Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 17
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988.
17
I>V
1975-76 Víkmgur-Gummersbach.......................16-19/12-21 28-40
1978- 79 Víkíngur Halewood.........................10- 0/0-10 20- 0
Víklngur-Ystad..............................24-23/24-23 48-46
1979- 80 Vikingur-Heim.............................19-23/19-22 38-45
1980- 81 Vikingur-Tatabanya........................21-20/22-23 43-43
Víkingur Lugi...............................16-17/16-16 32-33
1981- 82 Vikingur-Atletico Madrid..................14-15/22-23 36-38
1982- 83 Víkingur-Vestmanna........................35-19/27-23 62-42
Víkingur-DuklaPrag..........................19-18/15-23 34-41
1983- 84 Vikingur-Kolbotn....................1....21-19/18-20 39-39
1984- 85 Víkingur-Fjellhammer.....................26-20/23-25 49-45
Víkingur-Tres de Mayo ............................ 28-21/28-21 56-42
Víkingur-Crvenka......................... 20-15/25-24 45-39
Víkingur-Barcelona..........................20-13/12-22 32-35
1985- 86 Vikingur-Teka ......................................... 20-21/19-21 39-42
1986- 87 Vikingur-Vestmanna ........................... ...,16-12/26-26 42-38
Víkingur-St. Otmar.........................22-17/19-20 47-31
Víkingur-Gdansk.............................26-26/17-22 43-48
1987- 88 Vikingur-Liverpool........................29-13/38-9 67-22
Vikingur-Kolding .................................... 19-16/25-21 44-37
Víkingur-ZSKA Moskva........................??-??/??-?? ??-??
Víkingum vísað úr keppni
Hersingin storm-
hrísluna
var ekki í neinu sambandi viö leikinn
sjálfan. Setti Wadmark slysalegt
rúðubrot, ásamt áðurnefndum
hrísluburði, á oddinn í þeim mála-
ferlum sem sigldu í kjölfar leiksins:
„Svona hefur ekki gerst fyrr né síð-
ar og segir það sitt,“ sagði Páll
Björgvinsson, einn þeirra Víkinga
sem léku gegn Ystad í Svíþjóð.
„Þetta er mesta sorgarsaga sem
Víkinga heftur hent. Þetta var enda
mjög óréttlátur dómur því þarna
gerðist ekkert sem kom leiknum
sjálfum beint við. Við bökuðum
Svíana en ekki æðsta ráð IHF. Úr-
skurðurinn var ekkert annað en
kvikindisháttur í einum manni,
Svíanum*Kurt Wadmark. Það sem
skeði hjá okkur þarna úti var bara
eins og gerist og gengur þegar vel
tekst til. Fræknir sigrar höfðu unnist
og því var eðlilegur galsi í mann-
skapnum. Sá galsi orsakaði samt
síður þau atvik sem urðu liðinu að
falli. Þeir atburðir sem Víkingur
hlaut dóm fyrir atvikuðust öðru
fremur af ytri aðstæðum í Ystad,
glerhálku og snjókomu," sagði Páll í
spjalhnu við helgarblað DV.
-JÖG
Það er bara alltaf
kappsmál manna að
hnekkja á toppliðinu
Fátt hefur glatt stuðnings- heim aö sækja,“ sagðí Þorbjörn
menn Víkinga jafnmikið og jafnframt. „Vitanlega reyna
velgengni þeirra á kappvellin- menn ákaft að leggja meistar-
um. Liðiðhefurendaátttitilað ann og berja á honum, gildir
veija í heilan áratug, annaö- þá einu hvaða félög eiga í hlut.
hvort íslandskrúnuna eöa Víkingar eru hreint ekkert hat-
bikarinn. SkrifHnnur helgar- aörienaðrir-þaðerbaraalltaf
blaðsins fór á stúfana til að leita kappsmál manna að hnekkja á
skýringa á þessum sífelldu toppliðinu,'1 sagði Þorbjörn.
hamiörum Víkinga á flölunum: „Samstaðan i Víkingsliðinu
„Víkingar hafa lengi haft gott er og hefur lengi verið ótrú-
liö og sennilega hefur sam- leg,“ sagöi hins vegar Guðjón
heldni leikmanna haldið liðinu Guðmundson i spjalli við tíð-
viðefniðogátoppnum.Þáhafa indamann helgarblaðsins. -
þeir haft góða þjálfara á upp- Guðjón var lengi formaður á
gangsárum sínum.“ Þetta sagði bekknum bjá Víkingum og
Þorbjörn Guðmundsson Vals- skoðar þá því eðlilega með öðr-
maður í spjalli við DV. Hann um hætti en Þorbjöm Valsmað-
hefur lengi skoðað Víking frá ur. „Þessi samstaða, jafnt utan
sjónarhóli mótheijans, hefur sem innan vallar, er að mínum
eldað grátt silfur við liðið 1 árar- dómi lykillinn að mikilli og sér-
aðir á kappvellinum. stæðri velgengni liðsins á
„Víkingar eru með stemning- síðustu árum,“ sagði Guðjón.
arlið og þau eru ávallt erfið -JÖG
aði með
Víkingar hafa oft mætt andstreymi
á ferli sínum á Evrópumótunum.
