rvík, Ólafssonar, sjómanns í Hliði á Álftanesi, Guðmundssonar. Móð- ir Ólafs var Sigríður Guðmunds- dóttir, b. í Krýsuvík, Bjamasonar, þess er beit Fjaha-Margréti á bark- ann. Móðir Sigríðar var Dagbjört Tjörvadóttir, b. á Fjarðarhorni í Helgafehssveit, Oddssonar, b. á Fjarðarhorni, Runólfssonar. Móðir Odds var Katrín Jónsdóttir, sýslu- manns á Sólheimum, bróður Árna Magnússonar handritasafnara. Móðir Þóru var Guðrún Jónas- dóttir, b. á Görðum í Landsveit, bróöur Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirssonar ritstjóra. Jónas var sonur Jóns, b. í Mörk á Landi, Finnbogasonar, b. á Reynifelh á Rangárvöllum, Þorghssonar, föður Áma, langafa Júhusar Sólnes al- þingismanns og langafa Sigurðar, afa Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, og einnig lang- afa Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Afmæli Agúst Bjömsson Ágúst Kristinn Guðlaugur Bjöms- son prentari, Fehsmúla 19, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Agúst fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann fór ungur th Reykjavíkur og hóf þar nám í prentiðn í Ríkisprent- smiðjunni Gutenberg 1955 en sveinspróf tók hann 1960. Hann vann síðan í Gutenberg í nokkur ár en hefur eftir það unnið við prentiðn á ýmsum stöðum og star- far nú hjá prentsmiðju Frjálsrar fjölmiðlunar. Ágúst hefur starfað að ýmsum félagsmálum. Hann er mikhl ÍR-ingur og hefur unnið mik- ið fyrir félagið á sviði fijálsra íþrótta og í skíðadehd. Þá hefur hann einnig starfað fyrir Skíðafé- lag Reykjavíkur og kennt á skíðum, bæði í Reykjavík og víða um landið. Um nokkurt skeið sá Ágúst um kvöldvökur á Landspítalanum og svo má geta þess aö hann hefur verið virkur meðlimur í Flugbjörg- unarsveit íslands í mörg ár. Kona Ágústs er Þrúður, f. 14.5. 1939, dóttir Márusar, b. á Bjarna- stöðum í Blönduhhð í Skagafirði, Guðmundssonar, og konu hans, Hjörtínu Tómasdóttur. Ágúst á þijár systur og tvo bræð- ur. Bræöur hans búa í Reykjavík og í Garðabæ en systumar eru búsettar á Siglufirði. Foreldrar Agústs voru Bjöm 01- sen, verkamaður á Siglufirði, f. 11.9. 1903, d. 1978, Björnsson Stef- áns málara, snúðs og beykis á Akureyri, Olafssonar, og kona hans, Konkordía, f. 14.6. 1905, d. 1987, Ingimarsdóttir Ágústs, út- vegsbónda á Sæbóh í Ólafsfirði, Bergssonar. Ágúst. og kona hans taka á móti gestum að heimili sínu að Fehs- múla 19, Reykjavík, á afmæhs- daginn. Bjamhéðinn Guðjónsson Bjamhéðinn Guðjónsson, Þrúð- vangi 38, Hellu á Rangárvöllum, er sextugur í dag. Bjamhéöinn fædd- ist á Brekkum í Holtahreppi og ólst þar upp til þrettán ára aldurs, en móður sína missti hann ellefu ára og tveimur árum síðar brá faðir hans búi. Bjarnhéðinn var þá þrjú ár að Syðri-Rauðalæk en fór síðan th Reykjavíkur og lærði þar jám- smíði í Vélsmiðjunni Héðni á ámnum 1945-49. Hann starfaði síð- an nær óshtið frá 1950-64 hjá Kaupfélaginu Þór á Hehu. Bjarn- héðinn hefur svo starfað hjá Vegagerð ríkisins og gerir enn, eri þar hefur hann einkum fengist við brúarsmíði. Bjamhéðinn átti fjögur systkini og eru þijú þeirra á lífi. Hálfsystir hans er Kristrún, húsmóðir í Reykjavík, gift Magnúsi Guð- mundssyni frá Mykjunesi í Holt- um, starfsmanni hjá Sláturfélagi Suðurlands. Alsystkini Bjamhéð- ins eru Margrét, húsmóðir á Hvolsvelh, gift Óskari Karelssyni, starfsmanni Sláturfélags Suður- lands á Hvolsvelh, og Pálmar, kennari í Reykjavík, kvæntur Hildi Bjömsdóttur. Foreldrar Bjarnhéðins: Guðjón Þorsteinsson, b. að Brekkum, og kona hans, Margrét Halldórsdóttir. Bjarnhéðinn veröur ekki heima á afmæhsdaginn. Tíl hamingju með daginn! 