Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1988. Útlönd »v Segir 120 Pal estína fallna Palestinumaður borinn út úr húsi á vesturbakkanum í gær, skömmu eftir að ísraelskir hermenn höfðu farið inn í bygginguna til að forða sér undan grjóthríð. Simamynd Reuter Æfir vegna fiskbanns Lyf við tannskemmdum Gísli Guömundsson, DV, Ontario: Nei, það verður víst aldrei svo gott að tannlæknar verði at- vinnulausir. En tannskemmdir eru annað' mál. Við háskólann í Toronto hafa vísindamenn þróað nýtt lyf gegn munnbakteríu sem vísindamenn segja að eigi mesta sök á tannskemmmdum. Bakterían nefnist streptococcus mutana eða SM. Eina leiðin til að fá þessa bakteríu er við smit-. un. Til dæmis er aðalsmitleið í 3-4 ára börn skeið sem þau er mötuð með af fullorðnum, það er að segja ef þeir fullorðnu hafa sleikt skeiðina áður. Með þessa vitneskju að leiðarljósi tókst kanadískum vísindamönnum að búa til lyf sem hefur þá einstöku eiginleika að útrýma SM-bakter- íunni en hefur lítil sem engin áhrif á aðrar bakteríur. Rannsóknir með þetta lyf lofa einstaklega góðu og eru læknar nú að reyna að koma þessu lyfl, er nefnist Chlorzoin, á almennan markað. Ef, segja læknar, hægt væri að fá heila kynslóð til að nota þetta lyf myndu tann- skemmdir af völdum mataráts heyra sögunni til. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 22-23 Lb.Bb. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 23-25 Ab.Sb 6mán. uppsögn 24-27,5 Ab 12mán. uppsögn 24-30,5 Úb.Ab 18mán. uppsögn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 11-12 Sp.lb. Vb.Ab. Lb.Sb Sértékkareikningar 12-25 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb. Lb.Vb. Bb.lb Innlán með sérkjörum 18-34 Sb.Lb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-7 Úb.Vb, Ab.Sb, Sterlingspund 7,50-8 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 2-3 Ab.Vb Danskarkrónur 8-9 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 34-36 Úb Viöskiptavíxlar(fon/.)(1) 36 eöa kaupgengi Almennskuldabréf 37 Allir Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 37-39 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 33-36 Lb.Bb SDR 8-8,50 Lb.Bb. Sb Bandarikjadalir 10.25 10, Lb.Bb, 75 Sb.Sp Sterlingspund 10,50-11, 25 Úb Vestur-þýsk mörk 5-5,75 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 51.6 4.3 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr, feb. 88 36,4 Verðtr. feb. 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 1958 stig Byggingavisitalafeb. 344 stig Byggingavísitalafeb. 107,4 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9%1 . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Avöxtunarbréf 1,3927 Einingabréf 1 2,660 Einingabréf 2 1,549 Einingabréf 3 1,660 Fjölþjóöabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,660 Lifeyrisbréf 1.337 Markbréf 1,374 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1,173 Tekjubréf 1,363 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 130kr. Eimskip 384 kr. Flugleiöir 255 kr. Hampiðjan 138kr. Iðnaðarbankinn 155 kr. Skagstrendingurhf. 189 kr. Verslunarbankinn 135 kr. Útgeröarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viöskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavlxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nénari upplýslngar um penlngamarkaö- Inn blrtast I DV á fimmtudögum. