Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Faðmlög kæfa gæludýr Víða í Bandaríkjunum er notuð sérhæfð prentvél, sem er svo dýr, að einungis geta rekið hana þau fyrirtæki, sem treysta sér til að keyra hana allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, og nota til þess starfshð á fjórum vöktum. Þijár vaktir duga ekki til að greiða niður vélina. Hér á íslandi er hins vegar allt fuht af dýrum vélum, sem sjaldnast eru í gangi. Til dæmis eru sagðar hér vélar, sem geti annað þörfum alls mannkyns fyrir kant- límingar og gluggatjaldatappa, svo ekki sé minnst á allan vélakostinn í greinum, sem hafa forgang að lánsfé. í fréttum DV að undanfórnu hafa verið rakin dæmi um ofljárfestingu í atvinnulífinu. Þótt ekki hafi allt ver- ið tínt til, náði heildarupphæð hennar rúmum sextíu mihjörðum króna. Gera má ráð fyrir, að árlega kosti þjóðina sex milljarða að standa undir óþarfanum. Þessar tölur benda til, að ofijárfestingin sé álíka viða- mikið vandamál og hinn hefðbundni landbúnaður, sem kostar ríkið einmitt Uka sex miUjarða króna á hveiju ári. Hvor sex miUjarðurinn út af fyrir sig jafngildir öU- um tekjuskattinum, sem þjóðin greiðir ríkinu árlega. Ef við hefðum hvorki búið við forgang að ódýrum lánum né ríkisrekstur hefðbundins landbúnaðar á und- anfórnum árum, gætum við ekki aðeins verið laus við tekjuskatt, heldur hefðum aðra eins upphæð til ráðstöf- unar tU viðbótar tU að bæta Ufskjör okkar. Skýringin á offjárfestingunni er í mörgum tUvikum, en ekki öllum, hin sama og á hinum hefðbundna land- búnaði. Stjórnmálakerfið hefur tekið ákveðna þætti atvinnulífsins upp á sína arma og ákveðið, að gæludýr- m njóti forgangs að ódýru lánsfé og jafnvel styrkjum. Ekki græða gæludýrin á atlætinu. Frystihúsin ættu tU dæmis ekki í sömu erfiðleikum við að greiða fiskverk- unarkonum mannsáemandi laun, ef þau hefðu ekki fengið of fijálsan aðgang að peningum tU að kaupa vél- ar, sem standa meira eða minna ónotaðar í sölunum. Þorskflökunarvélar íslenzkrar fiskvinnslu gætu af- greitt aUan þorskafla okkar á sex dögum og aUan ýsu- og ufsaaflann á tveimur dögum til viðbótar. Karfaflök- unarvélarnar gætu skUað sínu verki á átján sólarhring- um og flatfiskflökunarvélarnar á tíu sólarhringum. Alkunnugt er, að kvótakerflð í fiskveiðum er notað tU að skipta takmörkuðum afla milh allt of margra skipa. Sérfræðingar eru ekki alveg sammála um, hversu mikU offjárfesting er á þessu sviði, en mat þeirra á henni nemur frá fjórðungs og upp í helmings offjárfestingu. í landbúnaði er sama sagan. Sláturhúsin geta annað aUri slátrun á nítján dögum ársins. Mjólkursamlögin geta annað tvöfaldri mjólkurframleiðslu hið minnsta. Og svo er búið að koma upp kvótakerfi, sem gerir bænd- um ókleift að nýta flárfestingu sína að marki. í orkuverum er líka búið að festa meiri peninga en við höfum þurft að nota. Annar hverfúl Kröfluvirkjunar var aldrei tekinn upp úr kössunum. Framkvæmdlr við algerlega óþarfa Blönduvirkjun Uggja niðri. Samt er framleiðslugeta orkukerfisins um 10% umfram þörf. Af ýmsum hugsjónaástæðum, tU dæmis vegna byggðastefnu eða vegna misjafnrar virðingarstöðu at- vinnugreina, færir stjórnmálakerfið tU peninga, sem búa til offjárfestingu, er síðan veldur vandræðum gælu- dýranna. Þeir, sem njóta faðmlaganna, kafna í þeim. Ákaflega væri þetta rík þjóð, ef ráðamenn væru ekki aUtaf að skipuleggja tilfærslu á peningum tfl gæluverk- efna, sem þeir og þjóðin ímynda sér, að séu brýn. Jónas Krisýánsson Ríkisútvarpið, rás 2. - Hluti starfsliðs á annatíma. Ríkisútvarpið og rás 2 Áróðurinn gegn því að Ríkisút- varpið eigi og reki rás 2 beinist ekki að rás 