Þeim var til að mynda vísað úr
keppni haustið 1978 en þá hafði liðið
mætt sænsku bikarhöfunum frá
Ystad.
Tveir naumir sigrar dugðu Víking-
um skammt því málaferh, og síðan
dómur Alþjóða handknattleikssam-
bandsins, hindruðu frekari fram-
vindu liðsins í mótinu.
Málum var á þann veg háttað að
fáeinir sigurreifir Víkingar gripu
jólatré nokkurt herfangi í veislu sem
þeim var haldin eftir leikinn í Sví-
þjóð. Stormaði hersingin síðan með
hrísluna heim á hótel og var því þar
fundinn staður með aðstoð dyravarð-
arins.
Ekki voru allir á einu máli um
ágæti þessarar framgöngu Víkinga
utan keppnisvallarins. Þótti Kurt
nokkrum Wadmark einna minnst til
koma en hann var og er sænskur
stjómarmaður hjá Alþjóða hand-
knattleikssambandinu. Tókst
honum að bola Víkingum úr keppni,
með aðstoð handgenginna manna,
og hlýtur afrek hans að teljast nokk-
urt þar sem gemingur Víkinganna
íþróttir
Víkingar hársbreidd frá úrslitum
Steinar rotaður við undir-
leik brasssveitar Börsunga
Víkingar úr Hæðargarði leika á
morgun sinn 41. Evrópuleik er þeir
mæta sjálfum álfumeisturunum frá
Moskvu. Lengi hafa Víkingar haldiö
nafni íslendinga á lofti í fjölþjóðleg-
um handknattleik. í heilan áratug
hefur félagið spilað á einhveiju Evr-
ópumótanna og gjaman náð góðum
árangri. Tvívegis hefur félagið farið
í sextán hða úrsht, þrisvar rutt sér
braut í útsláttarkeppni átta Uða og
einu sinni komist í undanúrslit í
keppni bikarhafa.
Fyrst spiluðu Víkingar í Evrópu-
keppni árið 1975, þá við v-þýsku
meistarana Gummersbach. Öttu þeir
þar kappi viö oíjarla sína en fór þó
svo að skriffinnar v-þýsku blaðanna
lofuðu einn mann íslenska Uðsins
öðrum fremur fyrir vasklega fram-
göngu. Var það markvörðurinn
Rósmundur Jónsson sem hlaut hólið
en hann sté sárlasinn á fjöl í síðari
hálfleiknum þama ytra - hafði 40
stiga hita. Varöi Rósmundur ekki
færri en 20 skot á þessum fáu mínút-
um og þótti skríbentum þýsku
blaðanna sem þar færi einn af þrem-
ur bestu markvörðum veraldar.
Gárungarnir hér heima höfðu hins
vegar á orði aö Þjóðveijamir hefðu
bara kastað svo fast að Rósmundur
hefði ekki komið sér undan þrumu-
skotunum.
Líklega er einna frægust for Vík-
inga til Barcelona á Spáni þar sem
Uðið ghmdi við heimamenn í undan-
úrsUtum Evrópumótsins áriö 1985.
Áður höfðu Uðin mæst í Reykjavík
þar sem nautabanamir vom færðir
í gapastokkinn með eftirminnilegum
hætti. Steinlágu þeir, 20-13, og þurftu
á annan tug mínútna til að vinna
eitt einvígi við markvörð Víkingá,
Kristján Sigmundsson.
Á Spáni tók annað við og aö dómi
Þorbergs Aðalsteinssonar, fyrrum
Víkings, átti aðfor heimamanna við
hann og aðra Víkinga lítið skylt við
íþróttina sem Spánverjarnir þóttust
þó stunda:
„Við vorum dæmdir úr keppni- í
Barcelona, ég gæti best trúað að
dómurunum hafi verið mútað en
þeir voru báðir settir af, úrskurðaðir
í þriggja ára bann frá Evrópukeppni.
Spánveijarnir beittu alls kyns bola-
brögðum, rotuðu Steinar Birgisson á
upphafsmínútunum og fengu síðan
alla þá aðstoð sem til þurfti frá dóm-
urunum,“ sagði Þorbergur.
