Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Page 12
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. Þetta vinalega hundakyngengur undir nafninu Kalii prúði. Þetta er ensk- ur hundur og mjög vinsæll sem heimii- ishundur. Englendingar halda mjög upp á hundana sína og þar í landi á hundarækt sér aldagamla hefð. Árlega eru þar haldnar fjölsóttar hundasýningar og um síðustu helgi stóð ein sú frægasta þeirra í Lundúnum, kennd við Charles Crufts. Nokkrir íslendingar fóru á sýninguna. Þar á meðal var Ragnar Sigurjónsson, ljósmyndari á DV og mikill hundavinur. Hann fylgdist grannt með sýningunni og tók þær myndir sem birtast hér í opnunni. Sýningin stóð í fjóra daga og á þeim tíma komu fram á 16. þúsund hundar enda er þetta ein stærsta hundasýning sem haldin er í veröldinni. Til samanburðar má geta þess að á síðustu hunda- sýningum hérlendis hafa hundarnir ekki verið nema nokkuð á annað hundrað. Síðustu fimmtíu árin hefur Kennel, klúbbur hundaræktenda, annast Crufts-sýninguna. Þetta er virðulegt félag sem telur sér það m.a. til tekna að hundavinir úr konungsíjölskyldunni hafa sýnt þar hunda sína. Núna er hans hágöfgi Prins Michael af Kent forseti kúbbsins. „ Á Crufts-sýningunni koma fram fulltrúar á annað hundrað hundakynja og afbrigða. Þó söknuðu íslendingarnir þess að sjá engan hund af íslensku kyni þótt nokkrir norrænir frændur væru þar. -GK DV á Crufts- hundasýningunni í Lundúnum Sextán þúsund hundar gengu fyrir dómarana Blómasúlur Opið alla daga kl. 10-19 Hentugar til aá skipta herbergjum Áburður - Mold - Fræ Plastpottar — Leirpottar Sjálfvök vunarker Gróórarstöóin ARÐSHORN við Fossvogskirkjugarð sími 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.