Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Side 30
30
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988.
Kollegar
Jóns Bergssonar
urðu
aftrýðisamir
> *
- Karl Agust Ulfsson segir undan og
ofan af ævi fréttaritarans
„Nei, Jón Bergsson er ekki dauð-
ur en haim fékk langt launalaust
leyfi og hefur ekki unnið í útvarpi í
eitt ár. Jón er enn við hestaheilsu og
ég vona hann nái háum aldri. Hvort
hann kemur aftur til starfa eða verð-
ur settur á eftirlaun veit ég ekki. Jón
er núna á búi sínu í Suður-Landeyj-
um og hefur það gott.
Það kom upp ágreiningur milli
hans og annarra starfsmanna út-
varpsins. Einhverjum þótti hann
ekki nógu góður fréttaritari en ég
held að félagar hans hafi verið af-
brýðisamir því hann var orðinn
langvinsælasti fréttamaðurinn og
það var reynt að hanka hann á hinu
og þessu.
Jón var alltaf manna samvisku-
samastur og þótt eitt og annað hafi
farið úrskeiðis hjá honum þá held
ég að flestir hafi fyrirgefið honum
það nema kannski þessir kollegar
hans. Ég ætla ekki að fara að rekja
hverjir það eru því það gæti lækkað
þá verulega í áliti hjá þjóðinni.“
Löggilt
grínleyfi
Það er góðkunningi Jóns Bergs-
sonar, fréttaritara Ríkisútvarpsins í
Suður-Landeyjum, sem er að segja
frá. Sá heitir Karl Ágúst Úlfsson og
er leikari að mennt. Á vinnustofu
hans hangir á vegg löggilt grínleyfi,
útgefið af Spaugstofunni, og í krafti
þess hefur hann tekið að sér aö stytta
þjóðinni stundir.
Karl Ágúst stendur á miðju gólfi í
stofu Spaugstofunnar og talar í sí-
mann þegar DV-menn taka á honum
hús. Hann er dökkklæddur meö hatt
á höfði og er ekki hærri en Hump-
hrey Bogart. Spaugstofuna rekur
hann í félagi við Öm Árnason og
Sigurð Sigurjónsson en þeir félagar
náðu fyrst saman í umdeildu ára-
mótaskaupi fyrir nokkrum árum. Til
vitnis um árangurinn hafa þeir uppi
á vegg svo ágæt plögg sem lesenda-
bréf úr DV með fyrirsögnum eins og
„Ósvifið áramótaskaup".
Þótt Jón Bergsson gæti verið afi
þessara manna - af röddinni að
dæma - þá er hann afkomandi þeirra
og fæddist í timburmönnunum af
áðurnefndu áram'ótaskaupi. Karl
Ágúst segir svo frá fæðingu meistar-
ans.
„í byrjun árs árið 1985 tókum við
Öm og Sigurður að okkur útvarps-
þátt. Við vorum þá rétt skriðnir út
úr áramótaskaupinu, verulega lúnir
og lítið sofnir eftir þá töm. Við gerð-
um okkur ekki alveg grein fyrir því
í upphafi hvað þetta var mikil vinna.
Fyrsti þátturinn átti að vera á dag-
skrá 15. janúar og þegar 2 eða 3 dagar
vom í upptökuna vöknuðum við upp
við vondan draum. Við áttum eftir
að skrifa ailt efnið í þáttinn. Það
gerðum við á tveim nóttum og þar á
meðal skrifuðum við svolítinn pistii
frá fréttaritara úti á landsbyggðinni.
Það em miklir sómamenn og alltaf
gaman að heyra í þeim. Þessi hug-
detta varð til einhvem tíma undir
morgun.
Jón Bergsson
varð til við
hljóðnemann
Við mættum með efnið í upptök-
una og vorum ekkert sérlega vel
undirbúnir og röðunum þá í hlutverk
í snatri og meira og minna af handa-
hófi. Það kom í minn hlut að leika
þennan fréttaritara. Persónan var til
fyrir framan hljóðnemann án þess
að ég hefði á nokkur hátt lagt það
niður fyrir mér hvernig ég ætlaði að
leika hann.
Nafniö Jón Bergsson kom þannig
til að þegar fréttaritarinn var farinn
út fyrir efnið þá stóð í handriti að
fréttamaðurinn, sem var að tala við
hann, ætti að hasta á hann. Fréttarit-
arinn hét þá ekkert en Örn Árnason
greip fyrsta nafnið sem honum datt
í hug og það var Jón Bergsson.
