Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Sandkom____________ Viövarandi ástand? Breskir og síöan bandarísklr her- menn hafa frá upphafi hersetu hér höfðað mjög sterkt til stórs hóps ís- lenskra kvenna. Á stríðsárunum var þetta kallað „ástand" og konumar, sem sóttust eftir félagsskap her- mannanna, voru sagðar „í ástand- inu". Þetta þótti ekki fínn stimpill og sérlega urðu islenskir karlmenn sár- móðgaöir yfir þ ví að vera afskiptir svona. Fjallað er um ástandið sem hluta af fortíðinni, en er það í raun- inni svo? Þaö er viðkvæmt raál en þó alkunn staðreynd að stór hópur kvenna leggur enn töluvcrt á sig tiJ að komast „upp á Völl“ tilaðnjóta samneytis hermannanna. Barnungar stúlkur af Suðumesjum og víðar rey na að klifra yfir girðingar, fela sig í farangursgeymslum bíla og hafa ekki áhyggjur af því að lenda í kasti við lögregluna til þess eins að komast til dátanna. Þvi eru margir á því að „ástandið'* hafi verið viðvarandi. Ungmeyjar heimsækja hermenn Úrklippa úr V&urfréttum «n þar sést mynd af bilada hliðinu scm hefur veítt grindviskum ungmeyjum óheftan aógang aó undrum her* mannalifsins. Oghverátti að kvarta? Víkurfréttir í Keflavík hefur nokkrar áhyggjur af þessum málum eins og ýmsir fleiri. í nýlegu tölublaði er greint ftá þvi að rafmagnsstýrt hlið við varnarliðsstöðina við Grindavik hafi bilað og því staðiö opið 1 þrjár vikur. „Að sögn aðila, er hafa aðgang aö stöðinni, stóð ckkJ á að grindvískar ungmeyjar notfærðu sér þetta og hafa síðan heimsótt stöð- inaallmikið." Víkuríréttir höfðu samband við Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóra á Kefla víkurflugvelli og báru söguna undirhann. Síðar segir blaðið: „Eftir aö hafa kannað málið sagði hann það rétt vera að einhverjar stúlkur hetðu komið þama, en engin vandk væði hlotist af því, að minnsta kosö heföu engar kvartanir borist." Manni verður nú bara á að spyija: Hverjir heföu svo- sem átt að kvarta? Varla hermenn- imir sem að öllu jöfnu kúra þarna kvenmannslausirlkuldaogtrekki. • Og ekki stúlkukindumar þvi það eru þær sem hópast þama inn um það sem í þeirra augum hlýtur að vera hliðiðaðparadís. t*etr eru ekkert dfundsvsrðlr al dvollnni Mnnl- lokaftr I herstöft Innl og verla vlft þvl að búast aftþalrsendllnn lormlogar kvertanir þó-ein- hverjar velvlliaftar atulkur vlljl vtytlv þelm atundlr. Eftir hverju ersóst? En eftir h veiju eru þær að sækja svona stáft? Sumir halda því fram að ástæðan sé sú aö hermennimir séu örlátir á veigar af ýmsu tagi og ein- staka þeirra lumar jafhvel á hass- mola. Aðrir vilja meina að þetta sé ævintýraþrá því hvaöa karlmaöur getur ekki viðurkennt að þaölfljóti að vera spennandi að vera eini karl- maðurinn í samkvæmi með þrjátíu ungum stúlkum sem allar keppast um að ná athygli hans og bjóða dýrar veigar í skiptum fyrir blföu hans. Hins vegar geta þessi samskipti vald- iö alvarlegum tilfinningalegum flækjum og ættu ungraeyjamar því að hugsa sinn gang áður en þær bregðaséruppáVölL Umsjón Axel Ammertdrup Fréttir____________________i Hreppstjóri skytur sex kindur á færi - enn deilt um sauðfjárveikivamir á Barðastrond „Það er alsiða hér að skjóta kindur úr klettum," sagði Bjarni Hákonar- son, hreppstjóri Barðastrandar- hrepps, í samtali við DV, en Bjarni skaut á