Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. 31 DV T .ffetfll Aspirín: Forvörn gegn kransæðastrflu? Bandaríska tímaritíð Newsweek fjallaði nýverið ítarlega um einn skæðasta sjúkdóm mannkynsins, kransæðastíflu. í Bandaríkjunum einum er gert ráð fyrir að 1,5 milljón manna fái hjartaáfall árið 1988 en árlega látast 540 þúsund Bandaríkja- menn af völdum þessa sjúkdóms. í áraraðir hafa læknar gefið lyf sem spomar við of háum blóðþrýstingi, en reykingar, of mikið magn kólest- eróls og of hár blóðþrýstingur em taldir helstu áhættuþættimir sem leitt geta til kransæðastíflu. Banda- ríkjamenn era farnir að gæta betur að kólesteróli í fæðu og reykingar hafa minnkað töluvert, ekki bara þar í landi heldur um allan heim. Nýtt hlutverk fyrir aldagamalt lyf Aspirín er tahð gott lyf gegn hinum ýmsu verkjum og ekki síst gegn liða- gikt sem hrjáir fólk um alla veröld. En ágæti aspiríns er ekki bundið ein- vörðungu við hlutverk verkjalyfs. Hið virta læknatímarit, New Eng- land Journal of Medicine, birtí nýlega skýrslu þar sem fjallað er um þetta aldagamla lyf á nýjan hátt; sem forvamarlyf gegn kransæðastíflu. ' í skýrslunni, sem fjallað er imi í Newsweek, er skýrt frá frumniður- stöðum rannsókna á 22.000 læknum sem hófust árið 1983. í rannsóknum þessum tók hópur læknanna aspirín ásamt lyfmu beta-carotene sem einn- ig var verið að rannsaka en það er taliö hafa áhrif á krabbamein, en annar hópur tók óvirkar töflur til samanburðar. Niðurstöðumar urðu þær að í hópnum, sem tók aspirín, urðu fimm dauðsfoll af völdum hjartaáfalla en 18 létu lífið af sömu ástæðu af þeim sem tóku óvirkar töflur. í aspirínhópnum fengu 104 læknanna kransæðastíflu en 189 í hópnum sem tók óvirkar töflur. Munurinn er því hvorki meira né minna en 47%. Þessar niðurstöður urðu þess valdandi að læknar, sem fylgdust með rannsókninni, lögðu til að aspirínþætti hennar yrði hætt. í samsvarandi tilraun í Bretlandi urðu niðurstööur allt aðrar. Þar var gerð tilraun á 5.000 læknum og var niðurstaða þeirra sú að aspirín hefði takmörkuð áhrif til að draga úr tíðni hjartaáfaUa. Það er vert að taka það fram að í þessum tveim tilraunum var magn aspirínsins mismunandi. Bresku læknamir tóku 500 mg töflur af asp- iríni en handarískir kollegar þeirra tóku 325 mg töflur. í Bandaríkjunum var tilraunin einnig tvíþætt, þ.e. ver- ið var að gera tilraunir með tvö ólík lyf, annað til varnar hjartasjúk- dómum en hitt til vamar krabba- meini. Aukinn skilningur á hvers vegna kransæðastíflur eiga sér stað hefur Það vill brenna við að við hugsum ekki nógu vel um líkamann fyrr en of seint En það er ýmisiegt sem við getum gert tU aö minnka lfkurnar á að hjartað gefi sig þegar síst skyldi, Hér cru nokkur holl ráð fyrir lesend- ur sem vonandi koma til góða fyrir einhvem. 1. Borða hollan mat: Rétt mataræði er eitt af undirstöðuatriðum heil- brigðs líkama. íslendingar borða of mikið af dýrafitu en holit þykir, jurtaolía er mun hoUaii Við ættum að auka trefjar í matnum, boröa gróft brauð, fisk og magurt fuglakjöt og að sjálfsögöu grænmeti og ávexti. Franskar kartöflur, feitar sósur og annað feitmeti, svo og sætur matur má missa sig eöa alla vega vera neytt í hófi. 2. Hætta að reykja: Mikill áróöur hefur verið í gangj gegn reykingum og hefur þeim fækkað til muna sem reykja. Reykingar hafa mjög slæm áhrif á þjarfa og lungu, viðnámsþrótturinn minnkar og menn þreytast fyrr. Það er því ekki seinna vænna en að drepa í sföustu sígarettunni. 3. Fylgjast með blóðþrýstmgnum: Fjölmargir íslendingar veikjast af of háum blóöþrýstingi árlega, allt aö 2-3 af hveijum 100. Ekki er hægt að sjá á fólki í fljótu bragði hvort það hefur of háan blóðþrýsting en einkennin eru m.a. slen, höfuðverkur, mæði og svimi. Allir ættu þvi að láta mæla í sér blóðþrýstinginn reglulega, a.m,k. einu sinni á ári. 4. Hreyfa sig meira: Flest hreyfum við okkur of lítið; förum á bílnum í vinnuna á morgnana, tökum frekar lyftur í staö þess að nota stigana og sitjum í stól allan daginn. Hæfileg hreyfing, t.d. gönguferðir, hjólreiðar, sund eða önnur likamleg áreynsla, í 20-30 minútur tvisvar í viku gerir meira gagn en okkur grunar. Hjartað styrkist og dælir meira blóöi á minútu og minnkar þannig áhættuna á hjartaáfaUi. Okkur líöur betur líkamlega og ekki síst andlega ef likaminn er í góðu formi. 