Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. 15 Blikkbeljunni fullnægt Víða eru ásetin bilastæðin i Kvosinni í Reykjavik. Ný bílastæði kalla á meiri umferð - segir m.a. i greininni. Fyrir nokkru birtist sakleysisleg hálfsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem stóð féitletrað „Þegar þú borgar í stöðumæli stuðlar þú að áframhaldandi fjölgun bílastæða í borginni." Þetta var í miðri viku og þeir sem voru önnum kafnir og hafg bara tíma til aö lesa fyrirsagn- imar sáu líka að auglýsingin endaði á fallegri hvatningu i svolítið minna rauðu letri „Fjölgum bilastæðum - borgum í stöðumælana". Hótun um lögtak Ég renndi augum yflr auglýsing- una og sá að þar var verið að segja frá því að starfsmenn Reykjavíkur- borgar hefðu nú tekið að sér eftirlit með stööumælum og stöðumæla- brotum, búið væri að hækka stöðumælagjald í 50 krónur og inn- leiða aukastöðugjald og stöðu- brotsgjald og ef þessi gjöld væru ekki greidd innan tveggja vikna þá hækkuðu þau um helming. Þessu fylgdi hótun um að ef þessi gjöld væru ekki greidd skilvislega þá yröi gert lögtak í viðkomandi bíl til greiðslu skuldarinnar. Jæja, hugsaði ég með sjálfum mér. Þá er loksins komið að því að ég þarf að skilja bílinn minn eftir í vinnunni í Kópavogi og labba heim til mín, niður í Grjótaþorp. Það er vist líka búið að gera göt- una, sem ég bý við, Garðastrætið, að tengibraut, en eins og allir vita má ekki leggja bílum við tengi- brautir. Hingað til hef ég samt getaö feng- ið stöðumælalaust stæði einhvers KjaUaiiim Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur og arkitekt staðar á Melunum eða niðri við Umferðarmiðstöð þegar mikið er um að vera, en nú á víst að fara að loka þeirri smugunni. - Svo rak ég augun í það að Krossanesið frá Grundarfirði hefði fengið tiu tonn af golþorski í einu hali og hundrað tonn eftir fjögurra daga útivist og hélt áfram að lesa Moggann. Samt gat ég ekki hætt að hugsa um þessa auglýsingu og þá röskun á lífsháttum mínum sem þessar hertu aðgerðir gætu haft í fór með sér. Sennilega væri hreinlegast að ég gæfi bara borgaryfirvöldum bíl- inn minn strax. Hann er farinn að eldast og væri hvort sem er fljótur að fara upp í stöðumælagjöld og aukastöðugjöld og stöðubrotsgjöld. Þegar ég kom úr vinnunni tókst mér þó að finna löglegt stæði vestur á Framnesvegi og flýtti mér heim til þess að lesa þetta betur. Markmiðið En viti menn! Þegar ég fór að rýna í smáa letrið þá féll mér fyrst allur ketill í eld. í auglýsingunni var nefnilega að finna markmið Reykjavíkurborgar i bílastæðamál- um - orðrétt - „Markmið borgar- innac er að fullnægja þörfinni fyrir bílastæði í öllum borgarhverfun.“ Fyrr má nú rota en dauðrota. Þar meö er Reykjavík orðin eina höfuð- borgin í hinum vestræna heimi sem ætlar sér að fullnægja bíla- stæðaþörf i gömlum borgarhverf- um. Nógu erfitt finnst mér að finna bílastæði í nýjum hverfum, eins og t.d. við Kringluna á annatíma. Eflaust komumst við í einhverja heimsmetabók ef þetta tekst. í svip- inn man ég samt ekki eftir neinni borg af stærra taginu þar sem þetta hefur gengið upp. Meira að segja í Los Angeles hafa menn ekki náð þessu markmiði. Ennþá er ég að vona að þetta sé einhver „anda- brandari" en hver kaupir á hinn bóginn hálfsíðuauglýsingu í Mogg- anum í lit til þess bara að gera grín. Svona markmið er líka mikið al- vörumál og auðvitað viljum við gera þá kröfu til borgaryfirvalda að þau taki bæði sig og okkur alvar- lega. Samt held ég að lítið verði eftir af því umhverfi í gömlum hverfum Reykjavíkurborgar, sem okkur þykir varið í, ef þessi stefna kemst til framkvæmda fyrir utan það fé sem ný bílastæði og tilheyrandi umferðarmannvirki kosta. Ég held að fáir Reykvíkingar þekki sig aftur í þessum hverfum þegar allir íbúar þessara hverfa, sem vilja eiga bíl, hafa