Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. 19 l Snýr Þorbjóm Jensson aftur til landsliðsins? : n F d hef okki tfnfiA ■Q llvl VlUII Jvl Iv landsliðið upp a batinn l - Þorbjöm lék með toppliði IFK Malmö „Það er alveg öruggt aö ég kem alkominn heim til Islands í byijun júní og þá tek ég endanlega ákvörðun um hvaö ég geri, hvaða lið ég þjálfa og hvort ég tek þátt í undirbúningi landsliösins fyrir ólympíuleikana í Seo- uU' sagöi Þorbjöm Jensson, handknattleiksmaður ogfyrrverandi fyrirliði landsliösins, í samtali viö DV í gærkvöldi. Þorbjöm þjálfar nú hð IFK Malmö í sænsku l. deildinni og er liðið nú í efsta sæti syðri hluta deildar- innar. I I i I I I I I I I I I I „Við lékum gegn Kalsham á úti- velii og unnum góðan sigur, 22-24. Gunnar Gunnarsson lék mjög vel í þessum leik. Hann skoraði 6 mörk þrátt fyrir að hann heföi verið tek- inn úr umferö mestallan leikinn. Ég lék með gegn Kalsham vegna meiðsla Portúgala, sem leikur með okkur, og skoraði eitt mark. Vik- ingama töpuðu sínum leik og því náðum við toppsætinu í deildinni. Næst eigum við aö leika gegn Halby sem er í 4. sæti og ef viö vinnum þann leik stöndum viö mjög vel að vígi fyrir úrslitakeppnina um sætiö í All Svenskan." „Alltof mörg félög hafa talað víð mig“ - Nú kemur þú tU Islands i sum- ar. Er afráöiö hvaða félag þú þjálf- ar? „Nei, það er ekki ákveðiö. Þaö hafa mjög mörg félög talað viö mig og reyndar alltof mörg. Þar á með- al eru lið í 1. deild. Ég hef hins vegar ákveðið að taka ekki ákvörð- un um hvað ég geri fyrr en eftir nokkra mánuði. Ég er á góðri leið með að gera góða hluti hér og ætla að einbeita mér aö handboltanum hér á næstu vikum." „Vil ekki veðja við þig því ég þoii ekki að tapa“ - Hefur þú endanlega gefið lands- höið og undirbúning þess fyrir OL upp á bátinn? „Nei það hef ég ekki gert. Maður er alltaf volgur og þaö er mjög erf- itt að slíta sig alveg frá þessu. Ég á eftir að skoða þetta dæmi betur og reikna með aö taka ákvörðun um hvað ég geri í landsliösmálunum um leið og ég ákveö hvaða liö ég þjálfa næsta vetur." - Einhvern veginn heyrist manni á þér að þú æthr að vera meö í undirbúningi landshðsins, munir æfa á fuhu í sumar og fara raeð lið- inu til Seoul. „Já, þú segir þaö. Ég þori alla vega ekki að veðja viö þig um að ég verði gkki með vegna þess að ég þoli ekki að tapa veömálum," sagöi Þorbjörn Jensson. -SK • Þorbjörn Jensson, fyrrum fyrirliðí íslenska landsllösins I handknattleik. Hann var einn besti leikmaður iiðs- ins á HM í Sviss og væri það islenska liðinu mikill styrkur ef hann lékl með i Seoul. Tékkar komu rækilega á óvart í nótt er þeir skelltu sjálfu stórveldinu, Banda- rikjunum, í isknattleikskeppni ólympíuleikanna. Leiknum lyktaöi 7-5. Þá kjöldrógu Sovétmenn lið Austurríkis i gær, unnu 8-1, V-Þjóðverjar lögðu Norðmenn, 7-3, og Svisslendingar mörðu sigur á Finnum, 2-1. Tap hjá Pétri og félögum í nétt: Enn áfall hjá Spurs á heimavelli Pétur Guðmundsson og félagar hjá San Antonio Spurs náðu ekki aö leggja Golden State Warriors á heimavelh sínum í nótt. Leiknum lyktaöi 122-126 (79-57). Viðureign höanna var annars gíf- urlega tvísýn í lokin eftir að Spurs hafði gloprað niður mikilh forystu. Leikmenn hðsins sátu eftir í sárum þegar leikurinn var úti, höfðu enda haft tæplega 30 stiga forskot þegar best lét. „Þetta var hreinasta hörmung. Við vorum meö gífurlega yfirburði í fyrri hálfleik en sofnuðum í leikhléinu. Vöknuðum síðan ekki til lífsins í síð- ari hálfleiknum, því fór sem fór.“ Þetta sagði Pétur Guðmundsson í spjalh við DV í nótt. Hann lék sáralít- iö með, var inni á í fjórar mínútur. Lenti hann strax í hinu mesta villu- bash, hreppti þrjár á þessum fáu mínútum en skoraði þó þijú stig og hirti eitt frákast. Heldur hefur hahað undan fæti hjá San Antonio í NBA deildinni eftir áramótin. Liðið hefur nú tapað nokkrum leikjum á heimavelh sín- um en þar var það áöur nánast óvinnandi vígi. Önnur úrsht í NBA: Bucks-Buhets.............114-110 Buhs-Hawks...............126-107 Cleveland-Kings...........104-95 Pistons-76ers.............102-95 Knicks-NY Nets.............97-96 Mavericks-Supersonics....124-122 Celtics-Suns.............107-106 Utah Jazz-Blazers.........112-94 950 þúsund miðar seldir Sgurður Bjömssan, DV, V-Þýskalandi: Aðsóknarmet hefur verið sleg- ið á úrslitakeppnina í Evrópu- keppninni í knattspymu sem verður í Vestur-Þýskalandi í júni í sumar. 47 þúsund miðar hafa veriö seldir aö meðaltah á leik i keppninni. Gamla metið var um 40 þúsund miðar. • Vestur-þýska knattspymu- sambandið er þegar búið að selja alls 950 þúsund miöa á leikina en þess má geta að af öryggisástæð- um veröa vellimir, sem keppt verður á, ekki fyUtir af áhorfend- um heldur aöeins upp að 70%. • Auk opnunarleiksins, sem er á milh Vestur-Þýskalands og ítal- íu, og úrshtaleiksins, sem fram fer á ólympiuleikvanginum í Múnchen, er uppselt á leik Dan- merkur - Spánar, Vestur-Þýska- lands - Danmerkur og Spánar - Vestur-Þýskalands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.