Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 28
28
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988.
Sérstæð sakamál
Ein lítil yfiísión
Bertram Winslade.
Kerry Thornby átti ekki mörg
leyndarmál svo atvinnurekandi hans
vissi. Thornby var þrítugur vinnu-
maður og haíði sig lítið í frammi.
Skyndilega lést hann og kona bónd-
ans sem hann vann hjá með vofveif-
legum hætti og þá var nafn hans á
allra vörum.
Kerry Thornby hafði búið einn síð-
an foreldrar hans dóu níu árum áður.
Hann bjó í lítilli íbúð með einu svefn-
herbergi í Stamford í Lincolnshire á
Englandi.
Um alllangt skeið hafði hann verið
vinnumaður hjá Bertram nokkrum
Winslade, bónda þar hjá. Bertram
var kvæntur maður og hét kona hans
Glynis. Höfðu þau búiö saman í tutt-
ugu og sjö ár er hér var komið sögu.
Leiðurá Glynis
Bertram Winslade var orðinn mjög
leiður á því að búa með konu sinni
er kom fram á áriö í fyrra. Er leið á
sumarið fór hann í alvöru að hugsa
um leiðir til þess að losna við hana.
í fyrstu íhugaði hann skilnað en
komst að því að það yrði sér of dýrt
því þá myndi frúin heimta að búinu
yrði skipt og yrði hann annaðhvort
að selja það og skipta með henni
andvirðinu eða kaupa hennar hlut
en það mun hann ekki hafa talið sig
geta.
Endanleg og ódýr lausn
var það sem Bertram taldi sig loks
hafa fundið. Þá var komið fram í
ágúst. Lausnin var fólgin í því að
myrða eiginkonuna. Það ætlaði
bóndinn hins vegar að gera á full-
kominn hátt svo að ekki félli á hann
minnsti grunur. Hann hugsaði málið
um hríð og komst svo að þeirri niöur-
stöðu að honum ætti ekkert að vera
að vanbúnaði til þess að ganga þann-
ig frá öllu að vinnumaðurinn, Kerry
Thornby, yrði talinn ódæöismaður-
inn en til þess að Kerry fengi ekki
tækifæri til þess að bera af sér morð-
iö á frú Glynis Winslade yrði hann
að deyja líka.
Morðdagurinn rennur upp
Er 11. ágúst rann upp var Bertram
undir það búinn að myrða bæði konu
sína og vinnumann enda hafði hann
þá búið til sögu sem hann þóttist
ekki í neinum vafa um að lögreglan
myndi trúa.
Hann ætlaði aö skýra svo frá að
hann hefði komið að konu sinni lát-
inni og svo vinnumanninum þar sem
hann hefði haldið á haglabyssu eftir
sjálfsvíg. Ástæðan væri augljóslega
sú að vinnumaöurinn hefði staðið í
ástarsambandi við eiginkonuna. Svo
hefði sennilega kastast í kekki með
þeim tveimur og Kerry Thornby þá
örvinglast og ekki séð aöra leið út
úr vanda sínum en að ráða hana af
dögum og síðan sjálfan sig.
Frúin kemur úr innkaupaferð
Þennan dag fór frú Glynis
Winslade í innkaupaferð. Er klukkan
var að verða hálfþijú kom hún svo
heim á bíl þeirra hjóna. Er hún ók
inn á hlaðið sá hún mann sinn standa
með tvíhleypta haglabyssu í hend-
inni. Henni brá ekkert við það því
hún vissi að hann fór stundum til
veiða. Hún átti sér einskis ills von
er hann gekk til hennar. Renndi hún
niður hliðarrúðunni til aö tala við
hann en þá bar hann haglabyssu-
skeftið upp að vanganum og skaut
úr báðum hlaupum. Hún beið þegar
bana við stýrið en hún var þá nýbúin
að stöðva bílinn.
Röðin komin að Kerry
Thornby
Nú ákvaö Bertram að framkvæma
síðari hluta áætlunarinnar um full-
komna morðið. Hann gekk í áttina
til KerTys þar sem hann var við
vinnu nokkuð frá bænum. Kerry
hafði heyrt skotin en kom ekki til
hugar að neitt alvarlegt væri á ferð-
um.
Bertram gekk rólega til hans og fór
að spjalla við hann. Síðan bað hann
Kerry um að ganga með sér inn í
hlöðuna vð bæinn. Er þangað var
komið bar bóndi haglabyssuna öðru
sinni að vanganum og skaut Kerry í
höfuðið af örstuttu færi. Lést hann
samstundis.
