Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. Popp J.C. Superstar gengur aftur Hópur tónlistarmanna og söngvara æflr nú af kappi kunn- uglega tónlist: ijómann úr rokkóperunni Jesus Christ Su- perstar. Dagskrá þessi er um klukkustundar löng. Ætlunin er aö flytja hana í veitingahúsinu Evrópu á fóstudags- og laugar- dagskvöldum í marsmánuði og jafnvel lengur. Frumsýningin veröur 4. mars næstkomandi. Það eru Jón Ólafsson, útvarp- og tónlistarmaöur, Haraldur Þor- steinsson, Rafn Jónsson og Guömundur Jónsson sem sjá um undirleik í Superstar-dag- skránni. Söngvarar eru Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Kristjáns- 9on og tvær stúlkur úr Verslxm- arskólakórnum sem fóru með einsöngshlutverk í nemenda- mótsstykkinu Heitar nætur. Megas er sagður eiga eftir að koma aðdáend- um sinum ræki- lega á óvart með nýju plötunni. Megas eykur afköstin sendir frá sér nýja plötu á afmælisdaginn Um það leyti sem þessi helgi líður inn í eilífðina lýkur vinnu við nýj- ustu hljómplötu Megasar. Miðaö við afköst hans síðastliðinn áratug gátu jafnvel hinir bjartsýnustu tæpast gert sér í hugarlund að næsta plata kæmi út fyrr en í fyrsta lagi með haustinu. En óljúgfróðir kappar, sem standa Megasi næst, hafa staðfest fæðinguna tilvonandi. Nýja platan verður tíu laga. Tvö átti Megas í afgang eftir plötuna í góðri trú og önnur tvö eftir Loft- mynd. Hin sex voru samin í desemb- er og janúar síðastliðnum. Og hvernig skyldu þau svo hljóma? í gamla góða Megasarstílnum? Svo virðist ekki vera því að þeir sem spurst var fyrir hjá segja að nýja platan sé allt öðruvísi en annað það sem Megas hefur látið frá sér fara til þessa. Það er Hilmar Örn Hilmarsson sem hefur haft veg og vanda af vinnslu nýju plötunnar sem hefur ekki hlotið nafn er þetta er ritað. Hans hægri hönd hefur verið Guðlaugur Óttars- son. Auk þeirra og Megasar koma fram á plötunni þær Björk og Inga Guðmundsdætur og Rose McDowall. Þarmeðupptaliö. Nýja platan kemur út þann 7. apríl næstkomandi. Þann dag verður Meg- as 43ja ára gamall. Hann verður aö heiman á afmælis- og útgáfudaginn. Er raunar þegar farinn til Thailands og ætlar að dvelja þar næstu þrjá mánuðina. -ÁT- Grænar hugsanir Smithereens Bjartmar Guðlaugs- sonoghinirjárn- karlarnir ætla að spara púðrið fram á vor og sumar. Þá verður lika allt sett í Stórpopp austan járntjalds Stærsti tónlistarviðburður, sem efnt hefur verið til síðan Live Aid hljómleikarnir voru haldnir sællar minningar, er á næstu grösum. Hann veröur ekki í New York, London, París né í Múnchen. Moskva er stað- urinn. Dagana 25.-27. mars verður haldin risavaxin popphátíð í höfuðborg Sov- étríkjaima. í Olympíuhöll Moskvu skemmta alþjóðlegir kraftar á borð við Level 42, Jackson Browne, Sting, Suzanni Vega, U2, Falco, Scorpions, Tangerine Dream, Supertramp, Saga, Jennifer Rush, Joe Jackson, Iggy Pop, John Hyatti Black og Im- periet. Til viðbótar hefur verið reynt að fá George Michael, Michael Jackson, Madonnu, Bruce Springsteen, Ge- orge Harrison og David Bowie til að mæta. Óvíst er hvort sá hópur á heimangengt. Þá munu aö