Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Qupperneq 38
58
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988.
Lífsstfll
Tollalækkanir:
Skila sér aðeins að
hluta út í verðlag
Tollalækkanir hafa skilað sér inn í
verðlag á matvörum en aðeins að
hluta. Þetta er niðurstaða saman-
burðar sem DV gerði á verði nokk-
urra vörutegunda í stórmörkuðum í
október og aftur nú. Gengisfellingin,
sem var fyrir skemmstu, nægir
hvergi til að skýra þann mismun sem
er á.áætlaðri lækkun og lækkun í
raun. Þær efasemdir, sem Jón Sig-
urðsson viðskiptaráðherra hafði um
að breytingamar skiluðu sér ekki til
neytenda, staðfestast því.
Og oft munar miklu til að lækkun-
in skili sér. Svo dæmi séu tekin þá
áttu rakvélarblöð að lækka um 47%.
Er þá miðað við óbreytt gengi og inn-
kaupsverð.
Raunin er hins vegar sú að Gillette
Contour rakvélarblöð hafa aðeins
lækkað um rúm 33%. 6% gengisfell-
ing nægir hvergi til að skýra þenn-
ann mun og ólíklegt að innkaupsverð
hafi hækkað svo mjög um áramót.
Er samanburðurinn var gerður var
tekið mið af nokkrum vörutegimdum
í níu stórmörkuöum. Var meðalverð
hverrar vörutegundar í október bor-
ið saman við verð í sömu verslunum
nú og er útkoman í meðfylgjandi
töflu.
Tollalækkun og matarskattur
Einn megintilgangur tollalækkana
á matvöru var að milda áhrif sölu-
skatts á matvæli. Séu hins vegar þær
vörur skoðaðar sem voru teknar í
samanburðinum þá sést að lækkun
er hvergi nærri sú sem áætluð var.
Gott dæmi um þetta er spaghetti.
Samkvæmt upplýsingum Verðlags-
stofnunar átti spaghetti og pasta að
lækka um 32%. Er þá búið að reikna
með söluskatti inn í þessa tölu en
ekki gengisfellingu. Honig spaghetti
í 250 gramma pakkningum hefur
hins vegar ekki lækkað nema um
22%.
Og fleiri dæmi. Stabburet appels-
ínumarmelaði hefur ekki lækkað
nema um 19,45%. Sultur og marmel-
aði hefðu hins vegar átt að lækka um
34%. Neytendur hljóta þvi að spyrja:
Hvert fer mismunurinn?
Eitt skondið dæmi kom fram í
könnuninni og kom það verulega á
óvart. Kaffl átti að hækka um 3,3%.
Eina kaffið í könnnuninni, Nescafé
Gull í 100 gramma pakkningum,
reyndist hins vegar hafa lækkað um
14,3%.
-PLP
Rakvélarblöð áttu að lækka um 47%. Þau hafa hins vegar ekki lækkað
nema um 33%.
Sulta átti að lækka um 34%o. Hún virðist hins vegar ekki hafa lækkað nema
um 19,45%.
Meðalverð I okt. Meðalverð nú Lækkun Hefð átt að lækka
Honigspag. 250g 39,39 30,70 22,07 32,0%
Gillette Contour rakvélablöð 5 stk. 199,88 133,80 33,06 47,9%
Stabbaret marm. 400g 110,98 89,40 19,45 34,0%
Luxsápa 85g 18,86 19,70 4,45 1,0%
Hækkun Hefðiátt að hækka
NescaféGuld 212,23 181,90 -14,3% 3,3%
Tillsbury’s hveiti Spund 73,72 85,65 16,18 13,0%
Anna Bjamasan, DV, Denver
Bandarískir bankar og lánastofn-
anir bjóða sparifjáreigendum um
þessar mundir upp á 4,64-5,7% vexti
þegar lagðar eru inn smærri upp-
hæðir en það eru upphæðir innan
við fimm þúsund dali eða 200 þúsund
krónur. Þetta er meöaltal innláns-
vaxta hjá hundrað stærstu bönkum
og fjármálafyrirtækjum í tíu stærstu
Neytendur
borgum Bandaríkjanna. Meðaltalið
er lægst í Los Angeles eða 4,46% en
hæst í Washington, 5,7%. Hér ákveð-
ur enginn aðili vexti, allt ræðst af
framboði og eftirspurn. Innlánsvext-
ir fara nú hækkandi samkvæmt
spám sömu banka og lánafyrirtækja
og tekin voru með í meðaltalsút-
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1980-1. fl. 15.04.88-15.04.89 kr. 1.680,77
‘Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót.
Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiöslu
Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, mars 1988
SEÐLABANKIÍSLANDS
reikninginn og er búist við aö inn-
lánsvextir hækki í 5,7-6,25% á næstu
níutíu dögum.
Meðaltal innlánsvaxta á sex mán-
aða reikningum er nú lægst í Detroit,
6,23%, en hæst í Washington, 7,28%.
Meðaltal vaxta á eins árs reikningum
er lægst í New York, 6,94%, en hæst
í Boston, 7,65%. Meðaltal vaxta á
innlánsreikningum, bundnum til
fimm ára, er lægst í Los Angeles,
7,66% en hæst í Boston, 8,29%.
Innlánsvextir eru annars mjög
breytilegir og fara hækkandi eftir því
sem innlánsupphæðimar eru hærri.
Lægstu upphæðirnar teljast upp-
hæðir lægri en 5000 dalir og er þaö
fyrst við 50 þúsund dala inneign sem
bankar fara að hækka vaxtatilboð
sín verulega.
Útlánsvextir em afar breytilegir.
Algengustu vextir á lán tii húsa-
kaupa em frá 9-12%. Vextir á lánum
til bílakaupa em frá 10-16%, vextir
af eftirstöðvum viðskipta, sem fara
fram með greiðslukortum, eru
16-18% og hærri vaxta er krafist af
ýmsum öðmm lánum. í dag mátti til
dæmis .lesa auglýsingu í dagblöðum
hér þar sem í boði eru allt að 5 þús-
und dala lán til fjögurra ára með
föstum mánaðargreiðslum. Þar er
vaxta- og fjármagnskostnaður
20-30% eða margfalt hærri en inn-
lánsvextir á sömu upphæð.
Verðkönnun DV:
Cheerios komið í
stærri pakkningum
í verðkönnun sem birtist hér í
blaðinu á dögunum kom fram að
Cheerios væri mun dýrara í Hag-
kaup, JL húsinu, og Miðvangi en
annars staðar. Skýringin er ekki
sú að þessar verslanir leggi meira
á vömna en aðrar verslanir sem
kannað var verð í, heldur er um
aðrar umbúðir að ræða.
Miðað var við að Cheerios væri í
198 gramma eða 7 únsu umbúðum
sem era hinar hefðbundnu. í þess-
um þremur verslunum er Cheerios
hins vegar í nýjum umbúðum sem
em 283 grömm, eða 10 únsur, og
því dýrari. DV harmar þessi mistök
og biður ofantaldar verslanir vel-
virðingar á þeim.
-PLP
I