Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Síða 12
RnðM 12 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. mmmmsm Ullönd 1300, KR. 285.000,- 1500, KR. 318.000 ■SMtmé iSíPí' LADA SPORT4X4 LADA LUX LADA STATION 1500, Klt. 250 LADA SAFIR I Veró frá 261. LADA 1200 2800Lada bllar seldir ’87 1300, KR. 229.000,- Hugsaðu málið Ef þú ert í bílahugleiðingum,ættir þú að lesa þessa auglýsingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA bílanna og vinsælu greiðslukjörin. Afgreiðslu- tíminnn er 2-4 dagar. Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla. Beinirsímar: Nýirbílarsími: 31236 Notaðir bílar sími: 84060 Opið laugardaga frá 10-16 ÓBREYTT VERÐÁ MEÐ- AN BIRGÐIR ENDAST BIFREIÐAR & LANDBÚ N AÐ AR VÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur HHHS íSSAjíf.. M ' *. HHI ' í ■ _.. Fulltrúi Afr- íska þjóðar- ráðsins myrtur Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux; Fulltrúi Afríska þjóðarráðsins í Frakklandi var myrtur í París á tí- unda tímanum í gærmorgun fyrir framan skrifstofu samtakanna þar í þorg. Morðið hefur vakið mikla reiði og jafnvel pólitíska ólgu í Frakklandi þar sem ýmsir saka frönsk stjórnvöld um linkind í baráttunni gegn kyn- þáttaaðskilnaðarstefnu s-afrískra stjórnvalda. Afríska þjóðarráðið er mikilvæg- asta andspyrnuhreyfingin gegn aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar í Suður-Afríku og hefur hreyfingin skipulagt starfsemi sína erlendis eft- ir að hún var bönnuð í Suður-Afríku árið 1960. Dulcie September, liðlega fertugur kynblendingur, hefur verið fulltrúi þjóðarráðsins í Frakklandi, Sviss og Luxembourg frá árinu 1984. Hún kom fyrst til Parísar í byrjun níunda áratugarins eftir að hafa setið í fangelsi í Suður-Afríku fyrir afstöðu sína gegn stjórnvöldum þar. Lögreglan hefur enn sem komið er litlar upplýsingar um morðingjana, en þetta voru greinilega atvinnu- menn sem þekktu vel til ferða Dulcie September og biðu hennar á stiga- ganginum fyrir framan skrifstofuna. Morðvopnið var rifFill og fórnar- lambið var skotið tvívegis í andlitið. Ýmsir vinir Dulcie og aðrir starfs- menn þjóðarráðsins fullyrða að hún hafi oftar en einu sinni, en án árang- urs, beðið yfirvöld um lögregluvernd vegna hótana sem henni bárust. Hafi franska innanríkisráðuneytið frem- ur kosið að biðja hana að hafa sig minna í frammi í mótmælagöngum gegn aðskilnaðarstefnunni. Robert Pantraue, öryggismálaráð- herra Frakklands, hefur staðfastlega neitað því að beiðni um vernd hafl borist ráðuneytinu. Þegar fréttist af morðinu kölluðu ýmis samtök og verkalýðsfélög á fólk til mótmælagöngu og seinni hluta dags söfnuðust fleiri þúsund manns saman fyrir framan staðinn þar sem Dulcie var myrt og fyrir framan sendiráð S-Afríku í París. Franskur Ijósmyndari verður fyrir barsmíðum af hálfu lögreglumanna fyrir utan morðstaðinn í gær. Símamynd Reuter S-afrísk stjórnvöld neita því að eiga sök á morðinu og benda á innan- búðardeilur þjóðarráðsins. Þetta morð kemur í kjölfar tilræðis í skrif- stofu samtakanna í Brússel í febrúar síðastliönum og árása s-afríska hers- ins á bækistöðvar þjóðarráösins í Botswana fyrir skömmu. George Marchies, ritari franska kommúnistaflokksins, lýsti því yfir að hann teldi forsætisráðherra, ríkis- stjóm og forseta Frakklands að nokkru leyti ábyrga í þessu máli. Frambjóðandi kommúnistaflokksins til forsetakosninganna, Andre La- jonie, sagði frönsk stjómvöld hrein- lega taka s-afrískt bull og vol fram yfir stuðning við baráttuna gegn kynþáttaaðskilnaði. Francois Mitter- rand forseti hefur beðið ríkisstjóm- ina að gefa sér upplýsingar um „þær aðstæður sem gerðu þetta morð mögulegt." •* B* ■ MH «....•; . * Bjami Hiniilcssan, DV, Bordeaux Pappírsframleiðslufyrirtækið Norske Skogindustrier hyggst hasla sér völl í Frakklandi. Fyrir- tækið, sem er það stærsta sinnar tegundar í Noregi, fékk nýveriö grænt Ijós hjá frönskum stjórn- völdum á fyrirætlanir sínar. í austurhluta landsins. Fjárfesting Norðmanna verður tæpar þijátíu milljónir króna og ætla þeir sér að skapa ehefu hundmð ný störf. Þessi fjárfesting erlends aðila i Frakklandi er sú mesta í tíu ár og fýrsti hluti á etlunarinnar, papp- írsverksmiðja sem framleiða mun tvö hundruð þúsund tonn árlega, verður komin í gagnið i lok ársins 1990. I Frakklandi eru notuð á hverju ári sex hundruð þúsund tonn af pappír en innaniandsfram- leiðslan hefur hingað til ekki verið nema tvö hundruö og fimmtíu þús- und tonn. Norðmenn munu kaupa ýmis frönsk fyrirtæki sem tengjast papp- írsframleiðslu og prentun og vinna þá miklu skóga sem ekki hafa verið nýttir nema að litlu leyti. Auk þess verður gamall pappír endurnýttur. Norðmenn verða meirihlutaeig- endur í þessum nýju fyrirtækjum en sækjast eftir samvinnu við franska aðila. ÞAÐ STANSA FLESTIR í ALLTÁ FULLUHJÁ OKKUR - VETUR SEM SUMAR HRCITAFIRDI - SÍMI: 95- 11 50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.