Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988. 15 Skattar og skyringagleði Nú líður óðum að því að einstakl- ingar þurfi að skila skattskýrslun- um sínum og leggja drengskap sinn við innihaldið. Fóik er ákaflega misandaktugt yfir þessum ósköpum og mætti al- veg spgja mér að sumir leggi við stráksskap sinn fremur en dreng- skapinn þegar að undirskrift kemur. Yfirvöld hafa nú komið á enn einu kerfinu sem á að einfalda og auðvelda framtaisgerð og tryggja betri skil á skattpeningum en verið hefur. Ég þykist muna eftir því að nokkrum sinnum áður hafi verið gerðar breytingar til einföldunar. Hvemig sem á því stendur hefur öll viðleitni yfirvalda til þess að einfalda málin verkað þveröfugt. Það er tæpast orðið á færi annarra en fagmanna að gera skattaskýrsl- ur. Pappírsflóðið eykst, skýringun- um fjölgar og allt verður sífellt flóknara. Pappírsflóðið Að undanfórnu hafa póstkassar landsmanna og þar með lands- menn sjálfir fengið að finna fyrir pappírsflóðinu frá því opinbera eins og það er þegar hið opinbera kemst í stuð. Við fáum eyðublöð sem eru meira og minna óskiljanleg venjulegu fólki. KjaUarinn Guðmundur Axelsson skrifstofumaður Þessu fylgja svo skýringablöð og bæklingar sem era miklu óskiljan- legri en eyðublöðin en er samt ætlað það hilutverk að kenna okkur að útfylla þau. Allt þetta pappírsfár veldur því svo að það myndast ör- tröð fólks á skattstofum, bókhalds- og endurskoðunarskrifstofum og annars staðar þar sem fólk álítur sig geta fengið leiðsögn út úr þess- um hroðalega pappírsfrumskógi. Þeir sem ekki treysta sér sjálfir til að gera það sem gera þarf, vita ekki hvert þeir geta leitað eða hafa ekki uppburði í sér til að leita sér aðstoðar, lenda svo í stórvandræð- um. Gera annaðhvort tóma vit- leysu eöa bara alls ekki neitt og valda þar með sjálfum sér hugar- angri og ómældum erfiðleikum sem koma reyndar líka niður á starfsfólki skattstofanna sem verö- ur að sjá um að vandræðamálin fái einhvern endi og hann helst farsæl- an. „Hvernig sem á því stendur hefur öll viðleitni yfirvalda til þess að einfalda málin verkað þveröfugt.“ „Pappírsflóðið eykst, skýringunum fjölgar og allt verður sífellt flókn- ara“, segir m.a. i greininni. i . Upphefð í mannfélagsstig- anum Ég hef auðvitað ekki sloppið við þetta fár frekar en aðrir og mér algerlega að óvörum uppgötvaði ég um daginn að ég er orðinn það sem kallað er sjálfstæður atvinnurek- andi. Nánari tiltekið er ég verktaki. Mín verktakastarfsemi er í því fólg- in að skrifa kjallaragreinar í DV. í fyrstu fannst mér talsverð upphefð í því að vera nú orðinn atvinnurek- andi og þótti eins og nú hefði mér, reyndar allsendis óvart, tekist að príla þó nokkuð upp á við í mannfé- lagsstiganum. Þar sem ég er að eðlisfari dálítið forvitinn fór ég fljótlega eftir þessa merku upp- götvun að kanna hvaða sporslur og fríðindi fylgdu svona upphefð. Ég komst fljótlega að raun um að égþarf að skila efnahags- og rekstr- arreikningi. í rekstrarreikningi gerir maður grein fyrir tekjum og gjöldum. Þetta með tekjurnar er einfalt en þegar kemur að gjöldun- um byrjar bashð. Aksturskostnað hlýt ég að gjaldfæra því ekki fara greinarnar sjálíkrafa niður á blað. Pappír, blekbönd, blýanta, penna, viögerð á ritvélarskriflinu mínu, kynstrin öll af tipp ex og fleira. Blöö, tímarit og símtöl vegna gagnaöflunar. Launaskatt og önn- ur svoköUuð launatengd gjöld reikna ég út og gjaldfæri og fleira og fleira. Efnahagsreikningurinn inniheldur áreiðanlega ekki annað en skuldir. Svo þarf ég trúlega að fylla út slatta af eyðublöðum sem ég veit ekki einu sinni enn þá aö búið er að flnna upp. Að öllu þessu loknu er svo bara að finna aðferð til að nýta tapið, eða er þaö kallað að þjóðnýta þaö? Guðmundur Axelsson. Um fóstur- eyðingar Aðferðum, sem notaðar eru í Bandaríkjunum við fóstureyðing- ar, má skipta í þrjá flokka: Þar sem , sótt er að fóstrinu neðanfrá, upp í gegnum legopið, með verkfærum; - þar sem notuð eru lyf eða efni til þess að framkaUa fósturlát - og þar sem sótt er að fóstrinu ofanfrá, í gegnum kvið móður (með keisara- skurði). Verkfærin eru ýmist til þess gerð sogdæla sem sýgur og tætir sundur fóstrið og fylgjuna sem sogast út um þar til geröa pípu ellegar hand- verkfæri, eins konar hnífur á löngu skafti, en