færi sex kindur Reynis bónda ívarssonar á Móbergi í Rauðasands- hreppi við annan mann í síðustu viku. Kindumar höfðu farið yfir sauðfjárveikivarnagirðingu er skilur hreppina að. Sú girðing hefur ekki verið fjárheld um langt skeið. Reynir á Móbergi sagði í samtali við DV að óþarfi hefði verið að skjóta kindurnar. Þær væm ósýktar, hefðu auk þess ekki haft samgang við ann- að fé og væm því hættulausar. „Sýslumaður fól mér að koma kindunum úr hreppnum. Ekki var hægt að fara með þær til baka sam- kvæmt lögum um sauðfjárveikivarn- ir. Því var ekki annað ráð en að skjóta þær,“ sagði Bjami. „Mér hefur enn ekki verið tilkynnt af neinum opinberum aðilum að fé frá mér hafi verið skotið," sagði Reynir ívarsson á Móbergi. „Mér var gefinn kostur á því í haust að sækja þessar kindur. Þá var hins vegar ekki hægt að smala vegna þoku. Ég skil ekki hvers vegna meiri ógn stafar af þeim nú en í haust. Manni þykir þetta heldur leiðinlegt og ég á erfitt með að skilja hvað liggur að baki svona aðgerðum." Að sögn Bjama hreppstjóra Há- konarsonar veröa skrokkarnir urðaðir. Þeir era lemstraðir eftir fall- ið úr klettunum og auk þess fellur þessi aílífunaraðferð hvorki að lög- um né kröfum markaðarins um hreinlæti við slátmn. -gse Guttormur Pétur Einarsson um hæstaréttardóminn í bjórsamlagsmálinu: Dæmdur fyrir það sem allir geta „Ég var dæmdur fyrir það sem all- ir geta gert," sagði Guttormur Pétur Einarsson, forstjóri Ámunnar. Hæstiréttur hefur dæmt Guttorm fyrir starfrækslu Bjórsamiags Amunnar. Guttormur segir að hver sem vilji geti blandaö sams konar bjórlíki eins og hann var dæmdur fyrir að blanda. Tveir dómarar af þremur dæmdu Guttorm sekan viö 7. grein áfengis- laga, greinin hljóðar svo: „Bannað er að bragga á íslandi eða búa til áfenga drykki eða áfengisvökva og drykkhæft það áfengi sem er eða gert hefur verið óhæft til drykkjar". Guttormur telur sig ekki hafa brot- ið gegn þessari grein. Hann segist ekki hafa bruggaö áfenga drykki. Hann hafi blandað bragðefnum sam- an við löglega fengið vín. Það sama geti hver sem vill gert. í flestum matvöruverslunum fæst bjórblendi sem hægt er að blanda saman við vín og pilsner. Þegar það hefur verið gert verður úr sams konar bjórlíki og Bjórsamlagið blandaði, að þvi undanskildu að Bjórsamlagið setti að auki sætuefni í bjórlíkið. Guttormur hefur undir höndum alla reikninga Bjórsamlagsins. Þar stemmir allt reikningshald upp á sentílítra. Hann segir að við rann- sókn málsins hafi ítrekað verið reynt að sanna upp á sig misferli. Svo sem bruggun áfengis, þjófnað á víni fé- laga í Bjórsamlaginu og svindl við blöndun. Hann segir að ekkert slíkt hafi sannast á sig. Þegar Bjórsamlagið var stofnað, 22. janúar 1985, var það tilkynnt til firmaskrár. Einnig var gerður samn- ingur sem allir félagar í Bjórsamlag- inu urðu að undirrita í votta viðurvist. Samning þennan segist Guttormur hafa látið Rannsóknar- Linda Björk Sverrisdóttir, starfsmaður Ámunnar, blandar bjórliki handa forstjóranum. „Ég er sá eini á landinu sem má ekki blanda þannig mjöð," sagði Guttormur Pétur Einarsson. DV-mynd KAE iögreglu í té. Hann segist jafnframt hafa óskað eftir því að ef samningur- inn bryti í bága við lög yrði gerð athugasemd. Það var ekki gert. Bjór- samlagið starfaði í tæpar tvær vikur. Þá var því lokað með lögregluaðgerð og tækin og bjórlíkið gert upptækt. Alls vora 175 litrar af bjórlíki gerð- ir upptækir. í dómi Hæstaréttar er hins vegar aðeins talað um 125 lítra. 