2 sjálfri, þótt það sé yfirvarpið, heldur í raun gegn til- yeru Rikisútvarpsins. Vitaö er að enginn áhugi er hjá þjóðinni að hætta að eiga og reka RÚV og því látið heita að einungis sé verið að mótmæla hluta starfseminnar, rás 2. Vegna þess að enginn þorir í al- vöru að leggja til atlögu við rás 1 er nuddað í síbylju um rás 2; það er órökrétt því starfsemi RÚV í heild miðast við a.m.k. tvöfalt dreifikerfi. Sá er kjarni málsins. Við sem vinnum hjá RÚV vitum vel að til þess að veita þá þjónustu sem þarf og óskað er eftir þurfum við að minnsta kosti tvær útvarps- rásir. í raun skiptir engu hvort lögboðið er að útvarpa á tveimur eða einhverjum öðrum fjölda rása, við megum ekki missa rás 2. Menntamálaráðherra heföi betur ígrundað máliö áður en hann las upp véfréttalegt svar á Alþingi er túlkað var sem svo að hánn væri hlynntur þvi að selja rás 2. Hefði manntamálaráðherra verið var- kárari hefði hann komist hjá því að valda viðskiptatjóni og hugsan- legum atgervisflótta. Nóg er samt. Hvað er að gerast á útvarpsmarkaönum? Löngu er mál að hnni rifrildi fjöl- miðlamanna um hinar ýmsu rásir og stöðvar. En vegna þráhyggju stjóra útvarpsstöðvarinnar Stjörn- unnar (sjá DV og aðra fjölmiðla í a.m.k. 1001 skipti) verður víst að benda á nokkur atriði þótt maður vildi helst fá frið til að búa til góða útvarpsþætti. l. Andstæður skerpast nú milli „samkeppnisstöðvanna", rásar 2, Bylgjunnar og Stjömunnar (rás 1 er hafin yfir þetta röfl og Ljósvak-. inn hka). Stjaman skín nú í allri sinni nekt sem hreinræktuð popp- stöð sem byggir tilveru sína á því að gera engar kröfur til hlustenda. Ég brýt varla trúnað þótt skýrt sé frá því að á meðal stjórnenda og starfsmanna RÚV er enginn hugur á að slá Stjömuna út þar sem hún hefur haslað sér vöh. Rás 2 hefur þróast að undanfómu m. t.t. breyttra aðstæðna og er nú blanda af tónlistarútvarpi, frétta- miðh, þjónustu- og dægurmálaút- varpi af fjölbreyttu tagi. Rás 2 og Stjarnan em afskaplega ólíkar stöðvar: aðeins fréttatímar annarr- ar stöðvarinnar standa undir nafni, fyrir utan þaö að morgun- og síð- degisútvarp rásar 2, dægurmálaút- varpið, helgar sig allt öðrum hlutum en þeim sem Stjarnan ger- ir; munurinn þarfnast ekki útskýr- ingar á prenti, hann heyrist best á FM 90,1 (við Faxaflóann). Eiga ekkert sameiginlegt Nýjasta hlustendakönnunin sýn- ir skýrt að einmitt þar sem and- stæða rásar 2 við Stjömuna (og Bylgjuna) er skýrast og efnistökin óhkust nýtur rásin mestrar ög vax- andi hylli hlustenda. Hlutur rásar 2 meðai hlustenda hefur stóraukist í vetur þar sem hún sker sig hvað greinilegast frá hinum stöövunum, í Morgunútvarpinu og síðdegis- þættinum Dagskrá. Einmitt á þeim tímum stendur rás 2 fyllilega jafn- fætis Stjömunni í „samkeppninni“ um hyhi hlustenda, sem í raun KjaUaiinn Stefán Jón Hafstein dagskrárstjóri engin er því stöðvarnar eiga ekkert sameiginlegt. 2. Einnigkemuríljósaðrás2höfð- ar til aht annarra hlustendahópa en Stjarnan. Furðar engan. Langt- ímum saman er hlustendahópur Stjörnunnar aö stofni til unghngar; rás 2 hefur eldri hlustendur sem gera aðrar kröfur til útvarps en unghngarnir. Rás 2 svarar aht öðr- um þörfum en Stjaman og hefur aUt annað eðli, krefst þess méira að segja að á sé hlustað. Sérstaða hennar gagnvart hinum stöðvun- um kemur betur og betur í ljós. Án þess að það komi dagskrárrit- stjórn beinhnis við viU svo heppi- lega til (fyrir RÚV) að nú er rásin tvímælalaust besta auglýsingarás- in sem á markaðnum er. Hraks- mánarlegt væri fyrir Ólaf Laufdal að lenda á hausnum með „vinsæl- ustu“ (!?) útvarpsstöðina en sá möguleiki er aUs ekki útilokaður eins og auglýsingamarkaðurinn