Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. 7 dv Viðtalið ... . Fréttir Trésmiðavél þessi er eitt þeirra atvinnutækja sem Glitnir hf. hefur þurft að taka af viðskiptavinum sínum vegna vanskila. DV-mynd KAE FjárfestingarSyrirtæki: litið um vanskil Aflí á vertíðinni: Best á línu fyrir vestan Kolbrún Jónsdóttir, varaþing- maður Borgaraflokks, tók sæti á Alþingi í síðustu viku. DV-mynd S Frvtíminn fer allur í flokkinn Kolbrún Jónsdóttir kom inn á þing í lok síðustu viku sem vara- þingmaður Borgaraflokks fyrir Hreggvið Jónsson sem nú er far- arstjóri á ólympíuleikunum í Calgary í Kanada. Kolbrún er borin og barnfædd Hafnfirðing- ur, fædd 2. júlí 1945. Hún býr enn í Hafnarflrði og er önnur konan sem búsett er í Hafnarfirði sem fer inn á þing. , .Ragnheiður Sveinbj örnsdóttir er eina konan, búsett í Hafnar- flrði, sem tekið hefur þingsæti á undan mér. Hún var á þingi sem varaþingmaður Framsóknar- flokks fyrir 14 árum og þótti mér ákaflega vænt iim þegar hún sendi mér skeyti af því tilefni að ég settist á þing.“ Eiginmaður Kolbrúnar er Steingrímur Magnússon, lög- reglumaður í Hafnarfirði. Þau eiga þrjú börn. Ágústu, sem stundar nám í viðskiptafræði viö Háskóla íslands, Soffiu, sem er í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Jón Vigni, sem er átta ára. Kolbrún er með gagnfræðapróf frá Flensborgarskóla í Hafnar- firði og auk þess hefur hún farið á stjómunarnámskeið hjá Stjórn- unarskólanum. Hún hefur starf- að sem framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins JVJ hf. í Hafnarfirði síðan 1976 en á árun- um 1963-1971 starfaði hún í Samvinnubanka íslands. - Er langt síðan þú fórst að hafa afskipti af stjórnmálum? „Nei, ég get ekki sagt það. Árið 1986 fór ég í framboð í bæjar- stjórnarkosningum í Hafnarfirði og svo hef ég starfað í Borgara- flokknum síðan hann var stofn- aður, fyrir síðustu alþingiskosn- ingar. Það er alveg stórkostlegt að vera komin inn á Alþingi og raunar er þetta allt annar heimur en maður hefur þekkt. Starf al- þingismannsins er krefjandi þjónustustarf sem tekur allan tíma sem maður hefur. Ég hef því tekið mér frí í vinnunni meðan ég sit á Alþingi en ég býst við að það verði í u.þ.b. þrjár vikur.“ - En hver eru i^elstu áhugamál- in? „Síðustu tíu mánuði, eða síðan Borgaraflokkurinn var stofnað: ur, hefur allur minn frítími farið í að byggja Borgaraflokkinn upp. Þetta hefur verið mjög skemmti- legur timi enda nóg að gera. Þingmenn flokksins hafa verið mjög duglegir og höfum við verið að stofna kjördæmafélög um allt land og haldiö fundi. Auk þess er flokkurinn búinn að stofna ung- liðahreyfmgu í Reykjavík og á Akureyri. Starfið er því oröið mjög öflugt enda er Albert Guð- mundsson besti pólitíkus sem við eigum í dag. Hann hefur hjartað á réttum stað og er ekki ríg- bundinn í kerfinu eins og svo margir.“ -JBj Fjárfestingarfyrirtæki eru tiltölu- lega nýlegt fyrirbæri á íslenska viðskiptamarkaðnum. Fyrirtæki þessi fjármagna kaup á tækjum til atvinnurekstrar með fjármögnunar- og kaupleigusamningum. Fjárfestingarfélagið Glitnir hf. er elsta fyrirtækið þessarar tegundar hér á landi en þaö hóf starfsemi sína í byrjun árs 1986. Glitnir hf. hefur haft á leigu geymsluhúsnæði við Ármúla í Reykjavík til að hýsa þau atvinnutæki sem þarf að taka af kaupendum vegna vanskila. DV leit- aði eftir upplýsingum hjá Kristjáni Óskarssyni, framkvæmdastjóra Glitnis hf., hvort mikið væri um van- skil í þessum viðskiptum. „í svona Júlia Imsland, DV, Höfru