Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
Sandkom
Stefnt að því
fimmtánda!
Þaðkomvíst
fáumáóvartað
lagSverris
Stormskers
skyldisigraí
söngvakeppni
sjónvarpsinsá
mánudags-
kvöldiðþvíað
skoðanakönn-
unDVhalði
sýnttramágíf-
urlegarvin-
sældirþess.
Það var hins vegar athyglisvert og
hefur aldrei gerst áður að allar dóm-
neftidiraar voru sammála um aö hafa
Stormsker í efcta sæti.
Sverrir sagðl eftir atkvæðataMng-
una í sjónvarpinu aö hann hefði átt
von á þvi að fá ðll atkvæðin, kok-
hraustur að vanda. En þegar hann
var spurður um sigurkkurnar í Dubl-
in svaraði hánn: „Eg stefni á að vera
ekki neöar en í fimmtánda sætiT
Sem beturfer!
Sverrirgetur
veriðkaldhaiö-
innogstundum
ererfittað
greinaámilli
hvorthanner
aðgrínasteða
crmeðmein-
tngar Eitthvað
virdstþaðalla-
vegafaraillaí
nokkrakeppi-
nautahans,
nvarpssal,þeg-
ar Stormsker fór niðangurslegum
orðum um fyrri fulltrúa íslands í
Eurovisionkeppninni. Þegar því var
svo lýst yfir að nú myndi sigurlagiö
íslenska ekki hljóma meira á öldum
ljósvakans fyrr en í úrslitakeppninni
í Dublin hrópaði einhver utan úr sal:
„Sembeturfer!"
Gæti óhreinkast
Ogvflqumokk-
urnúfrá
Stormskeri til
Eskitjarðar.
Góðvinur
Sandkornsþár
íbægaukaði
þessumsógunt
aðþvíenekki
ertekinóbyrgð
áaðsögiu-nar
sóu dagsannar.
Hótelsfiórinn
á Eskifirði er samviskusöm kona og
sparsöm. Eitt sinn dvaldi á hótelinu
vegavinnuverkstjóri sem var heldur
fámáll. Einu sinni vantaði hann
handklæði og nethdi þaö við hótel-
sfjórann. Hún rétti verkstjóranum,
sem var vel skítugur, hvítt hand-
klæði en kippti þvi svo strax til sín
aftur og sagði:, ,Það þýðir ekkert að
láta ykkta- hafa hvitt handklæöi!"
Verkstjórinn tók svo þegjandi við
dökkrauöu handklæði en muldraöi í
barm sér þegar hann gekk í burtu:
„Eg haföi nú hugsað mór að þvo mér
áður en ég notaði handklæðiö.“
I gegnum storm
og byl...
Sögumaðurinn
segireinnigað
áEskifiröisé
athafnasamur
maðursem
reynirað
drýgja tekjur
sínarmeðþví
aðseljaáfengi
ánþessaðhafa
ril jþoss tilskilin
leyfi.Við-
skiptavinir
hansmunu
dreifðir um allt plássið því hann er
það sem á götumáli er kallað „af-
kastamfldll sprúttsali".
Svo gerðtet það eina helgina i vetur
að snjó kyngdi niöur þannig að allt
varð ófært á staðnum í tvo daga. Við-
skiptavinimir þurftu þó sitt svo úr
vöndu var að ráða. En sprúttsalinn
hafði i æðum sínum sama hugsjóna-
eldinn og bréfberar og blaðburöar-
böm, að láta hvorki storm né byl
aftra sér. Hann sinnti því öllum út-
köllum með því að bregða yfir sig
kápu og skjótast á tveimur jafnfljót-
um á milli húsa meö veigamar. Slíka
ijónustulund munu þyrstir Eskfirð-
ingar hafa kunnað vel að meta.
Umsjón Axel Ammendrup
Fréttir
Húsnæðisstofhun ríkisins sendir 3000 umsækjendum bréf:
Geta sótt um að kom-
ast í forgangshópinn
Húsnæðisstofnun ríkisins mun nú
á næstu dögum senda út eyðublöð til
þeirra 3000 umsæKjenda sem sóttu
um lán á síðasta ári og teljast ekki
vera í forgangshópi eða eru íbúðar-
eigendur. Með því er þessum
umsækjendum gefin kostur á að láta
á það reyna hvort þeir komist í for-
gangshóp eða ekki og er þetta byggt
á lögum sem sett voru í desember.
Þeir sem hafa möguleika á að kom-
ast í þennan forgangshóp eru t.d.
hjón sem eiga húsnæði minna en 55
m2 eða þriggja manna fjölskylda sem
býr í minna húsnæði en 70 m2.. Einn-
ig verður tekið tillit til sérþarfa sem
geta valdið því að fólk þurfi á stærra
húsnæði aö halda. Það er helmingur
þeirra 6000 manna, sem sóttu um lán
á síðasta ári, sem þessi eyðublöð
verða send.
