Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988. 19 Sviðsljós VestmannaeYjar: Mikið fjor a árshátíð Stýri- manna skólans á Skansinum Nemendur fluttu sjálfir gamanmál á árshátíðinni. Friðrik Asmundsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, og Erla Óskarsdóttir, kona hans, voru meðal gesta á árshátiðinni. DV-myndir Ómar Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum; Árshátíð Stýrimannaskólans var haldin á Skansinum í Vestmannaeyj- um fyrir skömmu og var þar mikið fjör eins og jafnan á árshátíðum skól- ans. Skemmtiatriði voru af ýmsum toga, svo sem gamanmál, dansatriði, bögglauppboð og íleira. Mesta athygli gesta vakti hins veg- ar skólahljómsveitin með Siguijón G. „trúbador" í aðalhlutverki. Fréttaritari DV í Vestmannaeyjum var á staðnum og tók nokkrar mynd- ir. Húsfyllir í Tónabæ Tónabær í Reykjavík troðfylltist nú fyrir skömmu þegar keppni í freestyledansi var haldin þar. Alls mættu 12 hópar dansara til að taka þátt í keppninni, auk fjölda einstakhnga sem tóku þátt í einstakhngskeppni. Athygli vakti að aðeins eimi karlmaður var meðal keppenda og veröa strákarnir að gera betur en svo. Al- gengt er að stelpurnar séu í meirihluta en hlutfallið hefur sjaldan veriö svona slæmt, strákunum í óhag. Eini karlmaðurinn, Ölver Jónsson úr Vestmannaeyj- um, stóð sig þó vel. Hann varð í þriðja sæti í einstaklings- keppninni. Birna Karen Einarsdóttir sigraöi í einstakl- ingskeppninni. í keppni hópa þótti danshópurinn „Bhtz“ frá Reykjavík standa sig best, en hann notaði bolta í sýningaratriöi sínu. Ldósmyndari DV var á meðal áhorf- enda og smehti af nokkrum myndum. Hópur sem kallar sig Nettó frá Vestmannaeyjum vakti athygli fyrir skemmtilega förðun i andliti. DV-myndir Ragnar S SamvinnuferíHr • Landsýrt Danshópurinn „Blitz“ þótti standa sig best í freestylekeppni hópa en hann er frá Reykjavik. Ólyginn sagði... Peter Holm sem öðlaðist frægð þegar hann gekk í hjónaband með Joan Collins, var varla skihnn við hana fyrr en hann var búinn að ná sér í nýja. Sú er milljóna- mæringur og erfmgi mikilla auðæfa og heitir Kathy Wardlow. Nú er aht komið í háloft hjá þeim og Kathy lög- sækir Peter Holm um stórar fjárhæðir en hann á ekki græn- an eyri. Hún er flúin frá Peter Holm og sakar hann um að hafa lokað hana inni og neitað henni um að hitta fólk. Peter Holm sækir vist ekki guh í greipar henni ef það var ætlunin. Boris Becker sem hefur hrapaö ógnvænlega niður afrekahstann í tennis sícý asta árið, er nú ef th vill að rétta aðeins úr kútnum: Hann vann nýlega grand prix mót í Kalifor- níu. Hann vann Spánveijann, Emilio Sanchez, í úrslitaleik en Spánveijinn hafði áður slegið út Tékkann, Miloslav Mecir, og Pat Cash frá Ástrahu. Gæfan virðist því brosa á ný við Þjóð- veijanum unga, Boris Becker. Amy Irving hin þekkta leikkona sem gift er leikstjóranum Steven Spiel- berg, hefur htiö látið að sér kveða í kvikmyndamálum upp á síökastið. Ástæðan er sú að hún helgar nýfæddu bami þeirra hjóna mestan tíma sinn. Amy Irving er þekkt fyrir mörg hlutverk, hún lék meðal annars Anastasíu í kvikmynd um ævi hennar og í grínmyndinni Micky and Maud.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.