Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Spumingin Var nauðsynlegt að skjóta húninn í Haganesvík? Rakel Þórðardóttir: Nei, það hefði mátt senda hann, t.d. á sædýrasafn eða jafnvel til Grænlands. Pétur Þormar: Hann var það stór að ég held að hann hefði getað orðið skeinuhættur. Fríða Björnsdóttir: Mér finnst það algjör synd að þurfa að skjóta svona lítinn og sætan hún. Heimir Einarsson: Nei, það fannst mér ónauðsynlegt. Frekar hefði átt að véiða hann 1 gildru og senda í sædýrasafn. Þóra Steindórsdóttir: Ég veit ekki, en eílaust er ég samt sammála þess- ari framkvæmd. Ingi Tómasson: Nei, það held ég ekki. Finnst hann hafi verið of ungur. * tiita »n t« if. r vtf * (■ p. «< k €<» v v v. zt r. i i Lesendur Varðandi auglýsingu í Motgunblaðinu: Oss er ekki skemmt „ ... allt það starfsfólk, sem gefur sig út fyrir að vera menntað í uppeldi og umönnun barna, verður aö vera talandi og skrifandi á islenska tungu.“ Nanna Gunnarsdóttir skrifar: Meðfylgjandi auglýsing birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. janúar, væntanlega á vegum Dag- vistar barna sem mun vera opin- bert „fyrirtæki" sem sér um dagvistunarmál í Reykjavík. Ef að líkum lætur starfa þar fleiri en einn og fleiri en tveir því málefn- ið er umfangsmikið og þarf mikiil- ar umsýslu viö. . > Því þykir mér allundarlegt að málfræðivillur á borð við þær sem fram koma í umræddri auglýsingu skyldu slæðast í gegnum, aö ætla má, svo margfalda síu sem telja má að hendur og hugur hæfileika- og fagfólks í uppeldisfræðum gætu verið og ættu að vera. Hafi hugmyndin hins vegar*verið sú að apa eftir misgott málfar lítilla og lítt talandi barna, sem verður á að tala vitlaust, og gera með því skemmtiatriði úr málefninu og jafnframt gera lítið úr börnunum þá get ég ekki orða bundist sem móöir og lýsi yfir því sem Viktoría Englandsdrottning mun hafa sagt: „Oss er ekki skemmt“. Ég hef ekkert sérstakt á móti fóstrum eða öðrum uppeldisfræð,- ingum sem slíkum en hafi hug- mynd sú, er ég nefndi hér að ofan, verið kveikjan að þessu þá tel ég viðkomandi hugmyndafræðing ekki á nokkurn hátt hæfan til þess að umgangast börn þó svo að upp- eldisfræði- og sálfræðikunnátta hans/hennar sé til mikillar fyrir- myndar. Hins vegar vil ég leyfa mér að halda því fram að lágmarkskunn- átta í beygingarfræði íslenskrar tungu og reyndar lágmarkskunn- átta í íslensku almennt, ásamt góðri tilfinningu og smekk fyrir góðu máli og fallegu, sé ekki síður mikilvæg heldur en barnasálfræði og fleiri fræðigreinar í sama dúr. Að sjálfsögðu er sá möguleiki fyr- ir hendi að auglýsingin umrædda, sem hefur kostað mig bæði nætur- svefn og sálarfrið að undaníomu, hafi slæðst í gegn fyrir mistök og það væri náttúrlega einfaldast að halda því fram. En mistök sem þessi eru óafsakanleg. Hér er um að ræða 8 litlar at- vinnuauglýsingar frá jafnmörgum dagvistunarstofnunum í Reykja- vík. Þar af eru 3 auglýsingar alvarlega gallaðar og ekki til þess 'hæfar að koma fyrir sjónir almenn- ings. Hér er því um að ræða mistök starfsfólks á 3 dagvistunarheimil- um Reykjavíkurborgar. Það er e.t.v. ekki hátt hlutfall en þó of hátt. Mjög stór hluti íslenskra barna eyðir meiri itíma á dagvistunar- stofnunum heldur en heima hjá sér og er ég þá að tala um þær stundir sem barnið er vakandi og samvist- um við forráðamenn sína. Þar af leiðir að leggja þarf á það enn meiri áherslu að það fólk sem barnið er samvistum við flestar vökustundir sínar sé hæft til þess að takast á við það verkefni og þá ábyrgð sem því er falin: Að sinna líkamlegum og andleg- um þörfum bamsins og leyfi ég mér að fullyrða að undir það síðar- nefnda flokkast málfarslegt upp- eldi og eftirlit sem síðan verður að styrkja heima fyrir. UREIÐHOLT - SELJAII VERFl IDIJBORG - IÐUFHLLI 16 Vlft á lftuborR vantar fótlru cfta starfsmann allan daglnn Á leikskóladelldogannan starfs- manri e.h. f sal. Upplýslngar gefur Vilborg f símum 76989 fr 464P9. BAKKABORG - BLÖNÖUBAKKA 2 Á daghelmlllö Bakkaborg vantar' okkur fóstru eöa annan starfsmann affan daginn á 1—3Ja ára delld. Getum bætt vlö okkur starfsmannl hálfan daglnn frá 1. febrúar á sömu deild. • Slöan vantar okkur