Mér þykir aRtaf mjög vænt um
karlinn og ég held að hann hafi hitt
mjög vel í mark og af þessum út-
varpspersónum, sem ég hef búið til,
þá er hann langvinsælastur.“
Störfm í Spaugstofunni eru aöeins
hluti af umsvifum Karls Ágústs því
hann er leikhúsmaður og flest kvöld
vikunnar æðir hann um gólf í bragga
Leikfélagsins á Meistaravöllum í
hlutverki Sprengs verkstjóra í Síldin
er komin. A sama tíma er verið að
sýna í höfuðstöðvunum í Iðnó
Hremmingu, leikrit sem Karl Ágúst
hefur þýtt og samið söngtexta við og
leikstýrir að auki.
Alltaf að
leika
„Ég hef eiginlega verið leikandi
frá því að ég var smápjakkur," segir
Karl Ágúst. „Eins og fjölmargir
krakkar gera setti ég upp leiksýning-
ar á bamaskólaárunum með félögum
minum. Það var inni í Laugamesi
þar sem ég er meira og minna alinn
upp hjá ömmu minni.
Eg hélt þessu áfram fram á tánings-
árin og var einnig með í skólaleikrit-
um. Ég þorði þó ekki að viðurkenna
fyrir sjálfum mér og fjölskyldu minni
að mig langaði til að verða leikari
fyrr en í menntaskóla. Þá greip þessi
della mig heljartökum og hefur ekki
sleppt mér síðan. Ég tók inntökupróf
í Leiklistarskólann sömu dagana og
ég var í stúdentsprófinu.
Ég dáist að því fólki sem varaði
mig við þessu því það reyndist raun-
særra en ég hélt. Það er til þessi
ævafoma og margtuggna saga um
leikarann sem er spurður hvað hann
gerir. Tilfellið er að eins og ástandið
er núna þá er þetta ekki starf sem
hægt er að lifa af eingöngu.
Það var ekki það að fólk hefði for-
dóma gagnvart leikhúsinu eða því
lífemi sem þar átti að vera ástundað
en það reyndist alveg rétt að launin
eru ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Svo er það líka að þetta er sérkenni-
legur vinnutími og það hlýtur að
koma niður á öUu einkalífi. Leikarar
vinna frá 10 á morgnana og fram til
fjögur og síðan frá sjö til miðnættis.
Það er því oft ekki mikill tími aflögu
til aö stunda einhvers konar fjöl-
skyldulíf.
Urvinda á
fjalirnar
Launakjörin gera það einnig að
verkum að fólk er að vinna jafnframt
þessu í útvarpi og sjónvarpi og fleiri
stöðum. Því getur vinnan farið upp
í fjórtán til sextán tíma á sólarhring.
í vissum tilfellum hlýtur þessi vinna
að koma niður á leiklistinni. Oft á
tíðum mæta menn úrvinda í leik-
húsið og óar við að fara að leika í
heilli sýningu. Einhvem veginn er
það samt svo að um leið og stigið er
á sviðið fyllast mnn dularfullum
krafti sem fleytir mönnum í gegnum
sýninguna."
Leikarar em sú stétt manna sem
hvað oftast verður að svara spurn-
ingum um skrautlegt líferni. Karl
Ágúst kannast við þetta og leggur
ekki á sig að bera sögumar til baka.
„Ég hef séð leikara sukka og svalla
og ég hef líka séð slíkt til lögfræð-
.inga, rafvirkja og trésmiöa án þess
að sögur um svall loði sérstaklega
við þá. Það er allur gangur á þessu
hjá okkur eins og öllum öðrum.
Það þykir oft í frásögur færandi ef
þekktar persónur sjást á bar eða
skemmtistað. Það kemur líka til að
eini lögboöni frídagur leikara er á
mánudögum og það kann að virka
sérkennilegt að sjá mann skemmta
sér á mánudagskvöldi. Ég hef ekki
látið þessar sögur fara stórlega í tau-
gamar á mér.“
Klíkuskapur -
eða hvað?
Leikhúsfólk verður einnig oft að
sitja undir því að í stétt leikara ráð-
ist frami oft meira af klíkuskap og
ættartengslum en hæfileikum. „Ég á
erfitt með að meta hyað er til í
þessu,“ svarar Karl Ágúst. „Það
kann að þykja klíkuskapur ef leik-
stjóri velur bestu vini sína í leiksýn-
ingu. Þeir geta líka veriö það góðir
leikarar að full ástæða sé til að láta
þá fá hlutverkin og enga aðra. Þetta
er mál sem erfitt að fullyröa og al-
hæfa um. Sjálfsagt er heilmikill