Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988.
Fréttir
Þjóðskjalasafnið í gömlu Mjólkursamsölunni:
Þrjátíu og fimm hillu-
kílómetrar af skjölum
- eitft besta húsnæði sem völ er á - segir þjóðskjalavörður
Þessum skjölum á eftir aö koma i öskjur og síðan upp í hillur. Húsnæði Þjóðskjalasafnsins mun rúma 35 hillukiló-
metra af skjölum en þaö mun liklega ekki duga lengur en til aldamóta.
Þjóðskjalasafn Islands flutti fyrir um
einu ári í gamla Mjólkursamsöluhú-
sið við Laugaveg í Reykjavík. Skrif-
stofur og rannsóknastofa Þjóðskjala-
safnsins er nú flutt i Mjólkursam-
söluhúsið en mikið af skjölum er
ennþá geymt í leigahúsnæði á Hest-
hálsi og í Safnahúsinu þar sem
lestrarsalur er einnig. Nýja hús-
næðið er um 7400 m- að flatarmáli.
Þar eru skrifstofur og rannsókna-
stofa en seinna verður komið upp
lestrarsal, bókasafni og gríðarstór-
um skjalageymslum.
Almenningur gerir sér litla grein
fyrir hversu gífurlegt magn skjala
er geymt í Þjóðskjalasafninu. Gróf-
lega áætlað eru nú 12-13 hillukíló-
metrar skjala í vörslu Þjóöskjaía-
safnsins en í Mjólkúrsamsöluhúsinu
verður hægt að varðveita 35 hillu-
kílómetra. Búist er við að þetta pláss
dugi næstu 10-15 árin. Þaö er því
geysilega stórt húsnæði sem þarf
undir skjalageymslur og eru þau fljót
að sprengja plássið utan af sér. Menn
eru því mjög ánægðir með að mögu-
leiki er á að byggja við safnið í
framtíðinni í portinu milli húsanna.
Vantar um 150 milljónir
Hús Mjólkursamsölunnar voru
keypt fyrir Þjóðskjalasafnið í lok árs-
ins 1985 á 110 milljónir á þáverr.ndi
Fyllt verður upp í þessar dyr og þar
fyrir innan komið fyrir skjalageymsl-
um.
verðlagi. Kaupin voru gagnrýnd af
mörgum. Sérstaklega á þeim for-
sendum að nýlega hafði verið tekið
á leigu húsnæði á.Hesthálsi til 9 ára
og töldu menn að það myndi liggja
ónotað meðan leigusamningurinn
væri að renna út. Sú hefur ekki orð-
ið raunin því að þetta húsnæði er enn
fullnýtt en tvær aðrar geymslur hafa
verið teknar úr notkun. Til að full-
gera byggingarnar vantar u.þ.b. 150
milljónir á núvirði að sögn Magnúsar
H. Olafssonar arkitekts sem hefur
umsjón með byggingunum. Hann
segir ríflegan helming af þessari upp-
hæð fara í hillukerfm en afganginn
í þjófa- og brunavamakeríi ásamt
almennu viðhaldi. Magnús sagði
hins vegar að ef byggja hefði átt nýtt
hús undir Þjóðskjalasafnið hefði það
kostað 400 milljónir fyrir utan allan
innri búnaö.
. »
Hentugt húsnæði
Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð-
ur segir það einstaka heppni að
Þjóðskjaiasafnið hafi dottið niður á
jafnhentugt húsnæði og gömlu
Mjólkursamsöluna. „Þessar bygg-
ingar henta geysilega vel undir
starfsemi Þjóðskjalasafnsins. Með
því að ráðast í þessi húsnæðiskaup
er ég viss um að biðtími á lausn á
húsnæðisskorti þess hefur verið
styttur um 30 ár auk þess sem þessi
lausn er miklu ódýrari en aö byggja
nýtt hús. Húsið er í mjög góðu ásig-
komulagi og einu breytingarnar sem
gera þarf á flestum stööum er að
mála og skipta um teppi eöa dúk á
gólfum. Annars eru það bara einfóld-
ustu viðhaldsatriði sem þarf að
framkvæma. Burðarþol hússins er
geysilega mikið og er það mjög mikil-
vægt atriði þegar skjalasöfn eru
annars vegar. Þá var viðgerðarstofa
tilbúin í húsinu þegar við fluttum inn
en undir hana gátum við notað rann-
sóknarstofu Mjólkursamsölunnar
næstum óbreytta. Viðgerðarstofan
var áöur í 20 m2 húsnæði en hefur
nú um 200 m2 til umráða svo að að-
stæður þar hafa batnaö svo að um
munar. Sýningarsal í kjallara fáum
við einnig í framtíðinni. Inn í hann
verður gengið frá götunni og ekki er
það verra að við erum mjög mið-
svæðis og stutt í alla strætisvagna.