fóstru. þroskaþjálfa eöa annaö uppeldislega menntaö fólk I fullt starf tll stuönlngs börnum mcö sórþarllr. Elnnlg aöstoöarmanneskju hálfan daglnn. Upplýstngar gcfur Þórdís I sima 71240. SUÐURBORG - SUÐURHÓLUM 19 VIÖ á daghelmlllnu Suöurborg vantar delld- arfóstruádelldmeö 1—3Ja ára bömum. Sföan vantar okkur fóstru, þroskaþjálfa eöa starfs- mann meö aöra uppeldlsmenntun I hálft starf, tll stuönings börnum meö sérþarflr. Upplýsingar gefur Elinborg I slma 73023. FÁLKABORG - FÁLKABAKKA 9 Lclkskóllnn Fálkabont vantar fóstru cöa fólk. ' meö uppeldlsmenntun e.h. Vantar clnnlg starfsmann allan daginn frá og meö 1. april. Siöast en ekkl sist vantar fólk til afleyslnga. __llnnlCdngar gpfa UHa na.lnglhlörg I sima- Auglýsingarnar birtust í Morgun- blaðinu þann 26. janúar siðastlið- inn. Því er það ófrávíkjanleg skoðun mín að allt þaö starfsfólk, sem gef- ur sig út fyrir að vera menntað í uppeldi og umönnun bama, verður að vera talandi og skrifandi á ís- lenska tungu. Þetta er e.t.v. ekki skoöun annarra foreldra þó ég eigi bágt með því að trúa því aö foreldr- ar í dág hafi svo miklu minni til- finningu fyrir slíkum hlutum en áður var. Því staðreyndin er nú sú að þegar böm vaxa úr grasi og verða allt í einu unglingar vakna margir upp við vondan draum og hugsa með sér: „Hvernig stendur á því aö krakkinn talar svona vitlaust?" Og hvar er þá svársins að leita? Er þess kannski að leita langt aftur í fjarskanum þegar „krakk- inn“ var á dagheimili/leikskóla? Við skulum ekki gleyma því að það er aldrei of snemmt að byrja að kenna börnum að tala rétt og gott mál. Hins vegar verður þaö auð- veldlega of seint. Vonsvikinn áskrifandi Stöðvar 2 skrifar: Aö forráöamenn Stöðvar 2 skuli voga sér að bjóða áskrifendum, sem hafa fjárfest í dýmm af- ruglara á kr. 14.990 og borga afnotagjald kr. 1.250 á mánuöi, upp á að endursýna. bíómynd þrisvar sinnum, og þaö jafnvel á rúmum mánuði, finnst mér fyrir neðan allar hellur. Oíl er aðalmynd kvöldsins á besta sýningartimanum endur- sýnd. Síöan hefði ég haldiö að þessar dýru fjárfestingar áskrif- andans losuðu okkur við auglýs- ingar. Mér er spurn, er leyfilegt aö sýna auglýsingar í læstri dag- skrá? Aö lokum langar mig að koma með tillögur um efni. Hvernig væri aö hefja aftur sýningar á Morðgátu og Magnum, í staö sýn- ingar þáttanna Tracy Ullman, Hinir vamralausu, Sjónvarps- bingó, Otrúifi't niaW'- „Það er skömminni skárra að byggja ódýrar kassaíbúðir, sem fólk hefur ráð á, heldur en dýrar íbúðir," segir reiður Kópavogsbúi. Húsnæðislánin Reiður Kópavogsbúi hringdi: Ég er orðinn svo langþreyttur á að bíða eftir húsnæðisláni að ég er að hugsa um að flýja land, til Svíþjóðar eða Noregs. Ég er verkamaður og er mér tjáð að maður þurfi að bíða í 2 ár eftir láni fyrir verkamannabústað og auk þess liggi þessi lán eingöngu fyrir handa einstæðum mæðrum. Ég er verkamaður og jafnframt fjölskyldumaður á lágum launum en ég nýt ekki lánsréttar samkvæmt þessu. Mér er sagt aö ástandið sé ekki skárra í Reykjavík. Nú er talaö mikið um hvað íbúðir eru dýrar og leiga há. Ég held aö það sé skömm- inni skárra að byggja ódýra og ljóta blokkakassa, svo fólk hafi þó alla vega þak yfir höfuöið, heldur en að byggja svo dýrt að enginn hefur efni á að leigja eða kaupa. Ingólfur Karl Sigurðsson hringdi: Ég er hér meö fyrirspum til ríkis- stjómar varðandi fjórþjól. Af hverju verð ég að borga tolla við kaup á fjórhjóli, bifreiðaskatt, skráningargjald, tryggingu, sem er kaskótrygging í mínu tilfelli, ökumannstryggingu og tjóna- tryggingu varöandi þriöja aðila? Ef ég svo voga mér aö setja hjólið í gang er ég hundeltur eins og stórglæpamaöur. Ég tek þaö fram aö ég hef alla tíö passað mig á aö skemma ekki gróöur eöa valda spjöllum á um- hverfi. Hvemig er hægt aö krefj- ast allra þessara gjalda afgripum sem má svo hvergi nota? Auk þess spyr ég hvort fjórhjólið mitt hlíti sömu reglum og dráttarvél, ef ég set krók aftan á þaö, þannig aö ég geti dregiö kerra. Vegna þess að ég fæ ekki að nota tækið mitt mér til gamans, þrátt fyrir þessi gjöld, finnst mér að ríkinu sé skylt að kaupa af mér fjórhjólið á fullu verði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.