5. Forðast streitu: Það er vísast hægara sagt en gert að forðast streitu í nútimaþjóðfélagi en ef viö viljum lifa heilbrigðu og hollu liförni er okkur lífsnauðsyn að forðast slikt. Of mikil streita leiðir til spennu í líkaman- um, andvöku á nóttum, sífelldri þreytu auk fiölmargra annarra einkenna. Og að lokum: Slappaðu af og taktu llfinu með ró. -StB leitt til aukinna forvama og betri meðferðar á hjartasjúklingum. Asp- irín getur komið að góðum notmn sem forvamarlyf en það vinnur gegn klumpun blóðflaga í slagæðum. Blóð- flöguklumpar, rauð blóðkom og storkuþættir blóðsins mynda kekki eða sega sem stífla slagæðina. Þegar slagæðin er stífluð deyr hluti hjarta- vöðvans og sjúkhngurinn fær hjarta- drep. Aspirín vinnur gegn storknuninm með því að hindra framleiðslu sérstaks prostaglandins sem nefmst Thremboxan, en það hvetur blóðflögur til að loða saman og klmnpast. urstöður gilda um aðra hópa í þjóð- félaginu. Það bendir hins vegar ekkert tíl þess að þetta ætti ekki að gilda um aðra, og ég ímynda mér aö lyfið yrði þeim mest að gagni sem þegar hefðu merki um kransæða- þrengsli. Það ber einnig að geta þess að þessi rannsókn var eingöngu framkvæmd á karlmönnum, rann- sóknir sem þessar hafa verið geröar í mjög takmörkuðum mæh á kon- um.“ Aðspurður sagði Guðmundur að aspirín væri þegar notað sem for- varnarlyf að nokkra leyti hérlendis. Sjúklingum, sem þegar hafa fengið gæta að blóðþrýstingnum, hreyfa okkur og halda kjörþyngd.“ Aspirín er ekki fyrir alla í greininni í Newsweek, sem fyrr var vitnað til, er greint frá því hvem- ig best sé aö nota aspirín sem for- varnarlyf. Venjuleg aspiríntafla inniheldur 325 mihígrömm og er ráð- lagt að taka eina töflu annan hvem dag. Aukið magn er ekki tahð ráð- legt, fyrir utan aö gera ekkert gagn getur það aukið hættu á hhðarverk- unum. í tímaritinu er einnig lögð mikh áhersla á þá hættu sem reykingar hafa í för með sér og bent Á þessari mynd sjáum við hinar hefðbundnu verkjatöflur sem innihalda aspirín. Við könnumst öll við þetta lyf og notum það mörg hver við minni háttar verkjum. Nú hefur verið uppgötvað nýtt hlutverk fyrir þetta aldagamla verkjalyf: forvörn gegn kransæðastíflu. DV-mynd KAE Notkun aspiríns á íslandi Okkur lék forvitni á að vita hvern- ig notkun aspiríns væri háttað hérlendis og leituðum því til dr. Guð- mundar Þorgeirssonar, læknis á hjartadehd Landspítalans. Við spurðum hann fyrst hver viðbrögð hans væra við þessari grein í News- week. „Þetta er merkheg og mjög vel gerð rannsókn,“ sagði Guðmundur. „Eina spumingin í mínum huga er hve hægt er að alhæfa um niðurstöðurn- ar. Þeir læknar, sem tóku þátt í rannsókninni, vora allir við mjög góöa hehsu og höfðu engin einkenni kransæðasjúkdóms. Því er ekki hægt að segja th um hversu vel þessar nið- kransæðastíflu eða gengist undir kransæðaaðgerð, er gefið ákveðiö magn af aspiríni, hhðstæða skammta og gefnir voru í bandarísku rann- sókninni, daglega sem hður í því að spoma gegn því að þeir fái annað áfah. „Það er aftur á móti rangt að setja allt sitt traust á eina aspiríntöflu á dag. Það firrir okkur ekki þeirri ábyrgð að öll erum við okkar eigin gæfusmiðir. Það er margt annað sem við getum gert th að vinna gegn kransæðasjúkdómum áöur en leita þarf á náðir aspiríns. Að reykja er okkur í sjálfsvald sett og er skaðsemi reykinga öllum kunn. Við ættum að gæta hófs í neyslu mettaðrar fitu, á að auðveldasta leiðin th að minnka hættuna á hjartaáföhum sé að hætta að reykja, minnka kólesteról í fæöi og auka aha líkamshreyfingu. Aspir- ín er ekki töfralyf. Jafnvel þó að aspirín sé að mestu meinlaust verkjalyf getur það haft varhugaverðar hhðarverkanir. Það getur leitt til flökurleika, stuölaö að magabólgum og magasári og þannig valdið innvortis blæðingum. Sumir geta verið með ofnæmi fyrir aspir- íni, og þetta lyf hefur einnig verið tengt hættulegum og jafnvel ban- vænum barnasjúkdómi. Þeim sem ætla að nota aspirín sem forvarnar- lyf er því ráölegt að leita th læknis fyrst. -StB Löggan og drottningin Dagana 4.-10. ágúst verður haldið alþjóðlegt þing lögreglumanna í Rotterdam. ■ Meðal þeirra sem heiðra þingið með nœrveru sinni eða boðum eru drottning Hollands, borgarstjórinn í Rotterdam, innanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. ■ Þótt auðvitað verði aðaláhersla á þingstörfin verður þefta því skemmtileg ferð bœði fyrir þingfulltrúa og þá sem fara til að hitta erlenda koliega og hlýða á fróðlega fyrirlestra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.