Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 29
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. 29 v Sérstæð sakamál Hlaðan á bænum. Kerry Thornby. Enginn vissi um neitt sam- band en ... Þetta varð fljótleg ljóst. Hvergi var hægt að finna neinn sem hafði heyrt um samband Kerrys og Glynis og enginn fannst sem hafði- nokkru sinni séð þau ein saman. Hins vegar sögðu nágrannar Kerrys að hann hefði oft fengið gesti til sín að kvöldi dags en enginn þeirra hefði verið kona. Hefðu þaö allt verið karlmenn. Þetta vakti strax athygli lögreglunn- ar og þegar hún fór að kanna betur hagi þeirra manna sem sést höfðu heimsækja vinnumanninn kom í ljós að sumir þeirra voru kynhverfir. Grunurvaknar Þetta leiddi til þess að rannsóknar- lögreglumennirnir fóru mjög að draga í efa sannleiksgildi frásagnar Bertrams. Reyndar var ljóst aö full- yröing hans um að samband vinnu- mannsins og eiginkonunnar gat því aðeins verið sönn að Kerry Thornby hefði verið haldinn hneigð til beggja kynja. Hefði svo verið leit hins vegar út fyrir aö Glynis Winslade hefði verið eina konan sem hann hafði átt vingott við. Þó var ekki hægt að út- loka þann möguleika. Grunurinn styrkist Eftir því sem málið var rannsakað meira jókst sá grunur að Bertram Winslade hefði ekki sagt satt. Var ástæðan ekki síst sú að eftir því sem ferill Kerrys Thonrby var rannsak- aður betur kom æ betur í ljós hve hneigður hann var að öðrum karl- mönnum. Þannig héldu sumir í nágrenninu því fram að íbúð hans hefði í raun verið „opið hús“ fyrir kynhverfa karla. Og sumir fullyrtu að hann hefði aldrei litið á kvenfólk og ekki haft minnsta áhuga á því. Staðfesting fékkst á kynhneigð Kerrys Thorn- by er líkskoðarinn lagði fram skýrslu sína. Um svipað leyti fékkst upplýst hver síðasti „vinur“ hans hefði veriö. Var maðurinn yfirheyrður og sagðist hann hafa verið hjá Kerry nóttina áður en hann dó. Ljóst var þó að sá maður hefði ekki getað ráöið Kerry og Glynis af dögum. Bertram Winslade var nú kallaður til yfirheyrslu. Voru lagðar fyrir hann þær upplýs- ingar sem aflað hafði verið. Var hann beðinn um frekari skýringar, gæti hann gefið þær, en viðbrögð hans urðu þau að hann sat hreyfingarlaus og þegjandi í lengri tíma. Varð svo ljóst að hann hafði ekki í hyggju að játa. Sönnunin lögð fram Rannsóknarlögreglumönnunum fannst þá tími til kominn að leggja spilin á borðið því þeir höföu þá þeg- ar aflað gagns sem sýndi að Bertram Winslade var morðinginn. Á báðum haglaskotshylkjunum, sem voru í byssunni eftir að Kerry Thornby átti að hafa skotið sig, voru fingraföf Bertrams. Og hvernig gátu þau verið á þeim? Varla hefði Kerry farið aö biðja hann um að hlaða byssuna fyr- ir sig eftir að hafa skotið konu hans. Þar með voru örlög bóndans ráðin. Honum hafði orðið á ein lítil yfirsjón er hann framdi „fullkomna glæp- inn“. Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu i sama símtali. Hámark kortaúttektar i síma er kr. 4.000,- Hafið tilbúið: /Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmerN og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun sem nefndist Cité Internationale des Arts og var samningurinn gerð- ur á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts er tekur endan- lega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar. sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg, Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi af- not af húsnæði og vinnuaðstöðu og jafnframt skuld- binda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals- stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. júlí 1988-30.' júní 1989. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnar- nefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi umsóknar- eyðublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjárvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 25. mars nk. Reykjavík, 21. febrúar 1988. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.