Síðastliðinn sunnudag kl. 18.30 ók rúta frá Neskaupstað á fjóra hesta á brúnni yfir Laxá í Nesjum og varð að aflífa tvo hestana á staðnum. Eng- rekstri má alltaf reikna með að þurfi að taka tæki til baka vegna vanskila en þau seljast þá alltaf fljótt aftur. Geymsluhúsnæðið sem við höfum á leigu er um 100 m2 að flatarmáli og hefur það komið okkur á óvart að það stendur yflrleitt næstum tómt. Vanskilamál af þessari tegimd hafa verið miklu færri en við bjuggumst við. En við verðum aö gera ráð fyrir þessum möguleika og höldum því geymsluhúsnæðinu. ‘ ‘ Þegar blaðamaður heimsótti Glitni hf. hafði fyrirtækið í sinni vörslu smíðavél, jarðýtu, 3 PC tölvur og leigubíl en nú eru tölvurnar og bíll- inn farin. in slys urðu á fólki og litlar skemmd- ir urðu á rútunni og hélt hún áfram austur. Það má teljast mikil mildi að þarna skyldi ekki verða stórslys því lítilhindrun eríláguhliðarhandrið- inu á brúnni og hátt niður. Bátar sem róa með línu frá Pat- reksfirði og Rifi hafa fengið bestan afla það sem af er vetrarvertíð. Á Rifi er Rifsnes SH aflahæst með 245 tonn í þrettán sjóferðum. Tjaldur SH hefur fengið 212 tonn í jafnmörgum sjóferðum. Línubátar frá Rifi róa með tvöfalda línu og hefur aflinn verið nokkuð jafn og góður frá ára- mótum. Patrekur og Vestri frá Patreksfirði hafa fengið mjög góðan afla á línu að undanfómu. I síðustu viku land- aði Patrekur 67,5 tonnum af slægðum fiski og Vestri um 60 tonnum. Patrek- ur og Vestri hafa hvor um sig veitt tæp tvö hundruð tonn af slægðum fiski frá miðjum janúar. í Ólafsvík er aflinn bestur hjá línu- bátunum. Þeir sem róa með tvöfald- an gang hafa verið að landa 13 til 17 tonnum. Gunnar Bjarnason SH er aflahæstur í Ólafsvík með um 130 tonn í 13 róörum. í öðrum verstöðum er afli yfirleitt tregur. Dalaröst ÁR hefur fengið tæp tvö hundruð tonn í dragnót. Aflinn er nær eingöngu langlúra og sand- koli. Afli netabáta er alls staðar tregur. • -sme ri Jeep ri AMC EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Eigum fyrirliggjandi mikið úrval original varahluta í AMC og Jeep bifreiðar. Einnig aukahlutir fyrir Wagoneer og Cherokee árg. '84-'88, m.a. upphækkunarsett, toppgrind- ur, mottusett, vindskeiðar, sílsalistar, stokk- ar, útispeglar, varadekkspokar, safarígrindur að framan, stuðarahlífar, dráttarbeisli, aur- hlífar o.fl. o.fl. Ath. sérpantanir á ca 2-3 vikum án auka- kostnaðar. Hraðpantanir á ca 3 dögum. EGILL VILHJÁLMSSON HF., Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202 BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI p F á h ÓST- OG SÍMSTÖÐVA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU rá og með 15. febrúar 1988 breytist afgreiðslutími póst- og símstöðva öfuðborgarsvæðinu. Opið verður frá kl?8.30-16.30 mánudaga, þriðju- daga, miðvikudaga og föstudaga og frá kl. 8.30-18.00 fimmtudaga. R-1 Pósthússtræti 5 Póst- og símstöðin Kópavogi R-4 Klepps vegi 152 Póst- og símstöðin Gar ðabæ R-5 Rauðarárstíg 27 Póst- og símstöðin Hafnarfirði R-7 Neshaga 16 Póst- og símstöðin Seltjamamesi R-8 Ármúla 25 Póst- og símstöðin Mosfellsbæ R-9 Arnarbakka 2 R-lOHraunbæ 102c R-11 Lóuhólum 2-6 Póstútibúið R-3, Kringlunni, er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8.30-18.00. Póstútibúið R-6, Umferðarmiðstöðinni, er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8.30-19. 30 og laugardaga frá kl. 8.30-15.00. UMDÆIVIISSTJÓRI -JBj Höfh: Rúta ók á hesta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.