fengið bíla- stæði, þegar allir starfsmenn og viðskiptavinir stofnana, verslana og annarra fyrirtækja á þessu svæði geta gengið að vísu stæði og þegar búið er aö útvega öllum nem- endum Menntaskólans í Reykjavík bílastæði við Lækjargötuna. Að ibúar hafi forgang í flestum gömlum menningar- borgum eru menri fyrir löngu hættir að fjölga bílastæðum i göml- um borgarhlutum. Yfirleitt hafa íbúar þessara hverfa einhvem for- gang en aðrir ferðast þar einfald- iega með leigubílum, almennings- flutningakerfinu eða á fæti. Þannig hef ég t.d. spurt að þeir hafi það núna í London. í gömlum hverfum þar er að vísu heimilað að byggja eina og eina nýbyggingu - en því aðeins að ekki komi til fleiri bíla- stæði. Þessir menn hafa nefnilega gert sér grein fyrir því að ný bílastæði í þessum hverfum kalla bara á meiri umferð og meira umferðar- öngþveiti og stærri umferðar- mannvirki og" eyðileggja það umhverfi smátt og smátt sem gefur þessum hverfum gildi. Það að geta ekki notað einkabíl í þessum hverf- um, eins og í nýjum borgarhlutum, er hluti af því verði sem við verðurn að greiða ef við viljum í raun og veru vernda þetta umhverfi. Gestur Ólafsson „I auglýsingunni var nefnilega aö finna markmið Reykjavíkurborgar 1 bíla- stæöamálum. „Markmið borgarinnar er aö fullnægja þörfinni fyrir bílastæði 1 öllum borgarhverfum.“ Fyrr má nú rota en dauðrota.“ Frá vöggu til Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á fóstureyðingarlöggjöfinni. Samtök borgara í Reykjavík, sem kalla sig Lífsvon, hafa fagnað þessu frum- varpi og kallað það skref í rétta átt. Þessi samtök tala sjaldan um fóstur, aðeins börn, Þau halda því fram að á íslandi eigi sér stað íjöldaaftökur á börnum af læknum og konum sem viti fátt skemmti- legra en að sturta fullþroskuðum einstakhngum niður um klósettið. Að sögn formanns samtakanna er einstakhngurinn fullþroskaöur þegar átta vikna gamall í móður- kviði og engar grundvaUarbreyt- ingar eiga sér stað á honum allt fram á níræðisaldur. Næsta líf- fræðilega breyting á einstaklingn- um er eðUleg rotnun sem hendir aUa efltir dauðann. Átta þúsund morð? Málflutning formanns Lífsvonar má skilja þannig að 8.000 íslenskar konur hafi af einskærri mann- vonsku látið taka böm sín af lífi í skjóU löggjafar sem heimili slíkt. Sérstaklega eru þær mæður grimmar sem láta taka börn sín af Ufi af félagslegum ástæðum. Hugtakanotkun Lífsvonar er kapítuli út af fyrir sig. Hún er þannig að ætla mætti aö konur beri böm í kviði sér um leið og sáðfruma syndir inn í egg. Þetta þýðir að konur gangi bara alís ekki með fóstur - aöeins börn. Karl- menn eru því komnir í ákaflega undarlega stöðu, þeir bera ekki lengur sæöi í pung sínum heldur milljónir fóstra. Fóstureyðingar skipta því milljörðum á hverri mín- útu í heiminum. Hegðun Lífsvonar ber það með KjaUaiinn Heimir Már Pétursson nemi í stjórnmálafræði i H.í. sér að hér sé á ferðinni fólk sem skorti tilgang í lífinu og annað- hvort sér ekki eða neitar að sjá samhengi hlutanna. Lífsvon sest í dómarasæti yfir þeim konum sem þurft hafa að taka þá ógeðfelldu ákvörðun að láta eyða fóstri. Lífs- von horfir algerlega framhjá aðstæðum þessara kvenna og hróp- ar: Morðingjar, morðingjar! Á síðasta ári frömdu tugir íslend- inga sjálfsmorð. Þó millistéttar- kerlingar og karlar vaði í peningum eins og skít og aki sér í miUjónapelsum, lifir stór hópur fólks við og undir fátækramörkum á íslandi. Þær aðstæður, sem ríkt hafa í landinu undanfarin ár, setja þungar byrðar á hverja þá almúga- fjölskyldu sem veitir sér þá gleði að eignast börn. Til að fæða og klæða kríUn þurfa báðir foreldrar að vinna grimmilega langan vinnu- dagsvoUtiðereftirafþrekiogtíma handa börnunum að honum lokn- um. Ég þori að fullyrða að fóstureyð- ing er neyðarúrræði hjá yfirgnæf- andi meirhluta þeirra sem í hana