70 ára___________________ Óskar Guðmundsson, Garðabraut 22, Akranesi, er sjötugur í dag. 60 ára_______________________ Magnús Gissurarson, rafvirkja- meistari, Fiskakvísl 20, Reykjavík, er sextugur í dag. Guðni Þorvaldur Jónsson járn- smiður, Búlandi 13, Reykjavík, er sextugur í dag. 50 ára______________________ Áslaug Jóhannsdóttir, Eiðsvalla- götu 11, Akureyri, er fimmtug í dag. Snjólaug J. Jóhannsdóttir, Einholti 12C, Akureyri, er fimmtug í dag. Helgi Sigfússon, Tungusíðu 15, Akureyri, er fimmtugur í dag. 40 ára____________________ Jón Benediktsson vélvirki, Hrafn- hólum 6, Reykjavík, er fertugur í dag. Friðrik I. Óskarsson, Grundarási 11, Reykjavík, er fertugur í dag. Óli Magnússon, Álakvísl 64, Reykjavík, er fertugur í dag. Guðmundur A. Grétarsson prent- ari, Eyjabakka 30, Reykjavík, er fertugur í dag Maria Jónsdóttir, Baugholti 25, Keflavík, er fertug í dag. Bergljót Jónsdóttir, Sólbrekku 27, Húsavík, er fertug í dag. Sigurbjörn Sigtryggsson, Oddagötu 1, Seyðisfirði, er fertugur í dag. Lúðvík Per Jónasson, Starengi 9, Selfossi, er fertugur í dag. Guðfinna S. Karlsdóttir Guðfinna S. Karlsdóttir, Knúts- stöðum, Aðaldælahreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Guðfinna fædd- ist að Knútsstöðum og ólst þar upp í foreldrahúsum við öli almenn sveitastörf. Hún fór í vist ung stúlka og var þá einn vetur á Akur- eyri, á Laxamýri í eitt ár og tvö ár í Danmörku. Guðfmna hefur ætíð búið á Knútsstöðum og stundað þar bústörf hjá foreldrum sínum og bræðrum en auk þess hefur hún starfað . við Hafralækjarskóla í fimmtán vetur. Guöfinna á tvö börn: Karlottu, f. 1941, húsmóður í Hafnarfirði, og Jónas, f. 1944, sjómann, búsettan á Knútsstöðum. Guðfinna átti tvo bræður og þijár systur en annar bróðir hennar er látinn. Systkini hennar eru Emiha, f. 1911, ekkja eftir Steingrím Páls- son, kennara í Reykjavík; Snjólaug, f. 1914, ekkja eftir Björn Sigtryggs- son, b. á Jarlsstöðum í Aðaldal; Ehsabet, f. 1918, gift Sigtryggi Al- bertssyni verkamanni, búsett í Reykjavik; Sigurður, b. á Núpum í Aðaldal og flugvaharstjóri á flug- vellinum í Aðaldal, f. 1924, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur; og Jón, b. á Knútsstöðum, f. 1925, d.1964. Foreldrar Guðfmnu voru Karl, b. á Knútsstöðum, Sigurðsson, f. 1890, d. 1964, og kona hans, Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1885, d. 1971. Föö- urforeldrar Guðfinnu voru Sigurð- ur Guðmundsson og Guðfinna Jónsdóttir. Móðurforeldrar Guð- finnu voru Kristján Kristjánsson og Hansína Sigmundsdóttir. Guðfmna er stödd á heimih dótt- ur sinnar á afmælisdaginn, að Hvaleyrarbraut 23, Hafnarfiröi. Sigurður Hilmarsson Sigurður Hilmarsson bifeiðastjóri, Þórustíg 16, Njarðvíkum, er átt- ræður í dag. Sigurður fæddist í Bergskoti á Vatnsleysuströnd og ólst þar upp hjá móðurbróður sín- um og konu hans, þeim Þórarni Einarssyni og Guðrúnu Þorvalds- dóttur. Þegar Sigurður var fjórtán ára fór hann sem snúningapiltur að Þórisstöðum á Vatnsleysu- strönd en þar var hann í tæp tvö ár. Hann var síðan í Hafnarfirði í nokkur ár þar sem hann starfaði hjá Jóni og Gísla sem um þær mundir önnuðust afgreiðslu tog- ara. Siguröur fór átján ára til sjós og var í fimm ár á línuveiðurum, en hætti því samkvæmt læknis- ráði. Hann starfaði um tíma í Reykjavík en hóf svo fljótlega bif- reiðaakstur. Sigurður keyrði vörubíla og fólksflutningabíla á stríösárunum en festi síðan kaup á leigubifreið og ók leigubifreið hjá BSK í þrjátíu og fimm ár. Sigurður hefur nú búið í Njarðvíkum í fimm- tíu ár. Kona hans er Hahdóra, f. 15.11. 1908, dóttir Einars Jónssonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Kjördóttir þeirra er Rosmary Einarsdóttir, gift Ólafi Guðmunds- syni, tohverði á Keflavíkurflug- velli, en þau búa í Njarðvíkum og eiga þrjú börn. Foreldrar Sigurðar voru Hhmar Jónsson og Steinþóra Einarsdóttir. Andlát Kristjana Louise Jóhannesdótt- ir, Ljósheimum 2, áöur Gnoöar- vogi 16, lést í Landspítalanum föstudaginn 12. febrúar. Ingibjörg G. Einarsdóttir, Silf- urgötu 11, ísafirði, andaðist í Sjúkrahúsinu á ísafirði sunnu- daginn 14. febrúar. Hallgrímur Jónsson frá Dynj- anda lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 12. febrúar. Sigurður Á. Sophusson verslun- armaður, Laufási 1, Garðabæ, lést í Borgarspítalanum 15. febrú- ar sl. Gísley Sesselja Gísladóttir, Mar- bakkabraut 5, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 13. febrúar. Friðrik Baldur Halldórsson, Hamarsstíg 29, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 15. febrúar. —m—ttrr—rrT1'"";1. ;; .—-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.