Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Page 40
60 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. Lífsstm Viö lifum í dag á tímum hljóö- frárra flugvéla og í heimi þar sem tekur aðeins fáar klukkustundir aö færa sig til um heimsálfur. Fólk af yngri kynslóðinni telur sjálfsagt aö ferðast til útlanda og almenn skoð- un er sú að ferðalög séu ekki lengur lúxus heldur sjálfsögð nauðsyn. Ekki hefur þetta alla tíð verið svona. Margt eldra fólk hefur aldr- ei farið utan. Það er þó sjaldgæfara að fólk á níræðisaldri taki sig upp og leggist í feröalög. Þegar það fréttist að næstum áttatíu og fimm ára langamma ætlaði í fyrsta skipti til útlanda og það á sólarströnd þótti ærin ástæða að taka við hana viðtal. „Blessaður, kallaðu mig Heiðu," segir hressileg eldri kona þegar spurt er um Stígheiði Þoysteins- dóttur. „Afi minn var svo frekur að þegar átti að skíra mig Helgu heimtaði hann að ég yrði látin heita í höfuðið á honum en hann hét Stíg- ur. Mér hefur alla tíð leiðst nafnið og þjáðist mikið fyrir það þegar ég var ung. Ég man þó eftir einu skipti sem mér fannst nafnið ekki svo afleitt en það var þegar móðir mín spurði mig hvort ég vildi frekár bera nafn nágrannakonu okkar en sú kona hét Ormheiður," bætir Heiöa við. Man tímana tvenna „Ég er frá Brekku í Mýrdal og er því stoltur Skaftfellingur," segir Heiða. Hún er spurð hvort henni finnist ekki að tímarnir hafi breyst. „Jú, þaö eru nú bráðum áttatíu og fimm ár frá því aö ég fæddist. Auð- vitað man maður tímana tvenna •• Stigheiður Þorsteinsdóttir prjónar peysur og selur til að afla sér skotsilfurs fyrir Mallorkaferðina. merkilegt við að vera að fara til útlanda. Búið að pakka bíkininu Er hún farin að ferðbúa sig? „Já já,“ segir Heiða. „Ég er búin að slysatryggja mig og einnig tryggði ég farangurinn. Dætur mínar og tengdadóttir eru alltaf að ráðleggja mér hvað ég eigi að taka með og ef þær mættu ráða þá færi ég með nokkrar töskur. Nú, ég leyfi þeim að halda að þetta fari allt saman í töskuna en auðvitað tek ég upp úr það sem ég hef ekkert með að gera. Þú lætur þær auðvitað ekkert vita,“ bætir hún við og hlær. „Allavega er ég búin að pakka bíkininu. Ég ætla ekki að fara í ónæmissprautur, ég hef enga trú á þeim. Ég held bara að þær myndu veikja mig meira en sjúkdómurinn sjálfur. Ég dey þegar ég dey og þar sem ég er forlagatrúar þá er ég ekkert að hafa áhyggjur af því. Hvernig heldur hún að hún kunni viö baðstrandarlífiö? „Ég á ekki von á öðru en ég kunni jafnvel við það og hinir íslending- amir sem eru að flækjast þangað. Reyndar sé ég sjálfa mig í anda, sitjandi á ströndinni í sólstól með hatt á höfðinu og heklunál í hendi. í það minnsta er ég staðráöin í að ná mér í lit. Ég ætla að verða alveg eins og svertingi þegar ég kem heim. Nú, ef manni leiðist strandarlífið þá er alltaf hægt að ganga og skoða sig um. Ætli ég líti ekki í nokkrar búðir líka. Ég er örugglega með þeim verstu í búöarrápi, ég gjör- - segir Stígheiður Þorsteinsdóttir, 84 ára, sem er að fara í sína fyrstu utanlandsferð og lengst af ævi minnar hef ég þrælað eins og hestur. Ég varð ein- stæð móðir með þrjú börn þegar elsta barnið var tíu ára og yngsta fjögurra. Þaö var ekki auðvelt að berjast fyrir lífinu í þá daga. Ég er hins vegar ekki að kvarta. Allt gekk þetta einhvern veginn og börnin urðu mér gleði og ánægja í lífinu svo ég tali nú ekki um barnabörnin og barnabarnabörnin," segir Heiöa og brosir en Heiða á tólf bamabörn