Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 klíkuskapur í gangi og gagnkvæmir greiðar en að slá því fóstu um heila atvinnustétt að þar ráði klíkuskap- urinn einn er algerlega fráleitt." Karl Ágúst er öðru fremur þekktur sem gamanleikari og býr við sömu hættu og aðrir gamanleikarar að festast í sömu hlutverkunum. „Ég hef verið tiltölulega heppinn með hlutverk og ekki lent í að leika sömu manngerðirnar aftur og aftur,“ segir Karl Agúst. „Á seinni árum hef ég þó frekar leikið gamansamari hlut- verk en hin. Tilbury er dæmi um það. Ég hef því ekki verið settur í sömu hlutverkin en ég veit af þeirri hættu sem það er að festast í einu hlutverki." Vottur af kreppu íslensk leikhús hafa á síðustu misserum verið gagnrýnd fyrir að bjóða upp á fátt merkilegt og aðsókn- in hefur farið minnkandi nema ef erlendar stæhngar eru í boði. „Það eru vissulega frumlegir hlutir að ger- ast,“ segir Karl. „Hins vegar hvarflar það að mér að stóru leikhúsin séu í eins konar kreppu. Margir af htlu leikhópunum hafa staðið sig frábær- lega í að kynna verk sem litlar líkur eru á að stóru leikhúsin taki til sýn- ingar og sannað aö þar er fólk sem er fyllilega samkeppnisfært. Það vill líka loða við gagnrýnendur að þeir vhja nota þessa litlu hópa sem refsivönd eða keyri á stóru leikhúsin. Samúðin, sem þessir hópar fá vegna erflðra aðstæðna, gerir það að verk- um að þeir fá oft listrænan afslátt. Sýningar, sem fá góða dóma hjá leik- hópunum, gætu þess vegna verið skornar gjörsamlega niður við trog ef þær væru í Þjóðleikhúsinu eða Iðnó. Auðvitað þurfa leikhúsin á harðri gagnrýni að halda og ef hún getur á einhvern hátt stutt leikhúsin. Litlu leikhóparnir eru mjög merkheg gróðrarstöð og í þeim hafa alist upp margir af okkar bestu listamönnum. Menn hafa freistast th að hta á svona fyrirbrigði eins og Spaugstof- unnar sem flótta frá erfiðleikunum í leikhúsunum. Svo er ekki því við höfum ekkert að flýja. Einn þáttur- inn er að þetta er aðferð til að láta enda ná saman. Viö erum hka að uppfyla ákveðna þörf hjá fólki. Þörf- in fyrir gamanefni er ákaflega mikh og þegar vel tekst til verður það efni mjög vinsælt. Fyrir okkur er þetta einnig mjög dýrmæt reynsla sem leikara. Þetta kallar á öðruvísi tækni en notuð er á leiksviði. Samt nýtist hún í verk- efnum í leikhúsunum. Samkeppni Samkeppnin er mikil í skemmt- anabransanum en ég hef þó aldrei orðið var við hörku í henni. Þetta eru allt góðir vinir okkar og ýmist núver- andi eða fyrrverandi samstarfs- menn. Það er hægt að hafa af þessu þokkaleg laun. Vinnan við þetta er hka mikh og kostnaður oft sömuleið- is. Lengi vel var það þannig að Spaug- stofan starfaði aðallega að næturlagi. Það endist enginn maöur th að vinna þannig th lengdar. Þaö er ekki nokk- ur glóra í að þenja sig svo að erfiði vetrarins kosti þriggja vikna rúm- legu að sumri. Við erum því farnir að sýna einhverja skynsemi við vinn- una. Það stendur hka þannig á núna að við þrír, sem erum að skrifa fyrir Bylgjuna, erum ekki að æfa í leikrit- um á sama tíma og getum því hagað vinnutíma okkar skynsamlega. Menn eru eðhlega misjafnlega upp- lagðir að setjast við borð að morgni dags og keppast við að vera skemmti- legir. Það hefur gefist okkur best að stressa okkur ekki of mikið. Við er- um vanir að byija á að spjalla saman um eitthvað allt annað en við erum að fara að gera til að komast í gott skap. Aldreibyrjaðá að fara í Ríkið Auðvitað koma dagar þegar ekk- ert gerist og það litla sem kemst á blað er alómögulegt. Því efni er þá hent og byrjað aftur. Oft er ég spurö- ur