Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988, 11 Utlönd Stefnu Reagans mótmælt Andstæöingar herflutninganna til Honduras efndu einnig til mótmæla við Hvíta húsið í Washington um helgina og þar voru tuttugu og fjórir handteknir. Símamynd Reuter Honduras. Til átaka hefur komiö milli mótmælenda og lögreglu í nokkrum borgum Bandaríkjanna og hefur nokkur fjöldi andstæðinga Reagans og stjórnar hans verið hand- tekinn. Á mánudag handtók lögreglan í Minneapolis um tuttugu manns þeg- ar til slagsmála dró milli óeirðasveita lögreglunnar og andstæðinga stefnu ríkisstjómarinnar. Þar hafði níutíu manna sveit óeirðalögreglumanna lagt til atlögu við um fimm hundruð mótmælendur. í Washingtonborg handtók lögregl- an á laugardag tuttugu og fjóra mótmælendur sem efnt höföu til að- gerða fyrir utan Hvíta húsið. Sama dag kom til átaka í San Francisco og þar voru nokkrir handteknir. Mótmæhn undanfarna daga minna mikið á þau átök sem urðu í Banda- ríkjunum á dögum Víetnamstyrjald- arinnar, þótt umfang þeirra sé nú mun minna, að minnsta kosti enn sem komið er. Líkt og til að árétta samlíkinguna er söngvarinn og kvikmyndaleikar- inn Kris Kristofferson nú kominn til Nicaragua þar sem hann lýsir óspart andúð sinni á stefnu bandarískra stjórnvalda. í Víetnam var það hins vegar stalla hans, Jane Fondá, sem gekk fram fyrir skjöldu og gagnrýndi sína menn harðlega. Kris Kristofferson, söngvari og kvik- myndaleikari, er staddur i Sapoa i Nicaragua þar sem viðræður kontraskæruliða og stjórnvalda fara fram. Hann er hér með Brian Wilson sem á síðasta ári missti báða fót- leggi við mótmæli gegn hergagna- flutningum Bandaríkjanna til Mið-Ameríku. Þeir lýstu sameigin- lega yfir andúð sinni á stefnu bandariskra stjórnvalda gagnvart Nicaragua. Símamynd Reuter Undanfarna daga hefur verið efnt til mótmæla gegn stefnu bandarískra stjómvalda í málefnum Mið-Amer- íku víða í Bandaríkjunum. Hafa mótmæhn einkum heinst gegn þeirri ákvörðun Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta að senda liðlega þrjú þúsund manna herhð til viðbótar til Lögreglumenn draga einn mótmæl- anda í Minneapolis á brott. Simamynd Reuter í San Francisco voru nokkrir mótmælendur handteknir og hér er verið að Ijósmynda einn þeirra, sem mótmælir af hörku. Simamynd Reuter ■ Óeirðasveitir lögreglunnar i Minneapolis réðust á mánudag gegn um fimm hundruð manna hópi sem var að mótmæla herflutningum Bandarikjamanna til Honduras. Um tuttugu manns voru handteknir. Simamynd Reuter rqðstefnmaluv borgarinnar 777 ú tleif>u á hvaóa tima sólarhrings sem er! Allar veitingar allt eftir óskum hvcrs og eins. Hafh) samhand vid veitinpastjóra Kristjún Danielsson sem gefur , allar nánari j upplýsinf’ar / i íiillktimin adstada of; aMatUmdi uin hvcrji fyrír Imrs ktmar wislur, rádstefn ur óf! fundi. Ghrsilcfi utanálifH’jaiidi glerlyfta flytur yesti upp i Xordurljósin. VEISLU- OG RAÐSTEFNUSALUR í Þórshöll, Brautarholti 20. Símar: 29099 og 23335.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.