fara og engin fer í slíka aðgerð með glöðu geði. Fóstureyðing er afleið- ing ómanneskjulegs þjóðfélags, ómanneskjulegs vegna þess að það kemur fjölda kvenna í þá stöðu að geta ekki átt börn. Fóstureyðingin er því bara eitt birtingarform á óhamingju þúsunda kvenna og karla í þessu landi - eins og sjálfs- morðin. Með því að setjast í dómarasæti yfir þessu fólki er ver- iö að víkja sér undan ábyrgð og sýnir ekkert annað en fullkomið dómgreindarleysi. Borgarastéttin er alls staðar söm við sig, hún nær ekki upp í nef sér fyrir þeim nei- kvæðu afleiðingum sem þjóðskipu- lag hénnar hefur í för með sér en neitar að ráðast á orsakirnar. Bófar og fórnarlömb Undanfarið hefur borgarastéttin verið að semja um lífskjör almenn- ings í landinu við eitthvað sem kallar sig verkalýðsforystu. Bófa- flokki þessum þóknaðist að ákvarða lágmarkslaun um 32.000 krónur. Nú skulum við reyna að setja okkur í spor konu sem þarf að lifa af þessum launum og verður svo ólánsöm að verða ófrísk, því á þessum launum er það auðvitað ekkert annað en ólán. Við skulum ímynda okkur að þessi köna sé ein- stæð og eigi eitt barn fyrir. Vægt reiknað fer hún með um 15.000 krónur i fæði fyrir sig og barn sitt, hún á 17.000 krónur eftir. Við skul- um reikna með að hún hafi verið heppin og borgi ekki nema 15.000 krónur í húsaleigu. Þær tvö þús- und krónur, sem eftir eru. gera ekki meira en að skila henni úr og í vinnu með strætisvagni. Konan fær greitt bamsmeðlag og mæðra- laun með barninu sem hún á fyrir sem rétt hrekkur fyrir dagmömm- unni. Konunnar vegna skulum við síðan vona að hún eigi foreldra eða vini sem geta hjálpað henni að greiða rafmagn óg hita. Þessi kona er sem sagt ólétt og hversu mikið sem hún elskar böm segir skynsemin henni að hún geti ómögulega séð fyrir öðru barni. Konan hefur um þrennt að velja. Hún getur eignast barnið og aukið enn á erfiðleika sina og þess barns sem hún á fyrir. Við þessar aðstæð- ur getur hún ekki boðið hinu nýfædda barni sínu annað en þreyttan líkama sinn að hjúfra sig upp að. Þá getur hún farið í fóstur- eyðingu eða stokkið fram af svöl- untim og svipt sig lífi eins og tugir islendinga gerðu í fyrra. Fóstur- eyðing er því algert neyðarúrræði. Þessi sorglega saga hér að ofan er auðvitað ekkert annað en dæmi- saga sem því miður á sér stað i íslensku þjóðfélagi á hverjum degi. Þægilegast er auðvitað að vita ekk- ert af þessum málum og með upphrópunum sínum er Lífsvon að reyna að öskra sannleikann á kaf. Krossferð Lífsvonar Þeir sem hafa staðið gegn kross- ferð Lífsvonar hafa réttilega bent á að konur gætu farið í fóstureyðingu erlendis væri þeim gert það ókleift hér. Þetta finnst formanni Lífsvon- ar vera léttvæg rök. í sjónvarps- þætti þann 23. mars sagði hún ekki nema 25 konur hafa farið utan til fóstureyðingar árið sem núgildandi fóstureyðingarlöggjöf var sett. Síð- an hafi fóstureyðingum fjölgað gífurlega og séu nú um 700 á ári. Þessi málflutningur er svívirði- legur. Heldur formaður Lífsvonar að konan í dæmisögunni okkar hafi efni á að fljúga til London til að láta eyöa fóstri? Ætli flugfarið fram af svölunum sé ekki ódýrara? Hvers konar lífvernd er það að talar af fullu viröingarleysi um líf lifandi fólks en vill um leið vernda eitthvert frumuknippi í legi sömu einstaklinga. Lífsvon væri nær að taka sig saman í sínu borgaralega andliti og opna augun fyrir raun- veruleikanum. En sitja annars og þegja með sína Maríu meyjar komplexa og skammast sín. Á með- an stór hópur gengur árlega fyrir björg í landinu er smekklaust að tala um holninguna á liðinu. Heimir Már Pétursson „Málflutning formanns Lífsvonar má skilja þannig að 8000 íslenskar konur hafi af einskærri mannvonsku látið taka börn sín af lífi 1 skjóli löggjafar sem heimili slíkt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.