sjálfsögðu sovéskir listamenn taka þátt í fjör- inu. Fjörutíu þúsund áhorfendur geta fylgst með hátíöinni. Henni verður síðan að sjálfsögðu sjónvarpað um víða veröld. Listamennimir munu ailir skemmta ókeypis og verður ágóða varið til styrktar baráttunni gegn eiturlyfjum í Sovétríkjunum. Hugmyndina aö þessari skemmtun á Vladimir Kovalyov, blaðamaður við tímaritið Ogonyok. Hann kom henni áleiðis til menningarmálaráð- herrans Vasili G. Zaharow sem leist vel á tiltækið. Þykir þaö merki um að glasnost-stefnan boði þíðu á fleiri sviðum en í stjómmálunum einum. -ÁT- Smithereensaðdáendur: viðbúnir, tilbúnir... og takið á sprett eftir rúman mánuð. Þá kemur nýjasta framleiðsluvara ykkar manna í verslanir. Tíu laga hljómplata sem ber nafnið Green Thoughts eða grænar hugsanir. Fjómenningarnir í Smithereens hafa verið önnum kafnir undan- farna mánuði undir stjórn Dons Dixon. Þeir hljóðrituðu 25 lög, not- uöu aöeins tíu og segjast eiga góðan lager af lögum á B-hliðar smá- platna næsta árið. Meðal laga, sem Popp Ásgeir Tómasson ekki fóru á Green Thoughts, var gamli smellurinn Something Stupid sem Frank og Nancy Sin- atra sungu hér um árið. Marti Jones tók lagið með Pat DiNizio og Smithereens í þessum ellismelli. Allt til þess tíma er liðsmenn Smithereens fóru í hljóðver með lögin sín voru þeir á faraldsfæti um Bandaríkin og önnur lönd. Meðal annars fóru þeir í hljómleikaferð um Norður-Ameríku í fylgd með Los Lobos í fyrra. Þeir taka nú upp þráðinn að nýju. Ef Evrópuferð verður á döfinni í sumar er meira en líklegt að hljómsveitin staldri við hér á landi og haldi tónleika. Sumsé, Smithereens-aðdáendur, ef allt fer að óskum er ástæðan til að kætast tvöfold eftir allt saman. -ÁT- gang. Sting er meöal þeirra listamanna sem stíga á svið i Moskvu til styrkt- ar baráttunni gegn eiturlyfjum. Útgáfudagur nýju plötunnar með Smithereens hefur verið ákveðinn 23. mars. Bjartmar í lið meðjámkörlum Bjartmar Guðlaugsson er kominTi í hljómsveit - í annað skiptið á ævinni. „Við höfum kallað hana Járnkarlana. Ætli það nafn festist ekki við hana,“ segir hann. Með Bjartmari eru í hljómsveitinni Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Kristján Edelstein gítarleikari og Grafíkmennimir Hjörtur Howser og Baldvin Sigurðarson. „Rokkhljóm- sveit, fyrst og fremst. Þú getur sagt að við spilum keyrslurokk," segir söngvarinn. Jámkarlamir hófu ferilin í Eyjum fyrir tveimur helgum. Þeir ætla aö taka lífinu með ró í vetur. Æfa og safna kröftum fyrir vorið og sumar- ið. Þó spila þeir á ísafirði um næstu helgi og hafa bókað sig á nokkrum stöðumívetur. Samhliða því að æfa með Jámkörl- unum hefur Bjartmar Guðlaugsson haft nóg að gera við að leika einn síns hðs á tónleikum víða um land. Hossast í jeppum og jafnvel brotist í snjóbílum yfir heiðar. Hefur aðsókn- in síðan réttlætt allt erfiðið? „Hún hefur veriö framar öhum vonum,“ svarar Bjartmar. „Á Suður- eyri komu til dæmis þrjátíu prósent bæjarbúa til að hlusta á mig. Ég get ekki annað en verið ánægður með slíka aðsókn." -ÁT-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.