Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
7
Fréttir
Grásleppuveiðamar að hefjast
Undirboð frá Kanada
á grásleppuhrognum
- því horfir þunglega með sölu héðan, segir Jón Ásbjömsson hrognaútflytjandi
„Eg var að fá skeyti frá einum kaup-
anda í Danmörku þar sem hann
greinir frá því að Kanadamenn bjöði
nú grásleppuhrogn fyrir 840 þýsk
mörk tunnuna en við höfum gert
samning um verð upp á 1.100 þýsk
mörk fyrir tunnuna. Þegar sá verð-
samningur var gerður vildu kaup-
endur í Danmörku ekki gera
samning um magn af grásleppu-
hrognum héðan. Astæðan er sú að
þeir vita að til eru 9 til 10 þúsund
tunnur í landinu frá síðustu vertíð
og búast því við að íslendingar neyð-
ist til að lækka verðið. Hér hefur
aftur á móti verið gert samkomulag
um að gera það ekki,“ sagði Jón Ás-
bjömsson, sem er einn stærsti
grásleppuhrognaútflytjandi lands-
ins, í samtali við DV.
Grásleppuveiðamar hófust fyrir
norðan 20. mars síðastliðinn en hér
syðra hefjast þær ekki fyrr en 20.
apríl. Það horfir því frekar þunglega
hjá grásleppukörlúnum vegna þess
hve mikið magn er til af hrognum frá
því í fyrra.
Tahð er raunhæft aö hægt verði
að tryggja sölu á um 12.000 tunnum
af hrognum á þessu ári miðað við að
verðið verði 1.100 þýsk mörk fyrir
tunnuna en í fyrra var verðið 1.400
þýsk mörk fyrir tunnuna. Heildar-
veiðin hér á landi í fyrra var 23.000
tunnur. Hér er því ekki um neinn
smásamdrátt aö ræða í verði og
magni.
Talið er að heimsmarkaðsþörf fyrir
grásleppuhrogn sé um það bil 40.000
tunnur en í fyrra var heildarveiðin
56.500 tunnur. Af því magni veiddu
Kanadamenn 26.000 tunnur, íslend-
ingar 23.000 tunnur, Norðmenn 4.500
tunnur og Grænlendingar, Danir og
Færeyingar samtals 3.000 tunnur.
Þetta er 23.000 tunnum meira en veitt
var 1986. Kanadamenn hafa aukið
veiðar sínar jafnt og þétt síðustu árin
Elma Jóhannsdóttir, starfsstúlka hjá HFF, er ánægð með hóplaunakerfið.
DV-mynd Ægir Kristinsson.
„ Fáskrúðsfjörður:
Anægja með hóplaunakerfið
launakerfi í þennan tíma og var
meirihluti starfsmanna því hlynnt-
ur. Starfsfólk, sem við spurðum um
vinnutilhögunina, var nokkuð ánægt
með útkomuna. Ágúst Sigurðsson,
yfirverkstjóri hjá hraðfrystihúsinu,
sagði að þetta heföi gengið vel hingað
til. Flestir væru nú ánægðir þrátt
fyrir andstöðu í upphafi.
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði;
Að undanfornu hefur verið unnið
eftir svokölluöu hóplaunakerfi hjá
Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar og
er fyrirhugað að vinna eftir því í sex
vikur til reynslu. Síðan veröur
ákveðiö með framhaldið.
Kosning fór fram meðal starfs-
manna hvort vinna ætti eftir hóp-
Aflabrögð á Snæfellsnesi:
Ástandið hefur verið hrikalegt
- segir Krisiján Helgason, hafnarvörður í Rifi
„Það eru ár og dagar síöan afla-
brögð hafa verið jafnléleg og það sem
af er þessari vertíð. Ástandið það sem
af er mars hefur verið vægt sagt
hrikalegt. í þeim mánuði er aflinn
vanalega hvað mestur en nú hafa
netabátamir veriö að koma með
þetta 2 til 3 tonn að landi. Minni bát-
amir, sem róa á grunnslóð, hafa
verið að fá frá 200 til 300 kg og niður
í hreinlega ekki neitt. Einn skipstjóri
sagði mér að hann hefði fengið einn
fisk í eina trossuna (15 net) og lýsir
það ástandinu hér vel,“ sagði Krist-
ján Helgason, hafnarvörður í Rifi á
Snæfellsnesi, í samtali við DV.
Hann sagði menn vestra vera
orðna afar áhyggjufulla vegna afla-
brestsins. Nú síðustu 2 dagana sagði
Kristján að væri þó eitthvað örlítið
að rofa til. Bátamir hefðu verið að
koma aö með 10 til 13 lestir af 2ja
nátta fiski.
Ýmsar getgátur eru á lofti um hvað
eða úr 9.000 tunnum 1984 í 26.0001987.
Grásleppuveiðamar hér við land
eru nú aftur háðar leyfum frá sjávar-
útvegsráöuneytinu og ákveðinn
hefur verið hámarksnetafiöldi á bát
til að takmarka veiöamar.
