Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 18
18 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. Dýrið lá fyrir framan dymar og átnestið mitt - segir Jón Gunnarsson, smiður á Isafirði, sem komist hefiir í klappfæri við bjamdýr Sgrnjón J. Sigurösson, DV, tsafirði „Viö vorum íjögur fullorðin, ég, Helgi Guðmundsson, Ingólfur Egg- ertsson, sonur hans, Hörður, og Bogga Vemharðs auk þriggja krakka, á leið norður í Fljótavík með jeppavél sem verið hafði í endur- hæfingu þjá okkur. Þetta var seinni- partinn í maí áriö 1974,“ sagði Isfirðingurinn Jón Gunnarsson í samtali við DV um aðdragandann að fyrstu kynnum hans af bjamdýri. „Við fórum í land í norðanveröri Fljótavik, á stað sem kallaður er Atlastaðir en þar eigum við sumar- bústað. Þegar allir vom komnir í land og við höfðum borið bílvélina upp að slysavarnaskýli, sem þama er, urðum við vör við björninn sem var alveg við hhðina á okkur. Það má segja að hann hafi verið í klapp- færi við okkur.“ - Var dýrið alveg meinlaust? „Ja, við vorum ekkert að athuga það. Við flúöum öh inn í slysavama- skýhð og gengum þar um á tánum. Þar nötmðum við af hræðslu þvi við héldum aö hann bryti upp hurðina og æti okkur öh. Það sem gerði okk- ur líka skelkaða var að Magnús sonur minn og sonur Helga Guð- mundssonar vom í sumarbústaðn- um okkar og vom á leið yfir í skýhð til að kalla á okkur í matinn. Dreng- irnir, sem vom tíu ára, höfðu ekki hugmynd um bjamdýrið. Þeir hefðu getað gengið beint í flasið á dýrinu þannig að þetta var mikil spenna hjá okkur.“ - Hvað tókuð þið til bragðs? „Við fórum náttúrlega að spekúl- era í hlutunum, hvað væri nú best að gera því við vomm með byssuna inni hjá okkur en skotin fyrir utan og þar var bjöminn. Það komu ýms- ar uppástungur um hvernig best væri að góma björninn, m.a. sú að Björninn, sem ísfiröingar feildu f Fijótavik vorið 1974, stendur nú keikur í. safni á Selfossi. Björninn unninn við slysavarnaskýlið í Fljótavik á Hornströndum. Greinilega sést að rúða er brotin í skýiinu en út um gluggann var björninn skotinn. Á myndinni eru Ingolfur Eggertsson og Helgi Guðmundsson. Mynd Jón Gunnarsson reyna að nota net sem við höfðum utan um hílvélina, komast með það upp á þakið og kasta yfir bjöminn. Við köUuðum líka í Ísafjarðarradíó en þar fengum við bara skammir. Okkur var sagt að bannað væri að nota stöðina nema í neyðartilfeUum og þetta teldist ekki neyðartilfeUi að þeirra mati.“ - Var björninn alltaf í færi við ykk- ur? „Nei, hann var lengst af fyrir fram- an dymar hjá okkur að éta nestið mitt. Endirinn var sá að við kom-' umst út tU að ná í skotin, brutum síðan rúðu á skýUnu og skutum bjöminn. Þannig fór betur en á horfðist.“ - Var þetta stórt dýr? „Hann var tveir og hálfur metri á lengd og um 150 kUó á þyngd. Senni- lega hefur hann verið tveggja ára.“ - Hvað varð um bjöminn? „Hann fór á íslenska dýrasafniö í Reykjavík þar sem hann var stoppaö- ur upp og núna er hann á safni á Selfossi. Það var ekki mikið fjallað um þessa lífsreynslu okkar á þessum tíma. Þó man ég eftir því að einhver, jólakálf- ur“ úr Háskólanum skrifaði grein og skammaði okkur fyrir að hafa skotið greyið. Þessum manni var aldrei svarað því ég held að það sé enginn svo vitlaus að klappa bjarndýri til að vita hvort það bíti. Ég hafði heyrt að bjamdýr gætu brotið niður hús og étið menn þannig að það var ekk- ert sérlega geðslegt að vera norður í Fljótavík með bjamdýr fyrir framan dymar og bömin sín í nálægð við það,“ sagði Jón Gunnarsson. Bjöminn erhýstur á Selfossi Bjamdýrið, sem Jón Gunnarsson segir frá í viðtahnu, er nú á Byggöa- Usta- og dýrasafni Ámesinga á Sel- fossi. Kristján Jósepsson hjá íslenska dýrasafninu fékk bjöminn og lét Jón M. Guðmundsson stoppa hann upp. Björninn var tíl sýnis í Breiöfirð- ingabúð meðan safn Kristjáns var þar en árið 1978 keyptu Árnesingar safnið og yar það þá flutt austm1. Bjöminn á Selfossi er einn þriggja ísbjama sem nú em til uppstoppaðir . hér á landi og senn bætist bjöminn, sem feUdur var í Haganesvík á dög- unum, við í safnið. Honum er ætlaður staður í VarmahUö í Skaga- firði. Bjamdýr er á Húsavík en það var skotið í Grímsey árið 1969. Ólafs- firðingar gæta enuiig bjamar sem skotinn var á Grímseyjarsundi sama ár. Þeir bimir féUu báðir án þess að bráð hætta stafaði af þeim. Öðru máU gegnir um bjöminn sem ísfirð- ingarnir skutu í Fjótavíkinni vorið 1974. Þar vom menn í lífshættu. -GK Á siðustu örfáum árum hef- ur notkun flotgalla aukist svo um munar um borð i íslenskum skipum. Segja má að um svipaða byltingu sé að ræða og þegar gúmmíbjörgunarbátarnir komu til sögunnar. Tveir blaðamenn frá DVfengu leiðsögn í meðferð gall- anna um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnafélagsins. Farið var í sjóinn og land- krabbar leiddir í sannleik- ann um notagildi þessara undraklæða. Flotgallar í Lífsstíl á mánudag í máli og myndum. ísskápar eyða nú um 27% minni orku en þeir gerðu fyrir 20 árum. Þetta stafar m.a. af þvi áð gerðar hafa verið verulegar endurbætur á þess- um heimilistækjum. Þá eru ýmis orku- sparandi atriði sem fólk skyldi hafa i huga þegar það fest- ir kaup á ísskáp. Til dæmisskiptir máli hvarfrystihólfið eri honum. Meira um þetta í Lífsstil á mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.