með honum er fóstrið skorið eða skafið burt. Því geta fylgt geysflegar blæðingar. Við fóstur eldri en 12 vikna er notað verkfæri sem líkist helst töng. Þessu áhaldi er rennt upp og inn í legið þar sem náð er taki á einhverjum hluta fóstursins, fæti eða öðru, og með snúningsátaki er hann slitinn frá. Þetta er endurtek- ið þar tll ekkert er eftir. Hlutverk aðstoðarmanns eða hjúkrunar- konu er að raða saman líkams- hlutunum til að fullvíst sé að allt sé komið. „Prostaglandin“-hormóna- «yf I bandarískri skýrslu segir: „Þessar aðferðir eru þó taldar hættuminni fyrir móðurina heldur en saltupplausnar-aöferöin eða þar sem notað er lyfið „prosta- glandin“.“ ') Eftir 16 vikna meðgöngu er ein aðferðin að nál er stungið gegnum kvið móður og inn í legið og þar inn dælt saltupplausn. Fóstrið andar að sér saltinu og deyr en móðirin KjáUariim Tryggvi Helgason flugmaður, Akureyri fæðir sólarhring síðar andvana barn. í bandarísku læknisfræðiriti stendur: „Banamein fóstursins er bráð salteitrun sem veldur blæðingum í heila, losti og dauða.“ 2) Svokölluð prostaglandin-horm- ónalyf eru gerð til dælingar inn í vef eða vökva. Þau valda ofsafengn- um samdrætti í leginu og koma af stað fæðingu á hvaða tíma með- göngu sem er. Þessi lyf eru fram- leidd af Upjohn Pharmaceutical lyfjafyrirtækinu í Bandríkjunum og fjöldi fólks þar í landi sniðgeng- ur allar vörur frá því fyrirtæki þar sem það sé hið eina sem framleiði lyf sem er einungis selt til þess að' eyöa hfi en ekki lækna. í bandarísku læknariti segir: „Fjörutiu og fimm af 607 fóstur- eyðingum, gerðum á miðþriðjungi meðgöngu (4-6 mán.) á Mount Sinai sjúkrahúsinu í Hartford í Connecticutríki á árunum 1974 til 1976, enduðu með lifandi bami.“3) Ajdrei algjörlega hættulaus í háskólaskýrlsu frá University of Texas í Dallas segir: Fóstureyðing er aldrei algjörlega hættulaus fyrir móðurina, hvorki líkamlega né andlega. Með bættri tækni og hinum nýju lyfjum, sem tiltæk eru, hefur ástandið batnað, dauðsfóllum fækkað en aldrei horf- ið alveg. Aukaverkanir og eftirköst fyrir móðurina eru margvísleg, svo sem „Eftir allt þá er enginn munur á því hvort kona deyr af völdum löglegrar éða ólöglegrar fóstureyðingar. Hún er jafnt dáin.“ Fóstureyðingar hafa verið framkvæmdar með „prostaglandin“-dælingu til að ná 26 vikna gömlu fóstri. rifið eða skaddað leg, blæðingar, skyndidauði, krampi, hjartastöðv- un, uppköst, slag, bráð nýrnabilun, blóðeitrun og blóðtappi í lungum. „í sambandi við meðgöngu er fátt sem vitað er með vissu að hefur meiri hættu í íor með sér fyrir þungaða konu heldur en fóstureyð- ing eftir 14. viku meðgöngu." ) Þá fylgir sú hætta fóstureyðingu að konan missi hæfileikann til þess að eignast barn og taliö er að allt að 10 til 15% kvenna, sem fara í fóstureyðingu og borga fullt gjald fyrir, séu „ekki“ þungaðar en áhætta þeirra er hin sama. Þá hefur flöldi utanlegsfóstra marfaldast. „Á níu árum létust í Bandaríkjunum 437 konur af völdum utanlegsfóst- urs.“) Bandarískur læknir, dr. Dennis Cavanaugh, skrifar í læknisfræði- riti: „Síðan fóstureyðingar voru leyfðar í Bandaríkjunum 1973 hafa ekki orðið neinar marktækar breytingar á fjölda þeirra kvenna sem deyjaafvöldumfóstureyðinga. Eftir allt þá er enginn munur á því hvort kona deyr af völdum löglegr- ar eða ólöglegrar fóstureyðingar. Hún er jafnt dáin. Það veitir mér enga ánægju þótt ég viti að þær eru núna löglegar fóstureyðingamar sem verða kon- um að aldurtila hér í Bandaríkjun- um.“ ) Heimildir: 1. „Comparative risks of three methods of midtrimester aborti- on“. Morbidity and Mortality Weekly Report. Center for Dise- ase Control, HEW, 26. nóv. 1976. 2. Galen et al.: „Fetal pathology and mechanism of death in sahne abortion. Ámer. Jour. of OB & GYN, árg. 120 1974, bls. 347-355. 3. „Avoiding tough abortion complications, a life birth“. Medical World News. 14. nóv. 1977, bls. 83. 4. Duenhoelter & Grant: „Complic- ations following prostaglandin F2A induced midtrimester abortion". Amer. Jour. OB/ GYN, árg. 46, nr. 3, sept. 1975, bls. 247-250. 5. Medical Tribune. 26. jan. 1983. 6. D. Cavanaugh: „Effect of hber- áhzed abortion on matemal mortahty rates“. Amer. Jöur. OB/GYN, 1. feb. 1978, bls. 375. Tryggvi Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.