50 htrar hafa því týnst á meðan mál- ið hefur verið til meðferðar. I Samlagssamningnum segir meðal annars: „Samlagiö sjálft hefur enga milligöngu um kaup, sölu eða veit- ingu áfengis í einu eða öðru formi, samkvæmt skilgreiningu íslenskra laga um áfengi, en leggur til þau óá- fengu drvkkjarfóng sem hið fram- lagða áfengi samlagsmanna er blandað í.“ Guttormur segir að í öllu hafi verið farið eftir þessum reglum. Allir þeir sem lögðu vín til Bjórsamlagsins fengu kvittun fyrir inneign sinni. í öllum tilfellum var þess gætt að það vín, sem lagt var inn, væri frá Áfeng- isverslun ríkisins og að innsigli á flöskunum væri órofið. í Hæstarétti var Guttormur einnig talinn hafa gerst brotlegur við 18. grein áfengislaga. Hann segist allt eins hafa búist við því. í þeirri grein segir. „Öllum skal óheimilt að veita, selja eða láta af hendi áfengi til ann- arra manna gegn því að gjald eða verðmæti komi fyrir." Meirihluti Hæstaréttar dæmdi Guttorm í 50 þúsund króna sekt, greiðslu málskostnaðar og að tæki og bjórlíki, sem gerð vom upptæk, skyldu ekki afhent. Guttormur telur að samtals þýði þetta fyrir sig um 350 til 400 þúsund krónur. Minnihluti Hæstaréttar skiiaði sér- atkvæði. Þar segir að refsing ákærða skuli niður falla. En Guttormi verði gert að greiða sakarkostnað. Guttormi er heimilt, samkvæmt dómi Hæstaréttar, að sitja í varð- haldi í 25 daga í stað sektarinnar. Hann hefur ekki ákveðið hvorn kost- inn hann tekur. -sme Sjallinn Akureyri: „Allt vitlaust“ gerði allt vitlaust - og verður endurtekið um helgina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég hef ekki séð önnur eins fagn- aðarlæti í Sjallanum áður,“ sagði Inga Hafsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Sjallans á Akureyri, eftir sýninguna „AUt vitlaust" sem var þar á dögunum og er óhætt aö segja að allt hafi veriö vitlaust í Sjallanum bæði kvöldin sem sýningin var þar. Allir miðar seldust upp á báðar sýningamar á örskammri stundu í forsölu og því hefur verið ákveðið að aftur verði „Ailt vitlaust" í Sjall- anum um næstu helgi, föstudag og laugardag. Forsala aðgöngumiða hefst á morgun, miðvikudag, og er víst vissara að vera tímanlega á ferð- inni ef menn ætla sér að ná í miða. „Stjömur Ingimars Eydal" hafa nú haldið 20 sýningar í Sjallanum og fer þeim að fækka. Ingimar og félagar em þó ekki hættir með sýninguna, hún veröur í Broadway um næstu helgi, enda voru viðtökur þar mjög góðar um áramótin þegar „stjöm- umar" skemmtu þar. Akureyri: Öskudagsball í Dynheimum Gylfi Kistjánason, DV, Akureyri; Zontaklúbburinn Þórunn hyma á Akureyri hefur boðað til öskudagsballs í Dunheimum á morgun og hefst það kl. 18. Allir krakkar á Akureyri era hvattir til að mæta í öskudags- búningimum sínum og foreldrar eru velkomnir. Diskótek veröur og ýmsar uppákomur, s.s. grettu- keppni, búningaverðlaun o.fl. Aðgangseyrir er kr. 200 og á staönum verða seidar veitingar, s.s. kaíli, heitar vöfilur og gos- drykkir. Ágóðinn af öskudags- ballinu rennur til styrktar byggingu Sels 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.