Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. 25 Sturlunga komin úr höndum fomgripanna hjá Svörtu á hvítu: Eins og hópur gamalla stríðsfélaga - segir Ömólfur Thorsson sem stjómaði verkinu Helstu baetur fyrir v(g og áverka í ÞorjjiLs sögu og Hafliða Þontcinn í Ávlk Þorjiils grnðir 12 Mlr Bcrgþócvson Mafliði vill gcía FingurHafliðj hundruð íynr frrVhundrud Þorgilsi 8 kýr Hnciti cn írr íynr ivcrkaólafs (u þ b 6 sjilfur V) hundruð hundruð) Súluritið líkist mest verðkönnun á neytendasíðu DV. Hér er þó borið saman verðið á „fingri Hafliða" og öðrum sárum. Þetta er ágætt dæmi um skýring- ar í nýju útgáfunni af Sturlungu. „Það má.líkja vinnu okkar sem kallaðir erum forngripirnir hjá Svörtu á hvítu við upphafið aö mörg- um b'andarískum bíómyndum þegar hópur gamalla stríðsfélaga kemur saman og síðan spinnst ævintýraleg atburðarás í framhaldi af því,“ segir Örnólfur Thorsson, sem haföi með höndum ritstjóm á nýrri útgáfu á Sturlungu sem Svart á hvítu hefur sentfrásér. ■ Þetta er vegleg útgáfa í þremur bindum með ítarlegum skýringum og í sama stíl og íslendingasögurnar sem Svart á hvítu gaf út í tveimur bindum fyrir þrem árum og þótti þá ævintýralegt uppátæki. Æskudraumur Björns Jónas- sonar „Það er engin formlegur hópur sem vinnur að útgáfunni," heldur Örnólf- ur áfram. „Við byrjuðum á íslend- ingasögunum, fyrst í tveimur bindum og síðan í þremur, ogþá skólaútgáfa með skýringahefti. Næst komu Hávamál og nú síðast Sturl- ungá. Sjálfsagt velst hópurinn saman eft- ir sömu reglunni og allir hóþar á íslandi í gegnum kunningja-, ættar- og vinatengsl. Tilviljanir ráða þar einnig einhverju. Við vorum upphaf- lega flórir en nú hefur hópurinn stækkað um helming. Þetta er fólk sem kemur úr öllum áttum og hefur ólíkan starfa. Svart á hvítu hafði frumkvæði um aö kalla þennan hóp saman til þessara til- teknu verka sem mér skilst að hafi verið æskudraumur Björns Jónas- sonar útgefanda. Hann dreymdi um að geta komið einni bókahillu af ís- lendingasögum saman í eina bók og sótti þar fyrirmyndina til útgáfa Eng- lendinga á Shakespeare. Til þessa fékk hann þennan hóp. Þaö reyndist ekki gerlegt að koma í slendingasögunum fyrir i einni bók þannig að við byrjuðum á tveimur. Menn kvörtuðu sáran undan því að hættulegt væri að fara með þessar bækur í rúmið. Þær væru beinlínis skaðsamlegar í rúminu þannig að við komum til móts við fólk og skiptum verkinu upp í þrjú bindi. Við bættum við inngangi þar sem fjallað er um sögumar og baksvið þeirra og gerð- um atriðisorðaskrá." Góð söluvara Og fornsögurnar hafa reynst góð söluvara? „Viö höfum ekki velt því mikið fyr- ir okkur. Björn var viss um aö það vantaði útgáfur á íslendingasögun- um þár sem þær væru framar öðru gefnar út sem bókmenntir. Útgáfu þar sem menn þyrftu ekki að brjó.t- ast í gegnum þykka varnarmúra skýringa, fræðimennsku og ættar- fróðleiks til þess að hafa ánægju og yndi af að lesa sögumar. Þaö var markmiðið aö gera þær aögengilegar venjulegu fólki. Mér sýnist á öllu að það hafi tekist að einhverju marki. Það eru fjölmargir sem hafa eignast íslendingasögurnar í þessari útgáfu. Ég hitti marga sem hafa sest niður og byrjað aö lesa sögurnar eins og sagnabálkinn um ísfólkiö. Byrjað á Bandamannasögu og lesið svo áfram. Útgáfan tók rúmt ár með aðstoð góðra manna og forlagið studdi vel við bakið okkur og kom útgáfunni á framfæri með mjög veglegum hætti. Við erum á launum hjá útgáfunni við verkið og allflestir í hópnum vinna þetta eins og verktakar. Framhald á útgáfunni Það var vissulega tilraun að gefa Örnólfur Thorsson hampar nýrri útgáfu af Sturlungu. uv-myna vav/ þessar sögur út og það höfðu fáir trú á því í upphafi. Það var sagt að ís- lendingasögurnar heföu verið gefnar svo oft út og allir ættu þær. Það kom þó á daginn aö sögurnar seldust vel og það varð til þess að haldið var áfram og enn er af mörgu aö taka. Við erú reiðubúin að halda áfram við þessa útgáfu. Það kæmi vel til greina að gefa út konungasögur í aðgengilegri lestrar- útgáfu. Einnig fornaldarsögur og riddarasögur. Það eru líka til margs