Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. LífsstQl „HJartagosi“ á Reykjalundi Þegar blaðamaður og ljósmyndari DV knúðu að dyrum að Neðribraut 2 á Reykjalundi kom snaggaralegur maður í íþróttagalla til dyra. Sigtrygg- ur Hreggviðsson, 52 ára gamall skrif- stofumaður frá Eskifirði, fékk kransæðastíflu fyrir fjórum mánuðum og hefur verið vistmaður á Reykja- lundi síðan 24. janúar sl. Sigtryggur gekkst undir svokallaða „hjáveituaögerð“ i nóvember sl., en við slíkar aðgerðir er bláæð, oftast úr fót- legg, notuð til að skeyta framhjá stífl- unni sem myndast hefur í kransæð til hjartavöðva og veldur því sem við köll- um í almennu tah hjartaáfall. Við spurðum Sigtrygg hvað hefði komiö fyrir. „Ég fékk kransæðastíflu í byijun október í fyrra. Ég hafði fundið fyrir vissum einkennum hjartasjúkdóms áður og hafði meðal annars farið í hjartaþræðingu. Ég var boðaöur suður og átti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum en nóttina áður en ég lagði af stað fékk ég áfall. Ég var því fluttur suöur í snatri og lá á Landspít- alanum í mánuð. Eftir þaö fór ég til London og gekkst undir aögerð. Mér var gerð grein fyrir því að tölu- verð hætta fylgdi þessu. Samt fann ég ekki til ótta því mér hafði reiknast svo til að lífslíkumar væru um 80%. Þaö greip um sig viss ótti hjá fjölskyldunni en hún stóð saman í þessu öllu. Eftir aögerðina var ég sendur heim og kom til endurhæfingar hér að Reykjalundi seinnipart janúar. Við hjartagosarnir, eins og við köllum okk- ur, emm hér í einn mánuð í endur- hæflngu. Það er vel fylgst með okkur af læknum og sérhæfðu hjúkrunarliði og prógrammið felst í æfingum af ýmsu tagi. Við byrjum klukkan átta á morgnana og emm að til fjögur á dag- inn. Við stundum gönguferðir, þrekæf- ingar, leikfimi, skokk, sund og margt fleira.“ Hvernig er líðanin núna? „Þetta er allt annað líf. Ég veit að ég verð að breyta um lífsmynstur að hluta til, hreyfa mig meira og breyta um mataræði. Áður en ég fékk,áfalhö hreyfði ég mig ekki nóg og borðaði of mikla fitu.“ Að lokum kom Sigtryggur með heil- ræði til þeirra sem ekki hafa gengið í gegnum það sem hann reyndi. „Ég hvet alla sem lesa þetta að hugsa betur um sjálfa sig og fara reglulega í læknis- skoðun." -StB koma úr fitu en æskilegt hlutfall er 30-35%. Neysla á jurtaolíu hefur aukist töluvert á íslandi en ekki nóg. Vesturlandaþjóðir borða ekki ein- göngu of mikið af dýrafitu heldur borða þær yflrleitt of mikið og er offlta því algeng. Um þriðji hver ís- lendingur er of feitur og hefur þaö hlutfall hækkað mikið. Líkaminn getur ekki brennt þessari aukafitu og hefur því offita bæst í hópinn sem áhættuþáttur sem ber að varast.“ Því ersvo hægt að bæta við að hjá Hjartavernd fást ýmsir bæklingar fyrir þá sem hafa áhuga á því að fræðast nánar um aðgerðir gegn hjarta- og æðasjúkdómum. -StB Hjartagosinn Sigtryggur Hreggviösson á ætingu f leikfimi- sal Reykjalundar DV-mynd KAE Algengasta dánar orsökin á íslandi „Dánartíðni af völdum krans- æðasjúkdóma hefur aukist gífurlega á síðustu sextíu árum eöa svo,“ sagði Nikulás. „Fyrir 1930 lést hér um bil , enginn af völdum þessara sjúkdóma en breyttir lifnaðarhættir vestrænna þjóða hafa haft þetta í för með sér. Fundnir hafa veriö vissir þættir sem eru nátengdir þessari aukningu í dánartíðni, hinir svoköfluðu áhættu- þættir. Erfitt er beinlínis að sanna að þessir þættir séu bein orsök þess- arar aukningar en sterk fylgni er milli þeirra