Lögreglunni gert viðvart
Winslade þurrkaði nú vandlega
fingraförin af haglabyssunni og tók
síðan um hendur Kerrys til þess að
komá fmgraförum hans á skefti, gikk
og aðra hluta byssunnar. Síðan lagði
hann byssuna þannig við hlið hans
að auðséð væri aö hann hlyti að hafa
framið sjálfsvíg. Að þessu loknu
hringdi Bertram til lögreglunnar.
Var hann mjög skjálfraddaður er
hann tilkynnti um það sem gerst
heföi.
Saga Bertrams
Er lögreglan kom skýrði Bertram
frá því að hann hefði verið inni í
húsinu er hann hefði heyrt skot utan
af hlaði. Heföi hann flýtt sér út og
séð að bíll þeirra hjóna heföi staðið
fyrir utan. Er hann hefði nálgast
hann hefði hann séð að kona hans
var látin við stýrið, illa leikin eftir
haglaskot.
Augnabliki síðar heföi hann svo
heyrt önnur skot úr hlöðunni og flýtt
sér þangað. Heföi hann þá komið að
Kerry Thornby þar sem hann hefði
legið örendur með haglabyssuna við
hlið sér.
Hún var mérótrú
sagði Bertram Winslade þegar lög-
reglan innti hann eftir því hvort
hann gæti gefið einhverja skýringu
á þessum voðalega atburði. Kvaðst
Bertram hafa komist að þessu sam-
bandi er í ljós heföi komið að Kerry
hefði ekki alltaf verið við þau störf
sem hann hefði átt að vera að vinna.
Heföi hann þá verið á leynilegum
ástarfundum með konu sinni. Heföu
þau hist í hlöðunni.
„Hví rakstu hann ekki?“
spurði lögreglan er hún haföi heyrt
söguna. Bertram Winslade sagðist
ekki hafa treyst sér til þess þvi hann
hefði ekki haft til neins annars að
leita til að hjálpa sér viö störfin á
bænum.
Bertram lét svo í ljós þá skoðun að
vera kynni að Kerry Thornby hefði
myrt Glynis af því að hún hefði neit-
að af fara fram á skilnað og heföi
hann þá sennilega misst stjóm á til-
fmningum sínum.
Að svo sögðu var gert hlé á viðræð-
unum við Bertram og þóttist hann
nú fullviss um að hann væri búinn
að segja lögreglunni það sem duga
myndi til þess að málið yrði leitt til
lykta á þann hátt sem hann hafði
gert sér vonir um.
Lögreglan hefur sína athugun
Lögreglan vildi ekki hafna hug-
myndum Bertrams Winslade en að
venju hóf hún sína eigin athugun.
Var nú tekiö að ræða við vini þeirra
hjóna til þess að reyna að komast að
því hvort þeir vissu um samband
vinnumannsins og frú Glynis. Þótti
sennilegt að það heföi ekki farið fram
hjá nágrönnunum enda ólíklegt að
elskendurnir heföu látið sér nægja
að hittast eingöngu í hlöðunni.
Ýmsar athyglisverðar upplýsingar
komu nú fram.
REYKJAVÍKURHÖFN
Reykjavíkurhöfn óskar eftir að ráða byggingarverk-
fræðing eða byggingartæknifræðing til starfa í
tæknideild.
Verkefni: Tæknideild Reykjavíkurhafnar sér um
byggingu, viðhald og rekstur hafnar-
mannvirkja og annarra eigna hafnar-
sjóðs.
Starfssvið: Starfið er m.a. fólgið í undirbúningi
verka, framkvæmd verka með starfs-
mönnum hafnarinnar og verktökum og
eftirliti með framkvæmdum.
Nánari upplýsingar um starfið gefur að-
stoðarhafnarstjóri í síma 28211.
Umsóknir um starfið skulu hafa borist fyrir 27. febrú-
ar nk.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
St. Jósefsspítali, Landakoti, býður ákjósanlegan
vinnustað í hjarta borgarinnar. Góðar strætisvagna-
ferðir í allar áttir.
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga á eftirtaldar deildir:
Handlækningadeild l-B, sem er eina augndeild
landsins.
Handlækningadeild ll-B, sem er lítil almenn deild.
Handlækningadeild lll-B, almenn deild.
Barnadeild, unnið er eftir einstaklingshæfðri hjúkr-
unaráætlun.
Hafnarbúðir, sem er öldrunardeild, þar vantar nætur-
vaktir en aðrar vaktir koma einnig til greina.
Vöknun, þar er dagvinna.
Fóstru vantar á leikstofu barnadeildar.
Einnig vantar yfirfóstru á barnaheimilið Litlakot, sem
er með börn á aldrinum 1-3 ára.
Reykjavík 18. febr. 1988.