Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Síða 43
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988.
55
gamlan glæsileik og njóta fagurs út-
sýnis. Verðlagningu voru settar
hömlur þannig að viðskiptahópurinn
stækkaði.
Leiðin, sem Austurlandahraðlestin
fer í dag, er eftirfarandi:
Hvað kostar
glæsileikinn?
Brottfarir frá London og Feneyjum
eru tvisvar í viku. Eftirfarandi eru
nokkur dæmi um verð:
London-París frá 12.435 til 14.399 kr.
án klefa.
London-Folkestone, þar er farið
um borð í ferju sem flytur fólk til
Bologne. Lestin fer síðan frá Bologne
til Parísar. Frá París fer lestin um
hinar frjósömu sléttur Norður-
Frakklands og til Sviss. Næsta
stoppistöð er Ziirich. Síðan er farið
er í gegnum hin frægu Arlberggöng
og ferðast um Alpana. Útsýnið er
ægifagurt á leiðinni til Innsbruck.
Frá Innsbruck er fariö um Brenner-
skarð og haldið niður á sléttur Ítalíu
og suður til Veróna. Frá Veróna er
ferðinni heitiö til Feneyja þar sem
endastöðin er. Segja má að öll leiðin
sé veisla fyrir augað og ætti engum
að leiðast við gluggann. í annari
grein hér í blaðinu er tæpt á þjón-
ustu og aöbúnaöi og skal það ekki
orðlengt hér frekar. '
London-Feneyjar frá 35.997 til 42.869
kr. með klefa.
Verð er miðað við að tveir séu í klefa
og er mismunandi eftir árstíðum.
Innifaldar í verði eru máltíðir á með-
an ferð stendur. Ef fólk vill hins
vegar sérrétti þá kostar það auka-
lega.
Til gamans má geta að flug milh
London og Parísar á fyrsta farrými
kostar 10.420 kr.
AUt verð er reiknað á gengi 18.2.1988.
Hægt er aö bóka far með lestinni í
gegnum íslenskar ferðaskrifstofur.
Það er einnig hægt að greiða farið
með krítarkorti og er þá númer
kortsins gefið upp.
-EG
og kavíar
viðtal við Mörtu Bjamadóttur og Þórarin Ólafsson um Austurlandahraðlestina
Þegar maður heyrir nafnið Austur-
landahraölestin þá dettur manni
ósjálfrátt í hug virðulegir þjónar,
fólk í silkifótum, kampavín og ka-
víar. Þessi ímynd er ekki fjarri
Austurlandahraðlestinni sem er í
notkun í dag.
Árið 1982 var Austurlandahraö-
lestin endurvakin ef svo má segja.
Reynt var að endurskapa þann
glæsibrag og blæ sem fylgdi þessari
nafiitoguöu lest. Eitt breyttist þó
og það var leiðin sem lestin fór.
Hún fer ekki lengur til Austur-
landa með breskt heldra fólk
heldur er áætlunin London-París
-Feneyjar, með feröamenn af öllum
tagi og þjóðemi. DV ræddi við hjón-
in Mörtu Bjamadóttur og Þórarin
Ólalsson um Austurlandahraðlest-
ina en þau fóra einmitt með henni
fyrir nokkrum áram.
Hvemig datt þeim í hug að fara
með þessari lest?
,JÉg hafði lesið að til stæöi að
endurvekja Austurlandahraðlest-
ina og að leiðin yrði London-Par-
ís-Feneyjar,“ sagði Marta. „Mér
fannst þetta strax mjög spennandi
og langaði til að prufa þetta. Tæki-
færið kom síðar þegar við hjónin
þurftum að fara til London og Par-
ísar vegna viöskipta Viö höfðum
samband viö feröaskrifstofu sem
pantaði fyrir okkur far með lest-
inni.“
Kampavín og
rauðir dreglar
„Miðarnir biöu okkar í London
og áttum við að mæta kl. 12 á Vict-
oriastöð,“ sagði Marta.
„Það var tekið á móti okkur raeð
rauðum dregh og kampavíni," seg-
Marta og Þórarinn i glæsilegum borosal lestarinnar.
ir Þórarinn. „Það var svona
forsmekkur að þvi sem koma
skyldi. Við voram kynnt fyrir þjóni
þeim sem sjá átti um okkur á leiö-
inni. Því næst var okkur vísað í
borðsal."
„Borðsalur þessi var geysilega
íburðarmikill,“ bætir Marta við.
„Öll matarjfiöld vora úr kristal,
postulíni og silfri. Þjónarair vora
með hvíta hanska og allt umhverfið
í svona knipplingastil. Við borðuð-
um hádegsiverð í lestinni þegar
hún var á leið til Folkestone en þar
farið um borö í ferju. Þegar komiö
var til Frakklands var fariö um
borö í lestina aftur. Að vísu var
ekki um sömu lest og í Englandi
að ræða en þessi franska var alveg
eins. Okkur var vísað til klefa okk-
ar þegar viö komum í lestina í
Frakklandi. Það var líkt með klef-
ana og annað, allt var í íburðar-
miklum gamaldags stíl.“
Flygiil á barnum
„Eg man eftir að vaskurinn í klef-
anum var úr postulíni,“ segir
Marta. „Það var sérstakur bar,
vagn, sem var fullur af leðursófum
og stólum. i þeim vagni var flygill
sem tónlistarmaður lék á af hjart-
ans lyst. Hann spilaði mikið af
lögum millistriðsáranna. Kampa-
.vín virtist vera tilheyrandi drj-kk-
ur þama því af því var veitt
ómælt.“
„Um kvöldið var gengið í borðsal-
inn,“ segir Þórarinn. „Flestir voru
klæddir í charlestone tísku fót.
Þetta ýtti enn meira undir þau áhrif
áð maður væri kominn aftur í tím-
ann.“
„Borðhaldið leið áfram eins og í
draumi, þjónustan var frábær og
matur og vin eins og best gerist,"
segir Marta.
„Mig minnir að það hafi verið
fimm eða sex réttað," bætir Þórar-
inn við.
„Að loknum kvöldverði var litill
tími til stefnu fyrir okkur því við
æfiuðum af lestinni í París. Okkur
dauðlangaöi að halda áfram til Fen-
eyja en því miður var París enda-
stöð í þetta sinn.“
Staðráöin i
að fara aftur
Hvað kostaði þetta svo?
„Ég man ekki nákvæmlega hvað
þetta kostaði," segir Þórarinn „en
við reiknuðum út aö þessi ferð
hefði veriö ódýrari en að taka fiug-
vél frá London til Parísar og borða
á sæmilegum veitingastað í París.
Tíminn sem fór í þetta var einnig
ekki mikið meiri en það tekur að
komast til og frá fiugvöllum, ásamt
fiugi og leit að veitingastað. Okkur
fannst því bæði tímanum og pen-
ingum vel varið í þessa ferð,“ segir
Þórarinn.
„Við erum staðráðin í því að fara
einhvem tíma alla leiðina til Fen-
eyja,“ bætir Marta við dreymandi
á svipihn. -EG