Að sögn Sigurðar E. Guðmunds-
sonar, forstjóra Húsnæðisstofnunar,
þá hafa núna 60 lífeyrissjóðir skrifað
undir um kaup á skuldabréfum fyrir
1989 en hins vegar u.þ.b. 30 vegna
1990. Það er því farið að styttast í það
að flestir lífeyrissjóöimir verði búnir
að gefa samþykki sitt. Þess má geta
að þrír sjóðir hafa neitað að vera
með. Eru það Eftirlaunasjóður at-
vinnuflugmanna, Lífeyrissjóður
tannlækna og Lífeyrissjóður verka-
fólks í Grindavík.
Staðið við allar
skuldbindingar
Gagnrýnisraddir hafa heyrst sem
segja að Húsnæðisstofnun eigi í erf-
iðleikum með að standa við skuld-
bindingar sínar og að dráttur hafi
orðið á að umsóknir væru afgreidd-
ar.
„Þetta er fjarri lagi - hvert einasta
lánsfjárloforð sem gefið hefur verið
út, hefur verið staðið við,“ sagði Sig-
urður. Hann sagðist þó ekki vera
tilbúinn að segja til um hvenær það
fólk, sem nú er að sækja um lán, fengi
lánsloforð í hendurnar. Það er þó
ljóst að öll lánsloforð fyrir 1988 eru
fyrir löngu afgreidd og áfram halda
umsóknimar að streyma inn.
Sigurður sagði að síðan umsóknir
í núverandi kerfi heiðu byrjað að
streyma inn, í september 1986, heíðu
500 umsóknir komið inn á mánuði
að meðaltali. Þaö sem af er þessu ári
hafa 700 milljónir kr. verið greiddar
út á mánuði. Það er því ljóst að varla
er hægt að hleypa mörgum til við-
bótar inní forgangshópa því hver
lánsumsækjandi fær frá 2 milljónum
kr. upp í 2,8 milljónir kr.
Sigurður sagði að hann hefði orðið
var við það að þeir sem væra komn-
ir með lánsloforð í hendumar ættu
í erfiðleikum með að festa lániö í
ákveðinni íbúð vegna þess að mikill
skortur væri nú á íbúðarhúsnæði á
markaðnum. Til þess að við lánslof-
orðið sé staðið þarf að vera búið að
festa kaup á ákveðnu húsnæði áður.
Áður hefur verið bent á þá sam-
tengingu sem myndast hefur á milli
útgáfu lánsloforða - aukinnar eftir-
spumar eftir húsnæði - hækkunar á
húsnæðisverði og að lokum aukinn-
ar lánsíjárþarfar. Þetta virðist styðja
þá skoðun. -SMJ
Hraðskák á Dalvík:
Rússarnirtóku
öll efistu sætin
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Sovétmennirnir þrír sem keppa á
alþjóðlega skákmótinu á Akureyri
áttu frí á fóstudag og notuðu tímann
til að taka þátt í hraðskákmóti á
Dalvík.
Þeir fóru ekki tómhentir þaðan því
þeir röðuðu sér í efstu sætin. Þeir
Gurevits og Polugajevsky urðu efstir
og jafnir með 10 vinninga af 11 mögu-
legum. Þeir skiptu á milli sín 22
þúsund krónum.
Dolmatov varð þriðji með 8,5 vinn-
inga og fékk 8 þúsund krónur. Síðan
kom Sævar Bjarnason með 7,5 vinn-
inga og Akureyringamir Jón G.
Viðarsson og Olafur Kristjánsson
voru næstir með 6,5 vinninga hvor.
Nýi sjúkrabillinn á heimaslóðum.
DV-mynd Ægir
Fáskrúðsfjörður:
Nýr sjúkrabíll
af fullkomn-
ustu gerð
Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Rauða kross deild Fáskrúðsíjarðar
hefur nú fengið nýja sjúkrabíl af full-
komnustu gerð, Ford Econoline 350,
með drifi á öllum hjólum. Bifreiðin
er keypt inn beint frá Bandaríkjun-
um og kostar tvær miUjónir króna
þegar aðflutningsgjöld og tollar hafa
verið felldir niður.
Bifreiðin er búin öllum fullkomn-
ustu tækjum sem em í sjúkrabifreið-
um í dag, svo sem öndunarvél,
hjartalínurita með hjartastuðtæki og
fleira. í henni er pláss fyrir tvær
sjúkrabörur og aðstaöa hin besta fyr-
ir lækni og aðstoöarfólk. Fyrir átti
Rauða kross deildin tvo sjúkrabíla.