og sjúkdómsins." Aðspurður sagöi Nikulás að áhættuþættirnir væru aðallega þrír: sígarettureykingar, há fita í blóðinu (kólesteról) og of hár blóðþrýstingur. Aðrir þættir, sem taldir eru auka lík- urnar á kransæðasjúkdómum, eru .t.d. offita, hreyfmgarleysi og streita. „Kransæðasjúkdómar viröast hafa vissa tilhneigingu til að ganga í ætt- ir, “ sagði Nikulás ennfremur, „en - óliklegt er tahð að þeir erfist beinlín- is. Sameiginlegt umhverfi fjölskyld- unnar hefur án efa töluverð áhrif á orsök þess að hjarta- og æðasjúk- dómar eru algengir hjá sumum fjölskyldum en ekki öðrum. Þessir sjúkdómar eru líka mun algengari hjá körlum en konum en enginn veit með vissu hvað veldur því. Þó er tal- iö líklegt að hormónastarfsemin spili þar eitthvað inn í. Þessir áhættuþættir útskýra um helming allra hjartaáfalla en ennþá eru margir áhættuþættir óþekktir. En þeir sem við þekkjum eru þess eðlis að hægt er aö hafa áhrif á þá. Blóðfitu, eöa kólesteról, er hægt að minnka með mataræði, of háan blóð- þrýsting er hægt að lækka með meðferð, og þeir sem reykja geta ein- faldlega hætt því. í Jöndum þar sem tiðni þessara sjúkdóma var mjög há, t.d. í Finnlandi og Bandaríkjunum, hafa verið gerðar tilraunir til að auka forvarnir. í báöum þessum löndum hafa þessar forvarnaraðgerðir haft gífurleg áhrif til batnaðar. í Finn- landi lækkaði tíðni sjúkdómanna um 20% en í Bandaríkjunum um 30-40%. marki, fljótandi fita, jurtaolía, er mun æskilegri en fost fita, dýrafita. Hækkun blóðfitu í líkamanum getur verið arfgeng en að mestu leyti stafar hún af of mikilli neyslu mettaðrar fitu og að menn brenna ekki þessari fitu á eðlilegan hátt, þ.e. þeir hreyfa sig ekki nóg. Um 40% hitaeininga Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánaror- sök íslendingaen annað hvert dauðsfall má rekja til þessara sjúkdóma. í þessum flokki eru kransæða- sjúkdómar langalgengasti dánarvaldurinn en þriðji hver íslendingur sem lætur lífið verður þeim að bráð. Næstur í röðinni af þessum sjúkdómum er heila- blæðing eða blóðtappi í heila, og þó að tala látinna vegna þessa sé lægri en vegna hjartaáfalls er hún samtsem áðurof há. Okkur lék hugur á að fræðast um hjartavarnir og hjartasjúkdóma hérlendis og leituðum því til Nikulásar Sigfússonar, yfirlæknis rannsóknastöðvar Hjartaverndar. Heilsa Svipuð þróun hefur átt sér stað í nokkuð mörgum löndum sl. 10-20 ár. Hérlendis var mikil aukning í hjarta- og æðasjúkdómum til ársins 1970. Eftir það hefur tíðni þeirra annað- hvort staðið í stað eða lækkað örlítiö. Núna virðist vera lækkun um nokk- ur prósent hjá körlum en talsvert meiri hjá konum.“ Við spurðum Nikulás hvað væri til ráða hjá þeim sem teljast til áhættu- hópa. „Þeir sem eru í þessum áhættuhóp- um geta gert margt til að hindra kransæðasjúkdóma. Þeir sem reykja græða mest á því að hætta. Allir ættu að láta fylgjast með blóðþrýst- ingnum hjá sér reglulega því of hár blóðþrýstingur er einkennalaus og mjög algengur. Fjórði til fimmti hver fullorðinn maður á íslandi hefur of háan blóöþrýsting. Fólk ætti líka að neyslu mettaðrar fitu í lág- Um helming allra dauðsfalla á íslandi mð rekja til hjarta- og æðasjúkdóma. Hjartabíllinn, sem sést á þessari mynd, er sérstaklega útbúinn til að flytja sjúklinga sem fengið hafa þessa sjúkdóma. Við skulum vona að í framtíðinni minnki þörfin fyrir þessa bifreið, sem og aðrar sem gegna slíku hlutverki. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.