-S.dór
veldur aflaleysinu, í ljósi þess að
þijár síðustu vetrarvertíðir hafa ve-
rið mjög góðar hjá Snæfellingum.
Kristján sagði ýmsa halda því fram
að kuldastrengur vaéri 1 hafinu fyrir
utan mið Breiðafiarðarbáta þar sem
sjávarhitinn væri ekki nema um ein
gráða. Þetta yrði til þess að loðnan
gengi ekki á miðin og að Breiðafjörð-
urinn væri ætislaus.
Þessari kenningu til stuðnings
væri það að þeir bátar sem enn em
með línu hefðu veriö á fá ágætan
afla, eða 4-5 tonn í róðri, á meðan
ördeyða væri hjá netabátunum. Und-
anfarið hefur verið stórstreymt en
nú er minnkandi straumur og sagði
Kristján ýmsa binda vonir við að um
leið glæddist afli eitthvað. Hins vegar
væri orðið mjög stutt í páskastoppið,
þannig að hljóðið væri heldur dauft
í mönnum í verstöðvum á Snæfells-
er nu
veiða 24 þúsund lestir
„Þótt ekki séu eftir nema 24 þús-
und lestir af loönukvótanum mun
það taka nokkra daga í viöbót aö
fylla kvótann. Það em ekki nema
15 bátar af 50 eftir við veiöamar
og þeir era flestir við hrognatöku'
og veiðar til frystingar og það geng-
ur alltaf hægar en þegar eingöngu
er veitt I bræðslu. Eins er tilhneig-
ing þjá skipstjómarmönnum að
treina sér síðustu tonninn af kvót-
anum," sagði Ástráður Ingvarsson,
starfsmaður Loðnunefndar, í sam-
tali við DV í gær.
Aðalveiðisvæðið er nú frá Vest-
mannaeyjum og að Garöskaga.
Talið er að ekkert af loðnu-
göngunni, sem kemur að austan,
sé komin út af Jökli eöa í Breiöa-
fjörðina
' í fyrra lauk loðnuvertíð IX. apríl
og sagðist Ástráöur eiga von á að
henni lyki um svipaö leyti nú.
„Sá báhuinn sem á mestan kvóta
eftir er Helga III RE, eða um 4.500
lestir. Helga III verður greinilega
lengst að og þess vegna er ég hætt-
ur að kalla hana Helgu EU heldur
kalla ég hana frú Helgu í virðingar-
skyni fýrir að halda mér hér viö
störfsagði Ástráður.
-S.dór
nesi.
-S.dór
FERÐATÖSKUSETT
(4 stk. í setti)
TIL FERMINGARGJAFA
2 sett fáanleg, kr. 6.250,-
og kr. 7.250,-
Ekta leðursaumur
Vel unnið-Klassísk
tískuvara
Núggatbrúnar-
Glæsilegar og varan-
legar, léttar, fyrirferð-
arlitlar, en rúmgóðar.
Stærðirca. 57x42x12 -
47x28x12
Minna settið 28x32x17 -
24x16x10,5
ÚTSÖLUSTAÐIR:
FÓTÓHÚSIÐ, BANKASTÆTI, RVK
HULD, AKUREYRI
FATAFELLUGLÖS
ATH.
Karlmanna-
glös
væntanl.
Kr. 940,- settið
Þegar ís er settur I glösin afklæðast stúlkurnar, sem glösin
prýða, öllumtil mikillaránægju. Þegarísinn bráðnarfara
þær aftur í fötin. Ömissandi á gleðistund.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Eyjablóm, Vestmannaeyjum - Blómabúð Stef-
áns, Eskifirði - Tónspil, Neskaupstað -
Stapafell, Keflavík - Huld, Akureyri, - Fótó-
húsið, Bankastræti, Reykjavík - Kaupfélag
Vopnafjarðar, Vopnafirði
FJÖLSKYLDU-TRIMMTÆKIÐ
Kr. 2.490,-
Ummæll Jóns Páls: ' \
[Ég er hrifinn af fjölskyldutrimmtækinu. það hentar
allri fjölskyldunni til að halda sérjjormi.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Huld, Akureyri - Fótóhúsið, Rvk
Póstverslunin Príma
Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga
vikunnar kl. 9.00-22.00.
S VISA © EUROCARD
„PARKEF INNISKÓR
Kr. 990,- s*^r
Aldrei aftur kalt á fótunum
Þessir mjúku, vel fóðruðu skór úr villi-rúskinni
munu sjá fyrir því.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Eyjablóm, Vestmannaeyjum - Teppah., Akur-
eyri - Tónspil, Neskaupstað - Biómabúö
Stefáns, Eskifirði - Huld, Akureyri - Fótóhúsiö,
Bankastræti, Rvk
TRIMMGORMURINN
Einfaldur kr. 1.045,-, tvöf. kr. 1.670,-
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Huld, Akureyri - Reiðhjólav. M.J., Keflavík
- Fótóhúsiö Bankastræti, Rvk
Fótóhúsið - Príma
- ljósmynda- og gjafavömverslun, _
Bankastræti, sími 21556. ‘ LEJ