að því hvort við förum ekki í Ríkið fyrst en það er bara ekki hægt að búa th neitt undir áhrifum áfengis sem öðrum finnst gaman aö. Hér er þvi aldrei unnið undir áhrifum áfengis." Samstarf okkar hefur gengið furðuvel þótt við séu ekki nærri allt- af sammála. Enn hafa þó ekki orðið alvarlegar sprengingar. Við erum sennilega svona miklir geðprýðis- menn að við stillum okkur áður. Á endanum komumst við alltaf að nið- urstöðu og það fer ekkert frá okkur án þess að allir séu sammála um hvernig það á að vera. Það er enginn einn höfundur að efninu þótt það lendiá einum okkar aö gera efnið að handriti. Það er lang best að einn taki að sér ritstjómina og komi hugmyndunum saman. Við erum að þróa famleiðsluna frá stuttum grínatriðum og yfir í lengri leikþætti. Vinur minn, Jón Bergsson, passar hla inn í leikþætti enda er hann í hvhd þótt sá tími kunni að koma að hann rísi upp á ný.“ Grátt gaman í Hrútafirðinum Karl Ágúst segist hafa að mestu verið ahnn upp af ömmu sinni og kom hann raunar víða við á landinu í uppvextinum. „Foreldar mínir voru og eru komungt fólk og þá eins og nú þurfti fólk að hafa töluvert mikið fyrir lífinu," segir Karl. „Ég var mik- ið hjá afa mínum og ömmu sem bjuggu við Kleppsveginn. Það hverfi var þá alveg á mörkum bæjarins og afi var með kindur þarna þegar ég man fyrst eftir mér. ■ Á sumrin var ég hjá afa mínum og ömmu sem bjuggu á Reykjum í Hrútafirði þar sem afi var kennari. Þegar ég komst aðeins á legg fylgdi ég þeim líka í vegavinnu vestur í Dali á sumrin. Eitt sumarið fyrir norðan greip mig og frænda minn einhver ótrúlegur prakkaraskapur og var ýmislegt gert' sem þá þótti afskaplega fyndið með- an á því stóð þótt það sé ekkert fyndið núna. Við tókum einu sinni upp á því, þegar sundnámskeið var haldið á Reykjum, aö við læddumst inn á heimavistina og tókum þar hehmikið af skóm og gættum þess að taka bara annan skóinn af hveiju pari. Skóna létum viö sigla út á Hrútaíjörðinn. Þetta þótti okkur ákaflega sniðugt en ég efast um að fleirum hafi þótt það. Við vorum rassskehtir og lokaðir inni og hvað eina th að venja okkur af þessu og á endanum veitti amma okkur þá ráðningu sem dugði og var fuh þörf á þótt það hafi ekki þótt sér- lega fyndið meðan á því stóð.“ Djúpur skáldskapur Karl Ágúst hefur á undanfomum árum verið einn duglegasti textahöf- undurinn hér á landi og hann hefur enga tölu á þeim söngtextum sem hann hefur samið af ýmsum tilefn- um. Þörfm til skáldskapariðkana greip Karl ungan og hann segist hafa verið 8 eða 9 ára gamall þegar hann hóf að yrkja og „margt af því var mjög alvarlegur og djúpur skáld- skapur,“ segir Karl. „Ég var ahnn upp við kveðskap. Fósturfaðir föður míns var mikhl kvæðamaður og kunni ógrynni af vísum og kvað mik- ið. Einhvern veginn hefur því tilfinn- ing fyrir brag síast inn í mig. Á tímabih meðan ég var í bamaskóla lagði ég metnað minn í að koma ekki með minna en eina th tvær stökur á dag. Eg gleymdi þessu á milli þar th ég var beðinn um að semja söngtexta fyrir skemmtun sem Leikfélag Reykjavíkur stóð fyrir. Ég hnoðaði þá einhvéiju saman og hef veriö að þessu meira og minna síðan. Ég hef samið þónokkra söngtexta við leik- sýningar og þýtt eftir þörfum. Þrátt fyrir þetta hef ég ekki fundið hjá mér knýjandi þörf fyrir að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Jón Bergsson kom þar þó við sögu síðast og ég heföi ekkert á móti þvi aö senda lag og texta í svona keppni en mundi sjálfsagt glotta út í annað um leið,“ segir Karl Ágúst Úlfsson. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.