er nú. 3. Aö framtíð rásar 2 feUst í út- varpi en ekki diskóteki samrýmist þeim kröfum sem lög gera til RÚV, þeim væntingum sem fólk elur með sér gagnvart starfsmönnum þess og því sem er viðskiptalega hag- kvæmt. Þetta má skýra. Frá því að einkaréttur RÚV var afnuminn og útvarpsstöðvum fjölgað - fólki gef- inn kostur á að velja og hafna - hefur fólk svo þúsundum skiptir kosiö að hafna. Útvarpshlustend- um fækkar meö hverri stöð sem við bætist; eftir því sem ágengnin vex, gylhboðin magnast og sjáífs- dýrkunin skrúfast upp, fjölgar þeim viðtækjum sem mynda skjaldborg um þögnina. Nýjasta skoðanakönnunin sýnir aö enn fækkar þeim sem hlusta á útvarp. Þetta er þyngsti áfeUisdómur yfir útvarpsmönnum samtímans sem hægt er að hugsa sér. Slagurinn stendur um brot af ört smækkandi hlustendahópi. Dæmi: Meðan hin óhugnanlega einokunarstöð, sem kennd er við Gufuna, ríkti ein á öldum ljósvak- ans höfðu nokkrir útvarpsmenn, sem ég skal nafngreina, meiri „hlustun" en dæmi eru um í dag. Þetta vora engir aukvisar. Þetta var á því herrans ári 1982-3 er 60-70 prósent þjóðarinnar hlustuðu á fréttir RÚV; morgunútvarp Stefáns Jóns Hafstein og Sigríðar Árna- dóttur hafði 45-50% og poppþáttur þeirra Þorgeirs Ástvaldssonar og Páls Þorsteinssonar á laugardags- kvöldum eitthvað svipað. Jónas Jónasson, sá gamh refur, lék sér að því að fá 35 prósent hlustun klukkan 23 á fóstudagskvöldum. Æth það sé ekki um það bil þrítug- faldur sá hlustendahópur sem nú hlustar á allar nýju stöðvarnar á þessum tíma? Þegar hinn „geysi- vinsæh" útvarpsþáttur Hahgríms Thorsteinssonar á Bylgjunni, Reykjavík síðdegis, hafði hve mesta hlustun, var hún einhvers staðar nálægt því sem þótt hefði forsmán og persónulegt áfah fyrir þann ágæta útvarpsmann ef mælst hefði í slíkum hlutfohum þegar Gufan var einráð. Niðurstaða? AUar nýju stöðvarn- ar hafa samtals til muna færri hlustendur en „einokunarstöðin“ gamla og var þó sá mögleiki aö slökkva á tækinu ekki síður fyrir hendi þá en nú. Popprásir á feigðarslóð í þessari stöðu er ljóst að popp- rásirnar vora á feigðarslóð undan- farin misseri og við því er rás 2 nú að bregðast. Við höfum engan áhuga á að búa til aðra Stjörnu; í henni sjáum við allt það sem við vUjum ekki vera; ástæöa er til að ætla að fleiri hlustendur eigi eftir að átta sig betur á því sem nú er að gerast á rás 2. 4. Þetta er þegar orðiö langt mál en afnotagjaldanna er enn ógetið. Þau era skyldugreiðsla. En án þeirra era einkastöðvarnar síður en svo ókeypis. Vegna þess að ég get ekki fylgst með því hverjir aug- lýsa á Bylgjunni og Stjörnunni get ég ekki foröast þá auglýsendur sem færa kostnaðinn við þessar stöðar út í verðlagið. Þvi síður get ég haft áhrif á það hvort einhveijar aug- lýsingastofur hirði ógnargjöld sem eUa hefðu getaö nýst í dagskrár- gerð. Veitir þó ekki af. Þeir fjöl- mörgu sem aldrei hlusta á Sfjörnuna eða Bylgjuna verða að greiða fyrir þessar stöðvar úti í búð án þess að hafa hugmynd um það. Jafnvel verður fólk úti á landi sem ekki getur hlustaö á þessar stöðvar að borga þeim skatt. Ánægjulegust verður tilhugsun- in um þetta fyrirkomulag þegar upp rennur að hagnaðinn af Stjöm- unni (þegar og ef hánn verður) getur eigandi hennar, Ólafur Lauf- dal, notað til að greiða vextina af lánunum sem hann tók tíl að byggja Hótel ísland. Þá fyrst verður óréttlæti afnotagjaldanna lýðum Ijóst. Stefán Jón Hafstein „Nýjasta hlustendakönnunin sýnir skýrt aö einmitt þar sem andstæða rás- ar 2 við Stjörnuna (og Bylgjuna) er skýrust og efnistökin ólíkust nytur rás- in mestrar og vaxandi hylli hlustenda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.