Norski skákdómarinn Arnold Eikrem fylgist hér með þeim félögum Helga Ólafssyni og Margeiri Péturssyni á
Akureyrarmótinu. DV-mynd GK
Skákáhugi með ólíkindum
- segir norski skákdómarinn Amold Eikrem
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Þeir skákáhugamenn, sem fylgst
hafa með alþjóðlegum mótum hér á
landi undanfarin ár, em án efa farn-
ir að kannast við hávaxinn grannan
mann með myndarlegt grásprengt
yfirvaraskegg sem jafnan hefur verið
yfirdómari á þessum mótum. Hér er
á ferðinni Norðmaðurinn Amold
Eikrem, mikill skákáhugamaður og
virkur skákmaður á ámm áður.
„Jú, ég tefldi sjálfur þegar ég var
ungúr en hætti því fyrir löngu. Ég
tefldi m.a. við Friðrik Ólafsson árið
1951 á alþjóðlegu unghngamóti í
Birmingþam í Englandi. Friðrik
vann en ég hefði átt að ná jafntefli
ef ég hefði teflt betur."
Fljótlega eftir þetta hætti Eikrem
að tefla og 1957 var hann orðinn for-
seti norska Skáksambandsins. Hann
fékkst einnig við kaupsýslu en hefur
afltaf séð um skákmót af og til í Nor-
egi og einnig dæmt erlendis af og til.
„Áhuginn með ólíkindum“
- Skákmótið, sem nýlega er lokið á
Akureyri, er fyrsta alþjóðlega skák-
mótið sem þar hefur farið fram.
Hvemig finnst þér mótið hafa tekist?
„Mjög vel. Það var vel að þessu
móti staðið á allan hátt og enginn
byrjendabragur á hlutunum. Ég veit
ekki annað en að keppendur hafi
verið mjög ánægðir með fram-
kvæmdina og aRt sem að henni sneri.
Áhugi á skák virðist vera mjög mik-
ill.á Akureyri eins og annars staöar
á íslandi og þessi áhugi er með ólík-
indum og skapar íslandi sérstöðu
meðal þjóðanna."
- Hvað veldur þessum mikla áhuga
að þínu mati.
Hluti af menningunni
„Það er erfitt að finna einhverja
einhhta skýringu á því. Að einhverju
leyti byggist hann á gamaUi hefð og
einu sinni sagði Ragnhildur Helga-
dóttir, sem þá var menntamálaráð-
herra, við setningu Reykjavíkur-
skákmóts aö skákin væri hluti af
menningu íslendinga. Ætli það sé
ekki eitthvað til í því.
Það er líka greinilegt að vel er stutt
við skákina hér á landi. Ég sé að fyr-
irtæki eru mjög velvUjuð skákinni
og sUkt hefur ekki lítið að segja. Ég
ætla nú ekki að minnast á hlut fjöl-
miðlanna. Dagblöðin sinna skákinni
mjög vel hér eins og reyndar heima
í Noregi en þar er óþekkt að sérstak-
ir skákþættir séu í sjónvarpi þegar
mót fara fram, hvað þá að um beinar
útsendingar sé að ræða um gervi-
hnött eins og hér gerðist á dögunum
er Jóhann var að vinna Kortsnoj."
- Hvemig stendur skákin sem
keppnisíþrótt í Noregi?
„Astandið batnaði mjög eftir að
Símen Agdestein varð stórmeistari
aðeins 18 ára og Norðmenn eignuð-
ust sinn fyrsta stórmeistara. Það
þekkja allir Agdestein, m.a. gamlar
konur sem ekki fylgjast yfirleitt með
íþróttum. Stuðningur við skákina í
Noregi er ekki sambærilegur við það
sem hér er og það veldur því að við
getum ekki haldið stór alþjóðleg
mót. Reyndar er ein undantekning á
því, viö höldum árlega alþjóðlegt mót
í Gausdal og það mót hef ég séð um
undanfarin ár.“
Jóhann bestur
- Nú þekkir þú orðið mjög vel til ís-
lensku stórmeistaranna, hver þeirra
er sterkastur að þínu mati.
„Sigur Jóhanns yfir Kortsnoj á
dögunum var stórkostlegur sigur og
ef horft er á árangur hans undanfar-
in misseri þá verður að telja hann
bestan. Ég er einnig mjög hrifinn af
Margeiri Péturssyni sem er geysi-
snjall áRákmaður. Ég held að þessir
tveir séu sterkastir. Hins vegar er
ekki langt í Helga Ólafsson og Jón
L. Ámason og þetta lið er geysisterkt
eins og sást best á síðasta ólympíu-
móti. Svo eru margir ungir meistarar
á leiðinni eins og Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Þröstur Ámason. Það er
stórkostlegur árangur sem íslenskir
skákmenn hafa náð og framtíðin er
mjög björt hjá ykkur,“ sagöi Arnold
Eikrem.