Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. Svidsljós Olyginn sagði... Barbara Carrera - sem fræg varð fyrir hlutverk sín í James Bond myndinni Never say never again og myndaflokknum Masada - starfaði áðursem fyrirsæta. Hún er vel menntuð og talar meðal annars ein fimm tungumál reip- rennandi. Sumir segja að hún hafi komist svona langt á útlit- inu einu saman en alla vega hafa fleiri áhuga á að nota krafta hennar í kvikmyndaheiminum því hún var ráðin til þess að leika í áströlskum myndaflokki og er nú í Ástralíu við tökur. Sylvester Stallone hvað vera nokkuð áhyggjufullur þessa dagana. Síðustu myndir hans hafa verið nokkuð gagn- rýndar fyrir að vera einhæfar og endurtekning á sömu þvæl- unni. En hann virðist hafa fáar nýjar hugmyndir að moða úr og bætir sífellt við framhalds- myndum. En þrátt fyrir mótlætið á þessu sviði er hann enn sprækur I kvennamálum og fékk sér eina nýja fyrir stuttu. Sú heitir Cornelia Guest og er Ijós- hærð eins og fyrri kærustur hans. Michael Douglas er ótrúlega vinsæll leikari. Hann er einna mest áberandi allra leik- ara á hvíta tjaldinu nú og leikur í nokkrum kvikmyndum á ári. Nýjasta mynd hans er Wall Stre- et sem leikstýrt er af snillingnum Oliver Stone. Michael Douglas leikur skúrkinn í myndinn en Charlie Sheen leikur hetjuna. Sagt er að Douglas skyggi al- gerlega á CharJie Sheen fyrir frábæran leik sinn. Þetta er föngulegur hópur slökkviliðsmanna af Keflavíkurflugvelli sem heimsóttu félaga sína í Öskjuhlíðinni. DV-mynd S Slökkviliðsmenn frá Keflavíkurflugvelli tóku sig til fyrir stuttu og heim- sóttu félaga sína í Reykjavík. Það var starfsmannafélagið á Keflavíkurflugvelli sem stóð fyrir þessari heimsókn til þess að styrkja böndin þarna á milli. Rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn heimsóttu félaga sína í Öskjuhlíðinni auk þess sem þeir komu við í Slysavarnaskólanum Sæbjörgu til þess að kynna sér starfsemina. Var það mál manna að heimsóknin hefði verið bæði gagnleg og skemmtileg. Ljósmyndari DV festi þennan fríða hóp vaskra manna á filmu á slökkvistöðinni í Öskjuhlíð. Lætur illa að stjóm Lisa Bonet, sem leikur Denise í Fyrirmyndarfoður, er ekki eins ljúf og þæg í einkalífmu og í sjónvarps- myndaflokknum. Reyndar er hún sífellt að koma fólki á óvart með hin- um ýmsu uppákomum. Óvænt gift- ing hennar og poppsöngvarans Lenny Kravitz kom öllum í opna skjöldu, jafnt foreldrum þeirra sem vinum. Lisa Bonet hefur verið iðin í samkvæmislífinu þrátt fyrir að hún sé aðeins tvítug að aldri. Gekk það svo langt á tímabili að Bill Cosby sagðist ekki lengur hafa þörf fyrir hana í þáttunum. Einkalíf Lisu átti heldur enga samleið með fyrirmynd- arfjölskyldu. Ekki kom til þess að Lisa þyrfti að hætta í þáttunum því hún lofaöi bót og betrun. Lisa hefur leikið í öðrum sjónvarpsþætti og einnig fékk hún hlutverk í kvikmyndinni Angel He- art. Lisa og Lenny höfðu aðeins þekkst í nokkra mánuði er þau tóku upp á því að fljúga til Las Vegas til að ganga í hjónaband. Leigubílstjórinn sem ók þeim til prestsins fékk þaö hlutverk að vera svaramaður. Tveimur tímum síðar sneru þau til baka til Holly- wood. „Þetta var rómantískt," segja þau skötuhjúin og sögðu að ætlunin hafi veriö að halda þessu leyndu. Lisa og eiginmaðurinn Lenny sem er poppsöngvari og kallar sig Romeo Blue. sem önnur tré og nú er Woody Allen loks orðinn pabbi, 52 ára. Eftir erfiða pabbameðgöngu fædd- ist fallegur strákur sem fékk nafniö Satchels O’Sulhvan Farrow. Woody Allen var viðstaddur fæðinguna og hefur nú tekið öll fyrri ummæli um bameignir til baka. Mia Farrow er hins vegar öllu vön í þessum efnum því hún á 17 ára tvíbura, Matthew og Sacha, Fletcher, 12 ára, sem hún átti með André Previn, og loks hefur hún tekið að sér fimm börn. Það eru Lark song og Daisy, 12 ára, Soon Yi 13 ára, Moses 10 ára, sem er fatlað- ur, og loks Dylan sem er á þriðja ári. Mia Farrow hefur alltaf sagt að hún ætli sér að eiga tólf böm svo nú á hún aðeins eftir að bæta við þremur. Woody Allen veröur víst bara að sætta sig við þessa stóm fjölskyldu ef hann ætlar að halda í Miu Farrow. Með tilkomu litla sonarins ákvað hann aö flytja upp til fjölskyldunnar og þar er hann enn. Líklegast verður hann farinn að skipta á bleyjum næst þegar við fréttum af kvik- myndaframleiðandanum Woody Allen. Woody Allen hefur alltaf þótt dálit- ið sér á parti og engan skyldi undra þó hann hafi líka veriö það í sam- bandi við barneignir. Reyndar var Woody alltaf viss um að ef hann yrði pabbi færi eitthvað úrskeiðis. Hann hefur búið með leikkonunni Miu Farrow í níu ár og jafnan neitað að stækka fjölskylduna. Varla má þó segja .aö um barnleysi hafi verið aö ræða því Mia á stóran barnahóp, alls átta börn. Woody var ekkert sérlega hrifinn af því enda bjó hann í séríbúð á neðri hæðinni - sérkennileg sam- búð það. En svo bregðast krosstré Lokans fluttur inn íl kæmstuiM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.