HöUin í Barcelona var kjaftfull
meðan á leiknum stóð, voru tíu þús-
und áhorfendur öskrándi svo ekki
heyrðist mannsins mál. Að auki spil-
aði síðan sameinað brassband
Börsunga ákaft á pöllunum og áttu
dólgslætin að slá Víkingana út af lag-
inu.
„Svona gerist ekki nema einu sinni
á öld, þetta var í raun miklu nær
ævintýri en veruleika," sagði Hilmar
Sigurgíslason í samtali við DV en
hann var á línunni í Barcelona.
„Taugastriðið byijaði strax á hótel-
inu. Þegar við áttum að fara í leikinn
hvarf rútan sem við höfðum haft til
umráða fram að því. Við fórum því
í leigubUum á keppnisstað. Þegar viö
svo komum aö höllinni sjálfri var
verið að smala í hana, mér skilst að
múgurinn hafi einfaldlega farið frítt
inn. Nú! Við vorum síðan ekki fyrr
komnir á gólfið er upphófust gífurleg
læti, bombur sprungu og fuku um
allan sal og lúðrasveitir blésu ófrið-
lega. Leikurinn hófst síðan með
slagsmálum og við urðum einfald-
lega sem steinrunnir í mótlætinu og
hávaðanum. Spánverjarnir fengu að
kýla og berja í vörninni og halda sið-
an boltanum i sókninni þar tii þeir
höfðu skorað," sagði Hilmar.
„Ég vona svo sannarlega að maður
lendi ekki í svona nokkru oftar. Það
sem eftir situr er tapið og hinn gifur-
legi hávaði í hölhnni sem var engu
líkur,“ sagði Hilmar.
-JÖG
Það rættist úr apa-
sveiflunni og liðsstj órinn
engdist
„Það var ótrúlega skemmtilegt aö
skora úr aukakastinu. Gleðin var
óstjórnleg og núverandi aðstoðar-
þjálfari landsliösins, sem þá sat á
bekknum hjá okkur Víkingum,
marséraði inná gólfið, lagðist á það
mitt og spriklaði höndum og fótum -
í beinni útsendingu því leiknum var
sjónvarpað um alla Austur-Evrópu.
Líklega hefur fólkið þeim megin
járntjaldsins hvorki fyrr né síðar lit-
ið aðrar eins hamfarir."
Þetta sagði Þorbergur Aðalsteins-
son, fyrrum Víkingur, en hann kom
Hæðargarðsfélaginu í 8 hða úrslit
Evrópumótsins árið 1980 með eftir-
minnilegu marki. Hafði Víkingur þá
betur í einvígi við ungverska liðið
Tatabanya og varð þannig fyrst ís-
lenskra liða til aö slá félag frá
austurblokkinni úr keppni.
Þorbergur skoraði þetta mark
beint úr aukakasti - eftir hefðbund-
inn leiktíma - með svonefndri „apa-
a miðju
sveiflu11.. Vélaði hann fyrst
varnarmúrinn allan úr skorðum
með falshreyfingu og lét síðan ríðá
af. Söng boltinn í netinu og olli mark-
ið trylltri gleði Vikinga, dauðakyrrð
á pöllunum, en síðan langri reki-
stefnu dómara og tímavarða.
Jón Örn
Guðbjartsson
„Eysteinn Helgason, sem þá var
formaður handknattleiksdeildar
Víkings, var þarna ofarlega á pöllun-
um,“ sagði Þorbergur í spjallinu, „er
Eysteinn sá rætast úr kastinu beitti
hann öhum tiltækum ráðum til að
komast niður á gólfið. Óð yfir bekk-
ina í sigurvímu og áttu stuðnings-
menn ungverska hðsins hreinlega
fótum sínum fjör að launa. Heima-
gólfinu
menn tóku þessu áfalli raunar mjög
illa, leikmenn slepptu baðinu en áður
en þeir yfirgáfu salinn var lengi
þráttað um hvort markið ætti að telj-
ast gilt eða ekki. Dómararnir voru
einbeittir en tímaverðir reyndu hvað
þeir gátu. Það var síðan effirhts-
dómari frá alþjóðasambandi hand-
knattleiksmanna sem tók af skarið
og sagði markið gott og gilt, hans
úrskurði var sem betur fer ekki
hnikað. Þess má til gamans geta að
áður en kastiö var tekið voru læti
mikil bæði á pöllunum og á gölfinu.
Fóru heilar þijár mínútur í þvarg en
á meðan stungum við Bogdan Kow-
alczyk saman nefjum og lögöum á
ráðin. Það má eiginlega segja að
hann hafi átt hugmyndina að apa-
sveiflunni. Ég hugsa að Bogdan hafi
verið eini maðurinn í húsinu sem
hélt stilhngu sinni á þessum örlaga-
ríku mínútum," sagði Þorbergur.