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínu, PLO, réðst harkalega að ísraelsmönnum á fundi um mann- réttindi sem haldinn var á vegum sameinuðu Þjóðanna í Genf í gær. Sagði Arafat á fundinum að ísraels- menn hefðu orðið um hundrað og tuttugu Palestínumönnum að bana í átökum þeim sem oröið hafa á her- teknu svæðunum á Gaza og vestur- bakkanum undanfarna mánuði. Fulltrúar Bandaríkjanna á fundin- um gengu af fundi þegar Arafat hóf árásir sínar á hendur ísraelsmönn- um. Fulltrúar annarra Vesturlanda sátu hins vegar kyrrir og hlýddu á mál hans. Arafat fordæmdi aðgerðir ísraela á herteknu svæðunum harðlega og krafðist þess að stofnað yrði palest- ínskt ríki með Jerúsalem sem höfuðborg. Sagði hann að ísraels- menn gripu til harðari og ofbeldis- kenndari aðgerða með degi hverjum og að þeir hefðu gefið öfgafullum ísraelskum landnemum lausan tauminn á herteknu svæðunum. Fulltrúar ísraels á fundinum mættu ekki á fundarstað í gærmorg- Arma Bjamason, DV, Denver: Dæmigerð kvennastörf í Banda- ríkjunum eru betur launuð ef karlmenn stunda þau, segir í skýrslu sem unnin hefur verið fyrir stærsta verkalýðssamband Bandaríkjanna. Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunar- fræðinga, ritara og kennara eru konur en ef karlmenn stunda þessi störf fá þeir mun hærri laun en kven- kyns starfsfélagar þeirra. Innan við 2 prósent af einkaritur- um, hraðriturum og vélriturum í Bandaríkjunum eru karlmenn en þeir hafa 12,6 prósent hærri laun en konur í sömu stöðum. Sérfræðingar segja að mikil fjölgun kvenna á vinnumarkaðnum á síð- ustu árum sé ekki fullnægjandi skýring á þegsum mikla launamun. Árið 1970 fengu konur 59 prósent af un þegar Arafat átti að ávarpa fundarmenn. Pinhas Eliav, sendi- herra ísraela, sagði eftir á að launum karlmanna í sömu störfum. Nú fá þær um 70 prósent af launum karlmanna. Sérfræðingarnir, sem unnu að rannsókninni, segja að enn sé tals- verð andstaða gegn því í Bandaríkj- unum að sömu laun séu greidd fyrir sömu vinnu. Þeir telja litlar líkur á því að breyting verði þar á í náinni framtíð. Sumir sérfræðingar telja að launa- munurinn sé í raun enn meiri en fram komi í nýafstaðinni könnun. í henni hafi ekkert tillit verið tekið til kvenna sem vinna hlutastarf í mat- vælaiðnaði, við heimahjúkrun og við ræstingu í heimahúsum. Mikill fjöldi kvenna sinnir slíkum störfum tutt- ugu til tuttugu og fimm stundir á viku en kysu miklu fremur fullt starf. Niðurstöður könnunarinnar voru nærvera Arafats væri starfl hópsins, sem aö fundinum stendur, til háð- ungar. að konur gegni sex af hverjum tíu störfum sem lægst eru launuð. Með- alárstekjur kvenna eru um fimmtán þúsund dollarar, segir í skýrslunni. Þegar þess er gætt að barnagæsla kostar fimm til sex þúsund dollara á ári þykir ljóst að margar konur hafa hreinlega ekki efni á því að vinna fullan vinnudag utan heimilisins. Benda sérfræðingamir á að bráð- nauðsynlegt sé að endurmeta störf kvenna og laun fyrir þau. Útrýma þurfi þeim ranghugmyndum at- vinnurekenda að launagreiðslur eigi að vera í svipuöum hlutfóllum og þær hafa verið. Vegna slíkra rang- hugmynda séu enn í gildi launastigar sem mótaðir voru á fimmta áratugn- um og allir vita hvaöa skoðanir ríktu þá varðandi vinnuframlag kvenna. Gísli Guömundsson, DV, Ontario: í lok siðasta árs tók gildi í Bandarikjunum reglugerð um fiskveiðar þar sem bannað er að veiða ýmsar fisktegundir undir vissum stærðarmörkum. í kjölfar reglugeröarinnar hafa bandarísk yfirvöld bannað innílutning á þessum tegundum frá öðrum löndum, ef þær eru undir þeirri stærð sem kveðið er á um í reglu- gerðinni. Banninu var mótmælt í Kanada, íslandi og Noregi og það sagt brjóta í bága við alþjóð- leg viðskiptalög. Þær fisktegundir, sem Banda- ríkjamenn hafa sett innflutnings- bann á, eru meðal annars þorskur, ýsa, skarkoli og ýmsir fiskar af flyðruætt. Fram að þessu hafa fimm gám- ar af fiski frá Kanada verið gerðir upptækir í höfnum í Nýja-Eng- landi og eru kanadískir fiskverk- endur æfir. Yfirvöld í Washing- ton segja bannið nauðsynlegt til aö tryggja að bandarísk fisk- vinnslufyrirtæki merki ekki eigin framleiðslu sem innflutta vöru. Kanadamenn saka hins vegar Bandaríkjamenn um að vernda sína eigin fiskvinnslu fyr- ir erlendum keppinautum. Kanadísk yfirvöld hafa sent bandarískum yfirvöldum bréf þar sem þau benda á að þetta inn- flutningsbann