Hvað skjalageymslurnar varöar þarf
yfirleitt bara að þrífa og mála auk
þess sem koma þarf upp hillukerfum
og öryggisbúnaði," segir Ólafur Ás-
geirsson þjóðskjalavörður. Hann
segir enn ekki ljóst hvenær öll skjöl
komist í geymslu í nýja Þjóðskjala-
safninu. Það gerist ekki fyrr en
stjórnmálamenn veita það fjármagn
sem á vantar til að fullklára húsin.
-JBj
geróarstofu Þjóðskjalasafnsins.
Safnið getur notað rannsóknastofu
Mjólkursamsölunnar nær óbreytta
undir viðgerðarstofuna.
Miklilax í Fljótum:
Full afköst strax á
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Stöðin hefur veriö geysileg lyfti-
stöng fyrir byggðarlagið hér. Á
flestum bæjum hér hafa menn átt
í erfiðleikum og orðið að skera nið-
ur fé sitt vegna riðunnar én laxejd-
isstöðin hefur sýnt okkur fram á
að við eigum mikla möguleika á því
sviði hérna,“ sagði Heiðar Alberts-
son, stjórnarformaður Miklalax hf.
í Fljótum, er DV kom þar við á
dögunum.
Framkvæmdir við stöð Miklalax
hófust í júlí á sl. ári og þá um
haustið voru tekin inn í stöðina um
700 þúsund hrogn. Útkoman nú,
nokkrum mánuðum síðar, er sú að
stöðin hefur selt seiði til Chile og
mun selja um 420 þúsund seiði í
vor. „Þetta er mjög góður árangur
á fyrsta ári og nánast einsdæmi að
stöð nái svona árangri strax á
fyrsta ári,“ sagði Heiðar. Ekki er
búiö aö ákveða hvert seiðin fara
sem seld verða í vor en líklegt er
talið að þau verði seld til Noregs.
Samvinna við Skota
„Við hér í Fljótunum kunnum
ekkert varðandi fiskeldi. Við fórum
því þá leið að fá skoska fyrirtækiö
Fichfresh Deloment í samvinnu við
okkur en það er mjög virt fyrirtæki
er fylflst með vexti þeirra. DV-myndir GK, Akureyri á þessu sviði. Það sá um byggingu
Tveir starfsmenn stöðvarinnar að vigta seiðin, en mjög nákvæmlega
fyrsta árinu
stöðvarinnar og allt sem inn í stöð-
inni er er frá því komið.
Skotamir munu sjá um stöðina í
þijú ár. Þannig var samið við þá
að þeir fái 12 cent fyrir hvert seiði
sem selt veröur en ef eldið mistekst
ganga þeir slyppir og snauðir frá
verkinu. Skotamir em geysilega
nákvæmir á allan hátt og ganga
fast eftir því að öllum reglum sé
fylgt hér í stöðinni."
Heiöar sagði að um áramótin
hefði stöðin selt 1200 augnseyöi til
Heiðar Albertsson stjórnarformað-
ur í stöö Miklalax hf. I Fljótum.
Chile. Sá útflutningur hefði verið
mjög arðbær því ekki þyrfti að hafa
seiðin í stööinni nema 2-3 mánuði
þegar seiðin væm seld svo ung. En
Heiðar sagði að ljóst væri að stöðin
gæti ekki byggt tilveru sína á seiða-
sölu í framtíðinni.
Miklir möguleikar
I Miklavatni
„Við emm nú að byija viðræður
við Skotana um áframhald á upp-
byggingu hér á staðnum. Mikla-
vatn býður upp á mjög mikla
möguleika en það er þeim eigin-
leikum búið aö efst í því er ferskt
vatn en heitur sjór undir. Þaö eru
því mjög góöir möguleikar á
strandeldi hér, að dæla heitum
sjónum úr Miklavatni í ker hér við
stöðina og ala laxinn í þeim í slátr-
unarstærð. Við höfum ekki tekið
endanlegar ákvarðanir í þessum
málum en gerum það alveg á næst-
unni,“ sagði Heiöar.
Húsnæði Miklalax í Fljótum er
27x50 metrar og búið fullkomnustu •
tækjum og öryggisbúnaði sem völ
er á. Þar starfa að jafnaði um 5
manns, en yfirstjórnin er í höndum
Skotanna. „Við þökkum Skotunum
þann glæsilega árangur sem við
höfum náð, þeir hafa svo sannar-
lega sýnt að þeir kunna sitt fag,“
sagöi Heiðar.