konar fræði frá miðöldum sem vert væri að gefa út. Þetta er sá hluti bók- menntanna sem er hvaö óaðgengileg- astur fólki sem ekki er hagvant í háskóla. Þetta eru lagabækur, guö- fræði, stjörnufræði og eiginlega allt milli himins og jarðar. Á þessum tíma voru íslendingar hámenntaðir menn á evrópska vísu og unnu merkilegt fræðastarf sem menn gleyma oft. Það var ekki und- arleg tilviljun sem gerði íslendinga- sögurnar, Sturlungu og fleira að heimsbókmenntum. Sturlunga hefur sérstakt gildi fyrir okkur íslendinga og útlendingar eiga oft erfitt með að átta sig á þeirri dýpt sem viö lesum í hana. Þeir þekkja ekki sögustaðina og eru ekki aldir upp við sögur um hetjur Sturlungaaldar. Þeir þekkja heldur ekki nýlendusögu okkar sem Sturlunga tengist mjög náiö.“ Miklarskýringar Hvemig er verkaskiptingin innan hópsins? „Það ræðst mjög af menntun hvers og eins. Þeir sem eru handritafræð- ingar eða sagnfræðingar hafa að miklu leyti umsjón með þeim þætti verksins. Þeir sem eru staökunnugir mjög og þekkja til sögustaðanna fyrir norðan og vestan sinna kortagerð og þeir s.em eiga auðvelt með að átta sig á flóknum ættartengslum þeir sinna þeim skýringarmyndum. Þetta hefur gengiö áreynslulaust og oft þannig að það gengur hver í þann verkþátt sem er skemmst á veg kominn. Kortin höfum viö unniö í samvinnu viö ágætan franskan kortageröarmann sem hefur unniö • hér lengi. Hann heitir Jean-Pierre Biard og hefur veriö okkur mjög hjálplegur og á heiðurinn af kortun- um. Skýringarmyndirnarteiknum við sjálf með aðstoð tölvu. Við leggjum mikið upp úr mynd- rænum skýringum. Það hefur fælt marga frá að lesa Sturlungu aö þar koma fyrir margar persónur og menn koma ef til vill við sögu með margra ára bili. Það getur verið erf- itt að henda reiður á þessum mönnum öllum og tengslum þeirra við höfuðpersónurnar. Við höfum lagt okkur í framkróka viö aö gera margar skýringarmyndir. Stórar ættartölur eru hefðbundnar í útgáfu sem þesari en við höfum þær margar og litlar, reynum aö sýna vénsl manna eins og þau eru á ákveðnum tíma og að því leyti sem þau skipta máli fyrir atburðarás sögunnar. Þetta held ég að auki skemmtigildi verksins. Eykur skemmtun manna Það hafa flestir gaman af að ferðast um landið sitt. Örnefnin hafa mörg hver veriö óbreytt í sjö hundruð ár og jafnvel lengur. Fjöldi örnefna tengist tilteknum atburðum sem fjallað er um í Sturlungu. Ég held að það auki skemmtun manna sem koma á Örlygsstaði að velta fyrir sér herbrögðum höföingjanna í orr- ustunni sem þar var háö. Öll þessi saga er hluti af menningarsögu okk- ar. Enginn kemst hjá því að læra um hvernig við misstum sjálfstæðið. Við vonum að með þessu móti verði .sagan aðgengilegri en áður. Viö bæt- um líka við ýmsum fróðleik og erum með nokkuð stórt orðasafn. Þar eru milli íjögur og fimm þúsund orö skýrð. Það ætti að vera fullnægjandi fyrir þá sem vilja lesa Sturlungu og einnig íslendingasögurnar. Þarna eru skýrö orð sem tengjast atvinnu- háttum sem eru ekki lengur við lýði og fornum stjórnarháttum. Hlutverk mitt er fyrst og fremst verkstjóm. Þetta er svo flókin vinna að það er nauðsynlegt að hafa einn aðila til aö annast það. Það þarf að sinna samskipum við prentsmiðju. Bókin var prentuð hjá Odda. Ég lenti í þessu hlutverki núna. Ef framhald veröur á vinnu hópsins þá verður það einhver annar. Utgáfan hefur verið þannig undanfarin þrjú ár að við höfum látið hveijum degi nægja sína þjáningu og þaö er enn allt óákveðið með framhaldið. Engir styrkir Við teljum þaö mjög eftirbreytni- vert að samvinnanáist með útgef- endum og fræðimönnum. Þetta er mjög tímafrekt verk og er unnið án þess að styrkir komi til. Það sem er ánægjulegast við þessa útgáfu er hvað viðtökur almennings era góðar. Fólk hefur raunverulegan áhuga á þessum fornu bókmenntum. Þær eru lesnar sem sýnir að þrátt fyrir áhyggjur manna af fjölmiðla- byltingunni og vaxandi afþreyingu þá hefur fólk tíma til að lesa sögurn- ar. Menningararfur sem er bara hillugóss er einskis virði,“ sagði Öm- ólfur Thorsson. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.