veiki óformlegt samkomulag sem þjóðimar urðu ásáttar um að haft yrði að leiðar- ljósi þar til samningur þjóðanna um afnám verslunarhafta tekur gildi árið 1989. Þetta óformlega samkomulag átti að koma í veg fyrir ný verslunarhöft. í Bandaríkjunum hefur frá 1983 verið í gildi reglugerð sem bannar innflutning á fiski undir vissri stærð en hún hefur ekki vakið upp eins mikil mótmæh og þessar nýju stærðarreglur á fiski hafa nú gert. Bandarískur lögfræðing- ur hefur látið hafa það eftir sér að það sé „fiflalegt" af bandarísk- um yfirvöldum aö setja þetta innflutningsbann á og storka þannig alþjóðlegufn viðskiptalög- um. Vatnssala blómstrar Gísli Guðmundsson, DV, Ontario: Við rannsóknir fundust nýlega krabbameinsvaldandi eiturefni i drykkjarvatni í Gntario í Kanada. Eiturefnin eru frá skordýra- og illgresislyfjum sem bændur hafa aðallega notað. Ef marka má nið- urstöður rannsóknanna og niðurstöður annarra rannsókna á eiturefnum í norður-amerísku drykkjarvatni má búast við því að sala á óátöppuðu hreinu vatni verði blómleg atvinnugrein á næstu árum. Sumir eru nú þegar farnir að hugsa sér. til hreyfings í þessum efnum. Kanadabúinn Margareth Annett er ein þeirra. Fyrirtæki hennar, Vestur-Kanadavatn, hef- ur á undanfórnum tveimur árum eytt 30 milljónum íslenskra króna til að undirbúa sölu á ferskvatni í Norður-Ameríku. Sem stendur hefur fyrirtækið hug á að flytja 120 milljónir tonna af vatni til Kaliforníu með tankskipi. Að minnsta kosti tvö önnur kanadísk fyrirtæki selja nú drykkjarvatn til Bandaríkjanna og Japans. Nýlega samdi eitt fyr- irtækjanna um sölu á 30 þúsund lítrum af vatni fyrir andvirði um 600 þúsund íslenskra króna. Segja talsmenn fyrirtækisins að þeir vonist til að geta selt Japön- um 60 þúsund lítra á mánuði í náinni framtíð. Vestur-Kanadavatn stendur nú í viðræðum við Sameinuðu arab- ísku furstadæmin um flutning og sölu á 2,3 milljöröum htra af vatni á dag. Annett segir að það sé nú þegar orðið fýsilegt fjárhagslega að flytja óátappað ferskt drykkj- arvatn milli landa og jafnvel heimsálfa. Asíumaurinn ógnar hunangsflugunni einnig töluverðar áhyggjur af Asíu- maurnum en þeir treysta á hunangsfluguna til að frjóvga framleiðslu sína. Nýlega lokuðu kanadísk yfirvöld landamærunum fyrir allri hun- angsflugnarækt. Vonast þau með þessum aðgerðum til að geta hindr- að innrás Asíumaursins. En hunangsframleiðendur segja að þessar aðgerðir muni ekki hafa nein áhrif. Hunangsflugan sé nú einu sinni þannig að hún beri ekk- ert skynbragð á landamæri. Hún fljúgi þangað sem hún vill hvort sem hún hafi vegabréf til þess eða ekki. Konur með 70 prósent af launum karla Gisli Guðmundsson, DV, Ontario: Kanadiskir hunangsframleiö- endur og ávaxtaframleiðendur, sem treysta á frjóvgun hunangs- flugunnar, lifa í stöðugum ótta þessa dagana. Stafar hræðsla þeirra af því sem þeir nefna innrás Asíumaursins. Hefur maur þessi þegar lagt land undir fót í Banda- ríkjunum og hefur hann fundist á sex stöðum í New York-fylki sem liggur að landamærum Kanada. Búast sérfræðingar við því að á næstu tveimur árum verði maur- inn kominn í hvert einasta hun- angsflugnabú í Bandaríkjunum. Mestum skaða veldur Asíumaur- inn þegar hunangsflugan er á púpustiginú. Kemur hann sér fyrir í púpunni og lifir á safa hunangs- flugunnar. Þetta hefur þau áhrif á hunangsfluguna að hún nær ekki fullum þroska. .Kemur hún van- sköpuð út úr púpunni og getur ekki unnið rétt. Að auki styttist ævi hennar um helming. Ef framleiö- endur fylgjast ekki nægilega með getur maurinn eyðilagt bú hun- angsflugunnar á örskömmum tíma. Búast flugnabændur við því aö framleiðslan minnki svo mikiö að skortur verði á hunangi á næstu árum ef maurinn leggur land undir fót í Kanada. Framleiðendur ávaxta, svo sem epla, tómata og tuga annarra matarávaxta, hafa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.