og þrjú barnabarnabörn. Hvernig stendur á því að hún er að leggjast í ferðalög svona á seinni árum? „Mig hefur reyndað alltaf langað til að ferðast en aldrei haft tækifæri til, eða ekki langað nóg, fyrr en nú. Þegar Iðja bauö upp á þessar ferðir til Mallorca á mjög góðum kjörum ákvað ég að slá til. Ég keypti mánaðarferð óg verð í herbergi með konu sem heitir Katr- ín. Ég hef nú aldrei hitt þessa konu en veit aö samkomulagið blessast. Þetta var spurningin um að fara í stutt ferðalag núna áður en farið er í ferðina löngu,“ svarar Heiða og brosir. „Það má ekki skilja orö mín þannig að ég sé á leiðinni yfir móð- una miklu, sei sei nei. Ég er reyndar byrjuð að skipuleggja aðra ferð að ári. Mig langar mikið til að sjá Grænland og þætti tilheyrandi að fara úr sólinni á ísinn.“ Ætlar ekki að dansa á borð- unum Hvernig hugsar Heiða sér að ferð- in verði, er hún til dæmis kvíðin einhverju? „Nú, maður hefur séð þessar sól- arauglýsingamyndir, ég reikna með að þetta séu háar byggingar, sól og strendur. Ég kvíði ekki fyrir neinu, alls ekki. Ég fer um miðjan apríl og mér er sagt að hitinn sé ekki orðin sérlega mikill þá. Það eina sem mig óar fyrir er að hafa heilan mánuð í afslappelsi, það er svo langur tími. Til öryggis þá tek Tíðarandi ég með mér hekludótið. Annars veit ég að ég má ekkert vera að því að hugsa á þessum nótum þegar ég kem út. Ég er staðráðin að fara í allar mögulegar skoðunarferðir sem boðið er upp á. Döttir mín var að reyna að fá mig ofan af því að fara að klöngrast í hellaferð en ég hlusta nú ekki á svoleiðis lagað. Þaö er ekkert að mér enda ætla ég að njóta heilsunnar meðan ég hef hana.“ Ætlar þú þá að skella þér í grísa- veislu? „Nú, hvað heldurðu maður,“ svarar Heiða dálítið hneyksluð. „Auðvitað skelli ég mér í grísa- veislu. Maöur fer í sitt finasta tau og drífur sig. Ég ætla svo sannar- lega að skemmta mér þó ég komi nú ekki til með að dansa á borðum, eins og ég hef frétt að sumir geri,“ bætir hún við kímin. „Nei, góði minn, þú heyrir ekkert væl í mér. Ef ég eyddi tímanum í að kvarta og kveina þá nyti ég ekki lífsins. Ég hef stundum sagt við fólk, sem ég heyri að er að kvarta: „það vorar þó hann blási á norðan nú“ og ég hef reynt að fara eftir þessu sjálf. Mér finnst sjálfri ekkert samlega gleymi mér. Ætli ég gleymi mér ekki í einhverri versl- unarferðinni og týnist," segir Heiða og hlær. „En blessaður segðu þetta ekki því börnin gætu tekið það alvarlega," bætir hún við og brosir. Það er nú samt látið fjúkja þar sem Heiða er ein af þessum konum sem virðast geta bjargað sér úr öllum hugsanlegum vandræð- um og hefur sjálfsagt gert það oft. Á borðinu er bunki af fallegum peysum og hálfprjónuð peysa er í stólnum. Heiða er spurð að því hvort hún sé að prjóna á fjölskyld- una. „Nei, væni minn, ég er að pijóna þetta til að útvega mér skotsilfur í ferðina. Ég prjóna um þijár peysur á viku og er búin að prjóna nokkr- ar peysur. Ég ætla að láta allt eftir mér í þessari ævintýraferð," segir þessi hressa og skemmtilega kona. • -EG Stigheiður með nokkrum barna-og barnabörnum sínurn. Að þessu sinni verður það sú elsta á myndinni sem bregður undlr sig betri fætinum og skellir sér til útlanda - i fyrsta sinn á ævinni. Myndin er af Stígheiði (til vinstri) og systur hennar, Guðbjörgu Júlíu Þorsteinsdóttur, fyrir um 25 árum á Akureyri en þá steig hún i fyrsta og eina skipti ævinnar hingað til upp i flugvél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.